Morgunblaðið - 26.06.1991, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1991
Alsír:
*
Atök öryggissveita
og ofsatrúarmanna
Mannfjöldanum dreift með táragasi
Algeirsborg. Reuter.
HÚNDRUÐIR ungra öfgatrúarmanna börðust í gær við öryggissveit-
ir lögreglu í úthverfinu Bab El-Oued í Algeirsborg, en þar eru bók-
stafstrúarmenn afar fjölmennir. Að sögn útvarpsins í Alsír særðust
margir í skotbardaga í gærmorgun en ekki er vitað til þess að
mannfall hafi orðið. Atökin stóðu yfir í fimm klukkustundir og beittu
öryggissveitirnar m.a. táragasi til að dreifa mannfjöldanum.
Átökin í gær eru þau hörðustu
síðan Chadli Benjedid, forseti lands-
ins, lýsti yfir neyðarástandi þar fyr-
ir um þrem vikum. Sjónarvottar
sögðu að lögreglan hafi sprengt
ijölda táragassprengja og skotið úr
byssum í loftið til að dreifa óróa-
seggjunum sem voru úr röðum
Islömsku frelsishreyfingarinnar
„Andrúmsloftið er svipað og þeg-
ar atburðirnir árið 1988 gerðust,“
sagði alsírskur útvarpsmaður og átti
þá við uppreisn þar sem opinberar
tölur herma að 159 manns hafi látið
lífið, en aðrir halda því fram að alit
að 500 manns hafi fallið.
Herlögum aflétt í Kúveit
A
Samkomulag um að Irakar greiði þriðjung olíutekna í stríðsskaðabætur
(FIS).
Upptök átakanna voirn þau að
ofsatrúarmenn reyndu að stöðva lög-
reglu þar sem hún var að íjarlægja
íslmömsk merki af opinberum bygg-
ingum sem FIS hafði stjórnað síðan
í sveitastjórnarkosningum á síðasta
ári. Minniháttar róstur brutust út í
fleiri úthverfum og einnig í hafnar-
borginni Zeralda, sem er um 25 km
frá höfuðborginni. Með þessu bijóta
rósturseggirnir gegn útgöngubanni
sem er í gildi og einnig gegn banni
við fjöldasamkomum og mótmælum.
Kúveit, New York. Reuter.
GHAZI Obeid al-Sanimar, dóms-
málaráðherra Kúveits, sagði í
gær að herlögum, sem sett voru
eftir frelsun landsins úr klóni
innrásarhers íraka, yrði aflétt í
dag. Sagði hann að málum manna
sem grunaðir væru um samsæri
með innrásarliðinu yrði skotið til
borgaralegra dómstóla. Hafa 29
slikir verið dæmdir til dauða en
dómur er ekki genginn í máli
rúmlega 200 manna.
Yfirvöld í Kúveitborg skýrðu frá
því í fyrradag að takmarkaður
árangur hefði orðið af tilskipun og
áskorunum til landsmanna um að
afhenda vopn sem þeir hefðu komist
yfir í stríðslok. Enn lékju vopnaðir
menn lausum hala í borginni og
kvæðu skothvellir við á kvöldin. Ótt-
ast væri að ofbeldi myndi ekki linna
í bráð vegna gífurlegrar spennu
milli Kúveita annars vegar og
200.000 Palestínumanna og annarra
útlendinga í Kúveit hins vegar. Á
mánudag höfðu blöð í Kúveit það
eftir embættismönnum að fangelsi
landsins væra að fyllast af ungum
delinkventum og þeim fjölgaði stöð-
ugt sem kæmu á slysavarðstofur
með skotsár.
Gert er ráð fyrir því að öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna greiði atkvæði
síðar í vikunni um nýja ályktun varð-
andi stríðsskaðabætur sem írökum
verði gert að greiða vegna innrásar-
innar í Kúveit. Gert er ráð fyrir að
greiðslurnar muni nema allt að 60
milljörðum dollara, jafnvirði 3.600
milljarða ÍSK. Búist er við að sam-
komulag takist um að írakar verði
að borga 30% af olíutekjum sínum
í bætur. Bandaríkjamenn kröfðust
þess að hlutfallið yrði 50% en fengu
engan stuðning við það.
Gert er ráð fyrir að Sihanouk
myndi þjóðstjórn, Æðsta þjóðarráð
Kambódíu, í samræmi við friðará-
ætlun Sameinuðu þjóðanna (SÞ).
