Morgunblaðið - 29.06.1991, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.06.1991, Blaðsíða 13
MORGIJ,\i;U\B|D RAUGARDA( jUR 29, JUNI Ii>91 Ný víglína í íslensk- um stj órnmálum Eru vinstri og hægri ekki lengur nothæf hugtök? eftir Margréti S. Björnsdóttur Síðast liðin sjö til tíu ár hafa umræður um íslenska flokkakerfið og hugmyndastrauma í íslenskum stjórnmálum einkum einkennst af umræðum um nauðsyn þess að svo nefndir félagshyggjuflokkar mynd- uðu sameiginlega mótvægi gegn Sjálfstæðisflokknum. Sjálfstæðis- flokkurinn stæði vörð um hagsmuni atvinnurekenda og stórfyrirtækja, en félagshyggjuflokkarnir um vel- ferðarkerfið_ og almenna hagsmuni launafólks. I þessum skilningi m.a. var Sjálfstæðisflokkurinn nefndur hægri flokkur, en hinir vinstri flokkar. Megin rökin fyrir sameiningu félagshyggjuflokkanna voru að eft- ir gjaldþrot hugmynda Alþýðu- bandalagsins um miðstýrðan ríkis- búskap, eftir að Alþýðubandalagið var hætt að gera brottför banda- ríska hersins að úrslitaatriði og menn gerðu ráð fyrir að Alþýðu- bandalagið myndi þróast í hefð- bundinn sósíaldemókratískan flokk, þá væri fátt sem réttlætti aðskilnað A-flokkanna. Einnig væri einungis áherslumunur milli A-flokkanna og Framsóknarflokksins í helstu úr- lausnarmálum í íslenskum stjórn- málum. Svipað gilti um Kvennalist- ann, sem tilheyrði að sjálfsögðu þessum hugmyndastraumi félags- hyggju eins og við kusum að kalla hann þegar þessar hræringar og umræður fóru af stað. Fleira sam- einaði flokkana en aðgreindi og ekki væri ástæða til að vera með fjögur útibú, sem öll væru veik bæði að innviðum og kjörfylgi. Eini stjornmálaflokkurinn sem stæði undir nafni sem stjórnmála- flokkur væri Sjálfstæðisflokkurinn. Sá eini sem hefði tök á vandaðri stefnumótun, kraft til að byggja upp innra starf og loks kjörfylgi til að koma stefnumálum sínum áleið- is. Sama gilti um málgögn flokk- anna. Annars vegar væri Morgun- blaðið eina flokkstengda dagblaðið sem stæði undir þeim kröfum sem blaðalesendur gera í dag um ítar- lega alhliða fréttaþjónustu, auk vandaðra úttekta á málum líðandi stundar eftir því sem ritstjórn blaðs- ins kærði sig um. Hins vegar þrír flokksblöðungar, sem fáir vilja kaupa og einvörðungu lifa af með beinum og óbeinum fíkisframlög- um. Megin hluta síðasta áratugar átti ég ásamt öðrum verulegt frum- kvæði að þessari umræðu. Ég starf- aði þá með Alþýðubandalaginu og tók þessi mál upp þar á fjölda funda og stofnaði árið 1985 Málfundafé- lag félagshyggjufólks með fólki úr öllum vinstri flokkunum, félag sem hafði það meginmarkmið að stuðla að samvinnu fólks úr þessum flokk- um. í tengslum við Alþýðubanda- lagið stofnuðum við 1989 málefna- félagið Birtingu er einkum var hugsað til að tengja saman fólk úr Alþýðubandalagi, vinstra fólk utan flokka og í Alþýðuflokki. Loks stóð ég ásamt fjölda Reykvíkinga að borgarstjórnarframboði Nýs vett- vangs sl. vor, sem byggði á sömu hugsun. Ný úrlausnarefni íslenskra sljórnmála Þegar þessar umræður um sam- einingu félagshyggjuflokkanna fóru af stað á öndverðum níunda áratugnum var margt öðru vísi en nú. Megin efnahagsvandi Islend- inga var viðvarandi verðbólga og með vissri einföldun má segja að stjórnmálaátök stóðu einkum um það hvernig taka skyldi á henni. Hvort gengið yrði á hagsmuni at- vinnurekenda eða launafólks í því skyni að ná verðbólgunni niður og þ.a.l. hvernig kjörum skyidi skipt í landinu. Síðast liðin ár hafa hins vegar verið að skýrast risavaxnar mein- semdir í íslensku atvinnulífi, sem