Morgunblaðið - 26.06.1991, Qupperneq 31
MÓRGU1ÍBLAÐIÓ: MIÐVÍKUDÁGUR 26. JÚNÍ 1991
31
Fjölgar rásum, fækkar krásum
Kvikmyndir
Sæbjörn Valdimarsson
Stjörnubíó:
Avalon
Leiksljóri og handritshöfundur
Barry Levinson. Tónlist Randy
Newman. Kvikmyndatökustjóri
Allen Daviau. Aðalleikendur
Armin MueUer-Stahl, Joan
Plowright, Aidan Quinn, Eliza-
beth Perkins, Lou Jacobi, Kevin
Pollak, Leo Fuchs. Bandarisk.
1990.
Nýjasta mynd snillingsins Levin-
sons er afar persónuleg, minni
áhersla lögð á verslunarvöruein-
kennin. Þó er kjarni hennar alþjóð-
legur — hinar gífurlegu breytingar
sem tækniframfarir og velmegun
tuttugustu aldarinnar hefur haft á
mannlífið, einstaklinginn og ekki
síst stórfjölskylduna. Við kynnumst
Sam Krichinsky (Mueller-Stahl) —
í raun afa Levinsons — er hann
kemur til Ameríku 1914. Og heim-
sálfan tekur á móti honum með
pomp og pragt, það er nefnilega á
þjóðhátíðardaginn, 4. júlí, sem
hann stígur á land og flugeldar í
öllum regnbogans litum lýsa upp
himininn. Hann er af samheldinni
fjölskyldu rússneskra gyðinga sem
er smámsaman að tínast yfir hafið
eftir auragetu þeirra sem búnir eru
að ná fótfestu í Guðseiginlandi og
komnir í vinnu.
Sam og bræður hans halda vel
á sínu og við tekur eftirstríðsára-
kynslóðin með öll sín tækifæri í
greipunum. I myndarlok er svo
þriðja kynslóðin tekin við, drengur-
inn hans Sam afa orðinn pabbi en
afí orðinn þreytt gamalmenni.
Þetta er ytra borð myndarinnar
en hún er sögð frá ári til árs á
einkar viðfelldin, mannlegan og
kíminn hátt með ljúfsárum söknuði
eftir liðinni tíð, einkum eftirsjá yfir
góðum gildum sem smá-tína
tölunni í auknum hraða og stressi
líðandi stundar. Levinson lýsir frá-
bærlega þessum háttarfarsbreyt-
ingum hálfrar aldar með veislum
þakkargerðardagsins. Lengi vel
kom stórfjölskyldan Krichinsky
saman og át og drakk af hjartans
lyst. En framþróunin spillir fyrir.
Einn þakkargjörðardaginn er sjón-
varpið — tákn tækninnar og nýrra
gilda — komið til sögunnar. Og um
leið og rásunum fjölgar, fækkar
krásunum. Upplausn kemst í fjöl-
skylduna sökum misjafns veraldar-
gengis og fleiri blikur eru á lofti
eftir því sem lengra líður á öldina.
Afkomendur frumheijanna taka
upp aðgengilegri nöfn, nýjar að-
ferðir í viðskiptalífínu. En Sam afi
gætir þess gegnum árin að börn
og barnabörn gleymi ekki uppruna
sínum og sögu og er ólatur við að
rifja' upp minningarnar sem hefjast
jafnan á „Ég kom til Ameríku árið
1914 ...“ Hann grunar að svo fari
að með hans kynslóð deyji þessi
söguhefð út. Enda upplifir hann
hrun stórijölskyldunnar þegar
hann og kona hans — afi og amma
— flytja á brott frá syni hans og
fjölskyldu. Stórt blað hefur verið
brotið í fjölskyldumunstrinu; Pen-y
Como og Co. teknir við af sögu-
fræðslunni hans afa. Skyldum við
ekki þekkja þessa að mörgu leyti
óheillaþróun hérlendis?
