Morgunblaðið - 29.06.1991, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 29.06.1991, Blaðsíða 11
aÍÓRbíyNBLADlÍÉ) 'l^VÍÍÖÁÍtDÁCÍuW'íé. iM' Gaman að takast á við ný verk Morgunblaðið/Bjami Sigrún Eðvaldsdóttir og Þorsteinn Gauti Sigurðsson halda tónleika í Hafnarborg annað kvöld. Sigrún Eðvaldsdóttir og Þorsteinn Gauti Sigurðsson leika sam- an í Hafnarborg Síðustu tónleikarnir á Lista- hátíð í Hafnarfirði verða annað kvöld í Hafnarborg klukkan 20.30. Það eru þau Sigrún Eð- valdsdóttir fiðluleikari og Þor- steinn Gauti Sigurðsson sem binda verðugan endahnút á vel heppnaða fyrstu Listahátíð í Hafnarfirði. Þau Þorsteinn Gauti og Sigrún eru flestum kunn og óumdeilanlega í fremstu röð tónlistarmanna okkar af yngri kynslóðinni. Þau sýna einn- ig dirfsku og forvitni í verkefnaskrá tónleikanna því ekkert verkanna hafa þau spilað áður og Sigrún seg- ir:-„Þetta er kannski dirfska en á meðan maður er ungur langar mann að spila allt og spreyta sig á ein- hveiju nýju.“ Reyndar tóku þau örlítið forskot á sæluna með því að flytja Perpetuum Mobile eftir Novacék á minningardagskrá um Ragnar í Smára í Borgarleikhúsinu á dögunum. Efnisskráin að öðru leyti erþann- ig að fyrst og viðamest er Itölsk svíta eftir Stravinsky sem sumir kannast eflaust við sem Pulcinellu- svítuna skrifaða fyrir fíðlu og hljómsveit, en í útsetningu Strav- inskys fyrir fiðlu og píanó heitir hún þessu einfalda nafni, ítölsk svíta. Þá leika þau nokkur lög fyrir fiðlu og píanó eftir Josef Suk, áðurnefnt verk eftir Novacék, þarnæst Róm- önsu eftir Ludwig van Beethoven, prelúdíur eftir George Gershwin í útsetningu Jascha Heiferts og ljúka svo tónleikunum á íslensku verki, Spuna II eftir Guðmund Hafsteins- son. Sannarlega fjölbreytt efnisval og spennandi. Þau Sigrún og Þorsteinn Gauti hafa ekki leikið saman áður og segj- ast hafa haft mjög gaman af sam- starfinu. „Sigrún er svo mikill mú- síkant og geysilega flínk,“ segir Þorsteinif'Gauti og bætir við, „það er ekki oft sem maður spilar með svona músíköntum, að öðrum ólöst- uðum.“ Sigrún segir einnig gaman að kynnast nýjum píanóleikara en Selma Guðmundsdóttir sem leikið hefur með henni á tónleikum und- anfarin misseri er erlendis í sumar. „Ég valdi efnisskrána," segir Sig- rún, „en það kom í ljós að Þorsteinn Gauti var mjög ánægður með hana og nokkur verkanna eru einmitt eftir hans uppáhaldstónskáld eins og t.d. svítan eftir Stravinsky.“ Þorsteinn kinkar kolli við þessu og segir svítuna dálítið barokklega með tilbrigðum inn á milli, ...kannski ekki eitt af flóknari verkum Stravinskys en mjög skemmtilegt og áheyrilegt.“ „Lögin eftir Suk eru í sérstöku uppáhaldi hjá mér,“ segir Sigrún. „Eg á plötu með þessu lögum sem eru mjög gamlar upptökur af leik fiðluleikara sem lést ung um miðjan 4. áratuginn. Mig hefur alltaf lang- að til að spila þessi lög og nú læt ég verða af því. Perpetuum Mobile var mjög vinsælt verk á efnisskrám fíðluleikara fyrir allnokkrum árum, Björn Ólafsson og Guðný Guð- mundsdóttir léku það oft á tónleik- um en nú er orðið nokkuð síðan það ii hefur heyrst og því tilvalið að spila það á svona sumartónleikum. Annars er alltaf mikill höfuðverk- ur að setja saman efnisskrá. Mér fannst eðlilegt að taka svolítið mið af árstímanum og velja verk sem eiga við sumarbirtuna,“ segir Sig- rún. Þorsteinn Gauti bætir því við að samt séu verkin innbyrðis ólík og nánast sitt úr hverri áttinni. „Allt frá háklassískri Rómönsu Beethovens til nútímaverksins eftir Guðmund Hafsteinsson.“ Þau Þorsteinn Gauti og Sigrún eiga annasamt sumar og haust framundan. Sigrún er á leið til Bandaríkjanna þar sem hún tekur þátt í kammertónlistarhátíð í Col- orado. „Síðan fer ég til Skotlands í ágúst með strengjasveit Tónlistar- skólans í Reykjavík og leik þar á nokkrum tónleikum. í október kem ég svo heim til að spila fiðlukonsert- inn eftir Brahms með Sinfóníu- hljómsveit íslands.11 Þorsteinn Gauti undirbýr tvenna tónleika í sumar, einleikstónleika í ágúst, „... og í september fer ég til Moskvu á nokk- urs konar píanóráðstefnu þar sem ég leik etíður eftir Rachmaninoff á einleikstónleikum." En það eru tónleikarnir í Hafnar- borg annað kvöld sem næstir eru á dagskránni og því ekki til setunnar boðið að stilla saman strengina og hefja æfingu. Blaðamaður lætur sig hverfa hljóðlega af vettvangi og fyrstu tónarnir byija að hljóma áður en hurðin fellur að stöfum. jjg Gísli Jónsson & Co. Sýningarsalur, Borgartúni 31 Sími 626747 Með þennan tjaldvagn ert þú viss um pottþétt ferðalag. Þú tjaldar öllu, fortjaldi og svefntjöldum á sviþstundu og nýtir tímann í lífs- gleðjandi verk (ekki heilabrot um hvernig súlur raðist saman'). Verð kr. 389.500,- MEÐ CAMP-LET TJALDAR ÞÚ ÖLLUÁ SVIPSTUNDU, - FORTJALDI OG SVEFNTJÖLDUM Þú getur verið viss um ósvikin þægindi í útilegunni með Camp-let tjaldvagn, — óra- löng reynsla sannar það. Sættu þig aðeins við fyrsta flokks tjaldvagn sem stenst ís- lenskar aðstæður og er fró öruggum aðila. Greiðslukjör: 25% útborgun og eftirstöðvar í allt að 30 mánuði. Sýniitg um helgina i Borgartúni 31. Flaggskiþið frá Camþ-let. Sann- kallaður lúxustjaldvagn m.a. með innbyggðum ísskáþ, eldavél og vaski með rennandi vatni. Toþþ- urinn í tjaldvögnum. Verð kr. 454.100,- Grunnútgáfan af Camþ-let þar sem allir kostimir birtast: áfast fortjald og eldhúskassi, tvö sjálfstœð svefntjöld o.fl. o.fl. Verð kr. 342.800,-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.