stjórnmálaátök þessa áratugar hljóta að snúast að mestu um. Fyrst skal telja ótrúlega dýrt og óhag- kvæmt landbúnaðarkerfi sem kost- ar okkur að óþörfu a.rmk. 15 millj- arða króna á ári sé miðað við heims- markaðsverð á landbúnaðarvörum. í annan stað hafa verið að koma í ljós milljarða mistök í fjárfesting- um og ráðstöfun atvinnuvegasjóða. Nýlegust eru dæmin um fiskeldið, loðdýrarækt og nú síðast fýrirtækin Álafoss (gamla og nýja) og Síldar- verksmiðjur ríkisins. Ekki virðist mega á milli sjá hveijir hafa hagað sér glannalegar stjórnmálamenn, bankastjórar eða einkaaðilar. Reikninginn greiða nú íslenskir skattgreiðendur og lántakendur íslenska bankakerfisins í formi hærri vaxta en þekkjast á Vestur- löndum, meðan stjórnmála- menn,stjórnendur sjóða og banka og sérfræðingar naga áfram í „ro og mag“ sína blýanta. Þriðja atriðið sem ég vil nefna, sem reyndar varð ljóst þegar fyrir tíu árum síðan, en það er offjárfest- ing i íslenskum sjávarútvegi, bæði veiðum og vinnslu. Þeirri offjárfest- ingu var lengi leynt með aukinni sókn í íslenska fiskistofna, en und- anfarið hefur orðið ljóst að þar verð- ur ekki lengar gengið. Mokað hefur verið úr atvinnuvegasjóðum til bág- staddra fyrirtækja á landsbyggðinni í þessu sama skyni, þeir virðast nú flestir þurrausnir. Erfiðleikar í rækjuvinnslu, í fiskvinnslu á Ólafs- vík og Stokkseyri eru nýjustu dæm- in um það að fiskvinnslustöðvar eru of margar fyrir þann afla sem verk- aður er í landi. Kvótakerfið virðist hins vegar hafa dregið úr íjárfest- ingum í fiskiskipum þótt það sé ekki sá hvati að hagkvæmni í fisk- veiðum sem er að verða okkur lífsnauðsyn. Þessi þijú atriði hafa öll haft í för með sér mikla útgjaldaaukningu fyrir ríkissjóð, leitt til krónísks halla á ijárlögum og stórfelldrar skulda- söfnunar ríkisins, sem lögð verður á skattgreiðendur að ógleymdum kynslóðum framtíðarinnar. Skammsýn stefna stjórnvalda og hagsmunasamtaka í málefnum landbúnaðar og sjávarútvegs hefur komið í veg fyrir að byggðaþróun yrði með þeim hætti að lífvænleg- ustu og byggilegustu staðirnir efld- ust og lífskjör og aðstæður fólks til sjávar og sveita þróuðust með sama hætti og á höfuðborgarsvæð- ingu. Sjávarþorpum og bújörðum er haldið í byggð með miðstýrðum aðgerðum og fjárstyrkjum, sem til lengdar geta ekki tryggt viðunandi lífskjör. Þetta hefur leitt til óþol- andi togstreitu milli fólks á þéttbýl- isstöðum og fólks í hinum dreifðu byggðum. Togstreitu, sem við á höfuðborgarsvæðinu nefnum lands- byggðavæl, en þeir á landsbyggð- inni miðstýringu og ofríki okkar. Afrek síðustu ríkisstjórnar var að ná tökum á verðbólgunni. Hún gerði það einkum með tvennum hætti. Hún fékk aðila vinnumarkað- arins til að sætta sig við 10-15% kjaraskerðingu og hún íjármagnaði lánsfjárþörf ríkisins á innlendum lánamarkaði. En hún hafði hvorki hugrekki né vilja til að takast á við áðurnefndar meinsemdir í íslensku atvinnulífi. Hin nýja víglína Lausn þeirra vandamála sem hér hefur verið lýst verður meginverk- efni næsta áratugar. Hugmyndir þar að lútandi munu skipa mönnum í fylkingar og mynda hina nýju víglínu í íslenskum stjórnmálum. Orsaka vandans er fyrst og fremst að leita i afskiptum stjórn- Doktor í hagfrædi BIRGIR Þór Runólfsson varði doktorsritgerð í hagfræði við George Mason-háskóla í Virginíuríki, Bandaríkjunum, 12. júní síðastliðinn. Rit- gerðin ber enska heitið „Ordered Anarchy, State, and Rent Seeking: The Icelandic Commonwealth, 930-1264.