Morgunblaðið - 29.06.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.06.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991 Guðbjartur Jónsson Isafirði - Minning Fæddur 18. ágúst 1911 Dáinn 22. júní 1991 Við viljum minnast afa okkar, Guðbjarts Jónssonar, er lést 22. júní sl. Æviferil hans munum við ekki rekja, heldur er hér fremur um að ræða nokkur minningarbrot okkar. Afi var sterkur og ákveðinn ein- staklingur, sem lifði eftir sínum gnmdvallarhugsjónum. Hann var heilsteyptur í sínum skoðunum og lagði mikla áherslu á að hver ein- staklingur lyki því sem hann tók sér fyrir hendur. Sjálfur var hann eindæma verklaginn og stóð ekki upp frá hálfloknu verki. Hann var snyrtirnenni og reglusemi var hon- um í blóð borin. Hann hafði góða kímnigáfu og margar gullnar setn- ingar féllu á hárréttum augnablik- um. Afi fór að stunda sjómennsku ungur og var hann stýrimaður og skipstjóri til margra ára. Sjórinn átti alltaf mikil ítök í honum og fylgdist hann grannt með skipaferð- um og veiðifeng alla tíð. Eftir að hann hætti sjómennsku var hann í mörg ár verkstjóri hjá útgerðarfyr- irtækinu ísfirðingi hf. og' síðar starfsmaður hjá Sandfelli hf. Einnig var hann í marga áratugi sá eini sem stundaði seglasaum á Vest- fjörðum og hafði nóg að gera við það til viðbótar við aðra vinnu. Það var alltaf gaman að heimsækja afa í vinnuna og átti hann til að læða að okkur súkkulaðiklump eða öðru góðgæti. Einnig var gaman að heimsækja hann í saumaskúrina, þar sem við fengum að taka þátt í því sem hann var að gera, hvort sem það var „alvöru vinna“ eða annað. Heimili afa og ömmu var lengst af á Smiðjugötu 13 á ísafirði og við eigum eftir að byggja mikið á því veganesti sem við fengum það- an. Samband afa og ömmu var ein- stakt og ávallt leið okkur vel í Smiðjugötunni, þar sem viðurgjöm- ingur var hinn besti, maturinn og baksturinn hennar ömmu eða harð- fiskurinn hans afa sem var hinn besti í heimi. Aldrei eigum við eftir að fá annan eins harðfisk. Minning- ar af útilegum með afa og ömmu eða ferðum í betjamó eru með bestu og skemmtilegustu bernskuminn- ingum okkar. Árið 1987 fluttu þau heimili sitt af Smiðjugötúnni til Dvalarheimilis- ins Hlífar þar sem þau eignuðust fallega íbúð með útsýni yfir höfnina og neðri hluta bæjarins. Þar stytti afi sér stundir með knattborðsleik og einnig tók hann að stunda golf og hafði mikið gaman af. Besta dægradvölin voru þó óefað göngu- ferðirnar með öramu, en þau stund- uðu gönguferðir daglega í mörg ár, styttri og lengri. Afi var ávallt heilsuhraustur og aldrei heyrðum við hann kvarta. Eins og hann sagði sjálfur var þessi sjúkrahúslega nú í vor hans fyrst og sú síðasta. Gott er sjúkum að sofna, meðan sólin er aftanijóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er, og ef til vill dreymir þá eitthvað, sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson f. Fagraskógi) Við viljum biðja Guð að blessa og varðveita afa og þökkum fyrir þær stundir sem við áttum með honum. Megi Guð styrkja ömmu í sorg hennar. Barnabörn Það hefir löngum verið svo, að dugmiklir skipstjórnar- og afla- menn hafa vakið athygli og aðdáun unglinga, sem