Morgunblaðið - 25.08.1991, Page 25
íeej[ T3U0Á ,5S flöa
QlQAJd'/íUOflOM
SUNNUDAUUR 25. ÁGÚST 19Sf
25
Friðþjófur Jóns-
son - Minning
Fæddur 18. júlí 1905
Dáinn 18. ágúst 1991
Okkur langar til að minnast afa
okkar, Friðþjófs Jónssonar, með
nokkrum orðum. Minningarnar
hlaðast upp í hugann. Eins og þeg-
ar við vorum öll systkinin á Jaðri,
sumrin voru svo fljót að líða þarna
uppfrá hjá afa og ömmu. Eða á
haustin þegar tími var kominn að
tína ber, þá var öllum hlaðið í pall-
bílinn og keyrt af stað. Afi var allt-
af svo brosmildur og hlýr.
Þegar við fórum sjálf að eiga
börn og hann kom í heimsókn var
hann alltaf með eitthvað í vasanum
til að stinga upp í þau. Ekki má
jóladagurinn gleymast þegar afi
kom á skodanum og sótti allt fólk-
ið, mikið þótti okkur systkinunum
gaman. Þá var spilað sungið og
farið í marga leiki. Þetta var eftir-
minnilegasti dagurinn á árinu.
Elsku afi er horfinn yfir móðuna
miklu. Hann gaf okkur svo mikið
með góðmennsku sinni og mann-
gæsku.
Guð blessi afa fyrir allt sem hann
hefur gefið okkur.
Guð leiði þig, en líkni mér
sem lengur má ei fylgja þér.
En ég vil fá þér englavörð
míns innsta hjarta bænagjörð.
Dagbjört, Friðþjófur,
Guðrún og Björk.
Hann afi okkar er dáinn, þessi
elskulegi maður sem alltaf tók okk-
ur hlýjum, opnum örmum. Skarðið,
sem hann skilur eftir sig, er stórt
og verður ekki fyllt. Við huggum
okkur við margar og fallegar minn-
ingar um hann.
Ofáar voru heimsóknir okkar
systkinanna til afa og ömmu í
Hólmgarði. Þar fundum við alltaf
yl og hlýju. Þau voru ætíð tilbúin
til að rétta okkur hjálparhönd ef
eitthvað bjátaði á.
Afi og amma voru mjög samrýnd
og því var það mikill missir fyrir
hans þegar amma dó 1984. Við
syrgðum hana líka sárt.
Afi var einstaklega óeigingjarn,
ljúfur og þolinmóur maður. Við
systkinin litum mjög upp til hans
og elskuðum hann heitt. Síðustu
árin var samveran við hann svo
stór hluti af lífi okkar að það er
erfitt að hugsa til þess að vera án
hennar. Þá er gott að rifja upp lítið
ljóð eftir Grétar Fells, en afi og
amma kynntust honum og virtu
hann mikils:
Alltaf bíður einhver rós
allra klakans bama.
I öllu myrkri er eitthvert ljós,
einhver vonarstjama.
Við kveðjum elsku afa að sinni
og þökkum honum fyrir allar yndis-
legu samverustundirnar.
Gunna, Bibbi og Sigrún Nanna
Hvar sem ég gekk til húsa
hitti ég góða menn.
Mér hefur mannheimur verið
mildur og ríkur í sinn.
(Guðmundur Ingi Kristjánsson)
Þegar Friðþjófur Jónsson hverfur
af heimi þykir vinum hans sem ljós
hafi’slokknað, bjartur tónn í hljóm-
kviðu dægranna dáið út. Hvar sem
hann fór geislaði hann frá sér birtu,
hlýju og hljóðlátri gleði. Að vísu
hafði ég á tilfinningunni að gleðin
væri ekki jafnfölskvalaus sem fýrr
eftir að konan hans góða, Sigurborg
Kristbjömsdóttir, lést fyrir sjö
árum. Birtunni og hlýjunni var þó
í engu brugðið.
