Morgunblaðið - 26.06.1991, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1991
23
Forseti herráðsins í ísrael veldur uppnámi:
Afhjúpun leynilegra aðgerða
hersins harðlega gagnrýnd
I.. .. n I On..4 i.i. rPl» .. I\n ■ 1». T1nlnn»nr\ r»l»
Jerúsalem. Reut.er, The Daily Telegraph.
NÝSKIPAÐUR forseti herráðsins í ísrael, Ehud Barak, hefur sætt
harðri gagnrýni hægri- og vinstrimanna fyrir að heimila sjónvarps-
þátt þar sem skýrt var frá leynilegum aðgerðum sérsveita hersins
til að binda enda á uppreisn Palestínumanna á hernumdu svæðun-
um. Margir hægrisinnaðir stjórnmálamenn og fyrrum yfirmenn hers-
ins brugðust ókvæða við þættinum þar sem þeir óttast að hann stefni
öryggi Israels í hættu og geri leynisveitunum erfiðara fyrir að beita
sömu aðferðum í framtíðinni. Yitzhak Shamir forsætisráðherra
kvaðst óánægður með ákvörðun Baraks og átaldi hann fyrir að
hafa ekki ráðfært sig fyrst við Moshé Arens varnarmálaráðherra.
Shimon Peres, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagði að upplýsingarn-
ar væru mikill álitshnekkir fyrir Israela og myndu skaða hagsmuni
þeirra erlendis.
Reuter
Móðir 23 ára Palestínumanns, sem ísraelskir hermenn skutu til bana
í Hebron á Vesturbakka Jórdanar á mánudagskvöld, heldur á mynd
af syni sínum (t.v.). Hann er 806. Palestínumaðurinn sem hefur beð-
ið bana í átökum við ísraela frá því uppreisnin á hernumdu svæðun-
um liófst fyrir þremur og hálfu ári.
Barak, sem var skipaður forseti
herráðsins í aprfl, heimilaði hernum
að skýra frá aðgerðunum í sjón-
varpi á föstudag. Meðal annars
voru sýndar myndir af hermönnum
leynisveitanna varalita sig og klæð-
ast arabískum kvenfatnaði. Skýrt
var frá því að herinn hefði beitt
þessari aðferð allt frá því uppreisn
Palestínumanna hófst á Vestur-
bakka Jórdanar og Gazasvæðinu
fyrir þremur og hálfu ári. í ráði
væri að beita henni í auknum mæli
þar sem hún hefði reynst sérlega
vel.
Blaðamenn, hermenn og Palest-
ínumenn hafa lengi vitað af þessum
aðgerðum leynisveitanna en bannað
hefur verið að skýra frá þeim í fjöl-
miðlum. Palestínumenn hafa sakað
sveitirnar um að hafa myrt meinta
foringja palestínska uppreisnar-
fólksins en herinn hefur vísað því
á bug.
Heimildarmenn innan Ísraelshers
staðfestu í gær fregnir ísraelskra
fjölmiðla um að liðsmenn leynisveit-
anna hefðu sætt rannsókn í rúmt
ár vegna gruns um að þeir hefðu
barið araba í þorpinu Kufr Dik á
Vesturbakkanum. Fimm arabar
urðu fyrir alvarlegum meiðslum og
voru fluttir á sjúkrahús.
Segist hafa viljað vara
Palestínumenn við
Þingnefnd kallaði Barak á sinn
fund í gær til að veija ákvörðun
sína. Hann bar því við að tilgangur-
inn með því að skýra frá aðgerðun-
um hefði einkum verið sá að fæla
palestínsk ungmenni frá því að
ganga til liðs við herskáa Palestínu-
menn sem betjast gegn hernámi
ísraela. Hann kvaðst vona að sjón-
varpsþátturinn yrði til þess að Pal-
estínumenn áttuðu sig á því að
herinn tæki harðar á herskáum
uppreisnarmönnum en öðrum Pal-
estínumönnum. Ætlunin hefði einn-
ig verið að skapa óvissu á meðal
araba á hernumdu svæðunum. Þátt-
urinn var sendur út á hebresku og
ekki er vitað hvernig Barak svaraði
því hvers vegna arabíska var ekki
notuð í þættinum úr því hann var
ætlaður aröbum.
