Morgunblaðið - 25.08.1991, Page 15

Morgunblaðið - 25.08.1991, Page 15
T iMOM(?yNí.yU«Uíi$^!!ÍWAÖURig§/,Á<t!JÖ3T')19tíl 115 Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman við styttuna af Felix Dzerzhínskíj, sem lagði grunninn að so- vésku öryggislögreglunni KGB. Síðar var styttan felld. Höfuðpaurarnir voru þríeykið Borís Pugo innanríkisráðherra, KGB-forstjórinn Vladímír Krjústsjkov og landvarnaráðherr- ann Dímítríj Jazov marskálkur. Lík- lega munu þó flestar skipanirnar hafa komið frá Pugo. Höfuðpaur- amir og aðrir, sem voru á bak við tjöldin, hljóta oftsinnis að hafa rætt um leiðir til að sporna við þróun- inni. Ekki má gleyma því að það voru þessir menn, sem sögðu Gorb- atsjov í fyrrahaust að hann yrði að gefa umbótastefnuna upp á bátinn eða taka afleiðingunum. Sömu menn efndu til samblásturs í þinginu í júní og komu því til leið- ar að Vladímír Pavlov forsætisráð- herra fékk mikið af völdum Gorb- atsjovs. Samsærismennimir vissu fyrir mörgum vikum hvenær Gorb- atsjov færi í sumarfrí til Krím. Lengi hafði verið vitað að 20. ág- úst átti að undirrita nýjan sáttmála um sovézka ríkjasambandið, sem Gorbatsjov og Jeltsín höfðu náð samkomulagi um í vor, og að þar með mundu lýðveldin fá aukin völd. Allir vissu að almenn ringulreið hafði lengi ríkt í landinu. Fáir vissu betur en Jazov að leiðinlegt and- rúmsloft hafði lengi ríkti í heraflan- um, sem áður var virki harðlínu- manna og óbreytts ástands. í kosn- ingunum í Rússneska lýðveldinu í júní höfðu rúmlega 50% hermanna kosið Jeltsín. Vitað hafði verið í nokkur ár að pólitísk gjá hafði myndazt milli óbreyttra hermanna. og að hún breikkaði sífellt. Síðdegis á mánudag kom í ljós að hluti tveggja herfylkja hafði gengið í lið með Jeltsín. Þá voru aðeins nokkrar klukkustundir síðan tilkynnt hafði verið að stjórnarbylt- ing hefði verið gerð. Þá hljóta for- sprakkarnir að hafa gert sér grein fyrir því að straumurinn lá gegn þeim. Á blaðamannafundi um kvöldið vöktu valdaræningjarnir litla skelf- ingu og þeir virtust heldur ekki ráða nógu vel við ástandið. Toppfíg- úran, Gennadíj Janajev varaforseti, var skjálfandi á beinunum. Hann reyndi ekki að draga dul á að hann hefði engin áhrif á mikilvægar ákvarðanir og sagði til dæmis að herinn réði því hvort útgöngubann yrði fyrirskipað. Um leið reyndi hann að höfða til tilfinninga og kallaði Gorbatsjov „vin“ sinn. Frétt- amenn fengu grun um að valdaræn- ingjarnir hefðu ekki nógu góð tök á ástandinu og að ringulreið væri ríkjandi. Valdaræningjarnir fengu ekki þann stuðning, sem þeir höfðu vænzt. Margir á landsbyggðinni voru á báðum áttum, en fljótlega sást að straumurinn lá til Jeltsíns í lýðveldunum. Fyrir nokkrum árum hefðu þeir óttazt hefnd Kremlveija, en nú virtist sá ótti ekki lengur fyrir hendi. Forsetinn í Azerbaid- sjan, Ajaz Mutalíbov, lýsti yfir ein- dregnum stuðningi við valdaránið og sá eini sem var sama sinnis var forseti sjálfstjórnarlýðveldisins Menn fortíðarinnar í Sovétríkjunum vissu að valdahlutföllin voru að breytast þeim í óhag og að tíma þeirra væri lokið, ef þeir reyndu ekki að spyrna viðfótum. Neyðarnefnd ótt- menningaklíkunnar lagði rangt mat ó stjórnmólaóstandið og gerði margar aug- Ijósar pólitískar skyssur. Á blaðamannafundi vöktu valdarænin- gjarnir litla skelfingu og þeir virtust heldur ekki róða nógu vel vi ð óstandið Tatsarstan í Rússneska sambands- lýðveldinu, sem berst fyrir aðskiln- aði. Vesturveldin stóðu saman og fylgdu hyggilegri stefnu. Á þann hátt tókst þeim að gera valdaræn- ingjunum erfitt fyrir og styðja við bakið á lýðræðissinnum, þótt hlut- verk þeirra hlyti að vera takmark- að. Jeltsín taldi símasamtöl við Bush forseta og John Major forsæt- isráðherra mjög miklu máli skipta. Janajev og hinir valdaræningj- arnir fundu til æ meiri einangrunar þegar erlendir leiðtogar hvöttu til þess að Gorbatsjov tæki aftur við völdunum þegar í stað. Sjálfstraust lýðræðissinna jókst um allan helm- ing þegar tekið var fyrir erlenda aðstoð, en á það lögð áherzla um leið að það væri gert með framtíðar- hagsmuni sovézku þjóðarinnar fyrir augum. Strax á þriðjudag virtist neyðar- nefnd valdaræningjanna vera að leysast upp. Pavlov veiktist eins og hann á vanda til þegar taka þarf erfiðar ákvarðanir. Alls konar sögu- sagnir komust á kreik um að nýir menn yrðu skipaðir í stað Kijustsjk- ovs og Jazovs marskálks. Hafi það verið liður