“ Hún fjallar um tilurð og þróun þjóðskipulags á íslandi á þjóðveldistímanum. I ritgerðinni eru nýttar kenningar nýstofnanahagfræði (neoinstitution- al economics) og með því sett fram nýtt sjónarhorn á upphaf og lok þjóð- veldisins. Sérstök áherzla er lögð á að beita kenningum um þróun sam- starfs (evolution of cooperation) og kenningum almannavalsfræði (public choice) á aðstöðusamkeppni (rent- seeking) til greiningar á tilurð og þróun stofnana þjóðveldisins. í dómnefnd um ritgerðina sátu prófessorarnir Viktor Vanberg, sem var formaður nefndarinnar, Richard E. Wagner, Leonard P. Liggio, Sig- urður Líndal og James M. Buchanan, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði. Birgir Þór Runólfsson fæddist í Keflavík 5. ágúst 1962 og lauk stúd- entsprófi af viðskiptabraut frá Fjöl- brautaskóla Suðurnesja árið 1983. Hann lauk BA-prófi í hagfræði frá Lewis & Clark-háskóla í Oregonríki í Bandaríkjunum 1986 og meistara- prófi í hagfræði frá George Mason- háskóla árið 1990. Dr. Birgir starfar sem hagfræð- ingur á efnahagsskrifstofu fjármála- ráðuneytisins. Hann hefur áður starfað sem stundakennari í Háskóla íslands, sem hagfræðingur hjá Byggðastofnun og sem skrifstofu- stjóri hjá Fiskmarkaði Suðurnesja. Foreldrar hans eru Runólfur J. Sölva- son og Sveina María Sveinsdóttir, Keflavík. Dr. Birgir Þór Runólfsson. Margrét S. Björnsdóttir „Ljóst er því að íslenska flokkakerfið eins og það er nú býður ekki upp á skýra valkosti hvað þessi mál varðar. Víglínan er hins vegar skýr, annars vegar munu framsóknar- menn allra flokka standa vörð um forneskjuna í íslensku efnahagslífi. Hins vegar víglínunnar standa (vonandi) nýir bandamenn, jafnaðar- menn og frjálslynt fóik sem vill allt til vinna að spádómar Þráins Egg- ertssonar hagfræðipró- fessors um ísland sem fátækasta ríki álfunnar rætist ekki.“ málamanna af atvinnuvegum og þar með atvinnu- og byggðaþróun. Afskiptum sem eru meiri hér en tíðkast á Vesturlöndum. Hags- munasamtök atvinnurekenda, eink- um í sjávarútvegi, fiskvinnslu og landbúnaði, hafa einnig getað beitt ríkisvaldinu fyrir sína hagsmuni sbr. afskipti þeirra af stefnumótun síðustu ára í landbúnaði og sjávar- útvegi. Virðast íslenskir stjórnmála- menn telja það sérstaka dyggð að hafa sem víðtækast samráð við þau í stað þess að láta hagsmuni al- mennings sitja í fyrirrúmi. Flestir íslenskir stjórnmálaflokk- ar eru klofnir í afstöðu sinni til þess hvernig við eigum að komast út úr þessum ógöngum. Annars vegar eru forystumenn og -konur Framsóknarflokks, Al- þýðubandalags og Kvennalista sem virðast ekki sjá aðra leið en þá að þessi mál lúti áfram forsjá hinna vitru landsfeðra og -mæðra, niður- greidd úr sjóðum almennings og komandi kynslóða. Þótt annað heyr- ist ekki frá talsmönnum þessara flokka er mér þó kunnugt um áhrifamikla einstaklinga innan þeirra sem eru annarrar skoðunar. Hins vegar eru þeir sem: * Vilja að landbúnaður á íslandi sé rekinn eins og hver önnur iðngrein án kvóta, á niðurgi'eiðslna, en í samkeppni þannig að góðir búmenn fái notið sín neytendum tii hags- bóta. Hér er ekki verið á þessu stigi að tala um innflutning búvöru, þó það komi að sjálfsögðu til greina þegar fram í sækir. * Vilja að ríkið taki leigu af kvóta í stað þess að úthluta verðmætustu auðlind þjóðarinnar ókeypis eftir þvi hver veiddi tiltekinn afla á til- teknu árabili. Kvótaleiga tryggi -13 sanngjarna hlutdeild almennings í þessum auðæfum, en jafnframt til lengri tima þróun í átt til öflugri og hagkvæmari sjávarútvegs- og fiskvinnslufyrirtækja. Þannig megi létta