Friðþjófur Jónsson var þeirrar
gerðar að menn, sem hann kynnt-
ist, hlutu að laðast að honum. Það
var notalegt að vera samvistum við
Svafar Steindórs-
son — Minning
Fæddur 8. febrúar 1915
Dáinn 15. ágúst 1991
Heilsast og kveðjast, það er
lífsins saga.
Á björtum sumardegi var klippt
á lífsstreng tengdaföður míns Svaf-
ars Steindórssonar eftir tiltölulega
stutta legu.
Foreldrar Svafars voru Steindór
trésmiður og kaupðmaður á Sauð-
árkróki, fæddur 16. júlí 1879, og
kona hans María, fædd 7. febrúar
1882, ættuð úr Eyjafirði, en Stein-
dór var fæddur og uppalinn Skag-
firðingur.
Snemma bar á því að hafið kall-
aði á þennan unga mann og sem
unglingur gerðist hann vikadrengur
e.s. Heklu. Síðan fer hann í Stýri-
mannaskólann í Reykjavík og lýkur
þaðan prófi. Á ýmsum skipum er
hann síðan ýmist sem stýrimaður
eða skipstjóri og frá því í byrjun
árs 1971 tók hann við m.s. Heklu
II. þar til hann lét af störfum 1975.
17. júní 1936 gekk hann að eiga
Elísabetu Beek, ættaðri frá Sóma-
stöðum í Reyðarfirði. Sú sambúð
varð skammvinn því hún andaðist
13. apríl 1941. Þau eignuðust tvær
dætur, Svövu, búsett á Akureyri,
og Elísabetu B., búsett í Reykjavík.
24. apríl 1942 gengur Svafar öðru
sinni í hjónaband og á þá Guðrúnu
Áradóttur trésmiðs Stefánssonar,
hún andaðist 2. janúar 1984. Þau
eignuðust tvö börn, Dóru Maríu,
sem er búsett í Noregi, og Ragnar,
sem er eiginmaður þeirrar er þetta
ritar, búsettur í Reykjavík.
Svafar var stór maður vexti og
tígulegur á velii, hjálpsamur og
góðgjarn. Hann var vel virtur bæði
af yfirmönnum og undirmönnum
sínum. Það var gott samband milli
hans og eiginmanns míns. Ég held
að óhætt sé að segja að ekki hafi
liðið sá dagur að þeir ekki töluðust
við, í síma ef hann ekki kom í eig-
in persónu. Hann var blíður afi^og
nutu synir okkar í ríkum mæli'þess.
Síðasta árið dvaldi hann á Hrafn-
istu í Hafnarfirði og naut þar góðr-
ar umönnunar, þó ekki væri hann
alltaf broshýr yfir veru sinni þar.
Þó banalega Svafars væri stutt í
lokin voru kraftar hans þrotnir fyr-
ir löngu og var hann oft búinn að
vera heilsuveill. Þetta átti að vera
örfá kveðjuorð til þín kærs tengda-
föður, um leið og ég þakka honum
samfylgdina og góð kynni.
í lokin vil ég færa því starfsfólki
sem hlut á að máli, bæði á Hrafn-
istu og Landakoti, þar sem Svafar
Legsteinar
ÍSS.HELGASONHF
B STEINSMKUA
■ SKEMMUVEGI 48'SiMt 76677
hann — og ánægjulegt. Á vegi slíkra
verða jafnan góðir menn — eða
kannski verða menn góðir af því
einu að kynnast fólki á borð við
Friðþjóf Jónsson. Ég hygg að hon-
um hafi þess vegna „mannheimur
verið mildur og ríkur í senn“.
Æviár Friðþjófs Jónssonar voru
orðin mörg — og hann var lang-
minnugur eins og margur íslend-
ingurinn. Ungur að árum hóf hann
að stunda sjó, sigldi víða og kunni
frá mörgu að segja. Síðar var hann
við síldveiðar og um miðjan aldur
nam hann pípulagnir og stundaði
þá iðn til starfsloka.
