Morgunblaðið - 25.08.1991, Page 10

Morgunblaðið - 25.08.1991, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1991 10 EINN MILLJARÐ VANTARENN UPPÁ MARKMIÐIÐ UM14 MILLJARÐA SPARNAÐ RÁÐUNEYTIN GERÐU STÆRRI TILLÖGUR UM ÞJÓNUSTUGJÖLD ENBÚIST VAR VIÐ SÉRTEKJUR FYRIR OPINBERA ÞJÓN- USTU TALDAR GETA 0RÐIÐ2-3 MILLJARÐAR KR. HEILAGAR KÝR UNDIR HNÍFINN RÍKISSTJÓRNIN Á LOKASPRETTIVIÐ NIÐUR- SKURÐ OG SPARNAÐ í RÍKISBÚSKAPNUM eftir Ómar Friðríksson MARGMILLJARÐA niðurskurður ríkisútgjalda, sparnaðartillögur, gjaldtaka fyrir opinbera þjónustu og samdráttur í tilfærslum og framlögum til sjóða, atvinnuvega og niðurgreiðslna er viðfangsefni ríkisstjórnar og þingflokka sljórnarliðsins á lokaspretti fjárlagaund- irbúnings. Aðferðir eru um margt óvenjulegar; hveiju ráðuneyti var falið að fylla upp í tilsetta ramma með tillögum um milljarða niður- skurð og sparnað og nú standa yfir tilraunir til að bræða pakkann saman með pólitísku samkomulagi í ríkisstjórn ogþingflokkum. Engar ákvarðanir verða teknar um stærri eða smærri liði fyrr en allir eru sáttir og því ríkir gífurleg leynd yfir allri tillögugerð, „enda er allt lagt undir,“ eins og Friðrik Sophusson fjármálaráðherra orð- ar það. Þetta er stórtækasti uppskurður í rikisfjármálunum sem ráðist hefur verið í fyrr og síðar, að sögn ráðherra. Vandinn á þriðja tug milljarða og niðurskurðarfyrirmælin tæplega 15 milljarðar í þessari lotu. Markmiðið er um 4 milljarða hallarekstur ríkissjóðs á næsta ári og að fjárlögin verði komin í jafnvægi árið 1993. Markmið ríkisstjórnar- innar í ríkisfjármá- lauppskurðinum eru skýr þótt ýmsir hafi efasemdir um að þau séu að öllu leyti raunhæf. „Þetta er í fyrsta skipti sem við vinnum rammaf- járlög. I framhaldi af tæknivinnunni eigum við hluta pólitískrar umræðu eftir og þar eru ýmis álitamál. Svo blasir það við að enn hefur sigið á ógæfuhliðina í ytra umhverfí efna- hagslífsins. Þar ber hæst niður- skurð í aflaheimildum og því þykir mér ekki ólíklegt að til að ná efna- hagsmarkmiðunum, sem eru aðal- atriðið, verði enn að taka til hend- inni,“ segir Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra. Heilög markmið Stefnt er að því að rekstrarhalli ríkissjóðs á næsta ári verði ekki meiri en 4 milljarðar, sem er innan við helmingur áætlaðs halla á þessu ári. Þessum rekstrarhalla á svo að útrýma á árinu 1993. Lánsfjárþörf hins opinbera á árinu stefnir í 34 milljarða króna en reynt er að koma henni niður í 24 milljarða og þar af verði lánsfjárþörf ríkissjóðs und- ir 6 milljörðum. Þá er það heilagt markmið ríkisstjórnarinnar að hækka ekki skatta þannig að heild- arálagning bæði beinna og óbeinna skatta aukist ekki frá gildandi fjár- Jögum. Þegar útgjaldatillögur ráðuneyt- anna lágu fyrir í sumar blasti við að niðurstöðutala fjárlagafrum- varpsins yrði um 120 milljarðar króna en allt stefnir hins vegar í tekjusamdrátt á milli ára, m.a. vegna niðurfellingar jöfnunargjalds og samdráttar í veltu, sem þýðir að heildartekjur yrðu um 100 millj- arðar. Því til viðbótar hefur svo samdráttur í fiskveiðum á komandi fiskveiðiári í för með sér 2 milljarða tekjutap fyrir ríkissjóð. Sópað undan teppunum Ráðherrar ákváðu að láta ekki þar við sitja, heldur grafa dýpra ofan í stöðu ríkisfjármálanna og „sópa undan teppunum“ eins og það var orðað. Fram hefur komið að fjárlagahallinn á þessu ári verður a.m.k. tvöfalt meiri en gert var ráð fyrir þegar Alþingi afgreiddi lögin og aukin útgjöld miðað við óbreytt lög verði 7,1 milljarður kr. Saman- lagður hallarekstur verði því á bil- inu 10-12 milljarðar. I þessu felast líka skuldbindingar sem ráðherrar fyrri