Morgunblaðið - 25.08.1991, Side 4

Morgunblaðið - 25.08.1991, Side 4
4 FRETTIR/YFIRLIT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1991 ERLENT INNLENT Sljórnmála- samband við Eystra- saltslöndin Strax á mánudagsmorg'un for- dæmdi ríkisstjórn íslands valdarán harðlínukommúnista í Sovétríkjun- um en valdaránið fór út um þúfur á þriðjudag. Þing Eistlands og Lett- lands lýstu yfir fullu sjájfstæði landanna og ríkisstjórn íslands áréttaði viðurkenningu á sjálfstæði þeirra. Jafnframt var ákveðið að taka upp formlegt stjórnmálasam- band við Eystrasaltslöndin þrjú. Sameiningai hafnað Hluthafafundur í Hraðfrystihúsi Stöðvarfjarðar hf. felldi á þriðjudag tillögu stjómar fyrirtækisins um sameiningu við _ Hraðfrystihús Breiðdælinga hf. Úrslitum í at- kvæðagreiðslunni réð andstaða meirihluta hreppsnefndar Stöðvar- hrepps sem á 28% í fyrirtækinu. Svavar Þorsteinsson fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Breiðdælinga sagði að með þessu hefði endi verið bundinn á tilraunir til að sameina fyrirtækin. Gengi hlutabréfa lækkar Gengislækkun kjarabréfa Stjórn verðbréfasjóða í umsjá Verðbréfamarkaðar Pjárfestingar- félags ísiands hf. lækkaði um síðustu helgi gengi nokkurra verð- bréfa sem sjóðirnir gefa út. Athug- un Bankaeftirlitsins á innlausnum fyrir gengislækkunin leiddu í Ijós að innlausnir verðbréfa sjóðanna voru á engan hátt óeðlilegar. Lítt slasaður úr 12 m falli Maður slapp lítið slasaður úr falli niður um iyftuop í Þjóðarbók- hlöðunni á fímmtudag. Maðurinn féll tólf metra og hafnaði í stein- steyptri gryfju. Sjónarvottum og læknum bar saman um að krafta- verk sé að hann skuli hafa sloppið lítið meiddur. Þjóðverji beið bana Ungur Þjóðveiji lést þegar hon- um skrikaði fótur í skriðu og hrap- aði fjóra metra í Hengifossgili í Fljótsdal á miðvikudag. Aukinn kaupmáttur Gengi hlutabréfa Flugleiða lækkaði lítillega í vikunni vegna aukins framboðs bréfanna. Jafn- framt hafa sum verðbréfafyrirtæk- in hætt kaupum á hlutabréfum fé- lagsins en bjóðast til að taka þau í umboðssölu. Þá hefurgengi hluta- bréfa Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi verið lækkað úr 3,60 í 3,10, m.a. vegna kvótaskerðingar. Fargjaldalækkun Flugleiða Flugleiðir hafa ákveðið að lækka fargjöld á milli Bretlands og Bandaríkjanna um allt að 15% til að mæta samkeppni vegna verðstríðs stærri keppinauta fyrir- tækisins á þessari leið. ERLENT Kaupmáttur hefur aukist um 4% á þjóðarsáttartímanum, samkvæmt athugunum Kjararannsóknar- nefndar. Einnig kemur fram að vinnutími verkafólks styttist en lengist hjá .afgreiðslufólki. Útlán Framkvæmdasjóðs lögleysa? Davíð Oddsson forsætisráð- herra segir að útlán úr Fram- kvæmdasjóði íslands til einstakra fyrirtækja á undanförnum árum hafi verið iögleysa. Þórður. Frið- jónsson stjómarformaður sjóðsins segir að heimildir fyrir þessum lán- veitingum hafí komið frá ríkisstjórn og Aiþingi hverju sinni. Valdaráni afstýrt í Moskvu ÁTTA frammámenn í sovéska kommúnistaflokknum gerðu að- faranótt mánudags tilraun til að bylta Míkhaíl Gorbatsjov, forseta Sovétríkjanna. í sextíu klukku- stundir stóð heimurinn á öndinni og fylgdist með framvindu valda- ránsins. Áttmenningamir stofnuðu neyðarnefnd, sem stjórna átti Sov- étríkjunum í sex mánuði undir for- ystu eins þeirra, Gennadíjs Janajevs varaforseta, og lýstu yfír því að Gorbatsjov færi frá vegna heilsubrests. Á miðvikudag féll neyðarnefndin. Neyðarnefndin bannaði verkföll, hóf gagngera