Og Levinson segir frá á svo hlý-
legan hátt að maður hrífst með og
ég naut hverrar mínútu. Þær gífur-
legu þjóðfélagsbreytingar — sem
Kvikmyndir
Amaldur Indriðason
Víkingasveitin 2 („Delta Force
2“). Sýnd í Háskólabíói. Leik-
stjóri: Aaron Norris. Aðalhlut-
verk: Chuck Norris, Billy
Drago, John Ryan, Mateo
Gomez. Bandaríkin. 1990.
Fyrri Víkingarsveitarmynd
Chuck Norris, „The Delta Force“,
undir stjórn Menahems Golans,
kom nokkuð á óvart fyrir það
hvað hún var ágæt í lýsingu á
flugráni í austurlöndum nær og
vel gerð að flestu leyti. Líka af
því í henni lék, auk tilhlýðilegra
harðhausa, ein fremsta leikkona
Evrópu, Hanna Schygulla.
Þessi framhaldsmynd sem leik-
stýrt er af bróður Chucks, Aaron
Norris, kemur hins vegar síst á
óvart. Hún er dæmigerð Norris-
mynd í verri kantinum, hroðvirkn-
islega gerð og slælega leikin, svo
ekki sé meira sagt, ofbeldið er
ódýrt og spennan engin.
Hún segir frá baráttú Delta-
hetjunnar Chucks við kókaníbarón
í S-Amenkuríkinu ímyndaða, San
Carlos. Áður en Chuck getur lagt
í hann er langur aðdragandi þar
sem baróninn drepur bamshaf-
andi eiginkonu besta vinar hans,
særir son þeirra og drepur um
hafa ekki aðeins átt sér stað í
Bandaríkjunum heldur um víða
veröld á þessari öld — eru sagðar
af þeirri list og frásagnargleði sem
einkennt hefur bestu myndir leik-
stjórans/handritshöfundarins.
Hann saknar góðra gilda og hefða
sem voru í heiðri hafðar en rúmast
ekki í kappkeyrslu nútímans. Því
eru a.m.k. allir þeir sammála sem
lærðu að stauta á knénu hennar
ömmu. Hann er þó enginn svart-
sýnismaður, hver kynslóð verður
að Iaga sig að nýjum aðstæðum.
Að venju er samstarfsfólk Levin-
sons valið af natni og það skila
allir góðu dagsverki. Leikhópurinn
er firnasterkur með sögumanninn
frábæra, Mueller-Stahl, í farar-
broddi. Búningar og svið eru óað-
finnanleg, ljúf tónlist og snjöll
myndataka Daviaus fullgera svo
rammann um eina bestu mynd sem
sýnd hefur verið á árinu.
síðir vininn sjálfan. Þessi ódýri
skáldskapur á að reita Deltahetj-
una til reiði og fylla hann hefndar-
hug en maður veit aldrei þegar
Chuck Norris er annars vegar,
hann sýnir engin svipbrigði frá
einu átriðinu í annað. Hann er
alveg eins á svipinn þegar hann
keyrir bílinn sinn og þegar hann
fréttir lát vinar síns. Hann heldur
þó til San Carlos dyggilega studd-
ur af hershöfðingja sínum, sem
John Ryan, ágætlega kunnur
þeim sem spá í aukaleikarana,
ofleikur agalega, og eftir það taka
skothríðar og sprengingar völdin.
Víkingasveitin 2 er dæmigerð
B-mynd í verri kantinum. Billy
Drago, sem lék glæpamanninn
Frank Nitti frábærlega í Hinum
vammlausu, fer með hlutverk kók-
barónsins og er sá eini í leikara-
hópnum sem þó reynir að sýna
lit, sadistalegur í útliti og smýgur
um eins og baneitruð eðla. Norris
hefur fullkomnað hina stóísku ró
og dettur hvorki né drýpur af
honum hvað sem á gengur.
Ef einhveijum þykir sem s-
ameríkubúarnir í myndinni séu
austurlenskir mjög í útliti er það
af því myndin var gerð á Filipps-
eyjum en svo virðist sem innfædd-
ir hafi verið notaðir í
stadistahlutverk.
Víkingur í vanda
24 x 30 cm.
