Morgunblaðið - 29.06.1991, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 29.06.1991, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. JÚNÍ 1991 STRÍÐSASTAND I JUGOSLAVIU Ástandið í Júgóslayíu rætt á vettvangi ROSE Lundíinum, Bonn, Vatíkaninu. Reuter, Dailv Telesrranh. ^ * Daily Telegraph. LÍKLEGT er að reyna muni fyrr en ætlað var á samkoniulag um lausn meiriháttar vandamála í Evrópu sem utanríkisráðherrar 35 ríkja gerðu í síðustu viku á ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE). Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í gær að átökin í Sióveníu hefðu orðið til þess að mörg ríki hafi farið fram á að fundur fulltrúa ríkjanna 35 verði haldinn. Enn hefur ekkert ríki lýst yfir stuðningi við sjálfstæðisyfirlýsingu Slóvena og Króata, en mörg ríki hafa lýst yfir áhyggjum sínum vegna átakanna. Þegar RÖSE-ráðstefnunni var ríkjanna um „íhlutun í innanlands- hleypt af stokkunum árið 1975 var átök“ sem samþykkt var í síðustu viku. Genscher tilkynnti í- gær að tilskilinn ijöldi ríkja, eða 13 talsins, hafi þegar farið fram á að fundur um málefni Júgóslavíu verði haldinn. „Stuðningur við það hefur ekki ein- ungis borist frá aðildarríkjum Evr- ópubandalagsins (EB), heldur einnig frá Bandaríkjunum, Noregi og Aust- urríki. Fleiri munu án efa bætast við bráðlega." Fundurinn verður haldinn í Prag á næstu dögum. Austurríkismenn og Italir hafa einnig nýtt sér annað ákvæði í sam- þykktum RÖSE-ríkjanna sem kveð- henni einungis ætlað að bæta tengsl og samskipti í ríkjum Evrópu með því að setja fram undirstöðureglur til grundvallar friði og mannréttind- um. Eftir umskiptin í Austur-Evrópu fyrir tveimur árum hafa hin ýmsu ríki Evrópu gert sér æ betri grein fyrir því að innanríkiseijur geta engu síður ógnað friði en erjur eða stríð á milli sjálfstæðra ríkja. Þetta er að koma óþægilega í ljós nú með bar- dögunum í Júgóslavíu, en mörg ríki eru á báðum áttum um hvort beita skuli ákvæði í samkomulagi RÖSE- ur á um að sérhvert ríki geti krafið nágrannaríki um skýringar ef „óvenjuleg hernaðarumsvif" eiga sér þar stað. Ef fullnægjandi svar berst ekki innan tveggja sólarhringa getur ríkið boðað fund með fulltrúum allra aðildarríkjanna. Stjórnvöld víðs vegar um heim hafa lýst áhyggjum sínum vegna átakanna í Slóveníu. Enn hefur ekk- ert ríki viðurkennt sjálfstæði lýðveld- anna, en mörg hafa lýst þeirri ósk sinni að vopnaátökum linni sem fyrst. Perez de Cuellar, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á fimmtudag að ástandið í Júgóslavíu flokkaðist enn sem komið væri undir innanríkismál, en lýsti jafnframt yfir þeirri ósk sinni að um mundi hægjast innan tíðar. Utanrík- isráðherra Breta, Douglas Hurd, for- dæmdi í gær vopnabeitingu Jugó- slavíuhers í því skyni að bæla niður frelsisanda Slóvena. Reuter Skriðdrekar í sljórnarher Júgóslavíu koma hér í lest frá bænum Pavlovci í Króatíu á fimmtudag eftir að þing lýðveldisins hafði lýst yfir sjálfstæði. Herinn hefur ekki látið til skarar skríða í Króatíu en haldið uppi árásum á flugvelli og landamærastöðvar í Slóveníu, sem einnig hefur lýst yfir sjálfstæði. Thatcher yfirgefur bjamar- gryfju breskra stjórnmála London. Reuter. MARGARET Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, til- kynnti í gær að hún myndi yfirgefa bjarnargryfju breskra stjórn- mála og ekki verða í framboði við næstu þingkosningar. Thatcher, sem öðlaðist viðurnefnið járnfrúin, sagðist myndu taka fullan þátt í þingstörfum fram að kosningum, sem halda verður í siðasta lagi í júlí á næsta ári. Reuter Fjarlægja Lenínstyttur Yfirvöld í Sovétlýðveldinu Moldovu létu fella stærðar líkneski af Vladímír