af skattgreiðendum ánauð byggðaframkvæmda-og atvinnu- tryggingasjóðanna svo nefndu, sem allir virðast nú hvort sem er komn- ir í þrot... * Vilja að hvers kyns einokun stór- fyrirtækja eða samtaka sé aflétt. * Vilja erlenda samkeppni við íslenska bankabáknið, sem veltir óhagkvæmni í rekstri (fleiri banka- starfsmenn á hveija þúsund íbúa, en þekkist í Evrópu) og glannaskap í útlánum yfir á almenna lántakend- ur. * Vilja jafna vægi atkvæða. * Vilja úthýsa þeim ósið íslenskra stjórnmálaflokka að troða „sínurn" mönnum í stöður hjá ríkinu eða ríkisfyrirtækjum óháð hæfni þeirra. (sbr.umræður nú um það hver verði næsti útvarpsstjóri, þar sem það er talinn eðlilegasti hlutur í heimi að ekki komi aðrir til greina en fólk úr innsta hring Sjálfstæðis- flokksins). * Vilja skoða fordómalaust kosti og galla einkavæðingar opinberra fyr- irtækja og þjónustu. Og þannig mætti lengi telja upp hugmyndir sem allar hafa það meg- in markmið að auka hagkvæmni og arðsemi í íslensku atvinnulífi, þannig að stytta megi vinnutíma, hækka laun og halda uppi öflugu velferðarkerfi og aðstoð við þá þegna þjóðfélagsins sem af ein- hveijum ástæðum bjarga sér ekki sjálfir. En hvar skyldu vera fylgismenn þessara hugmynda? Þeir eru fyrst og fremst meðal íslensks almenn- ings, sem er ekki jafn óskynsamur og stjórnmálamenn virðast oft halda, enda borgar hann brúsann en ekki þeir. Alþýðuflokkurinn setti að vísu fyrir síðustu kosningar fram stefnu- skrá í þessum anda, þokkalega út- færða í nokkrum málaflokkum, en því miður tókst flokknum ekki að ná verulegum árangri í lykilmálum við myndun núverandi ríkisstjórnar. A.m.k. ekki í landbúnaði og sjávar- útvegi sem afhentir voru fulltrúum „gömlu hugmyndanna" framsókn- armönnunum Þorsteini Pálssyni og Halldóri Blöndal, sem báðir hafa lýst því yfir að engu skuli breytt. Eftir stendur að á sviði viðskipta- hátta getur Alþýðuflokkurinn ýmsu breytt í gegnum sín ráðuneyti, sbr. þá yfírlýsingu Jóns Sigurðssonar á dögunum, að olíuverslun yrði loks gefín fijáls. Sjálfstæðisflokkurinn er alger- lega tvíátta í þessum málum. í orði er hann flokkur frelsis, en þegar kemur að hagsmunum landeigenda, útvegsmanna og stórfyrirtækja, þá minnir hann helst á gamlan hrepp- stjóra. Innan flokksins eru þó fijáls- lynd öfl sem vilja gera upp við mið- stýringu, einokun, sjóðasukk og pólitíska fyrirgreiðslu. Þessi öfl eru því miður ekki hávær innan þing- flokks þeirra, en í ritstjórnarskrif- um Morgunblaðsins einkum í Reykjavíkurbréfi er þó oft tekin skýr afstaða með þessum frjáls- lyndu hugmyndum. Er mér sem gömlum vinstri manni heldur brugðið þegar ég verð helst að fara í Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins eða ritstjórnargreinar í DV vilji ég lesa stjórnmálaskrif sem mér ofbýð- ur ekki. Ýmsir yngri menn í Sjálf- stæðisflokknum s.s. Víglundur Þor- steinsson, Markús Möller og Páll Kr. Pálsson hafa einnig tjáð sig tæpitungulaust og skynsamlega um þessi mál. Ljóst er því að íslenska flokka- kerfið eins og það er nú býður ekki upp á skýra valkosti hvað þessi mál varðar. Víglínan er hins vegar skýr, annars vegar munu -framsóknar- menn allra flokka standa vörð um forneskjuna í íslensku efnahagslífi. Hins vegar víglínunnar standa (von- andi) nýir bandamenn, jafnaðar- menn og frjálslynt fólk sein viil allt til vinna að spádómar Þráins Egg- ertssonar hagfræðiprófessors um ísland sem fátækasta ríki álfunnar rætist ekki. llöfundur erfélagi i Alþýðuflokknum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.