Morgunblaðið - 29.06.1991, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 29.06.1991, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991 ~l? Með morgimkaffinu ' ' ' 6ij Ekki var það ég sem sparkaði bangsanum milli stofanna og þú segir mig vanstilltan? HOGNI HREKKVISI Lítil Biblíuþekking Guðjón Jónasson hringdi: „Richardt Ryel segir í grein sinni, „Ef satt skal segja“ sem birtist í Morgunblaðinu 25. júní: „Enginn af öllum þeim fjölda sem fylgdi Kristi síðustu árin, getur þess nokkurn tíma að hafa séð hann lesa, eða drepa niður penna.“ Richardt hefur greinilega ekki kynnt sér Nýja Testamentið. I Lúkasarguðspjalli 4. kapítula, 16. versi segir: „Og hann kom til Nasaret, þar sem hann hafði alist upp, og gekk á hvíldardeginum eins og hann var vanur inn í sam- kunduhúsið og stóð upp til að lesa. Og var honum fengin bók Jesæja spámanns, og hann fletti sundur bókinni og fann staðinn þar sem ritað var: Andi Drottins er yfir mér, af því að hann hefur smurt mig, til að flytja fátækum gleði- legan boðskap, hann hefur sent mig, til að boða bandingjum lausn og blindum að þeir skuli aftur fá sýn, til að láta þjáða lausa, til að kunngera hið þóknanlega ár Drottins." Benda má á marga fleiri ritn- ingarstaði í þessu sambandi t.d.: Matth. 12. kafla 3. vers, Matth. 19. kafla 4. vers, Matth. 21. kafla 16. og 42.vers og Matth. 24. kafla 15. vers. Þeir sem eru að fjalla um Biblíuna ættu að kynna sér málin betur en þetta áður en þeir senda frá sér svona staðhæfíng- ar.“ Góð þjónusta Hulda hringdi: „Ég vil koma á framfæri þakk- læti til Þorvaldar dýralæknis á Dýraspítalanum og starfsfólksins þar. Ég þurfti að fara á Dýraspít- alann með kisuna mína og Þor- valdur sýndi dýrinu svo hlýlegt og alúðlegt viðmót að hún varð ekkert hrædd. Ég vil þakka fyrir þessa góðu þjónustu." Kettlingar Tveir átta vikna kassavandir kettlingar fást gefins á góð heim- ili. Upplýsingar í síma 36793. Kassabíll Kassabíll er í óskilum í Selás- hverfi. Upplýsingar í síma 76720. Páfagaukur Páfagaukur fannst í efra Breið- holti. Upplýsingar í síma 73319. Hjól Silfurgrá Star North kvenhjóli var stolið í Kringlunni fyrir skömmu. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að hringja í síma 13558. Fundarlaun. Kettlingar Nokkrir kettlingar sem eru blendingar af angórakyni fást gefins. Upplýsingar í síma 657773. Köttur Síamsköttur fór á flakk í Selja- hverfi fyrir nokkru. Vinsamlegast hringið í síma 79229 eða síma 611230. Kettlingar Þrír kettlingar, vel vandir, fást gefins. Upplýsingar í síma 98-61226. Ótrúlegt skilningsleysi Olafur Olafsson las Vegagerð ríkisins pistilinn í Velvakanda 21. júní sl. Hann er í fýlu út af aðstæð- um sem verða um. sinn þar sem vegur hefur verið lagður bundnu slitlagi. Samkvæmt Ólafspistli þess- um er bílakostur landsmanna, að ógleymdum ökumönnum, í bráðri hættu vegna þessara voðalegu framkvæmda; steinkast, lakk- skemmdir, rúðubrot, útafakstur og hver veit hvað. Ég vann hjá Vegagerðinni í sext- án sumur, meðal annars við að búa veg undir bundið slitlag og frágang eftir að lagningu var lokið. Vinnu- svæðið er rækilega merkt, dregið úr umferðarhraða og sérstaklega varað við steinkasti. Það er nefni- lega látið vera malarlega ofan á Víkverji Ennþá tíðkast það að útskrifa stúdenta með hátíðiegum hætti, veisluhöldum og gleðskap. Gott eitt er um það að segja, að fjölskyldur fagni tímamótum í námi barna sinna, en hins vegar hefur Víkveiji verið að velta því fyrir sér hvers vegna ekki sé sambærilegum gleðskap fyrir að fara í verknámi ýmiss konar. í síðasta sunnudags- blaði Morgunblaðsins var merkilegt viðtal við tvo námsráðgjafa í Menntaskólanum við Hamrahlíð í tilefni af rannsókn sem þeir gerðu, þar sem fram kom að stúdentspróf- ið eitt og sér sé nánast einskis virði úti á vinnumarkáðnum. Óhemju fjöldi unglinga fer í almennt óstarfstengt framhaldsnám á sama tíma og atvinnulífið kallar hástöfum á starfsmenntun. Talsverður hluti þeirra sem fara í fjölbrauta- eða menntaskóla ljúka ekki námi og um helmingur stúdenta fer ekki í neitt frekara nám. Þeir hafa eytt fjórum áruni í