Morgunblaðið - 08.06.1991, Síða 20
20
MOJIGUNBLAÐIÐ IJVUGARDAGUR 8. JUNI.1991
Flugslysið í Tælandi:
Hreyflar vélarinnar
unnu hvor gegn öðrum
Seattle. Reuter.
BANDARÍSKA flugmálastjórnin (FAA) staðfesti í gær, að loftbrems-
ur hefðu verið í gangi á öðrum hreyfli Boeing-767 þotu austunríska
flugfélagsins Lauda Air sem fórst í Tælandi í síðasta mánuði með
223 manns.
FAA sendi í gær bréf til flug-
málayfirvalda í löndum þar sem
Boeing-767 þotur búnar Pratt og
Whitney 4000 hreyflum eru í
rekstri þar sem skýrt var frá gangi
rannsóknar á flugslysinu í Tæ-
landi. Þar er staðfest að annar
hreyfillinn hafí framleitt fullt gagn-
afl er þotan fórst. Ekki hafí komið
í ljós hvað olli gagnvirkan hreyfl-
anna. Of mörgum spurningum
væri enn ósvarað og þar sem ekki
hefðu komið neinir framleiðslugall-
ar í Ijós yrðu samskonar þotur ekki
settar í flugbann að svo stöddu.
Leiðtogar Sovétríkjanna og lýðveld-
anna funda um efnahagsvandann:
Refsiaðgerðir fyrirhug-
aðar vegna vanefnda
á greiðslum í ríkissjóð
Moskvu. Reuter.
Reuter
Berlín - hvað annað?
Bresk hjón skrifa hér undir stuðningsyfirlýsingu þess efnis að Berlín eigi að vera aðsetur stjómsýslu í
Þýskalandi. Þau standa við hliðina á skilti sem á stendur: „Höfuðborg stjómsýslu BERLÍN! Hvað annað?
Bonn er úrelt!“ Undirskriftirnar verða sendar til Bonn.
HÁTTSETTIR embættismenn Sovétsljórnarinnar og sovéskra lýð-
velda hittust í gær til að ákvarða refsiaðgerðir gagnvart þeim lýðveld-
um sem neita að borga sinn skerf í sovéska ríkiskassann. Sovéska
fréttastofan Tass greindi frá þessu í gær.
Samningur um fækkun langdrægra kjarnorkueldfiauga:
Stefnt að því að Ijúka
viðræðum sem fyrst
Tass sagði að Sovétríkin stæðu
frammi fyrir meiriháttar efnahags-
vanda og varaði því að ef lýðveldin
héldu eftir peningum þá gæti efna-
hagshalli Sovétríkjanna orðið 120
milljarðar rúblna (rúmlega 12 þús-
und milljarðar ÍSK á opinberu sov-
ésku gengi) í staðinn fyrir áætlaðan
30 milljarða rúblna halla (rúmlega
3.000 milljarða ÍSK).
Aðstoðarforsætisráðherrar
flestra Sovétlýðveldanna 15 komu
til Moskvu til að fylgja eftir sam-
komulagi sem gert var í apríl og
undirritað var af Míkhaíl Gorbatsjov
Sovétleiðtoga og forsetum níu lýð-
velda um aðgerðir til að bregðast
við efnahagsvandanum og um nýjan
grundvöll að sovéska ríkjasamband-
inu.
Tass sagði að embættismenn
legðu til að lýðveldunum yrði skipt
í tvo flokka. Þau lýðveldi sem vilja
áfram vera í sovéska ríkjasamband-
inu njóta forgangs meðan litið verði
ÚRVALS bón- og
hreinsivörur!
OHufélagið hf
á þau lýðveldi sem vilja segja sig
úr því eins og erlend ríki og muni
þau þurfa að borga fyrir vöru og
þjónustu með vestrænum gjaldmiðl-
um. Sum lýðveldi hafa borgað minna
en helming tilskilins framlags til
ríkiskassans á fyrsta þriðjungi þessa
árs. Litháar og Lettar, sem vilja
segja sig úr sovéska ríkjasamband-
inu, hafa neitað að borga með öllu.