ríkisstjórna hafa stofnað til án þess að gert sé ráð fyrir ákveðnum tekjum á móti þegar kemur að gjalddögum. Þetta kallar ríkisstjórn Davíðs Oddssonar fortíðarvanda og hefur skipað sér- staka nefnd til að fara ofan í saum- ana á því máli. Þá koma til áhrif nýrra laga sem hafa útgjaldaauka í för með sér upp á 3,1 milljarð en þar er um að ræða grunnskólalög, búvörusamn- ing og kostnað við aðskilnað fram- kvæmdavalds og dómsvalds. Óskir ráðherranna um ný útgjöld og fjár- festingar umfram það sem gert hefur verið ráð fyrir nema 4,4 millj- örðum. Ný lög og samningar 3,1 milljarðar ■ ■■ ■ Aukin útgjöld miðað við óbreytt lög Fjárlagahalli 1991 4,1 milljarðar Fortíðarvandi 5 milljarðar Heildarvandinn sem ráðherrar ákváðu að kljást við í sumar nemur rúmlega 18 milljörðum. Þar fyrir utan stendur fyrirséð tveggja millj- arða tekjutap vegna aflasamdráttar og sérstakur fortíðarvandi upp á 5 milljarða, sem ekki hefur verið ráð- ist að. Hann snýst um uppsafnaðan fjárhagsvanda vegna Byggingar- sjóðs verkamanna, Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, lífeyrissjóðs ríkis- starfsmanna, Byggðastofnunar, Atvinnutryggingasjóðs og Fram- kvæmdasjóðs, sem áætlað er að falli á ríkið með um 5 milljarða þunga árlega. Samtals teija ráð- herrar þetta því setja um 25 millj- arða fjárlagavanda upp á borðið. Sparnaðarrammarnir Öllum ráðherrum var settur til- tekinn niðurskurðar- og sparnaðar- rammi og var tillögum skilað í byij- un ágúst. í framhaldi af því var tekið til við að kynna þingflokkum stjórnarinnar niðurskurðarhug- myndirnar og niðurstaðan síðan tekin til umræðu á rúmlega tólf klukkustunda fundi ríkisstjórnar- innar síðastliðinn mánudag. Þar fengu ráðherrar fyrst tækifæri til að skoða titlögur hvors annars og upphefja póltískan sambræðing og hrossakaup. Spamaðarfyrirmælin hljóðuðu upp á stórfelldan niðurskurð á öllum þjónustusviðum en jafnframt var gefinn kostur á tillögum um að taka upp í stórauknum mæli ný og auk- in þjónustugjöld og sértekjur. Sam- kvæmt traustum heimildum kom í ljós, þegar tillögupakkinn var skoð- aður í heild sinni, að flest ráðuneyt- in höfðu fremur sóst eftir að taka upp mun meiri þjónustugjaldtöku í stað niðurskurðar en búist hafði verið við. Var sumum tillaganna vísað aftur til föðurhúsanna, þar sem þær voru taldar fela í sér hreina skattheimtu. Mikil óvissa ríkir um afdrif skóla- gjalda og innritunargjalda á sjúkra- húsum, sem gerð var tillaga um. Ráðherrar og þingmenn Sjálfstæð- isflokks sýnast flestir líta svo á að þessar tillögur 'séu enn inni frum- vai-psdrögunum, enda hafi engum hugmyndum verið hafnað enn sem komið er. Vilja margir þeirra halda þeim stíft fram, þar sem nauðsyn- legt sé að efla kostnaðarvitund neytendanna með því að láta þá greiða í auknum mæli fyrir þá þjón- ustu sem ríkið lætur í té. Af því muni óhjákvæmilega leiða aukið aðhald og sparnaður í útgjaldfrekri starfsemi heilbrigðiskerfisins og skólanna. Þá sé það skref í þá átt að breyta þjónustustofnunum ríkis- ins í sjálfstæðar stofnanir og bjóða út verkefni í ríkisrekstri. „Það er ekki óeðlilegt að taka upp skólagjöld. Þau hafa tíðkast en komið misjafnlega niður og ég tel eðlilegt að nemendur finni að sú menntun sem þeim er látin í té hefur mikinn kostnað í för með sér og er ekki ókeypis. Hið sama á við um sjúkrahúskostnaðinn. Reynslan sýnir að heilbrigðisþjónustan verður bæði dýrari og óhóflegri þegar ein- staklingamir fá hana ókeypis. Lífs- kjörin hafa verið að dragast saman og ein skýring þess er sú, að með allskonar félagslegum aðgerðum er SJÁBLS. 12

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.