Morgunblaðið - 08.06.1991, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 08.06.1991, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JUNI 1991 19 Stefnir Olafsson bóndi í Laugardal: Kemur ekki til greina að ég eða dýrin fari héðan „ÞAÐ er ljót framkoma sem búið er að sýna mér hér á unda- förnum árum. Margsinnis hefur verið reynt að flæma mig í burtu en ég er þrásetumaður og það kemur ekki til greina að ég eða dýrin mín fari héðan,“ sagði Stefnir Ólafsson bóndi á Reykjaborg í Laugardal, í samtali við Morgunblaðið. I bréfi sem Stefni barst frá Skrifstofu borgarverkfræðings í vikunni er mælst til þess að hann virði ákvæði samnings sem gerður var við hann árið 1984 um bann við búfjárhaldi á býlinu. „Ég vil fá breytt í samningn- um ákvæðinu um að hér megi ekki vera með sauðfé og naut- gripi en í samningnum stendur að vilji maður fá breytingar á honum, þá megi reka málið fyrir bæjarþingi. Ráðamenn eru hins vegar svo óforskammaðir að neita mér um það. Það mega þeir ekki gera og haldi þeir áfram hótunum um að stela dýrunum mínum þá mun ég höfða mál á hendur þeim. Ég er alveg ákveð- inn í því og það er hópur manna sem er búinn að lofa að hjálpa mér í þessu,“ sagði Stefnir. „Ég er búinn að vera hér síðan vorið 1916 þegar foreldrar mínir fluttu hingað og er því elsti dalbúinn. Hér vil ég vera til Sýning Christos opn- ar á Kjarvalsstöðum Yfirlitssýning á verkum bandaríska listamannsins Christos verður opnuð á Kjarv- Hvammstangi: 150 milljóna gjaldþrot Forgangskröfur í bú Verslun- ar Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga, sem tekið var til gjaldþrotaskipta 1988, greiddust að fullu, en þær námu 7,4 milljón- um kr. Skiptalok urðu í búinu í síðasta mánuði og nam gjaldþrot- ið tæpum 150 milljónum kr. Skiptameðferð búsins lauk 6. nóvember 1990. Forgangskröfur að upphæð 7,4 milljónum kr. greiddust að fullu. Upp í veðkröfur greiddust 16,8 milljónir kr. Almennar kröfur í búið hljóðuðu upp á 125,1 milljón kr. og greiddust um 3,8 milljónir upp í þær, eða um 3%. alsstöðum í dag, laugardaginn 8. júní kl. 16. Kristín Guðnadótt- ir, safnvörður á Kjarvalsstöð- um, sagði á blaðamannafundi er haldinn var vegna sýningar- innar að verðmætasta verkið, „Innpakkaðar olíutunnur" kæmi úr einkasafni listamanns- ins en öll önnur verk á sýning- unni væru í eigu Torstens Lilja, sænsks milljónamærings, og yrði hann viðstaddur opnun sýn- ingarinnar. Torsten Lilja er sagður eiga um 150 verk eftir Christo en það eru aðallega undirbúningsteikningar, klippimyndir og módel af hinum raunverulegu verkum Christos. Umsjónamaður listasafns Lilja, Josy Kraft, sér um uppsetningu verkanna á Kjarvalsstöðum. Flest verk Christos lifa í skamman tíma þar sem listamaðurinn fær ein- göngu leyfisveitingar til þess að pakka inn brúm eða vefja efni umhverfis eyjar að því tilskildu að umbúðirnar verði teknar aftur niður. Christo kostar alfarið sjálfur John Nasbitt í Borgarleikhúsinu: íslenskir meginstraiim- ar meðal umræðuefnis Morgunblaðið/BJE Stefnir Ólafsson bóndi á Reykjaborg í Laugardal