Mér er sérstaklega í minni hve
gaman var að heyra Friðþjóf rifja
upp minningar frá Siglufirði. Hann
þekkti þennan höfuðstað síldveið-
anna á þeim tíma þegar athafna-
menn fundu kröftum sínum fremur
viðfang í því að flytja út vörur til
að afla gjaldeyris en ausa út fé úr
landinu í skiptum fyrir kex eða
karamellur, bjór og brennivín.
Hugur Friðþjófs Jónssonar
stefndi hærra en að þeim hlutum
einum sem mölur og ryð granda.
Honum var ljóst að maðurinn er
musteri Guðs og því musteri má
ekki tjón vinna, til að mynda með
neyslu áfengis eða annarra vímu-
efna.
dvaldi oft, bestu þakkir fyrir góða
þjónustu í hans garð. Þá vil ég fyr-
ir hönd fjölskyldunnar færa Aðal-
björgu Júlíusdóttur bestu þakkir
fyrir allt sem hún gerði fyrir hann.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(Vald. Briem.)
Stella Magnúsdóttir
r
Minning
■n
Semjum minningargreinar,
afmælisgreinar,
tækifærisgreinar.
Önnumst milligöngu
við útfararstofnanir.
Sími 91-677585.
Fax 91-677586.
V J
Klukkan hefur nú glumið honum.
Okkur hjónum er þakklæti efst
íhuga. Ástvinum hans vottum við
samúð og biðjum þeim allrar bless-
unar.
„Fari bróðir og vinur vel.“
Olafur Haukur Árnason
Tengdafaðir minn, Friðþjófur
Jónsson, er látinn. Við erum mörg,
ung sem aldin, er sjáum honum á
bak með djúpum söknuði. Hann var
hvers manns hugljúfi, þeirra er
kynntust honum, einkar viðmóts-
hlýr og hafði létta lund. Hann var
dagfarsprúður, umtalsgóður, vand-
aður maður í hvívetna.
Friðþjófur var fæddur í
Reykjavík og ólst þar upp með for-
eldrum sínum, Jóni Guðlaugssyni
skósmið og Kristínu Árnadóttur.
Guðlaugur var bóndi á Katanesi
á Hvaífjarðarströnd, Jónssonar
bónda í Bæ í Bæjarsveit, Magnús-
sonar. Móðir Jóns skósmiðs var
Ragnheiður Sveinbjarnardóttir,
prests á Staðarhrauni, Sveinbjarn-
arsonar, bróður Guðlaugs í Bæ.
Kristín var dóttir Árna formanns í
Heimaskaga á Akranesi, Vigfús-
sonar bónda í Hvammi á Landi,
Gunnlaugssonar. Móðir Kristínar
var Guðríðut' Jónsdóttir bónda í
Heimaskaga Jónssonar.
Systkini Friðþjófs, er upp kom-
ust, voru Laugheiður, Árni og
Guðríður. Þau eru öll látin.
Friðþjófur gerðist barnungur
sendisveinn hjá fyrirtækjum í
Reykjavík. Fjórt.án ára fór hann til
sjós, fyrst sem messadrengur á
Sterling, síðar matsveinn á togurum
1920-1923. Hann skráðist á norsk
skip og var í ferðum vítt um höf
til 1927. Þá sneri hann aftur heim
og var lengst á togurum, línuveiður-
um og síidarbátum til 1942 en einn-
ig við ýmsa vinnu í landi.
Þegar hann var kominn fast að
fertugu settist hann á bekk með
piltum í Iðnskólanum í Reykjavík,
kvöldskóla, tvo vetur. Hann tók
sveinspróf í pípulagningum 1948
og fékk meistararéttindi 1951.
Hann vann síðan við þá iðn, hjá
meisturum og sjálfstætt, til 1955
er hann réðst til Hitaveitu
Reykjavíkur. Þar lauk starfsferli
hans 1975.
