Morgunblaðið - 08.06.1991, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 08.06.1991, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 8. JUNI 1991 BYGGING félagslegra íbúða hefur aukist á síðustu árum á Akur- eyri, en á árunum 1985-1990 var hafin bygging á 487 íbúðum í bæn- um og voru þar af 223 félagslegar, eða 46% af heildinni. Þetta kom fram í erindi Guðríðar Friðriksdóttur forstöðumanns Húsnæðisskrif- stofunnar á Akureyri á ráðstefnu sem Bygginganefnd Akureyrar hélt í gær um framkvæmd byggingareglugerðar. Morgunblaðið/Rúnar Antonsson Frá ráðstefnu um framkvæmd byggingareglugerðar. Fram kom í erindi Guðríðar að hlutur félagslegra íbúðabygginga er mjög ráðandi þáttur í húsbygg- ingum á Akureyri. Akvarðanir um byggingar og hönnun slíkra íbúða hafi því mikil áhrif á ásýnd bæjarins og því sé mikilvægt að þeir sem með þessi mál fara séu meðvitaðir um þá ábyrgð. Nauðsynlegt sé að náin samvinna sé á milli húsnæðis-, skipuiags- og bygginganefndar í sveitarfélaginu til að sem bestur árangur náist. Árni Ólafsson skipulagsstjóri T. Skretting vill ekki viðræður um ístessmálið: Norsku hluthafarnir halda upp- sögn samstarfssamnings til streitu Ákvörðun um framtíð ístess tekin á hluthafafundi í næstu viku T. SKRETTING AS í Noregi, sem er hluthafi í ístess hf. sendi í gær forráðamönnum félagsins bréf þar sem fram kemur að norsku hlutha- farnir telja það engun\ tilgangi þjóna að efna til viðræðna um þá ákvörðun sína að segja upp samstarfssamningi við Istess. Islensku aðilarnir í stjórn ístess fóru fram á slíkar viðræður í kjölfar uppsagn- ar samningsins. T. Skretting stofnaði eigið fyrirtækið til að annast sölu á fóðri í Færeyjum, en um tveir þriðju hlutar framleiðslu Ist- ess hafa verið seldir á Færeyjarmarkaði. í samningi milii félaganna er ákvæði um að verði honum sagt upp, sé ístess óheimilt að fram- leiða eða selja fiskfóður og aðrar fóðurvörur næstu þrjú ár á eftir. T. Skretting er dótturfyrirtæki olíufélagsins BP Nutricium. Stefánsson Guðmundur Stefánsson fram- kvæmastjóri ístess hf. sagði að ákveðið yrði á hlutahafafundi sem haldinn verður á Akureyri þann 12. júní hvert framhaldið yrði. „Þetta svar T. Skretting kemur mér í sjálfu sér ekki á óvart, ég átti allt eins von á að það yrði á þessa lund. Ég er hins vegar nokkuð undrandi á hversu langan tíma þetta hefur tek- ið,“ sagði Guðmundur, en von var á svari norsku hluthafanna á mið- vikudag. Rekstur ístess hefur verið og er enn í fullum gangi og sagði Guð- mundur að enginn skortur yrði á fóðri að minnsta kosti fyrst um sinn. Morgunblaðið/Rúnar Antonsson Sumarsýning á Akureyri Sumarsýningin ’91, var opnuð í íþróttahöllinni í gær. Um 50 aðilar einkum á sviði iðnaðar taka þátt í sýningunni og kynna þar vörur sínar og þjónustu. Sýningin verður opin um helgina frá kl. 10 til 22 en henni lýkur á sunnudag. SUMARFRI í HRÍSEY 4ra herb. íbúðtil leigu með öllu, íviku í serm. Upplýsingar í síma 96-61715 eftir kl. 18.30. Óformlega hefur verið rætt um að stofna nýtt fyrirtæki um fóðurfram- leiðsluna, en samkvæmt ákvæði í samningi milli ístess og T. Skrett- ing verður ístess óheimilt að fram- leiða og selja fóður í þrjú ár eftir uppsögn samningsins. Engar ákvarðanir hafa verið teknar um næstu skref, þ.e. hvort félagið verði lýst gjaldþrota eða hvort um stofn- un nýs fyrirtækis verður að ræða. Ákvarðanir um framhaldið verða teknar á hluthafafundinum í næstu viku. Fóðui'verksmiðja ístess var reist árið 1987 og hefur árleg fram- leiðsla verið um átta til níu þúsund tonn. Samkvæmt samningi hafði Istess einkarétt á að selja fóðurvör- ur undir vörumerki T. Skretting á íslandi og Færeyjum. Hlutafé í fyr- irtækinu er um 200 milljónir króna, en hlutafé var aukið á síðasta ári og bættust þá Byggðastofnun og Hraðfrystistöð Þórshafnar í hóp hluthafa. Af þessu hlutafé ei'u enn ógreiddar um 40 milljónir króna sem sérstakt samkomulag var um að T. Skretting greiddi. Málefni ístess voru rædd á fundi bæjarstjórnar í vikunni og gerði Björn Jósef Arnviðarson sem sæti á í stjórn ístess grein fyrir stöð- unni. Hann sagði að mönnum hefði þótt tímasetning á uppsögn samn- ingsins koma á undarlegum tíma, en