Morgunblaðið - 25.08.1991, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1991
Komi
Negrakonan
Við hjónin hðfum verið dálítið í
samkvæmislífinu upp á
síðkastið. Við fórum út heil tvö
kvöld í þessum mánuði, og geri
aðrir foreldrar betur. Og það sem
meira er, við fór-
um út á svokölluð-
um „skemmtana-
dögum", það er að
segja fyrra skiptið
var á laugardags-
kvöldi, en hitt á
föstudagskvöldi.
Um stund, hélt ég
að við hjónin vær-
um jafnvel komin
í „elítuna", en svo sá ég að það gat
eiginlega ekki verið. Fyrri uppá-
koman var nefnilega brúðkaup
Nonna bróður og Sjafnar, og þar
sem við teljumst fjölskylda, þurfti
ekkert að vera í einhverri „elitu" til
að komast i veisluna. Síðari uppá-
koman var síðan kveðjupartý fyrir
fjóra vini okkar sem voru að fara
út að læra. Og þar sem þau teljast
vinir okkar, kom „elitan“ heldur
ekkert málinu við. En það var í
þessum tveimur veislum, sem ég
komst að svolitlu. Skrif mín í þenn-
an dálk, hafa gert það að verkum,
„ að karlmenn álíta mig kúgaðan eig-
' inmann, með harðstjóra fyrir eigin-
konu, og konur álíta mig karlrembu
af verstu gerð, sem kúgi andlega
konuna mína, ef ég legg ekki hrein-
lega hendur á hana með reglulegu
millibili. Byijum i brúðkaupsveisl-
unni. Veislan hafði gengið með ein-
dæmum vel og eins og gengur og
gerist í brúðkaupsveislum sem
haldnar eru á laugardagskvöldum.
þá fóru nokkrir gestanna að finna
pínkupons á sér. Og það gerist
stundum að þegar fólk finnur á
sér, þá verður það óhemju skraf-
hreifið. Og þegar fólk verður
**óhemju skrafhreifið, þá hugsar
maður oft um gamla latneska mál-
tækið, „in vino veritas, in aqua
sanitas", eða „í vininu er sannleik-
ur, í vatninu heilbrigði". Og þvílík
spéki. Eftir hefðbundinn formála,
Ienti ég tvisvar í því í veislunni, að
verða fyrir aðkasti vegna greinar-
skrifanna. „Veistu! Ég held að þú
sért sú versta skræfa og dyramotta
sem ég þekki. Að sjá hvernig þú
skriður fyrir kvenfólki í þessum
Konugreinum!!!! Hvernig er það
eiginlega? Semur konan þín þetta
ekki allt saman fyrir þig?“. spurði
einn karlmaðurinn i veislunni. Ég
reyndi að malda i móinn og svipað-
ist örvæntingarfuliur um eftir kon-
unni minni, bara svona til halds
og trausts, auk þess sem hún er
. _ sterkari en ég og ef kæmi til handa-
*Iögmála, vildi ég hafa hana í næsta
nágrenni. „Nei, blessaður vertu",
sagði ég og reyndi að vera eins
mikill töffari og ég gat. „Fattarðu
ekki grínið, maður?" Og eins og
gengur og gerist með ölvað fólk, þá
tók það pínulítinn tima fyrir hann
að melta orð mín, og á meðan lædd-
ist ég burt, undir því yfirskini að
Jiurfa að bæta aðeins í glasið mitt.
Á barnum tók ekki betra við.
„Segðu mér eitt Steingrímur minn.
Borgar Jafnréttisráð þér laun fyrir
Konugreinarnar?", spurði eldri
maður. Ég fór að skynja andrúms-
loftið. Körlum þykir ég linur. undir-
gefinn, kúgaður og jafnvel allt að
því Kvennalistasinnaður. Ekkert
er þó fjær mér. en hvað get ég gert,
varnarlaus auminginn? Tveimur
^C'ikum síðar fórum við í kveðju-
þartýið. Og eins oggengur oggerist
í kveðjupartýjum, þá fór fólk að
finna á sér. Og sagan endurtók sig,
nema hvað nú voru það konurnar
sem gerðu að mér harða hríð. „Að
þú skulir ekki skammast þin að
gera svona grin að konunni þinni.
Hefurðu ekki séð hvernig hún geng-
ur álút niður Laugaveginn. með
hettu, jafnvel þó sólin skíni? He-
furðu aldrei hugleitt ástæðuna?”,
spurði ein stelpan í partýinu. Og
ég verð að viðurkenna að ég hafðí
ekki hugsað um þetta. Raunar hélt
ég bara að hún væri eitthvað
óánægð með klippinguna. Ég ætl-
aði að svara, þegar önnur kom
-,'íaðvífandi. „Nei, neí, nei. Ef það er
ekki bara Herra Karlremba sjálf-
ur?! Jæja, á að gera eitthvað grin
að okkur konunum hér í kvöld?"
