Morgunblaðið - 29.06.1991, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGÚR 29. JÚNÍ 1991
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
London
KR. 16.900
Hafa Yottar Jehóva falsað Biblíuna?
Mér varð bilt við er ég kom auga
á umfjöllun í Velvakanda þann 23.
maí sl. sem bar heitið „Biblían sem
Vottar Jehóva nota“. Þar stóð:
....hin svokallaða Biblía sem þeir
nota inniheldur fjölda innleiddra
breytinga á biblíutextanum. Hinn
eini tilgangur með þessu er til þess
að styðja kenningar þeirra". Látum
af öllum fordómum. Nýheimsþýðing
hefur fengið mikið lof fræðimanna,
hvað varðar nákvæmni og hlutleysi,
og Eerdmans Bible Handbook telur
hana meðal 14 bestu Biblíuþýðinga
20. aldar! Hvað sem fólk segir um
Vottana, hefur útgáfufélagið þeirra,
Bíblíu- o g smáritafélagið Varðturinn,
sannarlega risið undir nafni með út-
gáfu þessa fræðiverks.
Athugum t._d. hvað hebreskur sér-
fræðingur í ísrael, Prófesseor Dr.
Benjamin Kedar, sagði í viðtali fýrir
tveimur árum: „í mínum málfræði-
legu rannsóknum sem tengjast hebr-
esku Biblíunni og þýðingum, leit ég
oft í enska útgáfu þýðingar sem
kölluð er Nýheimsþýðingin. Eftir því
sem ég les meira því sannfærðari
verð ég að verk þetta endurspegli
heiðarlega viðleitni til að leiða fram
nákvæmasta skilning textans.
Hvernig tekist hefur að gera frum-
textann skiljanlegan á öðru máli án
þess að víkja óþarflega frá ná-
kvæmri uppbyggingu hebreska text-
ans ber vott um afburðar þekkingu
á frummálinu ... ég hef aldrei upp-
götvað í Nýjeimsþýðingunni nokkra
tilraun til hlutdrægni, þannig að
textanum hafi verið umsnúið".
Höfundur biblíuþýðingar Thomp-
sons hafði svipað að segja um það
sem hann skoðaði í Nýheimsþýðing-
unni: „Ég mæli með henni sem heið-
arlegu, hreinu og beinu átaki til að
skila heilögu riti á nútíma ensku.
Engin tilraun virðist vera gerð til að
þröngva að nokkurri sér kennisetn-
ingu eða kenningu".
Annar bibliuþýðandi, Edgar Goop-
seed (An American Translation)
skrifaði Vottunum eftirfarandi fyrir
áratug: „Ég hef áhuga á trúboði
ykkar um heim allan og er mjög
ánægður m?ð hina einföldu og
hnitmiðuðu þýðingu. Hún sýnir
geysilega vandaða og metnaðarfulla
fræðimennsku, sem égget staðfest“.
En eru þá fræðimenn allir sem
einn sáttir við það að Nafnið skuli
standa í NT í Nýheimsþýðingunni?
Nei, alls ekki! En röksemdir líkar
þeim sem stóðu í greininni í Velvak-
anda mæla heldur með því en á
móti. Þar stóð: „Auðvitað er það við-
eigandi fyrir þýðanda að velja að
nota hið guðdómlega nafn „Jahve“
eða „Jehóva“ ... þar sem hið fjór-
stafa nafn YHWH er reyndar í hebr-
eska textanum". Það sem fræðimenn
greinir mest á um er ekki hvort
Nafnið SÉ í frummálinu, heldur hvort
það sé viðeigandi að varðveita Nafn-
ið í biblíuþýðingum á öðrum tungu-
málum. Reyndar er fjórstafanafnið
YHWH að finna í mörgum heimildar-
ritum NT, þótt það kunni að koma
mörgum í opna skjöldu.
Þeir sem eru á móti Nafninu í
biblíuþýðingum segjast fara að for-
dæmi „Sjötíumannaþýðingarinnar"
(skammstafað LXX) sem var grísk
þýðing unnin á 2. öld f.k. og í mörg-
um handritum LXX sem varðveist
hafa var Nafninu augljóslega breytt
í „Kyrios“ („Drottinn"). Vitað er að
LXX var „Biblía" frumkristinna, Jes-
ús og postulamir vitnuðu rækilega í
hana í NT en ekki þessa útgáfu!
Margar slitrur af LXX frá 1. öld
sanna það að Nafninu var breytt í
„Kyrios“ bæði í LXX og öllum tilvitn-
unum NT í henni eftir að NT var
skrifað. Sem sagt, hefð þessi byggist
á fölsuðum heimildarritum! Þetta á
ekki að koma neinum á óvart, við
höfum orð kirkjuföðurins Origenes
frá 3. öld fyrir því að gríski frum-
texti LXX hafi verið falsaður: „Og í
nákvæmustu handritum stendur
Nafnið með hebreskum bókstöfum“.
