Morgunblaðið - 26.06.1991, Síða 4
MÓRGUNBLAÐIÐ ' MIÐYIKUDAGUR ;26. ÍÖNÍ 1991
Mikil leit í kjölfar mis-
heppnaðs ástarævintýris
Vík, Mýrdal.
STORF lögreglumanna eru yfir-
leitt ekki tíunduð í fjölmiðlum
enda bundnir þagnarskyldu. Þó
geta atvikin og atburðarásin orð-
ið þannig að ekki verður við ráð-
ið.
Eitt slíkt gerðist í gær þegar til-
kynnt var í fjölmiðlum að leit væri
að hefjast að ítölskum ferðamanni
í Skaftafelli. Lögreglumaður í Vík
heyrði fréttina og þar sem hann
grunaði að hann hefði haft afskipti
af þessum manni á tjaldsvæði Víkur
og ekið honum áleiðis til Reykjavík-
ur var farið að kanna málið og
reyndist þar um sama manninn að
ræða.
En fjölmiðlamenn voru ekki
ánægðir og vildu fá svör við hvem-
ig stæði á því að ferðamaður sem
verið væri að leita að austur í
Skaftafelli væri kominn til
Reykjavíkur í hendunítlendingaeft-
irlitsins. Þar með var „kominn kött-
ur í ból bjarnar" og mál sem átti
að leysa í kyrrþey kom í hádegis-
fréttum útvarps og víðar.
Forsaga þessa máls var að á
sunnudag bað útlensk stúlka, ferða-
maður í Vík, um aðstoð lögreglu
verna erlends ferðamanns sem hún
sagði að legði sig í einelti. Þau
höfðu bæði komið til landsins með
Norrænu á sama tíma og hefði þessi
maður fylgt stúlkunni síðan og aldr-
ei sleppt henni úr augsýn. Stúlkan
var búin að ferðast þannig langleið-
ina umhverfis landið að hennar sögn
og búin að fá nóg af eftirförinni.
Lögreglan gat hinsvegar ekki
sagt við piltinn að honum væri ekki
leyfilegt að ferðast með sömu rútu
eða hafa sömu áætlun og stúlkan.
Var því samin herr.aðaráætlun í
samvinnu við stúlkuna sem var
þannig að stúlkan hélt áfram för
sinni (í fylgd mannsins) áleiðis með
rútu austur í Skaftafell. Á miðjum
Mýrdalssandi stöðvaði lögreglan
rútuna og spurði eftir umræddri
stúlku og tilkynnti henni að vegna
veikinda heima fyrir þyrfti hún að
yfírgefa rútuna og fara heim flug-
leiðis.
Stúlkan fór síðan með lögregl-
unni til Víkur og hugðist taka það-
an rútuna daginn eftir austur, en
pilturinn fór áfram austur að
Skaftafelli og gisti þar um nóttina.
Piltinn hefur hinsvegar grunað að
brögð væru í tafli því að hann tók
sér far á puttanum í gærmorgun
til Víkur aftur óvænt og án þess
að hafa með sér farangur sinn og
sat fyrir utan tjald stúlkunnar í Vík
þegar hún vaknaði. Þar sem séð
væri að pilturinn ætlaði sér að fylgja
stúlkunni án hennar vilja, var
ákveðið að færa hann suður til
Reykjavíkur til yfirheyrslu og gefa
stúlkunni tækifæri á að ljúka ferð
sinni umhverfis landið án samfylgd-
ar þessa pilts.
Vegna misskilnings höfðu ekki
verið gerðar ráðstafanir vegna far-
angurs ferðamannsins sem hann
hafði skilið eftir austur í Skafta-
felli og varð það til þess að opin-
bera þetta mál.
— R.R.
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 26. JUNI
YFIRLIT: Um 600 km suður af landinu er alivíðáttumikil 996 mb
lægð, sem þokast austur en yfir Grænlandshafi og íslandi er 1.010
mb hæðarhryggur. Hiti breytist lítið.
SPÁ: Norðvestangola og hægviðri á landinu. Sumstaðar léttskýjað
suðaustanlands, en annars staðar skýjað, en úrkomulaust.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FIMMTUDAG: Fremur hæg norðvestanátt. Lítilsháttar
þokusúld á annesjum norðanlands en bjartvirði sunnan- og suðaust-
anlands. Hiti 7 til 15 stig.
HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðvestan gola eða kaldi, smá súld suð-
vestan og vestanlands en þurrt og bjart norðan og austan. Hiti 6
til 12 stig.
