Morgunblaðið - 08.06.1991, Side 25

Morgunblaðið - 08.06.1991, Side 25
25 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR «. JÚNÍ 1001 Morgunblaðið/Magnea Guðmundsdóttir Guðbjartur Jónsson, Vagnsstjóri, vann kappbeitninguna en það er árviss viðburður á Sjómannadaginn. Flateyri: Mikil hátíðahöld um sjómannadagshelgina Flateyri. MIKIL hátiðahöld voru á Flat- eyri um sjóinannadagshelgina. Fjöldi burtfluttra Flateyringa kom heim bæði með rútu, flug- vél og á einkabílum, til þess að taka þátt í hátíðahöldunum sem stóðu nær linnulaust í fjóra sól- arhringa. Segja má að á fímmtudags- kvöldið 30. maí hafi hátíðin hafist en þá héldu Kristján Jóhannesson sveitarstjóri og kona hans Sólveig Kjartansdóttir upp á fertugsaf- mæli sitt. Kristján átti afmæli þann dag en Sólveig er hálfum mánuði yngri. Þetta kvöld var Siggi Bjöms með blúskvöld í Vagninum og á fostudagskvöld var sannkölluð kráarstemmning að hætti Sigga. Hátíðahöld sjómannadagsins hófust á laugardag með skemmti- siglingu með togaranum Gylli. Þar spilaði unglingahljómsveitin Bleik- ir fílar á dekkinu meðan á sigling- unni stóð. Á laugardagskvöld var Búbbólínukvöld í Vagninum, mat- arveisla og húllumhæ þar sem Búbbólína var kynnt en þar mun hafa verið um sjálfan vagnstjórann Guðbjart Jónsson að ræða. Þar komu fram Táarinn Hendrik Tausen gestakokkur kvöldsins, Bíbborinn Bjöm Ingi Bjarnason, Danskurinn Siggi Björns, Sigurður Hafberg og að sjálfsögðu Guð- bjartur Búbbólína. Að þessari skemmtun lokinni sem var frábær að sögn viðstaddra var húsið opnað almenningi. Þá tóku upp hljóðfærin hljómsveitin Æfing sem ávallt skemmti Flateyringum á árum áður. Hana skipa Kristján sveitar- stjóri, Ámi Benediktsson nú kaup- félagsstjóri í Hveragerði og Siggi Björns trúbador. Þeir tóku létta æfingu og að mati viðstaddra hafa þeir engu gleymt, stemmningin var gífurieg og áttu flestir orðið í mestu vandræðum með að hemja útlimina, en ekki er gert ráð fyrir miklu dansplássi á Vagninum. Sunnudagsmorgun hófst hefð- bundin dagskrá sjómmannadags- ins með guðsþjónustu í Flateyrar- kirkju, þar var heiðraður sjómaður og að þessu sinni Hermann B. Kristjánsson, nú búsettur að Hlíf á ísafirði. Þoka og kalsi hijáði fólk mest allan sunnudaginn en um fimmley- tið létti þokunni, þá birtist lítil flug- vél, engu líkara en að hún hefði ýtt þokunni burt. Úr henni tók að rigna karamellum yfir mannfjöld- ann sem þar var saman kominn, að því loknu komu svífandi fallhlíf- arstökkvarar. Karlakórinn Vesturbræður und- ir stjóm séra Gunnars Björnssonar sungu í sundhöll Flateyrar og ótal margt fleira var gert sem ekki er unnt að nefna. Fertug fermingar- systkini komu saman á sunnudags- kvöld og endapunktur gleðinnar var hörkudansleikur í félagsheimil- inu þar sem Vanir menn sáu um fjörið. Og á mánudag héldu gestimir til síns heima og við tók að koma á hefðbundnu lífi bæjarbúa, var ekki laust' við að margir væru þreyttir og lúnir eftir úthald helg- arinnar. Á næsta sumri á Flateyri stóraf- mæli og er viðbúið að þá verði mikið um að vera, þá era allir sem rætur og hug hafa til Flateyrar velkomnir. - - Magnea Úðun triá- gróðurs Blóm vikunnar Umsjón: Ágústa Björnsdóttir 207. þáttur í vetur var skrifað um vetr- arúðun tijágróðurs. Sú aðferð er að mörgu leyti heppilegri en sumarúðun þar sem hún er mun vinsamlegri umhverfinu. Ekki er alltaf hægt að vetrarúða vegna snjóa og svo era fáir svo fyrir- hyggjusamir að huga að úðun tijágróðurs þegar allt er í dvala á veturna. Þess vegna er sumar- úðun algengasta aðferðin við eyðingu meindýra í görðum. Helstu skaðvaldar á tijágróðri hér á landi eru haustfeti, víði- feti, skógarvefari og fleiri fiðrild- alirfur auk blaðlúsa. Fiðrildalifr- urnar skríða úr eggjunum á vor- in þegar hlýnar í veðri. Lirfurnar skríða eftir greinum trjánna þar til þær fínna lifandi bram. Þar stinga þær sér inn og éta af blöð- unum þegar þau springa út. Lirf- urnar vefja sig inn í blöð tijánna og veija sig þannig gegn ytri hættum meðan þær éta sig feitar og stórar. Lirfumar púpa sig í jarðveginum um sumarið og fiðr- ildin klekjast út að haustinu. Þar með er hringnum lokað. Þau lyf sem notuð era við sumarúðum tijágróðurs verða að komast í snertingu við meindýrin til að vinna á þeim. Ef litið er á