Eins og prófessor úr Georgia Háskó-
lanum, George Howard, ályktaði í
grein sem birt var 1977 í „Journal
of Biblical Literature“: „Höfundar
Nt notuðu hið guðdómlega nafn . .. í
tímans rás, varþví breytt“. Nýheims-
þýðingin hefur þá bestu heimildir
fyrir því að rétt sé að birta Nafnið
bæði í GT og NT. Að aðeins eitt
dæmi sé tekið, þar sem Nafnið kem-
ur fyrst fyrir í NT, finnum við upp-
gefið í neðanmálsathugasemd í „Re-
ference“ útgáfu Nýheimsþýðingar-
innar hvorki meira né minna en 16
heimildir fyrir því að Nafnið eigi að
standa í Matt. 1:20, en ekki „Drott-
inn“, auk þess sem vitnað er í neðan-
málsathugasemd í sama versi í
biblíuþýðingu Darbys (orðrétt):
„Lord, without the article, signifying,
as very often, „Jehovah““. Þeir sem
halda sig við aðra hefð gera það á
eigin ábyrgð.
Að Nýheimsþýðingin skuli nota
„staur“ í stað „kross“ er alls ekki
breyting frá frummálinu, þvert á
móti! Orðið er „stauros" á grísku,
og heppilegri þýðing er ekki til að
íslensku. Er Biblían var þýdd á Lat-
nesku var „stauros“ þýtt „crux“, en
merking orðsins hefur gjörbreyst frá
þeim tíma. Nákvæmustu orðabækur
skýra frá því að „crux“ var upphaf-
lega einfaldur staur „crux simplex"
(einnig kallaður ,,staticulum“). Hún
var kannski heppileg þýðing á þriðju
öld, en ekki í dag.
Sýnir Jóh. 1:1 í Nýheimsþýðing-
unni hlutdrægni? „Dictionary of the
Bible“ eftir kaþólskan Jesúíta John
L. McKenzie gefur óhlutdregið svar:
„Jóh. 1:1 ætti ófrávíkjanlega að þýða
... orðið var guðleg vera.“ Ný-
heimsþýðingin er efnislega sammála
þessu, og sama má segja um a.m.k.
sjö aðrar biblíuþýðingar.
Það er alls ekki óalgengt að menn
reyni að heimfæra eigin skoðanir upp
á Biblíuna, en hver segir að Vottar
Jehóvar geri það?
Wayne Davíð Perkins
Dráttarvélaeigendur:
.Dráttarvélar og stórvirk vinnutæki eru hættuleg í meðförum, ef ekki
er farið að öllu með gát.
Hugsið ykkur tvisvar um áður en þið látið slík verkfæri í hendur á
unglingum eða jafnvel bömum.
Flogið alla miðvikudaga.
Frjálst val um hótel, bílaleigur og
framhaldsferðir.
= FUJGFERÐ1R
= SGLRRFLUG
Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331
Öl^vert^ustaÖgreíösluveíMTiiöaöviöjjiengMJebJI^^
Trjáplöntur og runnar
Rýmingarsala
40% afsláttur meðan birgðir endast.
Plöntusðlunni lýkur 7. júli. fierið reyfarakaup.
TRJÁPLÖNTUSALAN, NÚPUM, ÖLFUSI,
(beygt til hægri fró Hveragerði)
sími 98-34388. Opið frá kl. 10-21 alla daga.
Rómantískur ilmur,
fyrir konur sem njóta sín.
DUGGUVOGI 2 SÍMI 686334
Steinakrýl
Fyrir þá sem vilja mála sjaldan
en gera það vel
Þú vandar til vcrksins, þcgar þú málar húsið það scm grunn undir Kópal-Steintex. Þú
með Steinakrýli frá Málningu hf. Stein- getur málað með þessari úrvalsmálningu við
akrýl veitir stcininum ágæta
vöm og möguleika á að að
„anda“ betur en hétðbundin
plastmálning. Viðloðun
Steinakrýls er gulltrygg og
því getur þú einnig notað
vatns- lágt
hitastig, jafnvel í frosti. Hún
þolir vætu eftir um eina
klst., hylur fullkomlega í
tveimur umferðum, veðr-
unarþol er frábært og litaval
gott.
Næst þegar þú sérð fallega málað hús - kynntu þér þá hvaðan málningin er
Jmá/ningh/f
- það segir sig sjdlft -