Myndir sem birtast í Morgunblaöinu,
teknar af Ijósmyndurum blaösins
fást keyptar, hvort sem er
til einkanota eöa birtingar.
UÓSMYNDADEILD
„SALA MYNDA“
Aöalstrœti 6, sími 691150
101 Reykjavík
FÉLAGSSTARF
Málefnastarf
fyrir SUS-þing
Kraftur nýrrar kynslóðar
Ungir sjálfstæðismenn! Málefnastarf er hafið fyrir SUS-þing, sem
haldið verður á ísafiröi dagana 16.-18. águst nk. Eftirtaldir verkefna-
hópar vinna nú að undirbúningi málefnastarfs:
1. Almenn stjórnmálaálykun. Verkefnisstjóri: Guðlaugur Þór Þórðarson.
2. Utanríkismál. Verkefnisstjóri: Jón Kristinn Snæhólm.
3. Sjávarútvegsmál. Verkefnisstjóri: Steingímur Sigurgeirsson.
4. Landbúnaðarmál. Verkefnisstjóri: Júlíus Guðni Antonsson.
5. Mennta- og menningarmál. Verkefnistjóri: Árni Sigurösson.
6. Umhverfismál. Verkefnisstjóri: Baldur Þórhallsson.
7. Velferðar- og fjölskyldumál. Verkefnisstjóri: Bjarki Már Karlsson.
8. Byggða-, sveitarstjórna- og samgöngumál. Verkefnisstjóri: Jónas •
Egilsson.
9. Ríkisfjármál. Verkefnisstjóri: Ari Edvald.
SUS.
VAMIÍANl> UNl.K \
SIAII Sl.-l PISMANNA
Málef nastarf SUS
Velferðar- og
fjölskyldumál
Verkefnisstjórn í velferðar- og fjölskyldu-
málum er tekin til starfa og undirbýr nú
drög að ályktun fyrir SUS-þing. Verkefnis-
stjóri nefndarinnar er Bjarki Már Karlsson.
Áhugasömum ungum sjálfstæðismönnum
er bent á að hafa samband við verkefnis-
stjóra í síma 657388.
FÉLAGSLÍF
SAMBAND ISLENZKRA
KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Kristniboðssamkoma á Háaleit-
isbraut 58, kl. 20.30.
Ræðumaður: Sigursteinn Her-
sveinsson.
Allir velkomnir.
NÝ-UNG
KFUM & KF'U.i
Samvera fyrir fólk á öllum aldri
í kvöld í Suðurhólum 35. Bæna-
stund kl. 20.10. Samveran hefst
kl. 20.30. „Hvar er Guö I erfið-
leikum?1'. Góður gestur kemur í
heimsókn. Eftirsamvera: Búum
til „almenna mótsstemningu".
Ungt fólk á öllum aldri velkomið.
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Biblíulestur í kvöld kl. 20.30.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
Allir hjartanlega velkomnir.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3 S. 11798 19533
Sumarleyfisferðir
Ferðafélagsins
1) 29.06.-03.07
Strandir - ísafjarðardjúp
Áhugaverð ferð um stórbrotið
landslag. Ekiö á vegarenda í
Strandasýslu. Siglt frá Munaðar-
nesi á Ströndum að Seljanesi
og gengið þaðan að Eyri í Ing-
ólfsfirði. Eftir ferð um Strandir
verður ekið í Isafjarðardjúp.
Skoðunarferðir í Kaldalón og
Æðey. Gist- í svefnpokaplássi.
Fararstjóri: Ólafur Sigurgeirsson.
2) 29.06.-03.07
Reykjafjörður - Drangajökull
Siglt frá Munaðarnesi á Strönd-
um til Reykjafjarðar. Gengið yfir
Drangajökul. Takmarkaður
fjöldi. Gengið með viðlegubúnað.
Fyrstu Hornstrandaferðirnar
verða farnar 3. júlí. Sex mis-
munandi ferðir í boði í júlí. Gist-
ing í húsum að verða f ullbókuð,
ennþá er pláss fyrir tjaldgist-
ingu. Hringið og kannið máiið.