eru að vaxa úr grasi í íslenzkum sjávarplássum. Þannig minnist ég þess frá bernsku- og unglingsárum mínum, að Guðbjart- ur Jónsson vakti snemma athygli okkar strákanna, sem farsæll og dugmikill skipstjóri og forystumað- ur á sínu sviði. Síðar á lífsleiðinni átti ég eftir að kynnast honum per- sónulega, sem samstarfsmanni um langt árabil, kynnast mannkostum hans og eignast, trúnað hans og vináttu, sem ég hefi ávallt metið mikils. Guðbjartur Jónsson var fæddur í Efstadal í Ögursveit í Norður-ísa- tjarðarsýslu 18. ágúst 1911. Efsti- dalur var fremsti bærinn í Laugar- dal, að vestan, og lá hæst yfir sjáv- armáli allra bæja á Vestfjarðakjálk- anum. Foreldrar Guðbjarts voru Jón Jónsson og síðari kona hans, Vikt- oría Sveinsdóttir. Hann kom ungur í fóstur til móðurbróður síns, Sveins Kr. Sveinssonar, skipstjóra og síðar verkstjóra á Flateyri, og konu hans Bjarneyjar Jensdóttur, en þau voru barnlaus. Auk Guðbjarts ólu þau einnig upp annan frænda Sveins, Svein K. Valdimarsson, sem lengi var eftirlitsmaður hjá SII. Guðbjartur átti því bernsku- og æskuár sín á Flateyri og þar hóf hann sjómannsferil sinn 14 ára gamall hjá frænda sínum, Sveini Jónssyni frá Veðrará á mb. Geysi, sem var 6 lesta bátur, sem Sveinn átti sjálfur. Síðar lá ieiðin til ísa- fjarðar á stærri báta og þar tók hann skipstjórnarpréf árið 1933. Þegar Hugarnir komu nýir til lands- ins árið 1934, gerðist hann stýri- maður á Huganum II með Guð- birni, bróður sínum, til ársins 1939. Jón S. Guðbjörnsson Borg - Minning Fæddur 26. janúar 1942 Dáinn 22. maí 1991 Aðfaranótt 22. maí andaðist tengdasonur minn, Jón Steinar Guð- björnsson. Baráttan við skæðan sjúkdóm var orðin löng og' erfið, samt heyrðist aldrei æðruorð, uppg- jöf var ekki til í hugarheimi Stein- ars. Allt var í Guðs hendi. Steinar var sjómaður alla ævina. Það var mikill lærdómur að fylgjast með baráttu hans í stórsjóum lífsins. Alltaf sá hann björtu hliðarnar á tilverunni, allt var betra í dag en í gær. Steinar ólst upp hjá föðursystur sinni Önnu Sumarliðadóttur og manni hennar Þorsteini Halldórs- syni á Borg í Garði. Þar átti hann fjögur fóstursystkini. Það var fagurt kærleikssamband milli hans og fjöl- skyldunnar á Borg. Þeim eru nú færðar þakkir fyrir kærleikann sem þau veittu honum til hinstu stundar. Steinar átti eina dóttur, Önnu, sem ber móðurnafnið hans, hann unni henni af öllu Iijarta. Hún sakn- ar nú föður síns afar sárt, en þakk- ar Guði fyrir að leysa hann frá þján- ingum sem hann þurfti að fara í gegnum. Við trúum því að Steinari sé batnað og hann sé kominn í höfn hjá Guði sínum sem hann trúði og treysti, þrátt fyrir alla erfiðleikana sem mættu honum í lífinu. Steinar dáði mjög lækna og hjúkrunarlið á deild 11-E í Lands- pítalanum. Þar er einvalalið sem hlúði að honum og gaf honum ör- yggi og ástúð þegar þörfin var mest. Þessu kærleiksríka fólki er nú þakkað fyrir allt sem það gaf Steinari. Það er dásamlegt að vita að þetta yndislega fólk er þarna, því enginn veit hvenær við þurfum á liðsinni þess að halda. Þorsteinn var farinn á undan Þá tók hann við skipstjórn á Vestra, sem hann stýrði til ársins 1944, er hann tók við skipstjórn