Tass sagði að þau lýðveldi sem
neituðu að greiða gætu átt á hættu
að þeim yrði neitað um allt það, sem
miðstýrt er af yfirvöldum í Moskvu,
þ.á m. innflutningsvörur og aðgang
að náttúruauðlindum.
Belgrad. Reuter.
VALENTÍN Pavlov, forsætisráð-
herra Sovétríkjanna, hóf í gær
viðræður við ráðamenn í Belgrad
um ástandið í Júgóslavíu og um
skuldir Sovétmanna við Júgó-
slava. Á fimmtudag samþykktu
forsetar lýðveldanna sex, sem
mynda ríkjasambandið Júgóslav-
íu, málamiðlunartillögu frá for-
setum Bosníu og Makedóníu sem
grundvöll fyrir viðræður til
lausnar þvi ófremdarástandi sem
ríkt hefur í Júgóslavíu og jaðrað
hefur við borgarastyijöld.
Pavlov hóf viðræður við forsæt-
isráðherra Júgóslavíu, Ante
Markovic, strax eftir að tveggja
daga heimsókn hans til Júgóslavíu
hófst í Belgrad. Heimildarmenn
sögðu að Pavlov og Markovic myndu
ræða innanríkisvandamál Júgóslav-
íu og svipuð vandamál sem upp
hafa komið í Sovétríkjunum þar sem
kröfur um minnkaða miðstýringu
hafa komið fram í nokkrum lýðveld-
um. Þá munu þeir bera saman bæk-
ur sínar um vandamál tengd því að
leggja niður miðstýrt hagkerfi og
taka upp markaðshagkerfi.
Embættismennimir sögðu einnig
að ráðherramir myndu ræða 2,4
milljarða dala (146 milljarða ÍSK)
skuld Sovétmanna við Júgóslava.
Míkhaíl Gorbatsjov Sovétleiðtogi
lofaði því að skuldin yrði greidd er
hann var í heimsókn í Belgrad fyrir
um þremur ámm en vegna innanrík-
isátaka í Sovétríkjunum og ástands-
ins í Austur-Evrópu almennt hefur
ekki tekist að efna það.
Alexander Bessmertnykh, ut-
anríkisráðherra Sovétríkjanna, tók
í síðustu viku undir áhyggjur þær
Kaujimannahöfn. Reuter.
STJORNVÖLD I Bandaríkjunum
og Sovétríkjunum gerðu í gær
tilraun til að hraða samningavið-
ræðum um fækkun langdrægra
kjamorkuvopna (START), sem
staðið hafa með hléum i níu ár.
James Baker, utanríkisráðherra
sem talsmenn Bandaríkjanna og
Evrópubandalagsins höfðu látið í
ljós um að upplausn júgóslavneska
ríkjasambandsins hefði áhrif í átt
til óstöðugleika í Evrópu.
Blaðið segir að Thorvald
Stoltenberg utanríkisráðherra hafi
greint norska þinginu frá því að
stjórnin hafí sent forrnanni Vestur-
Evrópusambandsins bréf þar sem
óskað er eftir formlegum tengslum
við sambandið. Tilgangurinn sé að
færa Norðmenn nær þeirri um-
ræðu sem á sér stað innan sam-
bandsins um öryggis- og vamar-
mál í Evrópu. „Við óskum eftir að
fá að taka þátt í ráðherrafundum
sambandsins og komið verði á
reglubundnari upplýsingaskipt-
um,“ segir Stoltenberg.
Ráðherrann segir að Vestur-
Evrópusambandið eigi „að öllum
líkindum eftir að gegna meira hlut-
verki í umræðunni um skipan varn-
armála í Evrópu". Þetta er í fyrsta
sinn sem hann lætur þessa skoðun
í ljós, en lengi hefur verið óljóst á
hvaða atriði norska stjómin hyggst
leggja áherslu í umræðunni um
Bandaríkjanna, fór í því skyni
af fundi utanríkisráðherra Átl-
antshafsbandalagsins í Brussel
til fundar við Alexander Bess-
mertnykh, starfsbróður sinn frá
Sovétríkjunum, í Genf en til hans
hafði verið boðað í skyndingu.