ritskoðun og sagði að allir þeir, sem óhlýðnuðust skip- unum hennar, yrðu handteknir. Rauði herinn var sendur á skrið- beltum inn í Moskvu. Valdaráninu var mótmælt um allan heim og George Bush Bandaríkjaforseti lýsti yfir því að hann hygðist ekki viðurkenna nýju stjórnina. Andspyma gegn valda- klíkunni hófst samstundis í Sov- étríkjunum. Borís Jeltsín, forseti rússneska sambandslýðveldisins, sneri umsvifalaust til Moskvu frá sumardvalarstað sinum skammt fyrir utan borgina og er sagt að hann hafi sloppið naumlega við handtöku. Jeltsín lýsti neyðar- nefndina ólögiega og sagði allar tilskipanir hennar ómerkar. Jeltsín kom sér fyrir í víggirtu þjóðþingi Rússlands ásamt ráð- gjöfum og þingmönnum. Fyrir ut- an söfnuðust saman tugir þúsunda manna og sveit tíu skriðdreka, sem snerust á sveif með andspyrnunni. Á þriðjudag gerði Rauði herinn umsátur um þinghúsið og um kvöldið var látið til skarar skríða. Um stund leit út fyrir að koma myndi til blóðsúthellinga og jafn- vel borgarastyijaldar, en þá hörf- uðu skriðdrekarnir. Á miðviku- dagsmorgun ríkti óvissa, en eftir því sem leið á daginn kom í ljós að neyðarnefndin vissi ekki sitt ijúkandi ráð. Upp úr hádegi var ljóst að valdaránið hafði mistekist. Gorbatsjov sneri aftur til Moskvu um kvöldið og settist í forsetastól á ný. Neyðamefndin verður dregin fyrir rétt og má búast við því að nú taki við hreinsanir. Á föstudag stöðvaði Jeltsín starfsemi komm- únistaflokksins um óákveðinn tíma og í gær var hafíst handa við að jafna um flokkinn í lýðveldunum. Mannfall í Júgóslavíu Ástandið í Júgóslvaíu virðist fara versnandi og sagði Luka Bebic, forsætisráðherra Króatíu, að í uppsiglingu væri langt stríð þar sem einskis yrði svifist. Stipe Mesic, forseti Júgoslavíu, hótaði í gær að segja af sér. Nokkurt mannfall varð í síðustu viku. Á fimmtudag féllu 20 manns i átök- um og skærur héldu áfram á föstu- dag. Hart sótt að komm- únistaflokknum Reuter Starfsmenn KGB hylja andlit sín er þeir eru reknir út úr höfuðstöðv- um öryggislögreglunnar illræmdu í Vilnius, höfuðborg Litháens. Moskvu. Reuter. Kommúnistaflokkur Sovétríkj- anna, sem fór með öll völd í land- inu í meira en sjötíu ár, þarf nú að þola árásir og niðurlægingu. í mörgum Sovétlýðveldum hafa eignir flokksins verið gerðar upptækar. Meðlimir flokksins eru sakaðir um að hafa stutt hina misheppnuðu valdaránstilraun harðlínukommúnista. Um öll Sovétríkin fer bylgja and- úðar á kommúnistaflokknum, þrátt fyrir að Míkhaíl Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna og aðalritari flokks- ins, hafi varað við „nornaveiðum" eftir að valdaránið misheppnaðist. Umbótasinninn Jakovlev, fyrrum ráðgjafi Gorbatsjovs, fordæmdi flokkinn í gær fyrir að hafa ekki reynt að koma í veg fyrir valdarán- ið. Jakovlev sagði' sig úr flokknum fyrir skömmu og spáði fyrir um til- raun harðlínumanna til valdatöku á föstudag í síðustu viku. „Valdarán var framið í landinu — flokkurinn þagði. Löglegum forseta landsins og aðalritara flokksins var steypt af stóli, en flokksforystan var þögul sem gröfin," sagði Jakovlev í blaða- viðtali í gær. „Fólk laug blákalt í útvarpi og sjónvarpi. Flokkurinn þagði. Það sem verra er; blóði sak- lauss fólks var úthellt, og enn heyrðist ekki frá kommúnista- flokknum." Hagfræðingurinn Stanislav Sjat- alín sagði að kommúnistaflokknum væri að kenna um öll vandamál Sovétríkjanna. „Sovézki kommúni- staflokkurinn getur ekki breytzt. Eina og síðasta breytingin