æviloka og hafa dýrin mín hjá mér,“ sagði Stefnir. BANDARÍSKI fyrirlesarinn John Naisbitt verður á ráðstefnu Sljórn- unarfélags Islands og Amerísk-íslenska verslunarráðsins í Borgarleik- húsinu nk. mánudag 10. júní. Síðdegis í gær höfðu milli 430 og 440 manns skráð sig á ráðstefnuna, samkvæmt upplýsingum frá Stjórnun- arfélaginu. í fréttatilkynningu frá Stjórnun- arfélaginu segir, að John Naisbitt sé heimsþekktur fyrir bókina Mega- trends, sem út kom fyrir 10 árum. Þar hafi hann spáð fyrir um þá meginstrauma sem myndu einkenna liðinn áratug. í tilkynningunni segir að Naisbitt hafi reynst sannspár og hafi því hin nýja bók hans og eigin- konu hans, Patriciu Aburdene, Megatrends 2000, ekki síður vakið heimsathygli. í bókinni séu boðaðir meginstraumar þjóðfélagsins til næstu aldamóta. Umfjöllunin í Borgarleikhúsinu hefst á kynningu Gunnars M. Hans- sonar forstjóra IBM á íslandi á John Naisbitt. Að henni lokinni fylgir erindi Naisbitts. í kjölfar þess munu fréttamenn leggja spurningar fyrir Naisbitt, en einnig er gert ráð fyrir að þátttakendur geti lagt fram skrif- legar fyrirspurnir úr sal. Að loknu kaffihléi verða pall- borðsumræður með John Naisbitt. Umfjöllunarefnið er að sjálfsögðu erindi hans, en einnig verður glímt við að kanna íslenska megin- strauma. Umræðustjóri er Sig- mundur Guðbjarnason, fráfarandi háskólarektor. Þórður Sverrisson, formaður stjórnar Stjórnunarfélags íslands, mun slíta ráðstefnunni um kl. 16.30. ------------- Islenskur læknir hlýt- ur dönsk verðlaun GÍSLI Einarsson orku- og endur- hæfingarlæknir hefur hlotið dönsk rannsóknarverðlaun fyrir doktorsritgerð sína um aðlögum vöðva að langvarandi sköddun en hún byggist á rannsóknum á mænuveikisjúklingum sem lamast hafa á mismunandi aldri og áttu það sameiginlegt að hafa búið við langvarandi lömun. Verðlaun þesi veita Landssamtök mænuveikisjúklinga og fórnarlamba umferðarslysa (Landsforeningen af Polio-, Trafík- og Ulykkeskadede). Verðlaunin verða afhent Gísia sunnudaginn 9. júní á ársfundi sam- takanna í Danmörku. Doktorsritgerð Gísla Einarssonar sem hann varði við læknadeild Gautaborgarháskóla fyrir rúmu ári fjallar bæði um aðlögunarhæfni skaddaðra vöðva við athöfnum dag- lega lífs og svörun vöðva við skipu- lagðri styrktarþjálfun. Hefur þessi vitneskja mikla þýðingu fyrir þá sem búa vð langvarandi lömun, t.d. mænusóttarsjúklinga og þá sem lamast hafa af öðrum orsökum. Gísli Einarsson er lektor í endur- hæfingafræðum við læknadeild Há- skóla Islands og var til skamms tíma yfirlæknir við Heilsuhæli Náttúru- lækningafélags íslands í Hveragerði. ' Morgunblaðið/KGA Kristín Guðnadóttir, safnvörður á Kjarvalsstöðum, og Josy Kraft, umsjónarmaður listasafns Lilja. þessi viðamiklu verkefni með sölu á skissum sínum og undirbúnings- teikningum. Hann vill ekki taka við opinberum styrkjum þar sem að hans áliti myndi það skerða frelsi hans sem listamanns. KOMDU OG PRÓFAÐU HANN JSTOM] Mífaouífý HÖFDABAKKA 9 11Í RtYKJAVÍK SlMl 9! 670000 ou 67430Ö

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.