Morgunblaðið - 08.06.1991, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 08.06.1991, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 8. JÚNÍ 1991 FRJALSAR IÞROTTIR Átján á IMM-mót öldunga í Danmörku Pancev Cantona ÍÞRÓmR FOLK ■ DARKO Pancev gerði sigur- mark Rauðu Stjörnunnar frá Belgrad er liðið sigraði Hajduk Split í deildarleik á Júgóslavíu í vikunni. Þetta var 31. deildarmark Pancevs í vetur og þar með hefur hann náð Tyrkjanum Tanju Colak, sem var markahæstur í Evrópu. „FYRIR sex árum sendum við þrjá keppendurá Norðurlanda- mót öldunga ífrjálsum íþrótt- um. Nú förum við átján til Glostrup í Danmörku," sagði Ólafur Unnsteinsson, formað- ur Öldungarráðs FRÍ. 800 öld- ungar taka þátt í mótinu, sem fer f ram 28. til 30. júní. Fjórar konur keppa í Danmörku; Lilja Guðmundsson, Hólmfríður Erlingsdóttir, Árný Hreiðarsdóttir og Sigurborg Guðmundsdóttir. Fjórtán karlar keppa; Kristján Gissurarson, Élías Sveinsson, Frið- rik Þór Óskarsson, Jóhannes Ottós- son, Trausti Sveinbjörnsson, Ólafur Unnsteinsson, Björn Jóhannsson, Jón H. Magnússon, Guðmundur Hallgrímsson, Kristófer Jónasson, Karl Torfason, Þórður B. Sigurðs- son, Ólafur J. Þórðarson og Jóhann Jónsson. Þessir fijálsíþróttamenn verða á ferðinni í dag á Kappamóti öldunga í Laugardal. Keppt verður í sleggjukasti og spjótkasti karla og kvenna kl. 10 og kl. 13.30 hefst keppni í landskeppnisgreinum. Fimm á HM Fimm keppendur fara til Turku í Finnlandi 18. júlí, þar sem heims- meistarakeppni öldunga fer fram. Það eru Sigurborg Guðmundsdóttir, Unnur Stefánsdóttir, Jón H. Magn- ússon, Jóhann Jónsson og Ólafur Unnsteinsson. Jóhann á þar heimsmeistaratitil að veija í þrístökki, 9.55 m, sem hann vann 1989 í Bandaríkjunum. Hann keppir í 70 ára flokki. PRESSU Svala best Svala Óskarsdóttir úr GR sigr- aði með og án forgjafar á Di- letto kvennamótinu sem fram fór í Grafarholti um síðustu helgi. Alls tóku 64 konur þátt í mótinu, sem mun vera fjölmennasta kvennamót sem haldið hefur verið hér á landi. Margrét Guðjónsdóttir var næst holu á 2. braut og fékk sérstök verðiaun fyrir það. Helstu úrslit: Án forgjafar: 1. Svala Oskarsdóttir, GR..79 2. Karen Sævarsdóttir, GS.81 3. Jóhanna Ingólfsdóttir, GR.82 4. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR82 Með forgjöf: 1. Svala Oskarsdóttir, GR.64 2. Margrét Guðjónsdóttir, GK.70 3. Jóhanna Ingólfsdóttir, GR.71 Vésteinn og Sigurður í sjötta sæti Vésteinn Hafsteinsson, kringlu- kastari, sem keppir í Moskvu í dag, og Sigurður Einarsson, spjót- kastari, tóku þátt í alþjóðlegu móti í Sevilla á Spáni um sl. helgi. Þeir höfnuðu báðir í sjötta sæti. Vésteinn kastaði kringlunni 59,58 m, en sig- urvegari var Ubartas frá Sovétríkj- unum, sem kastaði 66,22 m. Sig- urður kastaði spjótinu 76,48 m, en sigurvegari var Tékkinn Zelenzy, sem kastaði 87,32 m. Einar Þór Einarsson keppti ekki í spretthlaupi, þar sem hann var veikur. ■ TVEIR leikir eru eftir í júgó- slavnesku deildinni en keppni er lokið í Tyrklandi, þannig að Panc- ev á mikla möguleika á að hirða gullskóinn í ár. Meistaratitillinn er í höfn hjá Rauðu Stjörnunni og nú er aðeins hugsað um að Pancev verði markahæstur í Evrópu. Hann er hafður einn í framlínunni til að auka líkurnar á því að aðeins hann skori! ■ FRANSKA fyrstu deildarliðið Cannes hefur keypt Francois Omam-B.iyik frá Rennes fyrir and- virði rúmlega 40 milljóna ÍSK. Omam