á Huganum II, og var með hann til ársins 1948. Á þessum árum varð hann þekktur og viðurkenndur aflamaður. Með framsýni sinni og dugnaði tókst honum jafnan að sigrast á þeim erfiðleikum, sem yfir bátaútgerðina dundu á næstu árum. Sumarið 1944 var talið með beztu síldarsumrum, sem komið höfðu hér við land. Næsta sumar var því meiri þátttaka í veiðunum, en verið hafði mörg undanfarin ár, og stunduðu þá 167 skip veiðar með herpinót. En þá brást síldin vonum manna sem oftar. Heita mátti að um algjöran aflabrest væri að ræða, og varð bræðslusíld- araflinn aðeins 'A hluti þess, sem var árið áður. Þetta síldarleysissum- ar aflaði Guðbjartur yfir 5 þús. mál, þegar meðalaflinn var aðeins 2 þús. mál, og varð níunda afla- hæsta skipið í flotanum. Og hann átti oftar eftir að sýna hæfileika sína sem góður síldveiðiskiþstjóri. Að loknum sumarsíldveiðum fyrir Norðurlandi 1947 hóf hann fyrstur manna síldveiðar í Isafjarðardjúpi um haustið, fýrst í Leirufirði og síðar ísafirði, en síðan lá leiðin í Hvalfjörðinn, og ennþá var Huginn II undir stjórn Guðbjarts með afla- hæstu skipunum, þrátt fyrir smæð sína og minni burðargetu. Guðbjartur hætti sjómennsku árið 1951 og gerðist þá verkstjóri hjá togarafélaginu ísfirðingi hf. og síðar Fiskvinnslunni hf. Um langt árabil var hann síðan afgreiðslu- maður hjá Sandfelli hf. í þeim störf- um nutu eðliskostir hans og trú- mennska sín ekki síður en við störf hans á sjónum. Hann lézt á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á ísafirði 22. júní sl. eftir skamma en erfiða sjúk- dómslegu. Guðbjartur kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Sigríði Ólöfu Jóns- dóttur, 2. janúar 1938, en hún er dóttir Jóns Arnórssonar, bónda á Höfðaströnd í Grunnavíkurhreppi, og síðari konu hans Kristínar Jóns- dóttur. Þau eignuðust þrjá syni, en þeir eru: Sveinn Ámi, f. 15. sept- ember 1939, verkstjóri hjá Hrað- frystihúsinu hf. í Hnífsdal, kvæntur Maríu Ingibjörgu Hagalínsdóttur frá Lækjarósi í Dýrafirði. Benedikt Einar, f. 16. júní 1941, Iögfræðing- ur Landsbanka íslands, kvæntur Eddu Sigríði Hermannsdóttur frá Vestmannaeyjum. Jón Kristinn, f. 26. desember 1946, bifvélavirki í Bolungarvík, kvæntur Sigríði Rósu Símonardóttur frá ísafirði. Guðbjartur Jónsson hafði fast- mótaðar skoðanir á mönnum og málefnum og setti þær fram tæpi- tungulaust. Að hans mati var vinnu- semi lífsins mesta dyggð, og hann hafði megnan ímugust á hvers kyns leikaraskap, eins og hann kallaði það. Hann gat því verið ómyrkui' í máli, þegar honum þótti hugmynda- fræðingaí' samtímans úr tengslum við blákaldan raunveruleikann. Þrátt fyrir það var hann glögg- Steinari, hann hefur örugglega tek- ið hann í sinn föðurfaðm er hann kom yfir móðuna miklu. Steinar var lagður til hinstu hvílu við hlið Þorsteins. Ég þakka Stein- ari fyrir elskulegheitin sem hann var svo ríkur af og kunni að gefa frá sér. Guð geymi vin minn. Asta Sigurðardóttir skyggn á hið spaugilega í tilverunni og þó að flugbeitt háðið og sprellið hlífði engum, þá stóð hann ævinlega vörð um lítilmagnann, hvort sem voru börn eða fullorðnir, því að hann hafði betra hjartalag en lýst verður með