Morgunblaðið - 26.06.1991, Page 35

Morgunblaðið - 26.06.1991, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 26. JUNI 1991 35 Sameign þjóðarinnar eftir Jónas Haraldsson Miklar umræður hafa verið um það síðustu misserin og þá sérstak- lega síðustu mánuðina, hvort krefja eigi útgerðarmenn um sérstakt gjald, veiðileyfisgjald, fyrir að fá að draga fisk úr sjó. í fyrstu hét þetta með réttu auð- lindaskattur, en síðan breyttist það í veiðileyfisgjald til að dylja raun- verulegan tilgang. Nú er farið að nota enn saklausara hugtak, þ.e. endurgjald fyrir afnotarétt. Mætti jafnvel kalla þetta umbun til þjóðar- innar fyrir réttinn að fá að fiska. Hjómar það kannski enn betur í eyrum. Eg held mig við hugtakið veiðíleyfisgjald. Rökin fyrir þessari gjaldtöku hafa verið þau, að eigendur fiskim- iðanna, þ.e. þjóðin, fái ekki arð af eign sinni, heldur séu útgerðarmenn að fénýta sér sameign þjóðarinnar, án þess að gi'eiða nokkuð fyrir það. I leiðara Morgunblaðsins þann 17. apríl sl. var þetta orðað þannig, að útgerðarmenn væru „að ræna meg- inhluta þjóðarinnar réttmætri eign sinni“. Ritstjóri Morgunblaðsins er lögfræðingur og ætti að vita að hugtakið rán þýðir, að teknir séu fjármunir einhverra með valdi, eða hótun um það. Margir aðilar hafa látið í sér heyra þessum skoðunum til fram- dráttar og ber þar hæst Gylfa Þ. Gíslason prófessor, sem skrifað hef- ur hveija greinina á fætur annarri gegnum árin, dálk eftir dálk, og þá oftast með sama eða svipuðu innihaldi. Starfs mín vegna hefur mér borið skylda til að lesa allar greinar Gylfa. Haldi fram sem horf- ir með greinaskrif Gylfa, verð ég farinn að þjást af ofsóknarbijálæði, sem er svo önnur saga. Er það miður, að enginn hafi gefið sér tíma til að svara röksemd- arfærslum Gylfa sérstaklega, sem tæki að vísu nokkrar blaðsíður. Rúmsins vegna verður það að bíða betri tíma. Einkum væri áhugavert að fara ofan í rökstuðning Gylfa, sbr. grein hans í Morgunblaðinu 28. apríl 1989, þar sem hann reynir að sýna fram á, að allur samanburður við bændur, í þessum efnum, eigi ekki við rök að styðjast. Ég vil þó þakka Gylfa fyrir það, að hann er sá eini sem skrifað hefur um þessi mál og styður veiðileyfasölu, sem gerir einhveija tilraun til þess að útfæra hugmyndir sínar. II. Fyrir utan þá almennu fullyrð- ingu, að útgerðarmenn séu að hafa af þjóðinni stórfé, þá eru rökin gjarnan þau, sýnist mér, að fyrst einhveijir útgerðarmenn hafi efni á því að kaupa einhver tonn af fiski í dag, þá hljóti allir útgerðarmenn að hafa efni á því að borga fyrir allan fisk, sem þeir fá að veiða í framtíðinni. Sem sé, ef einhveijir hafa efni á að borga meiri skatt en aðrir, þá ættu allir hinir líka að hafa efni á að borga slíkan viðbótar- skatt. Þá telja þessir aðilar, að það sé ekki hægt að tryggja hagkvæmni í útgerð, nema menn borgi fyrir veiðileyfin. Sé ekki tekið gjald fyrir veiðileyfin, þá verði útgerð ekki rekin á hagkvæman hátt. Má þá draga þá ályktun, að því hærri sem veiðileyfagjaldið er, því hagkvæm- ari verði útgerðarreksturinn. Ég spyr. Er það skoðun þessara manna, að sá kvóti, sem útgerðin fær út- hlutað í dag, sé veiddur og nýttur ■ á óhagkvæmari hátt en sá kvóti, sem útgerðarmenn hafa keypt til viðbótar sínum kvóta til að nýta sín dýru atvinnutæki betur, þ.e. að- keyptur kvóti sé nýttur á hagkvæm- ari hátt, af því menn verða að borga hann. Er yfirhöfuð ekki hægt að nýta kvóta á hagkvæman hátt, nema greitt sé gjald fyrir kvótann, að öðrum kosti sé rekstur fiskiskipa óhagkvæmur? Ein