Friðþjófur var hvarvetna vel lát-
inn og eftirsóttur til starfa enda
samviskusamur og verkhagur
dugnaðarmaður.
Hann kvæntist 27. apríl 1932
Guðrúnu Sigurborgu Kristbjörns-
dóttur. Þau voru afar samhent hjón
og reyndust mörgum vel. Hjálpsemi
þeirra og örlæti var við brugðið.
Sonur þeirra er Bragi verkstjóri í
Straumsvík, kvæntur Svölu Jóns-
dóttur. Fósturdóttir Friðþjófs og
Sigui'borgar er Sigurborg kennari,
dóttir Braga og Svölu, eiginkona
þess er þetta ritar; uppeidissonur
þeirra er Heiðar Þorleifsson vagn-
stjóri, systursonur Friðþjófs. Kona
hans er Hulda Þorvaldsdóttir.
Friðþjófur var starfsamur félagi
í Góðtemplarareglunni og Reglu
musterisriddara. Hann var umboðs-
maður stórtemplars í stúkunni
Freyju nr. 218 frá 1984.
Framan af ævi varð Friðþjófí
ekki misdægurt. En allt frá 1961
átti hann við veikindi að stríða og
af ýmsu tagi. Hann gekkst þá und-
ir mikla aðgerð og hefur oft síðan
þurft að dveljast í sjúkrahúsi. Hann
var aldrei margorður um það enda
síst kvartsár maður. Æðruleysi
hans og þolgæði voru aðdáunar-
verð. Hann var hjúkrunarfólki afar
þakklátur fyrir aðhlynningu en
kappkostaði í lengstu lög að láta
ekki hafa fyrir sér. Löngum kallaðiÁ.
hann fram bros á varir félaga sinna
á sjúkrastofu og hjúkrunarfólks
með gamanyrðum. Allt til hins
síðasta.
Ég kom fyrst á heimili Friðþjófs
og Sigurborgar 1968, í Hólmgarði
43 í Reykjavík. Umhyggja þeirra
var einstök. Þau tóku mér þegar
sem syni. Ég nefndi þau jafnan
síðan föður og móður.
Minningin um Friðþjóf lifír og
lýsir, vísar okkur veg. Hann var
heill og sannur. Hlýr og traustur.**
Drengur góður.
Við hjónin kveðjum hann með
kærstu þökk.
Karl Helgason
t
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
TORFI BJARNASON
læknir,
Hjallaseli 45,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 30. ágúst
ki. 13.30.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vilja minnast hans,
er bent á Krabbameinsfélag íslands.
Sigrfður Auðuns, Sigríöur Torfadóttir,
Auður Torfadóttir, Sigurður Gústavsson,
Torfi Sigurðsson, Gústav Sigurðsson.
t
Alúðarþakkir fyrir hlýhug og vináttu við andlát og jarðarför sonar
míns og bróður okkar,
JÓNS ARINBJÖRNS.
Lárus Sigurðsson og börn.
t
Þökkum vináttu og samúð við andlát og útför
KRISTBJARGAR PÁLSDÓTTUR
frá Húsavík.
Ásdís Aðalsteinsdóttir,
Helga Sigurgeirsdóttir,
Höskuldur Sigurgeirsson,
Aðalsteinn Hallgrímsson.
t
Þökkum innilega öllum þeim, sem sýndu okkur hlýhug og vináttu
við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
JÓNU JÓNSDÓTTUR
frá Helgastöðum.
Helga Kristjánsdóttir,
Una Kristjánsdóttir,
Guðrún Kristjánsdóttir,
Alda Kristjánsdóttir,
Gísli Erlendsson,
Guðni Erlendsson,
barnabörn og
Magnús Helgason,
Páll Árnason,
Haukur Einarsson,
Ástmundur Höskuldsson,
Kolbrún Sigurgeirsdóttir,
barnabarnabörn.