Verulegur árangur náðist í gær í
friðarviðræðum, sem nú eiga sér
stað í Tælandi milli stríðandi fylk-
inga í Kambódíu. Rauðu khmer-
arnir, stærsta skæruliðahreyfmg-
in, gaf eftir og féllst á að þjóðar-
ráðið hefði höfuðstöðvar sínar í
Samkvæmt samþykkt öryggis-
ráðsins frá 3. apríi verður Irökum
óheimilt að helja útflutning á olíu
þar til þeir hafa eyðilagt gerðeyðing-
aivopn sín.
Phnom Penh. Fylkingin hafði kraf-
ist þess að aðsetur stjórnarinnar
yrði utan borgarinnar, á yfirráða-
svæði sinu.
Einnig létu fulltrúar núverandi
valdhafa af fyrri afstöðu sinni og
féllust á að sveitir SÞ fylgdust með
því að bann við vopnaflutningi til
landsins yrði haldið og með fram-
gangi vopnahlés, sem deiluaðilar
náðu sáttum um í fyrradag.
Reuter
Heimildamynd um IRA
Mynd þessi, sem tekin var í síðasta mánuði og sýnir foringja í írska lýð-
veldishernum (IRA) kynna sprengjuvörpu af sömu gerð og notuð var í
tilræðinu við forsætisráðherra Bretlands, birtist í heimildamynd sem
franska sjónvarpsstöðin TFl gerði um IRA og sýndur var í fyrrakvöld.
A myndinni stendur: „í tilræðinu við Downingstræti voru notuð 22 kg
af Semtex,“ en það er afar öflugt sprengiefni.
Viðræður um frið í Kambódíu:
Sihanouk á förum
til Phnom Penh
Pattaya. Reuter.
SIHANOUK prins, fyrrum þjóðarleiðtogi Kambódíu, sagðist í gær
myndu fara til Phnom Penh I ágúst til að mynda það sem hann
kallaði „ofurstjórn" er yrði æðri núverandi stjórn landsins og sam-
tökum þriggja skæruliðahreyfinga sem átt hefur í hernaði gegn
henni.
■ BRUSSEL - Jacques Del-
ors, forseti framkvæmdastjórnar
Evrópubandalagsins (EB), hefur
lýst því yfir að hann sækist ekki
eftir endurráðn-
ingu í embætti
þegar núverandi
starfstímabili
hans lýkur í lok
ársins 1992.
Nánir samstarfs-
menn Delors,
sem er franskur
sósíalisti, höfðu
gefið í skyn að
hann myndi hugsanlega starfa tjl
ársloka 1994 en hann hefur gegnt
embættinu frá 1984. Líkegt er
talið að hann bjóði sig fram til
forsetaembættis í Frakklandi árið
1995 og áframhaldandi starf fyrir
EB myndi halda honum í sviðsljós-
inu fram að þeim tíma. Heimildar-
menn segja að Delor hafi gert það
ljóst á fundi nýverið að hann hafi
ekki áhuga á áframhaldandi starfi.
Jacques Delors
■ HAMBORG - Þýska tímaritið
Stern greindi frá því í hefti sem
út kom á þriðjudag að Líbýumenn
hefðu komið fyrir sprengju þeirri
er grandaði flugvél bandaríska
flugfélagsins Pan Am yfir skoska
bænum Lockerbie í desember árið
1988 og með henni 270 manns.
Grein tímaritsins er í mótsögn við
fyrri grunsemdir um að Palestínu-
menn hafi komið sprengjunni fyrir
að undirlagi írana til að hefna
fyrir það þegar írönsk farþegaflug-
vél var skotin niður yfir Persaflóa
af bandarísku herskipi í júlí
1988. Að sögn Stern eru til ná-
kvæmar skýrslur um sprenginguna
og hver stóð á bak við hana hjá
þeim sem rannsökuðu hana en það
voru þýskir, breskir og bandarískir
lögreglu- og leyniþjónustumenn.
Þá segir að niðurstöður rann-
sóknarinnar hafí verið tíundaðar í
skjölum austur-þýsku öryggislög-
reglunnar fyrrverandi, Stasi.
■ MOSKVU - Borgarráð Len-
íngrad samþykkti í gær formlega
tillögu þess efnis að taka upp
gamla nafn borgarinnar, St. Pét-
ursborg og fór fram á það við
rússneska þingið að það sam-
þykkti breytinguna svo hún verði
lögleg. Fréttamenn á staðnum
sögðu að tillagan hefði verið sam-
þykkt með 205 atkvæðum á móti
47. 12. júní sl. fór fram atkvæða-
greiðsla meðal borgarbúa þar sem
54% þeirra er greiddu atkvæði
voru hlynntir því að nafninu yrði
breytt í St. Pétursborg.