röksemdin hefur verið sú, að framsalsréttur á kvóta leiði til þess, að kvótinn safnist á hendui' fárra fjársterkra aðila, svo til auðnar geti horft í ýmsum byggðarlögum, og er þá gjarnan talað um erlerit ijármagn í þessu sambandi. Ég spyr. Hvað hefur reynslan sýnt okkur? Hún hefur þegar sýnt okkur að þessi fullyrðing á ekki við nein rök að styðjast. Seldur kvóti hefur dreifst víða, þótt þeir, sem reka dýrustu skipin og verða að bæta við sig kvóta til þess að standa undir miklum og dýrum lánum, til þess að skipin geti borgað sig, hafi keypt stóran hluta kvótans. Ekki er vitað um neitt erlent fjármagn varðandi kvótakaup. Stuðningsmenn veiðileyfa telja, að verði þetta gjald tekið upp, þá muni þeir útgerðarmenn kaupa kvóta, sem hafi góðan og hag- kvæman rekstur, en hinir verði undir og hætti. í dag eru það nán- ast undantekningarlaust þeir, sem reka hagkvæma útgerð, sem kaupa kvóta og hafa efni á því. Undan- tekningartilvikin eru til, þ.e. illa reknar útgerðir, sem hafa fengið fyrirgreiðslu úr hinum og þessum sjóðum, með góðri aðstoð stjórn- málamanna. Þannig hefur verið hægt að reka einstaka illa rekið og óhagkvæmt útgerðarfyrirtæki áfram. Verði af veiðileyfasölu mun þetta ekkert breytast á hvorugan veginn. Eini munurinn við veiðileyfasöluna verður sá, að þeim, sem fá keypt veiðileyfi á uppsprengdu verði í uppboðsslagnum, verður verulega íþyngt ijárhagslega, sem ætti sam- kvæmt kenningunni að leiða til hagkvæmni í rekstri. Hvað allar fullyrðingar snertir, að samfara innheimtu veiðileyfis- gjalds muni eða verði að fara fram væntanlega skynsamlegri skráning á gengi krónunnar, _ eins og Gylfi Þ. Gíslason nefnir. Ég spyr Gylfa. Eiga útgerðarmenn að geta treysta þessu? Hefur gengisskráningin ver- ið hingað til svo vitræn að treysta megi því, að gengið verði skráð rétt, eingöngu af því að veiðileyfin verði seld? Mætti gjarnan rilja upp hér tíma „Viðreisnarstjórnarinnar", sem Gylfi átti sæti í, og hvernig gengisstefna hennar gekk mjög nærri togaraútgerðinni. Að vísu voru ekki seld veiðileyfi þá. m. Það er alkunna, að fiskiskipin eru of mörg og það þarf að fækka þeim. Bezt væri að það gerðist í sem mestum mæli á sem skemmstum tíma, en menn greinir á um leiðir. Aðrar þjóðir hafa séð fram á það, að það gerist ekki með skjótum hætti nema stjórnvöld leggi til þess verulegar fjárhæðir, til úreldingar skipa eins og í löndunum kringum okkur. Hér á að leita annarra leiða og fækka skipum með því að láta útgerðarmenn nánast skera hvern annan á háls. Sá, sem á peninga og getur keypt veiðileyfi, með fyrir- greiðsluaðstoð sjóða eða án, lifir. Sá sem ekki á peninga og getur ekki keypt veiðileyfi með fyrirgre- iðslu eða án eða er varkár í fjármál- um og býður ekki nógu hátt, deyr. Ég spyr. Hvað varður um þá útgerðarmenn, sem verða undir við fyrsta uppboðið? Koma þeir tvíefld- ir í næsta uppboðsslag með alla peningana sína, sem þeir fengu fyr- ir að fá að fiska ekki neitt? Þeir sem fjársterkastir eru kaupa eins mikinn kvóta og þeir geta og bjóða sumir hveijir væntanlega síðan þeim, sem ekkert fá, að leigja skip þeirra fyrir lítið eða ekkert, gegn því að útvega þeim kvóta. Það þarf að borga lánin á skipunum og ann- an fastakostnað, hvort sem útgerð- armaðurinn hefur kvóta eða ekki. Verði af veiðileyfasölu, má sjá fyrir fjöldagjaldþrot útgerðar- manna. Það gæti Leitt til þess, að Jónas Haraldsson „Hvort banna eigi framsal kvóta er kjarni málsins, en ekki það, hvort útgerðarmenn eigi að fá þann heiður að borga milljarða fyrir að fá að draga fisk úr sjó auk greiðslu skatta, stofnkostnaðar og reksturskostnaðar fiskiskipa til að skapa þær þjóðartekjur, sem velmegun okkar Islend- inga byggist fyrst og fremst á.