Morgunblaðið - 26.06.1991, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.06.1991, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JÚNÍ 1991 Dagsprent hf.; Hömlum um meðferð hlutafjár verður aflétt SAMÞYKKT var á aðalfundi Dágsprents hf. í liðinni viku að aflétta öllum hömlum um meðferð hlutafjár í fyrirtækinu. Hörður Blöndal framkvæmda- stjóri Dagsprents hf. sagði það sína skoðun að engin ástæða væri til annars en opna félagið og gera- þeim sem hlutafé vilja kaupa það kleift. Dagsprent hf. yfirtók rekstur Tónlistarskólinn: Roar Kvam skólastjóri Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti á fundi í gær að ráða Roar Kvam í stöðu skólastjóra Tónlist- arskóla Akureyrar. Þrír sóttu um stöðuna, auk Ro- a^B, þeir Jón Halldór Finnsson í Mosfellsbæ og Þórir Þórisson, Reykjavík. Stjórn Tónlistarskólans mælti með Roar Kvam í stöðuna. Þá var einnig samþykkt á fundi bæjarstjórnar að ráða Michael Jón Clarke í stöðu yfirkennara við skól- ann. dagblaðsins Dags í janúar á síðasta ári. „Blaðið er opið fyrir öllum skoð- unum og verður það einnig við- skiptalega eftir þessa breytingu og hið sama gildir þá um rekstur prent- smiðjunnar," sagði Hörður. Selt hefur verið hlutafé í fyrir- tækinu fyrir rúmlega 50 milljónir króna, en fyrir liggur samþykkt um að auka hlutafé upp í 70 milljónir þannig að hlutafé að upphæð tæp- lega 20 milljónir er til staðar nú. Um 6 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Dagsprents á síðasta ári og sagði .Hörður það sanna að óþarfi hefði verið að afskrifa fyrir- tækið þó illa hafi gengið á tímabili og væri ástæða til að þakka eigend- um fyrir að hafa staðið um það vörð, en ekki misst trúna þegar illa gekk. Kaupfélag Eyfirðinga á um 52% hlutafé í Dagsprenti, Hótel Norðurland: LANDFESTAR LEYSTAR Sænsk sveit Dagsektum verður beitt sök- ÍSSSSL um vanefnda um öryggismál ir/i i>L- lioldni' 11 m linccai* mmirlit* SÆNSKA hljómsvpitin Sticky Fin- gers heldur uni þessar mundir tónleika í Sjallnum, en rokksveit- im hefur verið á tónleikaferðalagi um Norðurlöndin allt síðasta ár. Hljómsveitin hefur haldið tvenna tónleika í Sjallanum, en í kvöld, mið- vikudagskvöld, og annað kvöld verð- ur hún enn á ferð. Sticky Fingers leikur eingöngu lög hinnar þekktu rokkhljómsveitar Rolling Stones. BYGGINGANEFND Akureyrar hefur synjað erindi frá forráða- mönnum Hótels Norðurlands um að ekki verði beitt ákvæðum um dagsektir vegna vanefnda við framkvæmdir öryggismála á hót- elinu. Samþykkt var á fundi nefndarinnar í vetur að veita hótelinu frest til 1. júní sl. til að Heimir Ingimarsson væntanleg- ur formaður bæjarráðs. Sigurður J. Sigurðsson forseti bæjarsljórnar. bæta úr öryggismálum ella yrði beitt dagsektum, 100 þúsund krónum fyrir hvern dag er liði eftir þann tíma. Guðrún Gunn- arsdóttir hótelstjóri sagði að unnið væri að úrbótum og fram- kvæmdir hefðu staðið yfir með hléum í nokkuð langan tíma. Heimir Ingimarsson formaður bygginganefndar sagði mælinn löngu fullan, hægt hefði verið að líða að úrbætur í öryggismálum á hótelinu hefðu dregist I vetur, en nú þegar gera mætti ráð fyrir að það væri fullbókað væri annað upp á teningnum. „Þetta er mjög alvar- legt mál, þarna eru mannslíf í húfi og okkur í bygginganefnd er fúl- asta alvara með því að beita þessum dagsektum," sagði Heimir. Hótel Norðurland var opnað eftir breytingar fyrir tveimur árum og sagði Heimir að þá strax hefðu verið settir fyrirvarar vegna skorts á flóttaleiðum ef upp kæmi eldur. Það hefði síðan verið margítrekað og m.a. hefði slökkviliðsstjóri lagt áherslu á við bygginganefnd að úrbætur í öryggismálum hótelsins væru á meðal brýnustu verkefna á þessu sviði í bænum. Heimir sagði að hótelgestir í ákveðnum herbergjum á 2. og 3. hæð hefðu enga undankomu yrði eldsvoði í byggingunni, gera þyrfti litlar svalir með grindverki á þeim hæðum og brunastiga frá svölum á suðurenda og niður á skyggni við inngang á veitingastaðinn sem er á jarðhæð hússins. Við umræður