á flokkn- um á að vera sú að hann iðrist frammi fyrir fólkinu, leysi sjálfan sig upp og hverfi af hinu pólitíska sjónarsviði," sagði Sjatalín í bréfi, sem hann birti í Komsomolskaja Pravda í gær. Stjórnamefnd Kommúnista- flokksins gaf út yfirlýsingu, þar sem mótmælt er þeirri „andkomm- únísku móðursýki", sem gangi yfir landið. Flokksstjórnin talar hins vegar fyrir daufum eyrum. Á föstu- dag lögðu leiðtogar umbótasinna í Moskvu undir sig byggingar mið- stjórnar kommúnistaflokksins. „Við skipuðum þeim að vera komnir út „Sumir beztu vinir hans sviku hann og eru nú horfnir úr emb- ætti. Ég vona nú að hann muni veita fólkinu í kringum sig meiri athygli og fara varlega í starfs- mannamálum,“ sagði Bessmert- nykh. Hann sagði að Gorbatsjov tryði ekki skýringum sínum á hegðan sinni meðan á valdará.ninu stóð. „Hann telur að ég hafi hald- ið að mér höndum þessa þrjá daga. Það er alls ekki satt.“ Bessmertnykh sagði að með því að reka sig hefði Gorbatsjov misst einn af sínum dyggustu stuðnings- mönnum. „Ég mun styðja hann á slaginu klukkan fimm og taka aðeins með sér persónulega muni, því að við vildum ekki að þeir fjar- lægðu nein skjöl,“ sagði Míkhaíl Astafíev, rússneskur þingmaður, i samtali við Morgunblaðið á föstu- dag. „Þeir hlupu út á tilsettum tíma með pappakassana í fanginu. Við grunum þá þó um að hafá tekizt að eyðileggja ýmis skjöl.“ I Litháen, Lettlandi og Moldóvu hefur kommúnistaflokkurinn verið bannaður. í gær, laugardag, sagði Leoníd Kravtsjúk, forseti Ukraínu, sig úr stjórnmálaráði flokksins og hvað sem á gengur, eins og ég framast get,“ sagði utanríkisráð- herrann fyrrverandi. Hann hafði áður sagt að meðan á valdaráninu stóð hefði hann ver- ið veikur og í rúminu. í viðtalinu sagði Bessmertnykh að hann hefði ekki viljað segja af sér er valdarán- ið var framið, vegna þess að hann hefði viljað standa vörð um ut- anríkisstefnu Sovétríkjanna. „Þeg- ar manni er falið að gæta einhvers dýrmætis, þá verður maður að gera það. Ég vildi ekki hlaupast á brott frá því einungis af því að það fylgdi þar fordæmi forseta Úzbek- istans og Kazakhstans. Fregnir hafa borizt af því að Lenínsstyttur í Eystrasaltslýðveld- unum hafi verið felldar af stalli og hlutaðar í sundur. I Moskvu felldi fagnandi mannfjöldi styttuna af Sverdlov, einum af helztu sam- starfsmönnum Leníns í byltingunni. Rússneski þingmaðurinn, sem Morgunblaðið ræddi við, sagði að hin fjölmörgu Lenínslíkneski í höf- uðborginni hefðu enn sem komið er verið látin í friði. „En það er varla langt í að þau fjúki,“ sagði hann. Alexander Bessmertnykli. hefði verið pólitískt ráðlegt,“ sagði hann. Meðan á viðtalinu stóð hringdi Bessmertnykh í James Baker, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna og tilkynnti honum að hann hefði ver- ið rekinn úr embætti. „Ég vil að heimurinn og starfsbræður mínir um allan heim viti að ég er sami maður og ég hef alltaf verið,“ sagði hann. Bessmertnykh í sjónvarpsviðtali: Vildi verja utan- ríkisstefnuna Mun styðja Gorbatsjov hvað sem á gengur Washingfton. Reuter. ALEXANDER Bessmertnykh, fyrrverandi utanríkisráðherra Sov- étríkjanna, sagði í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina ABC á föstudagskvöld að hann væri áfram dyggur stuðningsmaður for- seta Sovétríkjanna, Míkhaíls Gorbatsjov. Bessmertnykh hvatti Gorb- atsjov til að fara með gát er hann veldi sér nýja ráðgjafa. I I I I 1 \ \ \ I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.