“ stofnlánasjóðirnir, t.d. Fiskveiða- sjóður, neyðist til þess að kaupa verulegan kvóta til þess að tryggja það, að hægt sé að greiða af stofn- lánum skipanna, sem þeir eiga veð í. I versta falli verður Fiskveiðasjóð- ur orðinn stærsti útgerðaraðili landsins til að tryggja hagsmuni sína. Ekki held ég, að venjulegur útgerðarmaður treysti sér til að bjóða í veiðileyfi á móti þeim fjár- sterka sjóði. Það er skoðun mín, að veiðiley- fasalan geti leitt af sér verulega byggðaröskun, með gjaldþroti út- gerðarmanna í stórum stíl og miklu atvinnuleysi meðal sjómanna. Full- ljóst er, að af þeim sjómönnum, sem eru á skipum, sem fá veiðileyfi, mun veiðileyfisgjaldið verða dregið frá af óskiptu, áður en til hluta- skipta kemur. Það mun óhjákvæmi- lega leiða til þess að tekjur þeirra sjómanna, sem enn hafa vinnu, muni lækka töluvert frá því sem er í dag, þó allt eftir því, hvað veiði- leyfið kostar. Þetta er kannski allt saman aukaatriði, ef meirihluti þjóðarinnar fær sínar rentur af sameiginlegri eign sinni, og er ekki aðalatriðið að útgerðin hætti „að ræna meginhluta þjóðarinnar rétt- mætri eign sinni“. IV. Hafið kringum landið og allt sem í því er, hefur alltaf verið sameign okkar íslendinga. Ekki fyrst frá þeim tíma, að nauðsynlegt var að takmarka aðsókn í fiskistofnanna eða frá árinu 1988, þegar Alþýðu- flokkurinn var keyptur til fylgis kvótafrumvarpinu, með því að sett var í 1. gr._ kvótalaganna, að fiski- stofnar á íslandsmiðum séu sam- eign íslenzku þjóðarinnar. Telji menn, að nú þegar veiði- heimildir eru takmarkaðar, eigi að krefja útgerðarmenn um sérstakt afnotagjald, var þá ekki fyllsta ástæða til að láta útgerðarmenn greiða sérstakt afnotagjald, af sam- eign þjóðarinnar þegar veiðar voru óheftar? Þjóðin átti fiskimiðin og á enn. Væri ekki eðlilegast að láta útgerðarmenn þá byija á því að greiða þjöðinni til baka þau hundruð milljarða, sem útgerðir hefur í gegnum tíðina „markvisst unnið að því að ræna meginhluta þjóðarinnar réttmætri eign sinni", svo aftur sé vitnað í leiðara Morgunblaðsins. Telji stjórnvöld að útgerðarmenn séu ofhaldnir fját'hagslega, þá ligg- ur næst fyrir að kanna hvort hækka eigi skatta hjá þeim eða fella fram- salsréttinn niður eða hvoru tveggja. Yrði framsalsrétturinn felldur niður fengist ekki sú hagræðing sem fólg- in er í honum, en gæti þó leitt til þess að útgerðarmenn yrðu ekki lengur ásakaðir um að vera með ólögmætum hætti að hafa fé af þjóðinni. V. Verði af veiðileyfisölu og útgerð- armenn látnir borga okkur hinum sameigendum sínum, skattborgur- um landsins fyrir nýtingu sameign- arinnar, þannig að það mætti lækka skattbyrðina á okkur hinum, þá vil ég sem skattborgari benda á fleiri ónýttar gullnámur, ef það mætti verða til þess að lækka skattana hjá manni enn frekar. Finnst mér að stíga ætti þá skrefið til fulls í þessum efnum, ef koma eigi á veiði- leyfagjaldi. Séu fiskimiðin sameign þjóðar- innar, sem greiða ber afnotagjald fyrir, þá eru landsvæði utan lög- býla þ.e. svokallaðir almenningar, afréttir, beitarlönd, einnig sameign þjóðarinnar. Það stendur að vísu hvergi í 1. gr. neinna laga, enda þurfti ekki að kaupa Alþýðuflokk- inn til að ná fram einhvetju stefnu- máli i þeim efnum. Á stóran hluta þessara almenn- inga, sameign þjóðarinnar, hafa bændur beitt sauðfé sínu