í lygaherferð valdaræn- ingjanna, sem hafi átt að fylla lýð- ræðissinna falskri öryggiskennd áður en lokasókn yrði hafin, var það algerlega misheppnað tiltæki, því að þeirri skoðun jókst fylgi að stjómleysi ríkti. Þegar árás var fyrirskipuð á aðal- stöðvar Jeltsíns höfðu valdaræn- ingjamir misst frumkvæðið. Stað- gengill Jazovs, Míkhaíl Moisejev hershöfðingi — forseti herráðsins, sem er talinn frjálslyndari en hann — skarst í leikinn og sagði her- mönnunum að skjóta ekki að fyrra bragði. Þrír biðu bana, en ástæðan virðist fremur hafa verið sú að ein- hveijir hermenn hafi bilað á taugum en að fylgt hafi verið hnitmiðaðri áætlun um að uppræta „uppreisnar- menn“ Jeltsíns. Þótt merkilegt kunni að virðast hélt lífið áfram sinn vanagang. Leigubílstjórar héldu áfram akstri, þótt útgöngubann tæki gildi, hvort sem það var vegna þess að þeir vildu storka valdaræningjunum eða að þeir gerðu sér ekki grein fyrir afleiðingunum. Umferðin var svo mikil að ekki komust fyrir bæði bifreiðir og skriðdrekar á götunum og þeir bitust um pláss. Verzlanir voru opnar þrátt fyrir ástandið, fjölmennt var á mörkuð- um að venju, flugvöllum var ekki lokað, strætisvagnar héldu áfram að ganga og síminn var ekki tekinn úr sambandi. Flestir komust til vinnu sinnar, þótt miðborg Moskvu lokaðist stundum vegna umferðar- öngþveitis. Margir Rússar létu sem ekkert væri og ypptu aðeins öxlum eins og þeir eru vanir þegar eitt- hvað bjátar á. Margir þeirra höfðu lifað heimsstyijöld og hreinsanir og kipptu sér ekki upp við valdaránstil- raun. Fjölmiðlar gegndu mikilvægu hlutverki. Sovézkir blaðamenn vildu fyrir hvern mun halda nýfengnu frelsi, sem glasnost hafði tryggt eftir langa skoðanakúgun. Útgáfa fijálslyndra blaða var stöðvuð, rússneska sjónvarpinu var lokað og þaggað var að mestu niður í tveim- ur óháðum útvarpsstöðvum, en fréttamenn þessara fjölmiðla beittu öllum tiltækum ráðum til að koma fréttum á framfæri — annaðhvort um vestræna fjölmiðla, fréttastofur sem fengu að halda áfram að starfa eða með því að prenta dreifibréf. Stjórnarmálgagnið Izvestíja, eitt níu dagblaða sém stjóm valdaræn- ingjanna taldi að mætti treysta, hikaði ekki við að bjóða þeim birg- inn. Á miðvikudag misstu"þeir jafn- vel stuðning verkalýðsblaðsins Trud, sem venjulega er auðsveipt. Smiðshöggið ráku slúðurberar, vestrænar útvarpsstöðvar og kapla- sjónvarp. Dagarnir sem skóku heiminn sýndu að bjartsýnismennirnir höfðu yfirleitt rétt fyrir sér. Sovétríkin hafa tekið algerum stakkaskiptum. Valdbeiting hefði ef til vill borið tilætlaðan árangur, en aðeins í stuttan tíma. Hópur gráhærðra gamalmenna getur tæplega lengur hnekkt þeim miklu breytingum, sem orðið hafa á stjórnmálaástandinu og hugarfari fólksins í Sovétríkjun- um, nema fagmannlegar sé staðið að verki hjá þeim sem vilja snúa við þróuninni en harðlínumönnun- um, sem klúðruðu valdaránstilraun- inni um daginn. BORGARFERBR Ödýrar helgar- og vikuferðir í september, október, nóvember og desember. Yerðið er komid en takmarkað sætaframboð Pantaðu strax til að komast í ferðina sem bér hentar. Verödæmi: sept./okt. nóv./des. ★ GLASG0W 3 nætur verð frá 25.580,- 25.580,- ★ L0ND0N 3 nætur verð frá 31.140,- 32.120,- ★ AMSTERDAM 3 nætur verð frá 27.650,- ★ EDINB0RG 3 nætur verð frá 23.595,- ★ LUXEMBURG 4 nætur verð frá 32.090,- ★ TRIER - JÓLAMARKAÐUR 28. nóvember, 4 nætur, verð fró 34.000,- ★ KIRKJDUSTARFERÐ til Þýskalands 28. september, 1 vika. Fararstjóri Höráur Áskelsson, orgelleikari. Verð kr. 50.240,- Verð pr. mann miðað við tvíbýli. Innifalið flug og gisting. Ekki innifalið flugvallarskattur og forfallagjald. Höfum einnig ú boöstólum lengri borgurferðir - Hofðu sombond viö okkur og fóöu nónori upplýsingor. Alla timmtudaga 29. ógúst, uppselt 5. september, uppselt 12. september, 5 sæti laus 19. september, laus sæti, 2 eða 3 vikur 26. september, laus sæti, 1, 2 eða 3 vikur 3. október, uppselt Verðdæmi 26. september: 1 vika kr. 41.900,"miðaovið 211^0. 2 vlkur kr. 57.911,-«*« 11* Verðið lækkar ef lleiri eru saman í íbúð. Barnaalsláttur er oefinn af olangreindu verði. Innifalið er flug, gisting. (lutningur til og Irá flugvelli erlendis og ísiensk (ararstiárn. Ekki innifalinn flugvallarskattur og forlallagjald. FERÐASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR AÐALSTRÆTI 16 101 REYKJAVIK sfmi 621490.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.