nú stæði yfir besti tíminn í fram- leiðslunni. Erfiðleikar í fiskeldi hafa komið illa við fyrirtækið sem ekki hefur fengið sína vöru greidda, það ætti útistandandi kröfur eitthvað á annað hundrað milljónir. Hagnaður af reglulegri starfsemi síðasta árs Tónleikar Mót- ettukórsins MÓTETTUKÓR Hallgrímskirkju heldur tónleika í Akureyrar- kirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Kórinn syngur einnig við messu í kirkjunni um morguninn. Á efnisskránni eru íslensk sálma- lög við sálma Hallgríms Pétursson- ar, mótettur eftir Bach og Hjálmar H. Ragnarsson og messa fyrir tvo kóra án undirleiks eftir Frank Mart- in. Uwe Eschner leikur verk eftir Martin og Bach á gítar á tónleikun- um. var um 32 milljónir króna og eigið fé var jákvætt um rúmar 50 milljón- ir í marslok á þessu ári og sala fóðurs var umfram áætlanir. Sigríður Stefánsdóttir forseti bæjarstjórnar benti á fundinum á, að við alþjóðlegan auðhring væri að eiga. Bærinn væri tilbúinn að taka á sig eitthvert tap, en þessir aðilar ekki. Akureyrarbæjar, sagði meðal ann- ars, að við skipulagningu íbúða- hverfa þyrfti að gæta hagsmuna væntanlegra íbúa. Það viðhorf sem menn hefðu til umhverfisins væri mælikvarði á menningu okkar. „Rýmið milli húsanna er mikilvægur hluti af umgjörð um daglegt líf íbú- anna, umhverfi barna og unglinga sem eru að vaxa úr grasi og mótast af því umhverfi eða menningu sem fyrir þeim er höfð,“ sagði Arni. Hann sagði að á undanförnum áratugum hefði samhengið í rými milli húsanna týnst, þetta samhengi sem gerði eldri bæjarhluta að bæ eða borg með sínum einkennum, hefði þynnst út í bílastæðaflæmi, afgirta leikvelli og opin svæði án samhengis. Á ráðstefnunni flutti Stefán Thors skipulagsstjóri ríkisins erindi um lög og reglugerðir, Jón Geir Ágústsson byggingafulltrúi ræddi um samskipti iðnaðar- og tækni- manna og byggingafulltrúa, Guð- mundur Gunnarsson verkfræðingur Ijallaði um brunatæknilega hönnun. Haraldur Sveinbjömsson verkfræð- ingur ræddi um skyldur hönnuða og Ingólfur Jónsson byggingameist- ari um skyldur og ábyrgð verktaka, en Valgarður Baldvinsson bæjarrit- ari flutti erindi um reglugerðir um gatnagerðargjöld á Akureyri og starfsreglur um greiðslu þeirra. Morgunblaðið/Hólmfríður Sigrún Birna Óladóttir, sem stundað hefur nám í ferðamiðlun á Hawaii, kom heim til Grímseyjar í vor, en hún ætlar að reka ferða- þjónustu að Básum í sumar. Slík þjónusta er nýjung í eynni. Bjartsýií á gott ferða- mannasumar í Grímsey - segir Sigrún Birna Oladóttir á Básum Grímsey. FERÐAMENN eru farnir að koma til Grímseyjar á þessu sumri, en þeir hafa í auknum mæli heimsótt eyjuna og voru fjölmargir síðasta sumar. Grímseyingar eru bjartsýnir á að svo verði einnig í sumar og stendur þeim ferðamönnum sem hingað koma nú til boða aukin þjónusta. Sigrún Birna Óladóttir ætlar í sumar að reka ferðamannaþjónustu að Básum og hafa fyrstu gestirnir þegar gist þar. Sú þjónusta sem Sigrún Birna býður upp á er nýjung hér í eyjunni. Að Básum eru sex tveggja manna herbergi með upp- búnum rúmum og þar er einnig hægt að fá svefnpokapláss. Sigrún Birna mun bjóða upp á morgun-, hádegis- og kvöldmat óski gestir þess og kvaðst hún ætla að leggja áherslu á fiskrétti af ýmsu tagi. „Eg ætla að reyna að vera með glænýjan fisk af bátunum héðan,“ sagði hún. Töluvert liggur þegar fyrir af pöntunum fyrir sumarið og var Sig- rún Birna bjartsýn á gott ferða- mannasumar hér í eyjunni. „Fólk hefur alltaf haft á því áhuga að heimsækja Grímsey, en því miður oft hörfað frá vegna þess að þjón- ustu hefur skort. Ég vona að með þessum rekstri verði eitthvað bætt þar úr,“ sagði Sigrún Bírna, en hún er Grímseyingur og stundar nám í svonefndri ferðamiðlun á Hawai. Kvenfélagskonur hafa undanfar- in sumur selt svefnpokapláss í fé- lagsheimilinu Múla og svo verður einnig í sumar og selja þær veiting- ar í félagsheimilinu. Þá má geta þess að Bjarni Magnússon hrepp- stjóri hefur veitt ferðamönnum leið- sögn í gönguferðum um eyna. - HSH Ráðstefna um framkvæmd byggingareglugerðar: ------------------------------ ! Félagslegar íbúðir ráðandi þáttur í húsbyggingum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.