Morgunblaðið - 29.06.1991, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.06.1991, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991 Basar Thorvaldsens- kvenna í níutíu ár NÝ ÖLD var gengin í garð og konur í Thorvaldsensfélaginu ósk- uðu eftir uppástungum um hvernig væri hægt að minnast aldar- fjórðungsafmælis félagsins. Uppástungurnar voru margar því víða blöstu við aðkallandi þarfir. Hugmyndir um að koma á fót elliheimili fyrir fátæklinga og styrktarsjóði fyrir sjúka fengu góðan hljómgrunn en staðnæmst var við hugmynd um að setja á stofn verslun með íslenskar heimilisiðnaðarvörur og listaverk. Með versluninni væri fátækum konum hjálpað að koma heimaunn- um munum á framfæri en listfengnu fólki lagt til húsnæði til þess að sýna og selja afrakstur vinnu sinnar. Sölulaununum yrði varið til hjálpar bágstöddum í bænum. Konumar sátu ekki við orðin tóm og i júnímánuði 1901 tók Thorvaldsensbasarinn til starfa í húseign Eyjólfs Þorkelssonar, úrsmiðs, Aðalstræti 6. Fimm áram siðar festu konurnar kaup á Austurstræti 4 þar sem basar- inn hefur verið til húsa í 85 ár. Verslunin er elsta minjagripa- verslun í Reykjavík og sennilega elsta verslunin í höfuðstaðnum. Syóm félagsins. Efri röð f.v.: Kristín Róbertsdóttir, Anna Georgs- dóttir, Þóra Karítas Árnadóttir og Þorbjörg Árnadóttir. Neðri röð: Lára M. Gísladóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir og Þóra Þorleifs- dóttir. Sögu þessa elsta kvenfélags í Reykjavík má rekja til ársins 1874 þegar borgarstjórnin í Kaup- mannahöfn ákvað að gefa Islend- ingum bronsstyttu af hinum kunna myndhöggvara Bertel Thorvaldsen í tilefni af 1000 ára afmæli íslandsbyggðar. Styttan kom til landsins ári síðar og var hún afhjúpuð á Austurvelli á af- mælisdegi listamannsins, 19. nóv- ember. Allt var gert til að vígslan yrði sem eftirminnilegust. Fánar blöktu við hún, blómsveigar prýddu fótstall líkneskisins en lyngi var vafið um ræðustólinn, grindurnar umhverfis völlinn og sumar fánastengurnar. Skreyt- ingin var handverk ungrar og glæsilegrar sjálfboðaliðasveitar 24 kvenna sem um kvöldið ákváðu að mynda félag er ynni að mann- úðarmálum og kenna við Thor- valdsen. í fyrstu grein elstu laga félags- ins sem varðveist hafa er talað um að tilgangur félagsins sé að kenna fátækum stúlkum handa- vinnu með því að halda handa- vinnuskóla nokkum tíma á hveiju ári. Skóla þessum var komið á fót í júnímánuði árið 1877. Hann ráku konurnar í tæp 30 ár, 3 mánuði á ári, í 3 klukkustundir í senn og nutu þar 32 til 96 stúlkur á aldrin- um 7-14 ára kennslu árlega. Handavinnuskólinn var lagður niður árið 1905 þegar handa- vinnukennsla var tekin upp í bamaskólum. Lögðu Thorvalds- enskonumar til efni og kenndu stúlkunum í sjálfboðavinnu. Samfara skólanum héldu konum- ar árlega frá árinu 1886 basar á ýmsum heimaunnum vörum eftir þær sjálfar. Hugmyndin um að gera basarinn að verslun þar sem heimaunnir munir væm teknir í umboðssölu fæddist á ársfjórð- ungsafmæli félagsins árið 1901 og varð að veruleika sama ár. Viðskiptin blómstmðu og árið 1920 varð metsöluár fyrsta aldar- fjórðungsins. Seldi félagið fyrir 53.534,68 krónur á árinu. Á fímmtugsafmæli félagsins en tutt- ugu og fímm ára afmæli basarsins var búið að selja fyrir 505.242,00 krónur. Þess má geta að auk þess að þjóna Islendingum hefur versl- unin þjónað erlendum ferðamönn- um sem sótt hafa íslendinga heim. Þar hafa þeir fest kaup á minja- gripum sem minnt hafa á land