Svarsfmi Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
x Norðan, 4 vindstig:
' Vindörln sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* # #
* * * * Snjókoma
10 HKastig:
10 gráður á Celslus
y Skúrir
V éi
= Þoka
= Þokumóða
’ , ’ Súld
OO Mistur
—(- Skafrenningur
[T Þrumuveður
VEÐUR VIÐA UM HEII\ kl. 12:00 i gær að ísl. tírm
hiti veður
Akureyri S alskýjað
Reykjavík 11 alskýjað
Bergen 13 skýjað
Helsinki 17 rigníng
Kaupmannahöfn 15 skýjað
Narssarssuaq 12 léttskýjað
Nuuk 3 þokaígrennd
Ósló 19 léttskýjað
Stokkhólmur 18 léttskýjað
Þórshöfn 11 alskýjað
Algarve 31 heiðskírt
Amsterdam 17 þokumóða
Barcelona 25 heiðskfrt
Berlín 21 skýjað
Chicago 19 iéttskýjað
Feneyjar 30 heiðskírt
Frankfurt 22 skýjað
Glasgow 15 rignlng
Hamborg 18 alskýjað
London 18 rigning og suld
Los Angeles 16 léttskýjað
Lúxemborg 20 skýjað
Madríd 34 léttskýjað
Malaga 26 heiðskfrt
Mallorca 28 heiðskírt
Montreal vantar
NewYork 23 skýjað
Orlando 24 skýjað
París 20 alskýjað
Madeira 22 léttskýjað
Róm 25 léttskýjað
Vfn 20 skúr á síð.klst.
Washington 20 léttskýjað
Winnipeg 19 alskýjað
Morgunblaðið/Júlíus
Gönguleið opnuð um Vallarstræti
Gönguleið hefur verið opnuð um Vallarstræti yfír á Austurvöll. Að
sögn Hjörleifs ICvaran, framkvæmdastjóra lögfræði- og stjómsýslu-
deildar Reykjavíkurborgar, hefur ekki verið gengið endanlega frá
samningum við eigendur Austurstrætis 6, en þegar byggingarnefnd
borgarinnar héfur samþykkt nauðsynlegar breytingar, verða skúrar
í götunni rifnir og endanlega gengið frá henni. Rétt er að taka fram
að Vallarstræti er og verður göngugata.
Strokufanginn laus í 10 daga:
TaJinn leynast úti á landi
STROKUFANGINN sem enn gengur laus er talinn leynast úti á
landi. Hann er 18 ára gamall og hafði hlotið dóm fyrir auðgunaraf-
brot, þ.e. skjalafals. Lögreglan telur nokkuð víst að hann hafi
ekki komist úr landi.
Hann átti ekki eftir að sitja
langan tíma af sér en ljóst er að
hann hlýtur fangelsisdóm fyrir
strokið, að sögn lögreglu. Talið
er að hann hafí verið í vitorði með
hinum fímm strokuföngunum í
afbrotum sem þeir eru grunaðir
um að hafa framið meðan þeir
gengu lausir, þar á meðal rán og
innbrot. Þeir struku úr Hegningar-
húsinu á Skólavörðustíg að kvöldi
15. júní síðastliðins.'Ekki er talið
að hann hafí breytt útliti sínu
þann tíma sem hann hefur gengið
laus.
Hann hefur nú gengið laus í tíu
daga en að sögn lögreglu eru þess
dæmi að strokufangar hafí náð
að leynast lengur. Hlutaðeigandi
aðilar hafa veitt samþykki sitt
fyrir nafn- og myndbirtingu.
Afieiðing þurrkanna:
Anamaðkalaust á
höfuðborgarsvæðinu
ÞURRKURINN að undanförnu
hefur gert það að verkum að
laxveiðimenn fá hvergi keypta
ánamaðka á höfuðborgarsvæð-
inu. Morgunblaðið hringdi á tíu
staði í gær og voru menn á einu
máli að maðkur fengis hvergi
keyptur.
I þurrkunum undanfarið hafa
flestir maðkatínslumenn ekki get-
að tínt ánamaðka og þeir fáu
maðkar sem á markaðinn hafa
komið eru seldir á uppsprengdu
verði. Samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins munu maðkar
hafa verið seldir á 50-70 krónur
stykkið.
Á undanförnu hafa silungs-
maðkar verið seldir á 18 krónur
en laxamaðkar á 25.
Borgarráð:
Borgin kaupir íbúð og vinnustofu
BORGARRÁÐ hefur samþykkt
að kaupa eina íbúð og vinnu-
stofu ætlaða listamanni í listam-
iðstöð Tryggva Árnasonar við
Engjateig.
Að sögn Hjörleifs Kvaran fram-
kvæmdastjóra lögfræði- og stjórn-
sýsludeildar, er kaupverðið 13,5
milljónir króna fyrir íbúðina og
vinnustofuna tilbúna undir tré-
verk. 'Gert er ráð fyrir að eignin
yerði afhent um mitt næsta ár.