Morgunblaðið - 26.06.1991, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 26.06.1991, Qupperneq 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1991 Víkingaskipið Gaia leggur úr höfn í Reykjavík Morgunblaðið/Júlíus Gaia siglir til Grænlands Víkingaskipið Gaia hélt úr höfn í Reykjavík í gær og sigldi áleiðis til Nuuk í Grænlandi. Aætlað er að siglingin þangað taki átján daga og mun áhöfn skipsins dvelja í Nuuk frá 12. til 20. júlí nk. Frá Grænlandi mun skipið halda til Nýfundnalands. Áætlað er að skipið komi til L’Anse-aux-Meadows í Nýfundna- landi þann 2. águst nk. en færi sig á milli borga þann 5. og haldi til hafnar í St. John’s. Þann 17. ágúst mun skipið leggja af stað í ellefu daga siglingu til Nova Scotia, fylkis í Suðaustur- hluta Kanada og taka höfn i höfuð- borg þess Halifax þann 28. ágúst. Þann 3. september mun skipið halda áleiðis til Bandaríkjanna og koma til Boston í Massachusetts þann 11. þess mánaðar. Þann 17. september verður svo siglt til Rhode Island í Newport. í lok september heldur Gaia til New York en áætlað er að siglingu víkingaskipsins vestur um haf ljúki þann 9. október nk. þegar skipið leggst við bryggju í Washington, höfuborg Bandaríkjanna. Holiustuvernd og Vinnueftirlitið: Allar vörur með hættulegum efnum skal merkja frá 1. júlí Fræðslumynd í Sjónvarpinu á fimmtudag ALLAR skaðlegar efnavörur sem seldar ei’u hér á landi á að merkja á íslensku frá og með 1. júli næstkomandi. Þá ganga í gildi þau ákvæði um merkingu efna, sem kveðið er á um í „Reglugerð um flokkun, merk- ingu og meðferð eiturefna, hættulegra efna og vörutegunda sem innihalda slík efni,“ en reglugerðin siálf tók gildi í fe- brúar 1990. Hollustuvernd ríkisins og Vinnu- eftirlit ríkisins sjá um að fræða og leiðbeina um ákvæði reglugerðar- innar. Sent hefur verið út kynning- arefni á vinnustaði og næstkomandi fimmtudag 27. júní verður sýnd fræðslumynd. í Sjónvarpinu um þessi efni. Þessi reglugerð kemur í stað reglna sem áður giltu um þetta efni og felur í sér aðlögun að því merk- ingakerfi sem notað er innan Evr- ópubandalagsins. Gerð er krafa um að á merlpmiða eða umbúðum varasamrar efnavöru séu ákveðin varnaðarmerki sem lýsa því hvernig hún er flokkuð. Eiturefni falla í tvo flokka og öðrum hættulegum efnum er skipt í sjö flokka. Auk notkunarreglna og annarra nauðsynlegra upplýsinga skal koma fram nafn og heimilis- fang innlends framleiðanda eða inn- flytjanda/umboðsaðila vörunnar. Geta skal um hvaða eiturefni eða hættuleg efni eru í vörunni, en ekki er skylt að tilgreina magn þeirra. Reglugerðin gildir um efnavörur á almennum markaði og ákvæði hennar um flokkun og merkingu gilda líka á vinnustöðum. Ábyrgð á að efnavara sé merkt í samræmi við ákvæði reglugerðarinnar hvílir á framleiðendum og innflytjendum. Að auki er óheimilt að selja van- merkta vöru. Deild geðsjúkra afbrotamanna; Enn leitað að húsnæði PÁLL Sigurðsson ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og ti-yggingamála- ráðuneytinu segir að enn hafi ekki verið tekin nein ákvörðun um hvar deild sú fyrir geðsjúka afbrota- menn, sem unnið er að því að koma á laggirnar, verði staðsett. Að sögn Páls er einkum leitað að húsnæði fyrir deildina í nánd við Reykjavík þó að svæðið í kringum Akureyri komi einnig til greina. Áætlað er við að deildin geti tekið á móti 6 til 7 vistmönnum í einu. Mið- að við núverandi ástand ætti deild af þessari stærð að fullnægja þörf- inni fyrir þessa þjónustu. Deildin á í senn að sjá um gæslu vistmanna og meðferð þeirra. Páll segir að stað- aivalið hljóti því að miðast við það að deildin þurfi ekki að sækja nauð- synlega sérfræðiþjónustu um langan veg. Páll kveðst ekki geta sagt um hvenær endanleg ákvörðun verði tek- in um húsnæði fyrir deildina. Morgunblaðið/Þorkell Sverx-ir Sveinsson, forsljóri Héðins hf., afhendir Huldu Valtýsdótt- ur, fox-manni Skógræktarfélags Islands, gjöfina Milljón g’efin í tilefni milljón seldra hitasdlla UM þessar mundir eru 40 ár lið- in frá því að Héðinn hf. hóf inn- flutning á Danfosshitastillum og öðrum hitatæknivörum frá danska fyrirtækinu Danfoss A/S. Á þessu tímabili hefur fyrirtækið selt eina milljón hitastilla, sem lætur nærri að vera fjórir Dan- foss kranar á hvern íslending. í tilefni þessara tímamóta gáfu Héðinn og Danfoss Skógræktar- félagi íslands eina milljón króna til eflingar uppgræðsluátaki landsmanna. Hulda Valtýsdóttir, formaður Skógræktarfélags Is- lands, tók við gjöfinni fyrir hönd þess. Sverrir Sveinsson, forstjóri Héð- ins hf., afhenti Skógræktarfélaginu gjöfina sl. mánudag við athöfn í Perlu Hitaveitu Reykjavíkur á Öskjuhlíð. Bent Skjerning, forstjóri hita- og kerfisstýringadeildar Dan- foss, var viðstaddur afhendinguna. Danfoss A/S hefur verksmiðju og höfustöðvar sínar á Suður-Jót- landi, en starfrækir auk þess verk- smiðjur í mörgum löndum í þremur heimsálfum. Starfsmannafjöldi fyr- irtækisins er 14.000 manns. LRCA Söngnám- skeið Agústu Agústsdóttur FYRRI hluta júlímánaðar verður haldið söngnámskeið í Önundar- firði. Kennari er Ágústa Ágústs- dóttir í Holti. Námskeiðið stendur yfir í viku- tíma og lýkut' með tónleikum nem- enda. Upplýsingar veitir Ágústa Ágústsdóttir, Holti í Önundarfirði. Brottför 1 6. júlí ististaður Lagoon Center íbúó m/einu svefnherbergi Staðgreiðsluveró 4 ííbúð kr. 29.800,- 3 í íbúð kr. 31.900,- 2 í íbúð kr. 33.800,- ir Crípió tækiiærió! FLUGLEIÐIR f (R D fl H ID S1H 01H .-T' 4.4 iér. e AUSTURSTRÆTI17, SIMI: (91)622011 & 622200

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.