Ferðafélag islands.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533
Miðvikudagur 26. júní
Kvöldganga í byrjun
sólmánaðar
Útilegumannakofar f
Eldvarpahrauni
Ekið að borholunni við Eldvörp
vestan Svartsengis. Gengið að
rústum margra smákofa (úti-
legumannakofa?) i hrauninu.
Einnig heimsóttur útilegu-
mannahellir og gígarnir skoðað-
ir. Vegna óhagstæðs opnun-
artíma verður ekki farið í Bláa
lónið núna (ferð síðar). Skemmti-
leg ferð fyrir unga sem aldna.
Verð 900 kr., fritt f. börn m. full-
orðnum. Brottför frá BSÍ,
bensínsölu (stansað á Kópa-
vogshálsi og við kirkjug. í Hafn-
arfirði).
Árbók Ferðafélagsins 1991 er
komin út; sérlega glæsileg bók,
sem allir ættu að eignast. Hún
er um fjalllendi Eyjafjarðar að
vestanverðu framan Hörgárdals
og Öxnadals ásamt náttúrufræði
fjalllendisins norður til hafs og
vestur til Skagafjarðar.
Ferðafélag Isiands,
gerist félagar.
H ÚTIVIST
GRÓFIHN11 • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARl 14606
Kvöldganga
Miðvikud. 26. júní kl. 20. Gengið
verður á Helgafell og hefst
gangan við Kaldársel. Létt fjall-
ganga fyrir alla. Sjáumst.
Helgin 28.-30. júní:
Vestmannaeyjar
Farið verður í úteyjaferð og
gengið í land í Elliðaey, sem er
stærsta úteyjan og er uppganga
þar auðveld. Vanir veiðimenn
verða með í för og munu þeir
sýna handtök lundaveiöimanna.
Á sunnudeginum verður gengið
um Heimaey og ef til vill farið í
siglingu þar um kring. Farar-
stjóri Fríða Hjálmarsdóttir.
Básar á Goðalandi
Helgarferð á þennan friðsæla
og fagra stað. Gönguferðir við
allra hæfi.
Fimmvörðuháls - Básar
Gönguleiðin yfir Fimmvörðuháls
á milli Skóga og Bása á Goða-
landi með tignarlega jökla sitt á
hvora hönd nýtur sívaxandi vin-
sælda. Gist í Básum. Gengið upp
frá Skógum, meðfram Skógaá,
en þar gefur að líta hvern foss-
inn öðrum fegurri. Gangan tekur
8-9 klst.
Munið hjólreiðadaginn næsta
sunnudag. Griilað í Heiðmörk
og farið í leiki.
Sjáumst!
Útivist
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU3S11798 19533
Helgarferðir
28.-30. júní
1. Kl. 18 Núpsstaðarskógar
Náttúruperla á Suöurlandi, ekki
síðri en Þórsmörk. Tjöld. Göngu-
ferðir m.a. að Súlutindum. Far-
arstj. Jón Viðar Sigurðsson.
2. Kl. 20 Þórsmerkurferð
Nú ætla allir að mæta í Þórsmörk-
ina með Feröafélaginu. Fjölbreytt
dagskrá fyrir unga sem aldna.
Gönguferðir. Kvöldvaka. Afslátt-
arverð þessa helgi. Gist í Skag-
fjörðsskála, Langadal. Fararstj.
Ingibjörg Þráinsdóttir.
3. Kl. 20 Yfir Fimmvörðuháls
Gengin ný leið niður af hálsinum
hjá Kaldaklifsgili og vestan Skóg-
ár. Gist í Þórsmörk. Upplýsingar
og farm. á skrifst., Öldugötu 3,
símar 19533 og 11798.
Kynnið ykkur sumarleyfisferðir
Ferðafélagsins. Næstu ferðir:
1. 29/6-3/7 Strandir - ísa-
fjarðardjúp. Fá sæti laus.
2. 29/6-3/7 Reykjafjörður -
Drangajökull. 2 sæti laus.
Ferðafélag islands.