Lenín af stalli í fyrrakvöld. Styttan stóð á á torgi fyrir fram- an þinghús lýðveldisins í höfuðborginni Kfshínjev. Yfirvöld í Moldovu höfðu tekist á við fulltrúa sovéska kommúnistaflokksins og innanríkis- ráðuneytisins í Moskvu um yfirráð yfir styttunni og réttmæti þess að fjarlægja hana. Myndin var tekin er verkamenn undirbjuggu það að fjarlægja styttuna. „Ég hef hvorki löngun né el í bijósti vonir um að komast aftur í Downingstræti 10 [embættisbústað forsætisráðherra],“ sagði Thatcher er hún tilkynnti ákvörðun sína, en það hús yfirgaf hún í tárum eftur rúmlega 11 ára búsetu í nóvember sl. eftir að hafa verið neydd til að draga sig í hlé sem leiðtogi íhalds- flokksins. Ákvörðun Thatcher „mun auð- velda John Major,“ eins og hún komst að orði, að sinna starfi for- sætisráðherra, en hann tók við af Áherslur framtíðarinnar ræddar á leiðtogafundi EB Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, TVEGGJA daga fundur leiðtoga Evrópubandalagsins (EB) hófst í Lúxemborg í gær. Aðalefni fund- arins eru málefni ríkisstjómar- ráðstefna bandalagsins um I fangelsi fyrir illa með- ferð á dýrum S^dney. Reuter. SJÓTUGUR ástrali, Tudor Munday að nafni, sem hélt 130 ketti, 50 fugla, tvo hunda og tvær kindur í þriggja herbergja íbúð sinni í einu af úthverfum Sydney- borgar, var í gær dæmdur til fjög- urra mánaða fangelsisvistar fyrir illa meðferð á dýrum. Dýraeftirlitsmenn sögðu að lóga hefði þurft 63 af köttum Mundays, en afgangurinn hefði verið með hringorm, opin sár, eyrnamaur og inflúensu. Þegar þeir komu í eftirlits- ferð í janúar fundu þeir m.a. stóra stáltunnu fulla af rotnandi köttum og fuglum. Samkvæmt úrskurði réttarins verður Munday aldrei framar leyft að hafa dýr í sinni umsjá. fréttaritara Morgunblaðsins. gjaldmiðilseiningu og aukna stjórnmálasamvinnu. Töluverður ágreiningur er um áherslur, sér- staklega hvað varðar hugmyndir um einn sameiginlegan gjaldmið- il fyrir EB og hversu langt skuli ganga í pólitískum samruna bandalagsr í kj anna. Ekki er gert ráð fyrir að leiðtog- arnir taki ákvarðanir sem varða ríkisstjórnarráðstefnunar, þær verði látnar bíða næsta leiðtoga- fundar sem verður undir forsæti Hollendinga í desembermánuði. Leiðtogamir munu þess vegna ræða stöðuna á vettvangi sameiningar- málanna og leggja pólitískar línur fyrir ráðstefnurnar. Jacques Delors forseti framkvæmdastjórnar EB, gerir leiðtogunum grein fyrir fram- kvæmd einingarlaganna og undir- búningi innri markaðar EB. Delors sagði á fundi með blaða- mönnum á fimmtudag að hann hefði mælt með því að viðkvæmum ágreiningsmálum á borð við varnar- samstarf og sameiginiega staðfest- ingu félagsréttinda yrði frestað fram í desember. Hann kvað deil- urnar um pólitískan samruna fyrst og fremst snúast um mismunandi skilning aðildarríkjanna á þeim hugtökum sem notuð væru á þess- om vettvangi. Á fundinum er einnig búist við að leiðtogarnir ræði yfir matarborð- um ástandið í Júgóslavíu, Sovétríkj- unum og Eystrasaltsríkjunum. henni í nóvember. „Þetta mun einn- ig auðvelda mér að segja skoðanir mínar umbúðalaust án þess að það verði rangtúlkað," sagði járnfrúin. í hvert sinn sem hún hefur látið til sín taka í þinginu frá í nóvember hafa yfirlýsingar hennar verið sagð- ar til marks um klofning í íhalds- flokknum eða hún sökuð um til- raunirtil að „stýra úr aftursætinu“. Heit hennar í gær um að láta til sín taka og flytja ræður um mál sem henni væru hugleikin, svo sem Evrópumálin, voru túlkuð á þann veg að hún ætti enn eftir að geta komið Major í bobba vegna mis- munandi afstöðu þeirra til Evrópu- málanna; máli sem klofið hefur íhaldsflokkinn og dregið úr fylgi hans. Og