Biyik, sem gerði þriggja ára samning við Cannes, var einn besti maður landsliðs Kamerún í HM á Ítalíu í fyrra. U RADOMIR Antic verður áfram þjálfari knattspyrnuliðs spænska stórveldisins Real Madrid, en hann tók við starfmu tímabundið sl. vet- ur. Eftir að Real sigraði erkifjend- uma í Atletico 3:0 á útivelli um síðustu helgi lýstu nokkrir leik- manna liðsins opinberlega stuðn- ingni við það að Antic, sem er Júgó- slavi, héldi starfmu, m.a. Michel Gonzalez og Emilio Butragueno. ■ ERIC Cantona, annar fram- heija franska landsliðsins í knatt- spyrnu, hefur verið seldur frá Mar- seille til Nimes, sem komst upp í 1. deild í vor, á 10 milljónir franka. Það jafngildir rúmlega 100 millj. ÍSK. Cantona hefur ekki komist í lið Marseille undanfarið og gerði þriggja ára samning við nýliðana. Margrét Guðjónsdóttir og Svala Óskarsdóttir. Svala sigraði og Margrét fór næst holu á 2. braut. Kvennahlaup FJÓRÐA GREIIM að hefur sýnt sig að fleiri kon- ur bætast í hópinn á 5 km leið- inni, sem æfð er í Garðabæ kl. 11 á laugardögum en á styttri leiðinni sem er 2 km. Má af því ráða að með auknum æfingum er stefnt hærra í að bæta heilsu, styrk og þol. Markmið eru nauðsynleg í allri þjálfun og hvatning felst í því að ná þeim smátt og smátt. Engu að síður er ástæða fyrir óvanar að fara að drífa sig því aðeins tvær vikur eru til stefnu. Útiveran og hreyfingin skapa vellíðan sem enga svíkur. Enga konu hef ég hitt sem hefur orðið fyrir vonbrigðum með því að breyta lífstíl sínum með auk- inni hreyfingu og útivist. Alla’r kon- ur ættu að hvetja vinkonur, dætur, mæður og frænkur til að vera með. Fyrirtæki og félagasamtök ættu að hvetja starfsfólk og meðlimi, jafn- vel auðkenna sig á einhvern hátt og skapa skemmtilegt andrúmsloft á hlaupadaginn. Mikilvægt er að þátttaka sé tilkynnt svo skipulag geti orðið sem best. Eins og t.d. bolir, viðurkenningar og veitingar þurfa að miðast við ákveðinn fjölda þátttakenda. Markmið upphitunar Áður hefur örlítið verið minnst á upphitun en lítið tíundað mikilvægi hennar. Líkaminn þarf að aðlagast því að skipta yfir úr hvíld eða lítilli hreyfingu í einhveijar athafnir. Upphitun er sá undirbúningstími sem líkaminn þarf, en allt of oft er þessi mikilvægi þáttur illa undir- búinn. Markviss upphitun skiptir miklu máli og framhaldið ber keim af því. Líkamleg áhrif: Súrefnisupp- taka gengur greiðar, vöðvar fá auk- ið blóðstreymi, liðbönd og btjósk þola aukið álag, líkamshiti hækkar. Andleg áhrif: Hugsanleg spenna slaknar, einbeiting skerpist (aukið blóðstreymi til höfuðs) hvatning til áframhaldandi átaka. Lengd upp- hitunar hveiju sinni fer eftir því sem á eftir kemur. Munið að hvetja allar konur til þátttöku þann 22. júní. Kvennahlaup um land allt. Lovísa Einarsdóttir. Aðalfundur handknattleiksdeildar Hauka verður haldinn laugardaginn 15. júní kl. 10.00 í félagsheim- ili Hauka við Flatahraun. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. GOLF FRJALSAR SST'*' FH - IBV í dag á Kaplakrikavelli kl. 14 KARFA Jón Kr. fer til Banda- Hkjanna Jón Kr. Gíslason, þjáifari úr- valsdeildarliðs Keflavíkur, mun fara fljótlega til Banda- ríkjanna, þar sem hann mun fylgjast með leikmönnum, sem hafa áhuga að leika á íslandi. „Það er betra að ég fari út til að velja leikmann sem hentar okkur, heldur en að fá leikmann í gegnum umboðsskrifstofu,“ sagði Jón Kr., sem mun fara á nokkra staði til að skoða leik- menn. Nökkvi Jónsson, sem var í háskóla f Bandaríkjunum sl. vet- ur, mun leika með Keflavíkurlið- inu næsta vetur og einnig Brynj- ar Harðarson, sem lék með Snæ- felli. Guðjón Skúlason verður áfram í Bandaríkjunum og þá eru miklar líkur á að Falur Harð- arson fari tii náms í Banda- ríkjunum og leiki körfuknattleik þar. Ef að því verður eru miklar líkur á að Einar Einarsson, sem lék með Tindastóli, snúi aftur til Keflavíkur, en hann er bak- vörður eins og Falur. Iþróttir helgarinnar Knattspyrna 1. deild karla: LAUGARDAGUR kl. Garðsvöllur, Víðir - UBK.............14 Kaplakrikavöllur, FH - ÍBV...........14 SUNNUDAGUR Akureyrarv., KA - Stjaman............20 Víkingsvöllur, Vfldngur - KR.........20 MÁNUDAGUR Laugardalsv., Fram - Valur...........20 1. deild kvenna: LAUGARDAGUR Akranesvöllur, ÍA - Þór..............14 Vestm.eyjar, Týr -KR.................14 SUNNUDAGUR Valsvöllur, Valur - Þór..............14 Neskaupsstaðarv., ÞrótturN. - UBK....15 Mjólkurbikarinn - 2. umferð: LAUGARDAGUR Haukar - Grótta..............!.......14 Vflcveqi - ÞrótturR..................14 Stokkseyri - ÍK......................12 Bolungarvík - Fýlkir.................14 Kormákur - Leiftur...................14 KS-ÞórAk.............................14 Reynir Á. - TindastóU................14 MANUDAGUR ÍBK - Grindavík......................20 2. deild kveiuia: LAUGARDAGUR Sandgerðisv., Reynir - Stjaman.......14 Varmárv., Afturelding - Ægir.........14 Stokkseyrarv., Stokkseyri - Haukar...14 Vopnarfjarðarv., Einheiji - Austii E.16 Homaíjarðarv., Sindri - Súlan........16 4. deild karla: LAUGARDAGUR HomaQarðarv., Sindri - KSH...........14 Vopnafjarðarv., Einheiji - Austri E..14 Frjálsar íþróttir Meistaramót íslands í fijálsíþróttum utan- húss, fyrri hluti, fer fram á VarmárveUi í Mos- fellsbæ í dag og á moigun. Keppt verður í tugþraut karla og sjöþraut kvenna, 5.000 m hlaupi kvenna, 10.000 m hlaupi karia, 3 X 800 m boðhlaupi kvenna og 4 X 800 og 4 X 1.500 m boðhlaupi karla. Keppni hefet kl. 14 báða dagana. Kappamót öldunga verður i LaugardaJ i dag. Keppt verður í sleggjukasti og spjótkasti karla og kvenna kl. 10 og kl. 13.30 hefst keppni í landskeppnisgreinum. . Krabbameinshlaup FRI og Krabbameinsfé- lags Islands hefst kl. 12 í dag. Nánar er greint frá hlaupinu á bls. 18. Golf Þriðja mótið sem gefur stig til landsins, Olís- Texaco mótið, verður haldið í Grafarholti í dag og á morgun. Opið kvennamót, Clarins-mótið, fer fram á golvellinum í Grindavík í dag, laugardag. Leikn- ar verða 18 holur með og án forgjafar. Mótið hefst kl. 10. Opið kvennamót, Wella, verður á golfvellinum á Hvaleyri f Hafnarfírði á sunnudaginn. Keppt verður með og án forgjafar. Ræst verður út kl. 10. Fjallahjólakeppni Ijallahjólakeppni verður haldin í dag á vegum íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavlkur og Fjallaþjólaklúbbs íslands. Keppnin hefst kl. 14.30 og verður keppt i þremur aldursflokkum; 12 ára og yngri, 13-15 ára og 16 ára og eldri, og verður lengd brautanna 3, 13 og 36 km. Keppnin er ein af þremur sem gefa stig til íslandsmeistaratitils en hinar verða 29. júní og 27. júlí. Keppnin hefst við veiðihús SVFR á Elliðárósum og verður hjólað um Elliðárdalinn og Heiðmörkina. Samkvæmt fyrri reynslu má búast við að keppendur verði um eitt hundrað.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.