orðum. Mér er ómögulegt að minnast Guðbjarts með mærð, því að hann átti ekki skap til þess, en með hon- um er fallinn í valinn mætur mað- ur, sem setti svip sinn á ísafjörð í áratugi. Eftir lifír minningin um traustan og heilsteyptan mann, minning, sem mér mun þykja vænt um og bera virðingu fyrir um ókom- in ár. Jón Páll Halldórsson Deyr fé, deyja frændr, deyr sjalfr it sama; en orðstírr deyr aldregi, hveim er sér góðan getr. (Úr Hávamálum.) Svo kváðu þeir forfeður okkar, sem dýrast kveðið gátu og dýpsta speki boðað í árdaga íslands byggð- ar. Ég hygg, að niðurlag þessara ljóðlína Hávamála muni rætast á vini mínum Guðbjarti Jónssyni, sem kvaddi þennan heim laugardaginn 22. júní sl. Orðstír hans mun lifa ókomnar kynslóðir. Feður og mæð- ur munu segja sögu afa síns og langafa og fjölmargir samferða- menn munu segja hana bömum sín- um og barnabörnum. Guðbjartur Jónsson fæddist þann 18. ágúst 1911 í Efstadal í Ögur- hreppi. Hann mátti sjá á bak föður sínum aðeins fjögurra ára gamall og fer þá í fóstur til frænda síns Sveins Kristjáns Sveinssonar á Flateyri. Frá Flateyri á hann sínar bernskuminningar og þar gengur hann í skóla hjá Snorra Sigfússyni síðar námstjóra. Honum fór sem mörgum ungum mönnum, að hugur hans stefndi snemma til sjós. Hans sjóferðasaga hefst strax eftir ferm- ingu og heidur áfram frá ísafirði árið 1928. Hann gengur í stýri- mannaskóla og öðlast svokölluð 60 tonna réttindi árið 1933. Gerðist hann þá stýrimaður um nokkur ár með bróður sínum Guðbirni en varð skipstjóri árið 1939 og síðan allan sinn sjómannsferil eða næstu tólf árin. Ég mun ekki gera þessum kafla lífshlaups hans skil, sem mig skortir þekkingu til. Hef ég þó stað- fest, að menn, sem voru í skiprúmi hjá honum hafa minnst hans með miklum hlýhug sem afburða yfir- manns. Get ég þar vitnað til orða föður míns, sem talaði um sjó- mannstíð sína með Guðbjarti sem sínar beztu stundir til sjós. Ég varð síðar oft var við hverrar virðingar hann naut meðal samferðamanna sem lifðu þetta tímabil með honum. Guðbjartur kvæntist 2. janúar 1938 Sigríði Jónsdóttur frá Höfðaströnd í Grunnavíkurhreppi. Þau eignuðust þijá syni, Svein, verkstj. í Hnífsd- al, Benedikt, Iögmann Landsbanka Islands, Reykjavík, og Jón, bifvéla- virkja í Bolungarvík. Mín fyrstu kynni af Guðbjarti voru árið 1952, en þá hafði hann nýlega kvatt sjó- inn og hafið störf sem verkstjóri hjá Togarafélaginu ísfirðingi. Um tíma sá hann um landanir og þjón- ustu við togarana, en þegar frysti- hús félagsins tók til starfa, tók hann þar við verkstjóm. Hann var þar með orðinn einn af lykilmönnum þessa stóra félags, sem yfir helm- ingur íbúa ísafjarðar hafði fram- færi sitt af með beinum eða óbein- um hætti á þessum árum þ.e. á sjötta áratugnum. Hér sem annars staðar var hann maður fýrir því hlutverki, sem hann tók að sér. Hann var í fyllsta máta sanngjarn og hrósaði því, sem vel var gert, en deyfð, gauf eða leti þoldi hann ekki, og gerði þá kröfu, að menn ynnu fyrir því, sem þeim var greitt fyrir. Ég þori að fullyrða, að hug- takið léleg afköst fyrirfinnst ekki í verkstjórnarsögu Guðbjartar. Ég starfaði hjá honum eitt ár 1960-61 í