Vildi hann ganga í augun á
almenningi?
Aharon Levran, fyrrverandi for-
ingi í leyniþjónustu hersins, kvaðst
ek"ki skilja hvers vegna heimilað
hefði verið að skýra frá leynilegum
aðgerðum hersins þótt uppreisninni
væri ekki enn lokið. „Forseti her-
ráðsins starfaði áður í leynisveitum
og ef til vill skýrir það þessa afhjúp-
un,“ bætti hann við.
Barak er 49 ára að aldri og tók
þátt í mörgum af hættulegustu
aðgerðum hersins. Árið 1972
stjórnaði hann til að mynda her-
mönnum, sem dulbjóu sig sem flug-
virkja og réðust til inngöngu í far-
þegaþotu í eigu Sabena-flugfélags-
ins, sem flugræningjar höfðu á sínu
valdi á flugvellinum í Tel Aviv.
Hann er einnig sagður hafa skipu-
lagt drápið á Abu Jihad, einum af
helstu foringjum Frelsissamtaka
Palestínumanna (PLO), í Túnisborg
1988.
Heimildarmenn innan hersins
sögðu að Barak hefði viljað ganga
í augun á gyðingum á hernumdu
svæðunum, sem eiga á hættu að
verða fyrir árásum Palestínu-
manna. „Hann gerði þetta til að
sýna gyðingunum að herinn sé ekki
aðgerðalaus. Það var bara ekki
hann sem stofnaði sveitirnar, það
gerðu forverar hans,“ sagði einn
þeirra.
ísraelar öruggari með sig
Sjónvarpsþátturinn þykir til
marks um að ísraelar séú nú örugg-
ari en áður um að þeim takist að
ná tökum á ástandinu á hernumdu
svæðunum. Þeir óttast enn gijót-
kast er þeir aka um svæðin en dreg-
ið hefur úr götubardögum og dráp-
um fækkað.
Frá því uppreisnin hófst hafa 806
Palestínumenn verið drepnir í átök-
um við ísraela. Arabar hafa hins
vegar banað 360 meintum sam-
starfsmönnum hersins, 66 gyðing-
um og fimm ferðamönnum. Alls
liafa 117 arabar beðið bana það sem
af er árinu. Palestínumenn virðast
vera að missa móðinn eftir allar
þessar mannfórnir og uppreisn
þeirra hefur lítinn árangur borið.
Israelar halda enn hernumdu svæð-
unum og hyggjast nú færa sig upp
á skaftið með frekara landnámi.
Læknasetrið sf.
Miðvikudaginn 26. júní 1991 hefjum við starfsemi okkar á nýjum stað,
\ Þönglabakka 6, 3. hæð (Mjóddinni).
Tímapantanir í síma 677700 alla virka daga milli kl. 9-12 og 13-17.
Árni J. Geirsson,
gigtarsjúkdómar
Guðmundur M. Jóhannesson,
blóðsjúkdómar
Magnús Böðvarsson,
lyflækningar og nýrnasjúkdómar
Birna Jónsdóttir,
röntgenlæknir
Hallgrímur Guðjónsson,
lyflækningar og meltingarsjúkdómar
Sigurður Árnason,
krabbameinslækningar
Björn Magnússon,
lungnasjúkdómar
Jón Þorsteinsson,
gigtarsjúkdómar
Sigurður Björnsson,
lyflækningar og lyflækningar krabbameins
Davíð Gíslason,
lyflækningar og ofnæmissjúkdómar
Kjartan Magnússon,
krabbameinslækningar
Steinn Jónsson,
lyflækningar og lungnasjúkdómar
Guðjón Baldursson,
krabbameinslækningar
Kristján Erlendsson,
lyflækningar, ofnæmis- og ónæmisfræði
Tryggvi Ásmundsson,
lungnasjúkdómar
Guðmundur Benediktsson,
krabbameinslækningar
Kristján Steinsson,
lyflækningar og gigtarsjúkdómar
Þorsteinn Blöndal dr. med.,
lungnasjúkdómar
Guðmundur Ingi Eyjólfsson,
lyflækningar og blóðsjúkdómar
Magni S. Jónsson,
lyflækningar og lungnasjúkdómar
Þórarinn Gíslason,
lungnasjúkdómar