Ég varð orðlaus. Skyndilega var
dyramottan orðin að karlrem-
busvini sem gerði grin að konunni
sinni. Einu sinni var talað um að
konan væri negri heimsíns. Sam-
kvæmt þessu hlýt ég að vera, ekki
' bara negri, heldur negraKONA. Ég
er hættur í liósum!!
eftir Steingrím
Ólofsson
Morgunblaðið/Bjami
Margrét í Furðukistunni,
VERSLUN
Furðukista
full af fatnaði
Margrét Hafsteinsdóttir heitir
ung kona sem hefur tekið
sig til og opnað það sem
kallað er á engilsaxnesku „second
hand“ búð. Verslun Margrétar
heitir Furðukistan og þar er á boð-
stólum notaður og ódýr fatnaður
á alla aldurshópa og bæði kynin.
Morgunblaðið spurði Margréti að-
eins út í málið.
„Ég er búin að hafa opið í þtjá
mánuði og það verður að segjast
að sumarið er daufur tími í versl-
un. Þó get ég ekki kvartað undan
móttökunum og flestir sem hingað
koma hafa á orði að það hafi lengi
vantað svona verslun. Þær eru á
hverju strái í útlöndum og ég hef
reynt að kynna mér hvernig þær
eru starfræktar. Fyrirkomulagið
er þannig, að ég fæ mikið hjá vin-
um og vandamönnum, en ég aug-
lýsi einnig t.d. í Notað og Nýtt,
eftir fatnaði og þá hefur fólk sam-
band við mig. Ég fer síðan til þess
og skoða hvað það hefur upp á að
bjóða. Ég slæ á það verði og læt
það svo vita hvað ég er reiðubúin
að borga. Oftast ganga samningar
fljótt og vel og fólk er almennt
harla glatt að fá yfirleitt eitthvað
fyrir gamlar flíkur. Þess eru dæmi
að fólk ætli sér að fá allt of mikið
fyrir, en ég verð að versla ódýrt
til að geta selt ódýrt, það segir sig
sjálft. Um dýran fatnað er ekki
að ræða. Svo er það þannig, að
hver sá sem ég fæ föt hjá hefur
sitt umslag hjá mér og þegar flík-
ur seljast fer hlutur viðkomandi í
umslag hans. Annað slagð er ég
svo með sprengisölur, helmings
afslátt í viku. Það er gert til að
hafa hreyfingu á vörunum, hreinsa
út annað slagið og fylla búðina af
nýju notuðu,“ sagði Margrét Haf-
steinsdóttir.
vetrarlistinn
kominn
Yfir 1000 síður - Nýjo vetrortískan
Jólavörur o.fl., o.fl. Verð kr. 400,- án bgj.
Pantið skólafotin núna.
Pantanasími 52866
ELDAMENNSKA
Þurfti að reiða fram
30 einfalda fískrétti
eir sem eru í laxveiðinni og
stunda stóru árnar með veiði-
hótelunum spá gjarnan í matnum.
Hann er venjulega greiddur sérs-
taklega ásamt gistingunni og þeg-
ar laxveiðin er orðin jafn dýrt sport
og raun ber vitni, vilja menn fá
peningana virði. Raunar eru gerð-
ar miklar kröfur, menn vilja ekk-
ert lakara heldur en þeir myndu
fá á bestu veitingastöðum. Fæðið
þykir vera upp og ofan svona eins
og gengur og því hefur verið fleygt
að veiðimönnum þyki maturinn
fara stigversnandi ef veiðin er lé-
leg, en það væri næstum hægt að
bera fram hvað sem er ef veiðin
er góð. í Laxá í Kjós er mikið lagt
í að maturinn sé í hæsta gæða-
flokki. I því skini hefur þar starfað
síðustu árin Sigurður Hall sem er
ekkert minna en liðsmaður í ís-
lenska Olympíuliði matreiðslu-
manna, hópi sem nýlega gerði það
stórgott á alþjóðlegu matreiðslu-
móti í Bandaríkjunum. Það er því
ekkert skrýtið þótt sjaldan eða
aldrei sé kvartað undan matnum
í Kjósinni. Morgunblaðið ræddi
aðeins við Sigurð Hall og innti
hann fyrst eftir því hvort þetta
væri satt eða logið með tengslin
við góða eða slaka veiði.
