Morgunblaðið - 25.08.1991, Page 1
104 SIÐUR B/C/D
191. tbl. 79. árg. SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1991 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Gífurlegur safnaðist saman í Moskvu í gær til þess að fylgja mönnunum þremur, sem létu lífið í umsátri Rauða hersins um rússneska
þjóðþingið, til grafar.
Utför fórnarlamba valdaránsins haldin í Moskvu:
Valdaræningjunum
mun aldrei fyrirgæfið
- sagði Míhkhaíl Gorbatsjov fyrir utan Kremlarmúra
Moskvu. Reuter.
MORG hundruð þúsund manns fylgdu í gær mönnunum þremur, sem
létu lífið í umsátrinu um rússneska þjóðþingið á þriðjudag, til grafar.
Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, ávarpaði mannfjöldann og
sagði að þeim, sem reyndu að fremja valdaránið aðfaranótt mánu-
dags, yrði aldrei fyrirgefið. Borís Jeltsín flutti einnig ávarp og sagði
að valdaræningjarnir hefðu látið gera lista með nöfnum tólf manna,
sem þeir hugðust taka af lífi.
Jeltsín sagði að stuðningsmenn
valdaránsins hegðuðu sér nú eins
og „kakkalakkar í krukku" og ásök-
uðu hver annan um að hafa borið
ábyrgð á tilrauninni til að steypa
Gorbatsjov. „Á opinberum lista
þeirra eru tólf menn, sem átti að
myrða að kvöldi 19. ágúst,“ sagði
Jeltsín. Hann tiltók ekki nöfn mann-
anna, en sennilegt er að hans nafn
hafi verið á listanum.
„Fyrirgefið mér að ég, forseti
ykkar, gat ekki verndað, gat ekki
bjargað sonum ykkar," sagði Jeltsín
þegar hann ávarpaði mannhafíð á
torginu fyrir utan rússneska þjóð-
þingið, þar sem mennirnir þrír féllu.
Torgið hefur nú verið nefnt Torg
fijáls Rússlands.
Athöfnin hófst í gærmorgun þeg-
ar ijöldi fólks með blóm og stórar
myndir af fórnarlömbum valdaklík-
unnar safnaðist saman við kistur
þeirra á Manies-torgi fyrir utan
Kremlarmúra.
Þar flutti Gorbatsjov ávarp sitt
og veittist að valdaræningjunum.
„Þeir sem völdu þessa leið munu fá
það sem þeir eiga skilið," sagði Gorb-
atsjov. „Þeim verður ekki fyrirgef-
ið.“ Sjö áttmenninganna verða
kærðir fyrir landráð. Sá áttundi,
Borís Púgó, framdi sjálfsmorð á
fimmtudag.
Gorbatsjov kvaðst hafa undirritað
tilskipun um að mennirnir þrír, sem
féllu fyrir utan þinghúsið, yrðu gerð-
ir að „hetjum Sovétríkjanna". „Ég
drúpi höfði í minningu þeirra og alls,
sem þeir gerðu,“ sagði Gorbatsjov
og átti greinilega erfitt með að
hemja tilfinningar sínar. „Þeir gáfu
allt, þeir gáfu líf sitt,“ sagði hann
og gekk af ræðupallinum.
Frá Manies-torgi var gengið með
kisturnar þijár eftir Kalinin-breið-
götu að rússneska þinginu. Þaðan
var gengið með Jeltsín í fararbroddi
að Vagankovskoje-kirkjugarði, þar
sem fórnarlömb valdaklíkunnar voru
lögð til hinstu hvílu.
Útgáfa
Prövdu
stöðvuð
Moskvu. Reuter.
PRAVDA, málgagn miðstjórn-
ar sovéska kommúnistaflokks-
ins, kom ekki út í gær í fyrsta
sinni síðan byltingin var gerð
í Rússlandi 1917. Borís Jeltsín,
forseti Rússlands, bannaði á
föstudag útgáfu Prövdu og
fimm annarra dagblaða, sem
birtu yfirlýsingar valdakl-
íkunnar, er reyndi að steypa
Gorbatsjov.
Jeltsín sakaði umrædda fjölm-
iðla um að hafa stutt valdaránið.
Alexander Malinkin, aðstoðarmað-
ur ritstjóra Prövdu, sagði að það
myndi draga úr fjölbreytni fjöl-
miðla að banna blaðið og bætti við
að það stangaðist á við þá yfirlýs-
ingu Jeltsíns að blaðið yrði bannað
til þess að leggja niður einokun á
upplýsingamiðlun.
Starfsfólk Prövdu ákvað á
fimmtudag að breyta undirskrift
titils blaðsins. Þegar blaðið kom
út á föstudag stóð „almennt dag-
blað kommúnistaflokksins um
stjórnmál" í staðinn fyrir „málgagn
miðstjórnar kommúnistaflokks-
ins“.
Starfsfólkið gaf út yfirlýsingu
þar sem flokkurinn var harðlega
gagnrýndur. Þar sagði að hann
hefði getað stöðvað valdaránið ef
því hefði verið mótmælt umsvifa-
laust. Jafnframt var því lofað að
hreinsað yrði til á ritstjórnarskrif-
stofum blaðsins.
Malinkin varði þá ákvörðun að
birta yfirlýsingar valdaræningj-
anna í blaðinu og sagði að ekkert
annað efni hefði verið birt þeim til
stuðnings. „Þetta er ekki eins og
í gamla daga þegar við þurftum
að finna fólk til að styðja það sem
gerðist,“ sagði Malinkin. „Hlutverk
ijölmiðla er að veita upplýsingar.
Fólk varð að vita hvað var að ger-
ast.“
Á þriðjudag var forsíða Prövdu
undirlögð af yfirlýsingu neyðar-
nefndarinnar. Andstöðu Jeltsíns
við valdaránið var aðeins getið í
nokkrum línum.
í tilskipun Jeltsíns sagði að
rússneska sambandslýðveldið gerði
upptækar eignir blaðanna sex.
Einnig yrðu fréttastofurnar Tass
og Novostíj endurskipulagðar.
HEILA6AR KYR
UNDIR HNÍFNUM
SONUR MINN
TIL SOLU 18
C
BARNB Á
TÖLVUÖID