ekki var þess lengj að bíða að hún léti til sín taka. í til- efni leiðtogafundar Evrópubanda- lagsins (EB) sagði hún í viðtali við sjónvarpsstöð að hugmyndin um evrópskt sambandsríki væri fráleit. „Það er útilokað að bera EB og Bandaríkin saman. Um 12 þjóðir er að ræða og þeir sem hyggjast sameina þær í einu ríki taka ekkert Finnar aflétta refsiað- gerðum gegn S-Afríku Helsinki, Tókíó. Reuter. FINNAR hyggjast aflétta flestum efnahagslegum refsiaðgerðum landsins gegn minnihlutastjórn hvítra í Suður-Afríku sem hefur nú vísað aðskilnaðarstefnunni, apartheid, á bug. Ymsar hömlur, þ.á m. á fjárfestingar, verða þó við lýði þar til frekari pólitískar umbætur verða gerðar, að sögn utanríkisráðuneytisins í Helsinki. Formaður sérstakrar nefndar Sameinuðu þjóðanna gegn apartheid, Nígeríumaðurinn Ibrahim Gambari, lýsti yfír „sárum vonbrigðum" með ákvörðun Finna. „Svo virðist sem Finnar séu að hætta baráttunni er aðeins skortir nokkur skref í átt til sameinaðrar og lýðræðislegrar S- Afríku án kynþáttamisréttis," sagði Gambari. Banni SÞ við sölu hergagna verður ekki aflétt en að öðru leyti verða vöruviðskipti Finnlands og S-Afríku leyfð frá 1. júlí. í yfírlýsingu ráðu- neytisins segir ennfremur að frekari breytingar á stefnunni í þessum málum færu að miklu leyti eftir því hvernig til tækist í viðræðum stjórn- ar hvítra við blökkumenn um nýja stjórnarskrá. Hraða yrði lausn póli- tískra fanga úr haldi, bæta aðstæður flóttamanna og reyna til þrautar að stöðva ofbeldið í S-Afríku, segir í yfirlýsingunni. • Stjórnvöld í S-Afríku ákváðu á fimmtudag að undirrita samninginn um bann við útbreiðslu kjarnavopna. Alþjóðastofnunum verður leyft að kanna kjarnorkuver og tilraunastof- ur landsmanna. Að sögn stjórnvalda gætu þau látið framleiða kjamavopn en hafa ekki lengur neina þörf fyrir þau. tillit til lærdóma sögunnar,“ sagði forsætisráðherrann fyrrverandi. í yfirlýsingu sem Thatcher sendi frá sér í gær lýsti hún stuðningi við Major og sagði að hann yrði bæði vinur sinn og samherji. Sagð- ist hún þess fullviss að hann myndi leiða íhaldsflokkinn til sigurs í næstu kosningum, en fari svo yrði það fjórði kosningasigur flokksins í röð frá því flokkurinn komst til valda undir forystu Thatcher vorið 1979. Thatcher, sem er kaupmanns- dóttir frá Norður-London, gaf sterklega til kynna í sjónvarpsvið- tali í gær að hún gæti hugsað sér að taka sæti í lávarðadeild breska þingsins. Hún hefur setið á þingi frá því í október 1959 og er fyrsta og eina konan sem setið hefur á stóli forsætisráðherra í Bretlandi. Hún varð forsætisráðherra vorið 1979 og sat í embætti í hálft tólfta ár, eða lengur en nokkur annar á þessari öld. Hún var leiðtogi íhalds- flokksins frá 1975 og þar til í nóv- ember í fyrra. Neitunar- valdi Wal- esa hnekkt Varsjá. Reuter. PÓLSKA þingið sneypti Lech Walesa Póllandsforseta í gær með því að hnekkja neitunarvaldi hans en það þýðir að forsetinn verður að staðfesta nýtt kosn- ingalagafrumvarp sem hann áð- ur hafði neitað að gera. Walesa beitti neitunarvaldi á miðvikudag gegn nýju frumvarpi til kosningalaga. Sendi hann þing- inu það aftur með óskum um breyt- ingar en þeim var hafnað og neitun- arvaldinu hnekkt. Því voru 282 þingmenn samþykkir eða 21 fleiri en til þurfti. Studdu 100 ákvörðun forsetans en 9 greiddu ekki at- kvæði. Walesa lagðist gegn frumvarpinu á þeirri forsendu að það þing, sem eftir því yrði kosið, yrði sundurleitt og veikt en ekki skipað sterkum flokkum. Hefur hann nú frest til 3. júlí að ákveða kjördag fyrir næstu kosningar en talið er nær öruggt að þær fari fram 27. október.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.