„Mínum mat hefur nú yfirleitt
verið vel tekið, en það er óhætt
að segja að ef það er léleg veiði,
þá eru veiðimennirnir ofsalega
þakklátir fyrir að fá góðan mat!
Þetta er þó ábyggilega að hluta
til satt, því ef veiðin er góð þá eru
menn í svo góðri hrifningu að þeir
spá minna í matinn. Matnum er
mun sjaldnar hælt þegar veiðin
gengur að óskum,“ segir Sigurð-
ur. Heyrst hefur. að á ónefndum
stað hafi verið lagðar hendur á
kokkinn, hefur þú einhvern tíman
lent í slíkum hremmingum?
„Nei, nei, hingað í Kjósina kemur
aðeins fyrirmyndarfólk og yfirleitt
er góð stemming við matarborðið.
Það eru líka brögð að því að fólk
kemur úr bænum gagngert til að
borða kvöldverð, ef plássið leyfir.
Af því að þetta er þannig lokaður
klúbbur, er það þó eingöngu fólk
sem er tengt veiðimönnum, eigin-
konur eða gestir þeirra,“ svarar
Sigurður. Og hann er næst spurð-
ur hvort að hann noti veiðimennina
sem tilraunadýr fyrir nýja rétti eða
útfærslur. Hann játar því eftir litla
umhugsun, yfirleitt séu veiðimenn
það jákvæðir og þakklátir að þeir
umberi slíkt og oft hafi hann birst
í bænum að hausti með nýja rétti.
En það hlýtur þó að vera erfitt
að gera jafnan öllum til hæfis?
„Ég ætla nú ekki að fara að
neita því. Þannig er mál vexti, að
sumir hóparnir eru allt upp í 6
daga að veiðum og ég hef þá reglu
að gefa aldrei sama matinn tvisv-
ar. Svo kemur hópur eldri Banda-
ríkjamanna sem eru flestir eða
allir í kólestrolvandræðum. Þeir
vilja eingöngu fisk og grænmeti
og eldaðan eins einfalt og hægt
Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson
Valur kvartmílukappi virðir fyrir sér flakið af keppnisbíl sínum.
Hann fór út af kvartmílubrautinni á 210 km hraða, en slapp með
skrekkinn.
KVARTMILA
Ríghélt í stýrið
og lokaði augunum
egar gijótið þyrlaðist upp í
kring um mig, gafst ég upp
við að slást við stýrið og beið þess
sem koma skyldi. Lokaði bara aug-
unum og ríghélt í stýrið,“ sagði
Valur Vífilsson, sem uplifði þá
martröð að fara út af kvartmílu-
brautinni á 210 kílómetra hraða,
og út í hraun. Hann var kominn á
þennan hraða í endamarki í tíma-
töku þegar gat kom á vélina og
grindarbíll hans hentist þversum
og hann fékk ekki við neitt ráðið.
„Það kom gat á blokkina og vatn
spýttist á annað afturdekkið, þann-
ig að bíllinn fór á hliðarskrið. Ég
reyndi að rétta hann af og sló af
bensíngjöfinni. Þá festist vélin og
allt læstist, þannig að bíllinn rann
á hliðarskriði 40 til 50 metra. Á
tímabili bjóst ég við að hann héngi
á hjólunum, en sá svo að ég réði
ekki við neitt og hugsaði bara „0,
ekki aftur“, sagði Valur, sem fór
harkalega út af fyrir níu árum og
kútveltist í keppnisbíl út í hraun.
„Þetta gerist með jafn reglulegu
millibili og Hekla gýs,“ sagði Val-
ur. „Ég stöðvaðist núna á hvolfi
eftir einhveijar veltur og mín fyrsta
hugsun var: eldur! Ég hélt niðri í
mér andanum og skreið út úr grind-
inni, feginn að hafa ekki meitt mig.
Ég hef alltaf vitað af slysahæt-
tunni, en öryggisbúnaðurinn í
keppnisbílum er hins vegar það
góður að ég hef aldrei verið hrædd-
ur um að slasast lífshættulega þó
óhöpp geti auðvitað komið fyrir.
Öryggisbúnaðurinn sannaði sig
núna.“
„Bíllinn er ónýtur frá a til ö, ekki
heil brú eftir nema kannski í ein-
hveijum smáhlutum. Ég keppi varía
meira á þessu ári en langar núna
að smíða mér T-módel Roadster
fyrir næsta ár. Það þýðir ekkert
að hætta, þó svona gerist. Þetta
herðir mann bara upp, vona ég....“,
sagði Valur.