og þjóð I fjarlægum löndum. Óhætt er að segja að verslunin sé elsta minjagripaverslunin í Reykjavík og er þar oft á tíðum yfírfullt er skemmtiferðaskip liggja við höfnina. Hefur basarinn verið rekinn í Austurstræti í 90 ár og skiptast Thorvaldsenskon- urnar á um að afgreiða í verslun- inni. Hún er nú rekin með nýtísku- legum hætti en Thorvaldsenskon- umar taka enn hannyrðir í um- boðssölu. Segja má að viss stefnubreyt- ing hafi orðið í félaginu árið 1907 þegar ákveðið var að koma á fót Bamauppeldissjóði og þar með að helga stóran hluta af starfsemi félagsins í þágu barna. Fljótlega kom upp hugmynd um að byggja bamaheimili sem brýn þörf var fyrir á þessum ámm. Stofnaður var byggingarsjóður og var hann afhentur Reykjavíkurborg árið 1925 sem framlag Thorvaldsens- félagsins til byggingar bama- heimilis. Ýmislegt varð til að tefja framkvæmdir við bygginu heimil- isins og ákváðu konurnar að ráð- ast sjálfar í verkið. Framkvæmd- um við Vöggustofu Thorvaldsens- félagsins lauk árið 1963, 30 árum eftir að bæjarstjóm Reykjavíkur tók við 50.000 króna byggingar- sjóði frá félaginu. Síðar var byggt við húsið og var sá hluti afhentur Reykjavíkurborg fullbúinn árið 1968. Ótalið er framlag Thorvalds- ensfélagsins til bamadeildar Landakotsspítala. Hefur félagið gefíð stóra og smáa hluti til spítal- ans frá því samstarf við hann hófst fyrir nokkram árum. Einnig má nefna aðstoð félagsins við for- eldra sem missa úr vinnu vegna veikinda barna sinna eða þurfa að fylgja sjúkum bömum sínum til lækninga á erlendri grund. Nefna má framlag félagsins til réttindabaráttu kvenna og sam- stöðu með konum úr verkalýðs- stétt á upphafsáram félagsins um síðustu aldamót. Þessu til stuðn- ings má nefna byggingu skýlis fyrir þvottalaugarnar árið 1887 en þar máttu verkakonur þvo þvotta utanhúss allan ársins hring. Skilyrði kvennanna fyrir byggingunni var að hætt yrði að binda þunga bagga á vinnukon- urnar en notaðar hjólbörar eða hestvagnar í staðinn. Nú era Thorvaldsenskonur 80 talsins og leggja þær fram krafta sína í verslun félagsins og við sölu jólamerkj a fyrir jólahátíðina. AGÓ Morgunblaðið/KGA Thorvaldsenskonur buðu gestum og gangandi upp á veitingar í búðinni I tilefni afmælisins á fimmtudaginn. Um veitingarnar og afgreiðslu I búðinni sáu þessar konur: (f.v.) Halldóra, Sigrid, Ingi- björg, Guðríður, Sigríður og Bryndís. Thorvaldsensbazar: Fyrsta tækifæri reykvískra kvenna til að afla sér tekna „Eitt af því sem mér finnst merkilegast við stofnun- verslunar- innar er að konurnar skyldu átta sig á því að ekki var síður mikilvægt að markaðselja heimaunnar vörur kvenna en að kenna þeim hannyrðirnar í handavinnuskólanum. Þær veittu reykvískum konum fyrsta tækifærið til að koma vörum á framfæri og afla sér tekna án þess að þær færu á reikning eiginmanna þeirra,“ segir Ingibjörg Magnúsdóttir, sem gegnt hefur formennsku í Thorvaldsensfélaginu síðastliðin 3 ár. „I framhaldi af þessu vek- ur eftirtekt að markaðssetning er einmitt vandamál sem íslensk- ar konur eiga við að glíma enn þann dag í dag því víða úti á landi er hugvit og vinna kvenna vannnýtt. Hægt væri að koma á fót smáiðnaði á mörgum smærri stöðum úti á landi en markaðsetn- ingu og skipulagningu skortir til að koma smáiðnaði á stokkana." „Stundum hafa borist að eyrum orðið framkvöðlar almannatrygg- mínum raddir sem telja félagið snobbfélag en ég svara því til að auðvelt hefði verið fyrir upphafs- konur félagsins að stinga