Morgunblaðið - 29.06.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 29.06.1991, Blaðsíða 29
r.oer i cí: s" j" /«ih/;> jf nra/jn/'to.aoií 8S MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÖNÍ 1991 -----------------29 Grænlensk og sam- ísk tónlist kynnt í Norræna húsinu DAGSKRÁ verður í Norræna húsinu mánudagskvöldið 1. júlí kl. 20.30 þar sem fólki gefst kostur á að fræðast um tónlist- arhefð Grænlendinga og Sama. Pualine M. Lummholdt segir frá trommudansi og trommusöng og Anda Kooitsi dansar trommudans og syngur. Samarnir Ola Graff, Ánte Mikkel Gaup og Johan And- ers Gaup kynna ljóðsöng Sama, jojkið. Pauline M. Lumholdt hefur á síðustu tólf árum ferðast um Thule og Austur-Grænland til þess að rannsaka og safna fróðleik um trommudansinn og -sönginn. Hún hefur haldið námskeið í Danmörku fyrir börn og fullorðna í trommudansi og haldið fyrirlestra í Danmörku og Grænlandi um menningarlegan bakgrunn hans. Pauline M. Lundholdt fékk INNLENT grænlensk menningaiverðlaun fyrir þetta starf sitt. Hún vinnur nú að kennslubók um trommudans og trommusöng. Anda Kooitsi er frá Austur- Grænlandi þar sem trommudans- inn á rætur sínar og fjölskylda hans hefur- stundað trommudans kynslóð eftir kynslóð. Anda Koo- itsi hefur ferðast um Norðurlönd, Frakkland og víðar og sýnt trommudans og söng. Ola Graff frá Noregi fjallar um jojkið, samband þess og náttúr- unnar. Hann er safnvörður við þjóðlagadeild Þjóðminjasafnsins í Tromso. Hann lauk magistersprófí 1985 í tónlistarfræðum við háskólann í Osló. Hann stofnaði norður-norksa vísnahópinn 1975, sem spilaði hefðbundna tónlist frá þessu svæði og hlaut Proysen-verðlaunin fyrir leik sinn 1977. Ánte Mikkel Gaup er frá Kauto- keino og er kennari að mennt. Hann heldur gjarnan fyrirlestra og kynnir jojk. Frændi hans Johan A. Gaup er hreindýrabóndi og er einnig frá Kautokeino. Dagskráin er öllum opin og að- gangur er ókeypis. Morgunblaðið/Júlíus Fjallað um norræn landbúnaðarmál Landbúnaðarráðherrar Norðurlandanna ásamt embættismönnum landbúnaðarráðuneyta og forsvarsmönnum landbúnaðarsamtaka á Norðurlöndum hafa undanfarna daga fundað á Hótel Örk í Hvera- gerði og rætt ýmis mál varðandi landbúnað og skógnytjar. Meðal þess sem rætt hefur verið á fundinum er staða framleiðslu og afurða- sölu landbúnaðarafurða og skógarafurða, þýðingarmiklar breytingar í landbúnaðarmálum og framtíðaráform, landbúnaður og umhverfi, norrænt samstarf á sviði landbúnaðarmála eftir 1992 og ýmis al- þjóðamálefni. Fundinum lauk í gær, föstudag. Morgunblaðið/Theodór Yfirlitsmynd frá opnunarhátíð Hyrnunnar. >’ -,7. Épi.Jufcifcilí Þjónustumiðstöðin Hym- an opnar með glæsibrag Borgarnesi. Margmenni var við opnunar- hátíð Hyrnunnar við Brúartorg sem var formlega tekin í notkun fyrir skömmu. Boðið var upp á mjög fjölbreytta dagskrá og veðrið lék við gestina sem fjöl- memit höfðu á hátíðina. í ræðu sinni við opnunarathöfn- ina sagði Þórir Páll Guðjónsson kaupfélagsstjóri Kaupfélags Borg- firðinga, meðal annars: „Með til- komu þessarar þjónustumiðstöðvar er loks að rætast gamall draumur Borgnesinga og íbúa í Borgarfjarð- arhéraði um að geta tekið vel á móti ferðamönnum sem leið eiga um þetta fagra hérað og um leið að styrkja enn frekar stöðu Borg- arness sem þjónustukjarna fyrir héraðsbúa og ferðamenn. Þetta er því stór viðburður fyrir okkur hér og merkur áfangi í starfsemi Kaupfélags Borgfirðinga. Bygging þessa glæsilega húss væri tæplega orðinn veruleiki nú ef ekki hefði komið til samstarf við Olíufélagið hf. sem er aðaleigandi að þessari þjónustumiðstöð ásamt Kaupfélagi Borgfirðinga." Þá kom fram í ræðu kaupfélags- stjórans að í öllum aðalatriðum hefðu byggingarframkvæmdir ver- ið í höndum heimamanna enda hafí það frá upphafi verið stefna eigenda að halda þessari vinnu fyrir heimaaðila og styrkja með því atvinnustarfsemi í héraði. Byggingafélagið Borg annaðist alla smíðavinnu og framkvæmda- stjóri þess, Eiríkur Ingólfsson, fór með byggingaverkstjórn á staðn- um. Loftorka hf. framleiddi steypu í húsið, steypti og reysti veggein- ingar og sá auk þess um alla jarð- vegsvinnu og frágang lóðar. Að lokinni ræðu Þóris Páls kaupfélagsstjóra tók Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíufélagsins hf. þjónustumiðstöðina formlega í notkun með þvi að klippa á borða og afhenda Guðmundi Ingimund- arsyni forstöðumanni Hyrnunnar lykla stöðvarinnar. Þórir