■ LONDON - Utanríkisráð-
herra írans, Ali Akbar Velayati,
hitti breska embættismenn að
máli á þriðjudag til að ræða sam-
vinnu sem gæti leitt til lausnar
gísla sem haldið er í Mið-Austur-
löndum. Breskur talsmaður sagði
að Velayati hefði ekki einungis
rætt um lausn 12 vestrænna gísla
— sex Bandaríkjamanna, þriggja
Breta, tveggja Þjóðveija og eins
ítala, sem talið er að séu í haldi í
Iran hjá hópum hliðhollum Irönum
— heldur einnig Líbana og Palest-
ínumanna sem eru i fangelsi í
Israel.
■ KA UPMANNAHÖFN - For-
sætisráðherra Danmerkur, Poul
Schluter, hefur sett met — hann
hefur setið lengst allra danskra
forsætisráðherra síðan í síðari
heimsstyijöldinni. Hann hefur ver-
ið forsætisráðherra síðan 10. sept-
ember 1982. Anker Jorgensen
átti gamla metið. Hann var forsæt-
isráðherra frá 5. október 1972 til
19. desember 1973 og síðan aftur
frá 13. febrúar 1975 þar ti! stjórn-
arskipti urðu árið 1982 og Poul
Schluter tók við.
■ BERLÍN - Þýska sjónvarps-
stöðin Sudwestfunk sýndi á þriðju-
dag heimildarmynd þar sem fram
kemur að fjöldi austur-þýskra lög-
reglumanna aðhyllist stefnu og
hefur skilning á störfum nýnasista
á landsvæði þvísem áður var Aust-
ur-Þýskaland. í tímaritinu Report
segir að lögreglumenn hefðu verið
meðal nánustu samstarfsmanna
austur-þýska nýnasistaleiðtogans
Rainer Sonntag, sem féll í átökum
við melludólga í borginni Dresden.
Lögreglumenn sem rætt var við í
þættinum sögðu að lítið starfsör-
yggi og óskýr stjórnunarstefna
væri skýringin á hvers vegna lög-
reglumenn aðhylltust stefnu nýn-
asista um „lög og reglu“.
■ HELSINKI - Forseti Evrópu-
ráðsins, Anders Bjorck, sagðist í
gær vonast til að Sovétmenn yrðu
viðstaddir umræður og fyrirspurnir
um málefni Eystrasaltsríkjanna
. sem haldnar verða á vegum Evr-
ópuráðsins á fimmtudag. Forsetar
Eistlands, Lettlands og Litháen
verða viðstaddir fundinn. Bjorck
sagði á fréttamanr.afundi að Sov-
étmenn, sem hafa áheyrnarrétt á
fundinum, hefðu tilkynnt að þeir
myndu ekki senda fulltrúa á hann
vegna þess að málefni Eystrasalts-
ríkjanna væru sovésk innanríkis-
mál og þau ætti ekki að ræða á
alþjóðlegum vettvangi.
■ SOWETO - Byssumenn
skutu a.m.k. sex manns til bana í
lest í Soweto í Suður-Afríku í
gær, þriðjudag, aðeins þremur
dögum eftir að friðarráðstefna
var haldin. Með þessari árás er
tala látinna í átökum í sjálfs-
stjórnarhéruðum svertingja í
Suður-Afríku komin í 28 síðan á
sunnudag. Á laugardag hittust
leiðtogar tveggja helstu stjórnmál-
asamtaka blökkumanna til fyrstu
viðræðna um átökin.
■ FRANKFURT V/ODER - -
Stjórnmálamenn velta nú vöngum
yfir hvað gera skuli við nærri hálfa
milljón Austur-Þjóðveija sem
missa vinnuna í næstu viku þegar
vinnuverndarsamningar, sem und-
irritaðir voru fyrir sameiningu
þýsku ríkjanna, renna út. „Treu-
handanstalt", stofnunin sem hefur
umsjón með einkavæðingu austur-
þýskra ríkisfyrirtækja, vill ekki
leggja fjármagn í starfsþjálfun og
áætlanir um nýsköpun atvinnu-
tækifæra þar sem forsvarsmenn
hennar telja það vera í verkahring
sambands-, bæjar- og sveita-
stjórna.
■ LONDON - Flest skjalanna
sem fundustí helli við Dauðahafið,
um 25 km frá Jerúsalem, fyrir 40
áram eru frá því um 200 áram
f.K., að sögn breska dagblaðsins
London Times í gær, þriðjudag.
Dagblaðið greindi frá því að vísind-
amenn hefðu beitt nýrri aðferð til
að aldursgreina skjölin, en hún
felst í því að mæla geislavirkni líf-
rænna efna. Meirihluti skjalanna
hefur enn ekki verið rannsakaður
til fulls en með aldursgreiningu
hefur verið staðfest að þau eru
trúarskjöl gyðinga og tengjast ekki
sögu kristinnar kirkju.