skóla, sem skila þeim ekki neinum beinum árangri í starfí. Þessi .fjöldi væri betur settur ef hanri í úpphafi framhaldsnáms síns hefði farið í starfstengt nám, t.d. iðnnám. xxx að er ástæða til að velta því fyrir sér hvers vegna svo margir velja stúdentspróf sem markmið, þegar reyndin er sú að slitlaginu skamma hríð. Umferðin þjappar mölinni ofan í slitlagið umfram það sem gert er með valtr- ara um leið og lagt er út og fleiri tæknileg atriði kunna að ráða þessu. Rétt á meðan þarf að aka með varúð um þennan vegarkafla. Seinna er mölinni sópað af veginum. Aliir alvöru ökumenn virða til- mæli um varúð og sætta sig með glöðu geði við þá lítils háttar töf sem þeir verða fyrir við að draga úr ökuhraða. En alltaf kemur ein- hver „Ólafur“ sem lítur á slík til- mæli um varúð sem persónulega móðgun, ef hann þá sér þau. Þess- ir ökumenn virðast láta sig litlu varða líf og limi þeirra sem eru að störfum á veginum. Þeir átta sig skrifar það eitt veitir hvorki réttindi né möguleika til starfsframa og sæmi- legrar afkomu. Reyndar benda námsráðgjafarnir í MH á eina ástæðuna, sem er þrýstingur for- eldra á nemendur sem hafa annað hvort ekki áhuga eða getu til að fást við námið. Tiistandið í kringum stúdentsprófið á einnig þarna hlut að máli. Þeir sem útskrifast úr verknámi gera það yfirleitt á hljóð- látari og látlausari hátt. Ein leið til að auka aðdráttarafl verknáms er að auka vægi þess, gera meiri kröf- ur til námsins, þannig að allur sá fjöldi sem annars færi í framhalds- skóla og situr uppi með gagnslaust stúdentspróf, sjái þar einhvern val- kost. Það ætti líka að vera auðvelt að gera útskrift úr verknámi jafn- gilda stúdentsprófinu hvað glaum og gleði áhrærir — ef menn svo vilja. Það er í raun hluti af markaðs- færslu iðnnáms, sem aðilar vinnu- markaðarins ættu e.t.v. að taka sig saman um. I Þýskalandi, þar sem verknám nýtur virðingar, eru t.d. margar hefðir tengdar sveinsprófi og mikið gert í því að viðhalda þeim. Fyrst og fremst ætti þó að benda unglingunum á, að starfs- og af- komumöguleikar þeirra með verk- námi eru mun betri en með stúd- entsprófí einu saman. Þeir sem færu í almennt framhaldsnám í fjöl- brauta- eða menntaskóla ættu ekki að gera það, nema þeir ætli síðan í frekara framhaldsnám, t.d. í há- ekki á að þessi smávasgilegu óþæg- indi eru aðeins í bili. Á eftir er veg- urinn betri en nokkru sinni fyrr. Ég hálf vorkenndi þessum þjóð- vegaföntum og vonaði að þeir skömmuðust sín dálítið þegar æðið rann af þeim. Nú hafa þeir eignast málsvara. Ég bendi honum og öðrum sem málið varðar á að við þær aðstæður sem hér um ræðir, þarf ekki annað en létta á bensínfætinum og draga úr ökuhraða í fáeinsr mínútur. Þá verður ekkert steinkast, engar lakk- skemmdir, engin rúðubrot og eng- inn útafakstur. Töfín er ekki um- talsverð. Reyndur þetta næst Ólafur og vittu hvort þér líður þá ekki betur. skóla. Síðast en ekki síst þarf að auka möguleika verknámsnemenda til framhaldsnáms, þannig að verknámið verði ekki einhver botn- langi. xxx Um síðstu helgi var séra Bolli Gústafsson vígður Hólabisk- up. Þess misskilnings virðist hafa gætt í fréttum frá þessum atburði, að talað hefur verið um hann sem fyrsta biskupinn er sitji á Hólum eftir að landið var gert að einu bisk- upsdæmi. Hið rétta er að séra Sig- urður Guðmundsson fráfarandi vígslubiskup er fyrst,ur vígslubisk- upa Hólastiftis til að sitja staðinn. Eftir að hann settist að á Hólum voru hins vegar samþykkt lög sem skylda vígslubiskupinn til að sitja það sögufræga biskupssetur. Séra Sigurður hafði frumkvæði að því sjálfur að flytja til Hóla og endur- reisa staðinn þannig sem biskups- setur, og verður hans örugglega mirinst í sögunni fyrir. þær sakir. Hólar og Skálholt njóta virðingar í hugum landsmanna og það fer vel á því að nú, þegar vægi vígslubisk- upa hefur verið aukið, að þeir sitji á hinum fornu biskupssetrum. Þess má svo að lokum geta til gamans, að kaþólski biskupinn í Reykjavík mun hafa titilinn Hólabiskup, en hann var einmitt viðstaddur vígslu Bolla Gústafssonar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.