Páll Guðjónsson kaupfé- lagsstjóri dansar við gesti á opnunarhátíð Hyrnunnar. Ein sú stærsta Hyrnan verður ein stærsta og fullkomnasta þjónustumiðstöðin við hringveginn. Stöðin er rúmir 900 fermetrar að flatarmáli. Þar er starfrækt kjörbúð, 70 sæta veit- ingasalur, greiðasala með fjöl- breyttu vöruúrvali og yfírbyggð bensínafgreiðsla með 10 hraðvirk- um dælum. Þá opnaði Sparisjóður Mýrasýslu afgreiðslu í Hyrnunni og þar verður einnig starfrækt upplýsingamiðstöð fyrir ferða- menn. Bifreiðastæði og plön stöðv- arinnar eru um 8.000 fermetrar og stór hluti þeirra er upphitaður. Áætlaður byggingarkostnaður stöðvarinnar er um 100 milljónir króna. Réttnefni Efnt var til verðlaunasamkeppni um nafn á staðnum og bárust um 150 tillögur. Fyrir valinu varð nafnið Hyrnan sem talið var á margan hátt réttnefni fyrir þjón- ustumiðstöðina. Kemur þar til í fyrsta lagi lögun hússins og líking við fjallatindana sem blasa við úr gluggum veitingasalarins og heita m.a. Baula, Skessuhorn, Tungu- kollur og Hafnarfjall. Það var Hólmfríður Héðinsdóttir í Borgar- nesi sem átti hugmyndina að nafn- inu og hlaut hún 25 þúsund krónur í verðlaun. Styrktarsamningair I tengslum við opnun Hymunnar hefur Kaupfélag Borgfirðinga gert 3ja ára samning við Knattspyrnu- deild Ungmennafélagsins Skal- lagríms í Borgarnesi um samstarf og kynningar. Kaupfélagið skaffar deildinni þúninga á alla aldurs- llokka á þessu ári. Að sögn Þóris Páls Guðjónssonar kaupfélags- stjóra er það eitt af markmiðum Kaupfélagsins að stuðla að menn- ingar- og félagsmálum á félags- svæðinu og segja mætti að samn- ingurinn væri liður í þeirri stefnu. Auk ieiaga í knattspyrnudeild Skallagrims voru fulltrúar frá hestamannafélaginu Skugga á svæðinu með hestana sína og leyfðu börnunum að fara á hest- bak. Þá fóru félagar úr leikdeild Skallagríms um svæðið í halarófu í margvíslegum múnderingum. Félagar úr björgunarsveitinni Brák aðstoðuðu við umferðarstjórn og dreifðu umferðaráróðri til öku- manna. , 4.000 pylsur Gestunum á hátíðinni var boðið upp á ókeypis ís, gos og pylsur. Að sögn kaupfélagsstjórans sporð- renndu gestirnir alls um 4.000 Borgarnespylsum, tveimur bílförmum af ís og öðru eins af gosi. Kvaðst Þórir Páll vera mjög ánægður með opnunina, marg- menni hefði verið á staðnum, öll dagskráratriðin tekist mjög vel og veðrið ekki getað verið betra. Síðdegis lentu stökkvarar úr Fall- hlífarklúbbi Reykjavíkur við Hyrn- una eftir að hafa dreift sælgæti úr háloftunum niður til krakkanna. Um kvöldið var síðan stiginn dans við undirleik Geirmundar Valtýs- sonar sem hélt útitónleika framan við Hyrnuna. TKÞ Hótei- og veitingaskólinn: Skóflustunga að nýju skólahúsi SIGURÐUR Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, tók á miðvikudaginn fyrstu skóflustungu að byggingu sem hýsa á m.a Hótel- og veitinga- skólann og hluta af ferðamálabraut Menntaskólans í Kópavogi. Þetta storhýsi á að rísa fyrir aldamót. Samkvæmt byggingarsamningi sem undirritaður var 9. apríl sl. á tæplega 6000 fermetra stórhýsi að rísa næsta áratug. Þar verða til húsa Hótei- og veitingaskólinn, matvælaiðja og hluti þess ferða- málanáms sem nú fer fram í Menntaskólanum í Kópavogi. Til stendur að sameina skólana í einn bóknáms- og verknámsskóla, að •þeir verði tvær sjálfstæðar einingar faglega en lúti sömu yfirstjórn. „Þetta er mikið gleðiefni fyrir báða skólana, sem hafa orðið að búa við fjársvelti árum saman,“ sagði Ingólfur A. Þorkelsson, skóla- stjóri Menntaskólans í Kópavogi, í samtali við Morgunblaðið. „Jafn- framt eru þetta mikil tímamót í skólasögu íslendinga því hér mun hótel- og matvælanám búa við betri skilyrði en áður hafa þekkst og auk þess er hér komin til sögunnar ný gerð menntaskóla sem hefur bæði Sigurður Geirdal, bæjarstjóri í Kópavogi, tekur fyrstu skóflustungu að hinu nýja hótel- og veitingaskóla- húsi. bók- og verknám innan sinna vé- banda. Enn fremur er þetta mikil- vægur áfangi fyrir Kópavogsbæ sem hefur nú fengið margþráða starfsmenntunarmiðstöð í bæinn.“ Fyrsti áfangi þessa nýja Hótel- og veitingaskólahúss mun rísa 1993. Það verður stjórnunarálma. Húsið átti hins vegar að rísa í heild sinni fyrir árið 2000 samkvæmt samningum sem undiritaður var í apríl og nýlega var ákveðið að flýta framkvæmdum svo að skólahúsið verður væntanlega tekið í gagnið fyrir þann tíma.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.