gegnum tíðina. Ekkert afgjald hafa bændur greitt fyrir beitarréttinn, þótt al- menningar og afréttir séu sameign þjóðarinnar. Þar að auki hefur þetta valdið víða uppblæstri svo til land- auðnar horfir og má sjá víða dæmi um óskaplega rányrkju á þessari sameiginlegu auðlind okkar. Þar fyrir utan höfum við skattborgar- arnir þurft að borga tugi milljarða í niðurgreiðslur til bænda, til þess að hægt væri að viðhalda offram- leiðslu sauðfjárafurða og auka við ofnýtingu afréttanna. Þar sem bændur hafa nýtt þessa sameign þjóðarinnar frá upphafi, án þess að greiðsla kæmi fyrir (sem nota mætti upp í niðurgreiðslumillj- arðana á Iandbúnaðarvörum), finnst mér athugunarefni, hvort ekki eigi að bjóða út beitarréttinn gegn af- gjaldi. Með því móti mætti fækka sauðfjárbændum og lækka skatta okkar hinna verulega, sérstaklega ef sauðfjárbændur gerðu líka upp gamlar skuldir við okkur sameig- endurna. Sala beitarréttar yrði væntanlega til þess, að þeir sauð- fjárbændur, sem reka hagkvæm- ustu búin, keyptu beitarréttinn, en hinir yrðu að leggja upp laupana, og yrðu atvinnulausir flestir með verðlítil eða verðlaus bú og bústofn í höndunum. Það er víðar, sem peningar ættu að liggja á lausu í þessum efnum, þótt í smærri stíl sé. Aðalatriðið er þó, að verið er að fénýta sameign okkar íslendinga, án þess að við- komandi sé látinn greiða gjald fyrir til okkar hinna sameigendanna. Svo eitthvert dæmi sé nefnt, þá rekur fyrirtækið Björgun hf. nokkur sanddæluskip, sem dæla sandi af hafsbotni, sem seldur er síðan sem byggingarefni eða uppfyllingarefni. Ekki er mér kunnugt um, að fyrir- tækið borgi afgjald til okkar sam- eigendanna. Að vísu er sandur ekki takmörkuð auðlind, og um tiltölu- lega litlar fjárhæðir að ræða. Grundvallaratriðið er þó ekki pen- ingar, heldur hitt, að hér er verið að fénýta sameign þjóðarinnar, án þess að gjald sé greitt fyrir. Eigi að taka upp afgjald fyrir kvóta til fiskiskipa, þá tel ég að menn verði að skoða þessi mál heild- stætt og láta eitt yfir alla ganga, því afgjald á alla atvinnustarfsemi mun hafa ófyrirsjáanlegar afleið- ingar í för með sér, og betur er oft heima setið, en af stað farið. VI. Að endingu vil ég segja þetta varðandi alla umræðuna um veiði- leyfisgjaldið: Kjarni málsins er að mínu mati þessi. Vegna þeirrar gagnrýni, sem margir hafa haft uppi, að það sé óeðlilegt að hægt sé að selja kvóta, þ.e. óveiddan fisk, sem jafnvel dæmi er um, að hafí verið bókfærður sem eign í bókhaldi útgerðar, þá standa menn frami fyrir þessari spurningu. Á að banna eða ekki framsal á kvótum, þannig að útgerðarmenn verði að láta sér nægja að veiða þann takmarkaða kvóta, sem þeir fá skammtað hveiju sinni? Fram- salsrétturinn hefur leitt af sér hag- ræðingu með fækkun skipa, sem tæki fyrir yrði framsalsrétturinn lagður af. Hvort banna eigi framsal kvóta er kjarni málsins, en ekki það, hvort útgerðarmenn eigi að fá þann heiður að borga milljarða fyr- ir að fá að draga fisk úr sjó auk greiðslu skatta, stofnkostnaðar og reksturskostnaðar fiskiskipa til að skapa þær þjóðartekjur, sem vel- megun okkar íslendinga byggist fyrst og fremst á. Höfundur er lögfræðingur og starfar hjá LÍU. þakrennur' ryðga ekki! Einfaldar í samsetningu, þarf ekki að líma. #ALFABORG ? BYGGINGAMARKAÐUR KNARRARVOGI 4 — SÍMI 686755 Honda 91 Accord Sedan 2,0 EX Verðfró 1.432 þúsund. GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA UHONDA VATNAGÖRÐUM 24 RVÍK., SÍMI 689900

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.