frystihúsinu á daginn og við að- gerð á kvöldin, er ég safnaði farar- eyri til frekara náms. Fór ég ánægður á braut úr þeim skóla, sem ég sótti undir handleiðslu Guðbjart- ar. Það var átta árum síðar, sem leiðir okkar lágu saman á ný, er ég kem heim úr Vesturheimsdvöl árið 1969 til að taka við starfi fram- kvæmdastjóra Sandfells hf., sem var ný innflutningsverzlun á ísafirði, sem Guðbjartur hafði fylgt úr hlaði sem afgreiðslumaður frá stofnun árið 1964. Samstarf okkar átti eftir að verða náið upp frá þessu og vara nálega tvo áratugi. Mér er ljúft að varðveita þær minningar úr löngu samstarfi við mann, sem reyndist mér ómetanlegur. Gagn- kvæmur trúnaður þróaðist með okkur á þeim hundruðum tveggja manna funda í dagslok, er við rædd- um vanda eða framtíðarverkefni félagsins eða allt það annað, sem okkur var huglægt. Við þurftum engar fundargerðir að bóka, en lögðum þó grunn að mörgum ákvörðunum, sem ég hefði ekki vilj- að taka án samþykkis og velvildar Guðbjartar. Gamalt íslenskt mál- tæki segir „sá er vinur, sem í raun reynist". Fékk ég þess vel að njóta, er vanda bar að höndum í rekstrin- um, að Guðbjartur stóð þá með mér sem klettur. Föður mínum reyndist hann frábærlega vel til sjós. Mér reyndist hann afburða skipsfélagi um oft úfna sjóa viðskiptalífsins. Önnur hlið á Guðbjarti var kímni- gáfa hans og sá hæfíleiki, að koma auga á það skoplega í tilverunni og skemmta með því þeim sem skildu. Hann var þá grafalvarlegur á svip, þegar hann fékk auðtrúa sálir til að trúa sem nýju neti hinum furðulegustu sögum. Vinur okkar Einar heitinn Jóhannsson skipstjóri sagði gjarnan, að Guðbjartur væri gersemi, sem ætti engan sinn líka. Eg las í æsku bók eftir Örn Snorra- son (Sigfússonar námstjóra), sem nefnist „Þegar við Kalli vorum strákar". Átti ég óblandnar ánægjustundir við lestur þeirrar bókar. Sögusviðið er þorp „fyrir vestan“. Því hefur verið hvíslað að mér, að í raun heiti þorpið Flateyri og sá Kalli, sem er önnur söguhetja bókarinnar hafí reyndar heitið öðru nafni. Þetta skýrir líka þá stað- reynd, að ungir drengir, sem eru hugmyndaríkir og athafnasamir í æsku, fínna sjálfir leiðir til að fá útrás fyrir athafnaþrá sína á full- orðinsárum. Lífshlaup Guðbjartar Jónssonar væri efni í ritverk, en ég ætla í niðurlagi að staldra við það, sem fyrir mér hefur verið ímynd hinnar sönnu fegurðar, það er hjónaband hans og Sigríðar Jónsdóttur. Mikið gætum við bætt þessa veröld, ef við gætum yfírfært þeirra fordæmi til allra þeirra, sem ekki skilja gildi ástar, órofa tryggðar og heilinda. Kveðjustundin er runnin upp. Ég vil votta öllum ættingjum og að- standendum mína dýpstu samúð. Til þín, Sigríður mín, vil ég beina fáeinum orðum. Ég, sem átti því láni að fagna að öðlast vináttu Guðbjartar, ætti mörgum öðrum fremur að vita hver sá maður var, sem þú mátt sjá á bak nú um stund- arsakir. En ég þekki líka þinn sálar- styrk og staðföstu trú á þann Guð, sem leiddi ykkur á gæfuvegi yfír hálfa öld. Góður Guð varðveiti minningu drengskaparmannsins Guðbjartar Jónssonar í hugum allra þeirra, sem hann vaiykær. Olafur B. Halldórsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.