lífsfer- il fiðrildanna er ljóst að auðveld- ast er að ná til þeirra á lirfustig- inu áður en lirfurnar stinga sér inn í bramin. Því er ráðlegt að fylgjast vel með greinum tijánna á vorin. Þegar lirfurnar sjást skríða á þeim er því rétti tíminn til að úða. Klak lirfanna er háð hitastigi og er því breytilegt eft- ir árferði. Til að ná góðum árangri þarf að úða fyrr í hlýju árferði en köldu. Venjulega er heppilegasti úðunartíminn fyrri hluta júnímánaðar. Blaðlýs skríða úr eggjunum á vorin. Þær sjúga safa úr blöðum gróðursins og fjölga sér með meyfæðingu um sumarið. Blað- lýs valda sjaldan miklu tjóni á tijágróðri og þess vegna ætti ekki að þurfa að úða gegn þeim sérstaklega. Úðun gegn maðki virkar líka á blaðlúsina og heldur Maðkur í trjágróðri. henni í skeíjum. Sitkalús og furulús heija eins og nöfnin benda til á greni og fura. Þetta eru blaðlýs sem eru á kreiki allt árið. Mest hætta er á skemmdum ef hlýtt sumar kemur á eftir hlýj- um vetri. Þá koma lýsnar vel undan vetrinum og fjölga sér hratt í sumarhitanum. Þessar lýs geta valdið miklu tjóni á tijánum og þess vegna er ráðlegt að fylgj- ast vel með þeim. Lýsnar era mjög litlar en skemmdirnar eftir þær sjást greinilega sem gular eða brúnar skellur á tijánum þar sem barrnálar era dauðar. Sum- arúðun gegn öðram kvillum held- ur þessum skaðvöldum í skefjum en þó getur þurft að úða þennan gróður aftur seinni hluta sumars ef skemmda verður várt. Þau efni sem nú era aðallega notuð við sumarúðun tijágróðurs era svoköllum pýretrínsambönd. Þessi efni hafa þann kost að vera mjög skaðleg skordýram og því hægt að nota þau í litlum skömmtum, en tiltölulega skað- laus æðri dýrum. Dæmi um verslunarheiti þessara efna eru Permasect, Permethrin og Cy- perkill. Þessi efni fást í smásölu hjá Sölufélagi garðyrkjumanna. Efnin era fljótandi. Þau eru þynnt með vatni í ákveðnum hlutföllum og úðað með fínum úða á gróðurinn. Árangurinn af úðuninni næst ekki nema notuð séu góð úðunartæki sem dreifa úðanum vel og þekja þannig stærra svæði á plöntunum. Á umbúðum efnanna era nákvæm- ar leiðbeiningar um notkun þeirra sem ber að lesa vandlega og fylgja í smáatriðum. Pýretr- ínsambönd era mjög hættuleg fiskum og því ber að varast að efnið lendi í niðurföllum eða komist eftir öðram leiðum í ár og vötn. Eiturúðun er oft framkvæmd af gömlum vana án tillits til þess hvort hún er nauðsynleg eða ekki. Óhætt er að fullyrða að hægt væri að komast af með mun minni notkun eiturefna í görðum en nú er. Öll eiturefni eru skaðleg umhverfinu og því ber að draga úr notkun þeirra eins og mögulegt er. Það má gera með því að meta alltaf þörf- ina á úðun áður en hún er fram- kvæmd. Ef lítið er af lirfum á vorin getur verið óhætt að minnka eitumotkunina eða jafn- vel úða alls ekki. Svolítið af maðki og blaðlús gerir lítinn skaða og gerir garðinn meira lif- andi og skemmtilegri. Við hönn- un garða má velja tegundir sem þola vel ágang skordýra en sleppa þeim sem viðkvæmari era. Til eru aðrar leiðir við eyðingu meindýra en notkun eiturefna. Hér er á markaði hlaupkennt efni, Aldecyd sem kæfir skordýr en hefur ekki önnur áhrif á umhverfíð. Sprautun með köldu vatni eða úðun með sápulegi hefur einhver áhrif en þarf að endurtaka oft til að árangur náist. Að lokum þetta: Líta ber á úðun með eiturefnum sem slæma nauðsyn þar sem önnur ráð duga ekki. Ef úðun garðsins er aðkeypt leitið þá til fagmanna sem hafa tilskilin réttindi og ráða yfír tækjum sem viðurkennd eru af vinnueftirlitinu. Lesið leiðbeiningar um með- höndlun efnanna áður en úðað er og farið eftir þeim í hvívetna. Helgi Jóhannesson Þol — þakmálning Þekur, vemdar og fegrar Þarftu að mála þakið? Þá vantar þig Þol þakmálningu frá Málningu hf. Hún cr sérstaklega framleidd fyrir bárujám og aðra utanhússfleti sem r þarfiiast varanlegrar vamar. Þol er hálfgljáandi alkýð- málning sem er auðveld í 'má/ning m A O.FL UTANHUil HAU’OUAANOI AUtÝBMAlNWO notkun. Þol þakmálningin dregur nafn af einstöku vcðrunarþoli sínu og litaúrvalið er ölbreytt. Þol þakmálningin frá Málningu hf. er punktur- inn yfir vel málað hús. - Það segir sig sjálft. imálninglf Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er — það segir SÍg sjálft —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.