um þetta mál á fundi bæjarstjórar í gær komu fram þær skoðanir að vissulega væri rétt að beita dagsektum vegna van- efnda, en ef til vill væri eðlilegra að hafa þær aðeins lægri. Guðrún Gunnarsdóttir hótelstjóri á Hótel Norðurlandi sagði að fram- kvæmdir stæðu yfir, m.a. væri ver- ið að gera svalir og skyggni ofan á veitingastaðinn. Hún sagði að unnið hefði verið að úrbótum um alllangt skeið og hefði samstarf við slökkvilið verið gott á þeim tíma, en það hefði ævinlega verið látið vita af framgangi mála á hveijum tíma. Grímseyingar kaupa nú mjólk eins o g annað fólk Bæjarstjórn Akureyrar: Sigurður J. forseti og Heimir formaður bæjarráðs SIGURÐUR J. Sigurðsson, Sjálfstæðisflokki, var kjörinn forseti bæjarstjórnar Akureyrar á fundi bæjarstjórar í gær. Á fundinum var einnig kosið í bæjarráð, en þar tekur Heimir Ingimarsson, Al- þýðubandalagi, sæti Sigríðar Stefánsdóttur sem gegnt hefur emb- ætti forseta síðara ár. Samkvæmt samkomulagi flokk- anna sem mynda meirihluta í bæjar- stjórn Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags, er gert ráð fyrir að flokkarnir skipti með sér til eins árs í senn að skipa embætti forseta bæjarstjórnar og formanns bæjarráðs. Sigurður J. Sigurðsson hefur verið formaður bæjarráðs síðasta árið og Sigríður Stefáns- dóttir forseti bæjarstjórnar. Sigríð- ur mun dvelja í Þýskalandi næsta ár og tekur Heimir Ingimarsson því sæti hennar sem aðalmaður í bæjar- ráði og mun væntanlega verða kjör- inn formaður þess á fyrsta fundi ráðsins. Heimir Ingimarsson var kjörinn fyrsti varaforseti bæjarstjórnar' og Ulfhildur Rögnvaldsdóttir annar varaforseti. Birna Sigurbjörnsdóttir og Kolbrún Þormóðsdóttir voru kjörnar ritarar bæjarstjórnar. í bæjarráð voru kjörin þau Sig- urður J. Sigurðsson og Björn Jósef Arnviðarson frá Sjálfstæðisflokki, Heimir Ingimarsson, Alþýðubanda- lagi, og Ulfhildur Rögnvaidsdóttir og Þórarinn E. Sveinsson, Fram- sóknarflokki. Grímsey. MIKLAR breytingar hafa verið gerðar á verslunarhúsnæði KEA í Grímsey, þannig að verslunin er nú orðin mun aðgengilegri en áður var. Áður var fyrirkomulag þannig að verslunin var í norður- enda hússins og lager í þeim syðri, en eftir breytingar hafa endaskipti orðið. Síðar í sumar verður settur upp kælir í verslun- inni svo íbúarnir geta eftirleiðis keypt mjólk eins og fólk í landi á að venjast, en þurfa ekki að panta mjólkurvörur til einnar viku í senn. Innréttingar voru rifnar út og verslunin var færð yfir í gamla lag- erplássið, en lagerinn aftur á þann stað þar sem verslunin var. Gólf voru brotin upp að hluta og rennt í þau, húsið var einangrað mikið til að nýju og einnig var skipt um gler í gluggum. Allar lagnir voru endur- bættar og húsið málað utan sem innan. Síðar verður klæðning lagfærð og skipt um járn á þaki, auk þess sem endurbætur verða gerðar utan- dyra, stétt steypt upp að nýju og Morgunblaðið/Hólmfríður Grímseyingar eru ánægðir með endurbætur á verslunarhúsnæði KEA og fljótlcga verður settur upp kælir scm hefur í för með sér að þeir þurfa ekki lengur að taka vikuskammt af injólkurvörum með sér heim. aðkoma gerð aðgengilegri. í versluninni hafa einungis verið til þessa kæliskápar, en síðar í sum- ar verður settur upp stór kælir, sem er þannig að gengið er inn í hann. Tilkoma hans mun hafa miklar og góðar breytingar í för með sér, en Grímseyingar fá nú sendar mjólkur- vörur einu sinni í viku með feij- unni. Hefur því í tíma þurft að panta t.d. aukaskammt af rjóma ef eitthvað hefur staðið til. Mjólkin er síðan flokkuð niður á bæina og hver sækir sitt. Með tilkomu kælis- ins er vonast til að hægt verði að senda hingað mjólk þrisvar í viku. Guðmundur Jóhannsson trésmið- ur á Akureyri hafði umsjón með breytingunum og honum til aðstoð- ar voru Matthías Björnsson og Við- ar Þorsteinsson auk fleiri iðnaðar- manna. Utibússtjóri er Kristín Óla- dóttir, en tveir aðrir starfsmenn eru við verslunina. — HSH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.