Baker og Bessmertnykh hyggjast
ræða START-samninginn, sem
kveða mun á um þriðjungs fækkun
langdrægra kjarnorkuvopna, öflug-
ustu gereyðingarvopna heims. Bak-
er sagði á blaðamannafundi í gær
að samningurinn væri því sem næst
í höfn. Bessmertnykh kvaðst þó
ekki búast við því að fundurinn
myndi marka tímamót.
Náist samkomulag um samning-
inn geta George Bush Bandaríkja-
forseti og Míkhaíl Gorbatsjov Sovét-
forseti efnt til fundar, hugsanlega
síðar í mánuðinum ellegar í byijun
þessi mál sem nú á sér stað inn-
an Atlantshafsbandalagsins og
víðar.
Stoltenberg segir ennfremur að
Norðmenn verði að bregðast við
þróuninni innan Vestur-Evrópu-
sambandsins. „Það er mikilvægt
fyrir Norðmenn að taka sem
mestan þátt í umræðunni í Evr-
ópu um öryggismál álfunnar,"
segir hann. Hann telur jafn-
framt að Norðmenn eigi að
ganga lengra og sækja um aðild
að sambandinu. „Ég tel að nokk-
ur ríki sambandsins vilji ekki
sem stendur fjölga aðildar-
ríkjunum ... Þau tengsl sem við
höfum óskað eftir eru vissulega
takmörkuð, en þau kunna engu
að síður að veita okkur reynslu
sem við getum byggt á síðar er
tekin verður afstaða til aðildar.“
Talsmaður Hægri flokksins í
utanríkismálum, Jan Petersen,
júlí. Baker og Bessmertnykh hafa
reynt að hraða samningaviðræðun-
um til að forsetamir geti undirritað
samninginn á fundinum.
Ríkin greinir nú einkum á um
hversu mörgum kjamaoddum hvort
þeirra um sig fái að halda og hvort
semja eigi um upplýsingaskipti
varðandi tilraunir þeirra með kjam-
orkueldflaugarnar. Baker er sagður
vilja notfæra sér batnandi sam-
skipti ríkjanna að undanfömu til
að ljúka viðræðunum sem fyrst.
Brent Scowcroft, öryggismálaráð-
gjafí Bush, er hins vegar sagður
vilja fara hægar í sakimar.
Bandarískir embættismenn töldu
líklegt að Baker og Bessmertnykh
ákvæðu að fela sérfræðingum sín-
um í afvopnunarmáliim að hefja
þegar í stað viðræður af fullum
krafti í Genf.
sem hefur hvatt til aukinna
tengsla Norðmanna við Vestur-
Evrópusambandið, er ekki án-
ægður með greinargerð utan-
ríkisráðherrans. „Við fengum
skýrari svör en áður, en það er
ekki nóg að viðurkenna vanda-
málin, menn verða einnig að
leysa þau,“ sagði hann.
--------M-t--------
LUGANO - Francois Mitterrand
Frakklandsforseti, sem fyrst var
kjörinn í embætti 1981 gaf í skyn
í gær að hann mundi ekki verða í
framboði fyrir næsta sjö ára kjör-
tímabil sem hefst árið 1995. Hann
verður þá 78 ára gamall. „Tvö kjör-
tímabil eru heilmikið, jafnvel of
mikið,“ sagði Mitterand á fundi með
fréttamönnum í Lugano í Sviss þar
sem hann var í heimsókn og átti
fund með hinum svissneska starfs-
bróður sínum, Flavio Cotti. „Sjö ár
voru nóg, en kringumstæðurnar og
þrýstingur frá vinum leiddu til þess
að ég lagði í annað kjörtímabilið,"
sagði Mitterrand.
Ástandið í Júgóslavíu:
Pavlov og Markovic
ræðast við í Belgrad
Beiðni um nánari tengsl Nor-
egs við Y-Evrópusambandið
NORSKA dagblaðið Attenposten skýrði frá því á miðvikudag að
norska stjórnin hefði óskað eftir nánari tengslum við Vestur-Evr-
ópusambandið, öryggisbandalag níu Evrópubandalagsríkja.