höfðinu í sandinn og láta sem þær sæju ekki eymdina í kringum sig. Flest- ar voru þær komnar af embættis- mönnum og kaupmönnum í bæn- um og áttu eftir að gefast mektar- mönnum í bæjarlífinu. Engu að síður ákváðu þessar ungu konur sem flestar voru komnar á gifting- araldur að horfast í augu við vera- leikann og nýta menntun sína til þess að aðstoða fátæka, vinna að kvennréttindum og fræða alm- úgakonur. Konurnar helguðu krafta sína ýmsu góðgerðarstarfi og á vissan hátt má segja að með framlagi sínu og hugsun hafí þær inga á íslandi. Nú era komnar almannatryggingar á íslandi en á þeim eru göt sem félög sem þessi reyna að fylla í með því að veita einstaklingum og stofnunum að- stoð. Nauðsynjar eða auka skildingur Thorvaldsensbazar var stofnað- ur á 25 ára afmæli félagsins. Þangað komu fátækar konur með handunna muni sem duga áttu fyrir nauðsynjum og heldri konur sem vildu vinna sér inn auka skild- inga. Einnig var töluvert um að listamenn, karlar og konur, kæmu með handgerða gripi í umboðs- sölu. Þeirra á meðal var Ríkharð- ur Jónsson sem seldi útskurð í Morgunblaðið/KGA Ingibjörg Magnúsdóttir, formaður Thorvaldsensfélagsins, fyrir framan bazarinn. umboðssölu í búðinni. Hann kom þakklæti sínu við félagið á fram- færi með styttu af bókelskri ungri stúlku í peysufötum sem hann færði félaginu að gjöf árið 1960. Á upphafsáram verslunarinnar kenndi þar ýmissa grasa. Ekki var fátítt að fólk fengi þar selda fyrir sig ýmsa forna og sjaldséða muni, allt frá skrautbúnum söðlum, silf- urkönnum og brekánum niður í stokkabelti, koffur, millur og men. Útskurðarmeistarar hafa átt á bazamum fagurlega gerða hluti. Meðal þeirra eru rammar, askar, hillur, reglustikur og pennastikur. Gull- og silfursmiðir hafa átt þar beltispör, víravirkisnálar, steypt hálsbönd og hnappa en alla tíð hefur handverk kvenþjóðarinnar verið í yfirgnæfandi meirihluta á Bazarnum,“ segir Ingibjörg. Framtíð í gróandi miðbæ Geysileg sala var á bazarnum fyrstu árin en eftir stríð fór að halla undan fæti. „Ég er eiginlega alveg hissa á því að konurnar skyldu geta haldið búðinni því hún stóð varla undir sér enda vildi fólk sem minnst af íslenskum heimilisiðnaði vita. Annars hefur þetta gengið svolítið í bylgjum. Til dæmis fóru lopapeysur úr tísku fyrir um tveimur árum en era aftur komnar í tísku núna,“ segir Ingibjörg. „Ég hef mikla trú á búðinni og veit að hún á eftir að vaxa og dafna í gróandi miðbæ.“ „Félagið hefur aldrei verið fjöl- mennt þrátt fyrir mikil afköst. Núna eram við 80 og við skipt- umst á um að afgreiða í búðinni part úr degi á nokkra vikna fresti. Fyrir margar konurnar, sem hætt- ar eru að vinna, er þetta skemmti- leg tilbreyting. Þær dubba sig upp og koma í búðina þar sem þær hitta aðrar félagskonur og halda við tungumálakunnáttu sinni. Aðrar konur vinna úti á daginn og aðstoða í búðinni um helgar eða selja jólamerki. Ég held að vinnuskyldan eigi stóran þátt í að halda félaginu saman en auð- vitað eram við með fundi bæði alvarlega og skemmtifundi þar sem við komum saman, konur úr öllum stéttum þjóðfélagins og öll- um stjórnmálaflokkum, og ræðum málin,“ segir Ingibjörg og bendir á að skiptar skoðanir séu um gildi félaga sem þessara í nútímanum. „Ég held að félagsskapur sem þessi falli aldrei úr gildi. Alltaf eru einhveijar glufur í þjóðfélag- inu þar sem aðstoðar er þörf frá aðilum eins og þessu félagi og öðrum viðlíka."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.