Morgunblaðið - 25.08.1991, Blaðsíða 19
M0ft('ÁrNBlÍAÐlÐ; SttKNl rDÁGUK ys-'ÁGGST 1991
túlkur, hann kynnti mig fyrir
írönskum herforingja sem lá í fleti
sínu, langt leiddur af magakveisu.
Hann sýndi mér lítil böm sem hefðu
þurft að komast undir læknishend-
ur en það kannaðist enginn við
þessa læknafjöld sem héraðsstjór-
inn hafði talað um. Sagt var að
tveir læknanemar kæmu á tveggja
vikna fresti og væru hálfan dag.
Enginn vissi til að lyfjabúð væri í
búðunum og tannlækninn hafði
enginn heyrt um fyrr.
Ibúarnir vissu að blaðamenn
vom væntanlegir og ýmsir höfðu
undirbúið sig. Höfðinginn flutti yfir
mér skrifaða ræðu um raunir
þeirra. „Við höfum gleymst. Það
sinnir okkur enginn. Sumir hafa
selt muni eins og dýnur og pönnur
og diska af því okkur var sagt við
fengjum að fara. Okkur var sagt
við þyrftum að borga 50 dínara
(tæplega 165 dollarar á rétta geng-
inu) fyrir hvert sæti í rútunni og
mættum ekki taka farangur með.
En nú segja þeir að stjórnin í Iran
vilji ekki fá okkur. Mættum við
biðja háttvirta frú blaðamann að
koma því áleiðis að við eigum mjög
erfitt og enginn man eftir okkur.“
Mér var boðið að sitja á hrörleg-
um stól meðan ræðan var flutt.
Ég sat þar á einhverri moldarupp-
hækkun og hvarflaði augum yfir
þennan ólýsanlega ljóta stað með
óþefínn í vitunum, hálsinn að lím-
ast saman af þorsta, augun þrútin
af moldrykinu. Og með mörg
hundruð augu, ung og gömul sem
horfðu biðjandi á mig og virtust
trúa því staðfastlega að nú mundu
allar þeirrar þrautir vera senn á
enda.
Þegar við Faras gengum aftur
af stað eftir að ég hafði kvatt höfð-
ingjann og aila fjölskylduna sagði
hann mér að í búðunum væru
nokkrir pólitískir flóttamenn, hvort
ég vildi koma í einn kofann og hitta
þá að máli. Þeir vildu gefa mér
nöfn sín og ég ætti síðan að sjá
um að íraska stjórnin veitti þeim
réttindi sem við ættu um pólitíska
flóttamenn. Ég var á báðum áttum.
Það voru liðnir tveir klukkutímar
eða vel það. Ég taldi víst að það
væri lengri tími en okkur var ætlað-
ur. Þorstinn var að gera mig
ruglaða og ég myndi ábyggilega
fá sólsting af miskunnarlausum
hitanum. Eg sagðist verða að fara.
Ungur maður horfði á mig reiði-
lega. „Við höfum verið hér í tíu ár
... geturðu ekki einu sinni staldrað
við í nokkra klukkutíma ..." Ég
gafst upp, kinkaði kolli. Ég vildi
líka allt til vinna að komast úr sól-
inni.
Við vorum tuttugu mínútur á
leiðinni til pólitísku flóttamann-
anna. Þeir höfðu stráka á verði úti
fyrir til að láta vita ef yfirmenn
búðanna kæmu á þennan stóralvar-
lega fund. Ég lét fallast niður á
moldargólfið og hlustaði utan við
mig á þá. Hugsaði. Ég verð að fá
vatn. Mundi drulluna úti fyrir og
saurinn og hugsaði æst: Ég verð
að fá vatn. Mér var fært ískalt
vatn og ég svolgraði það og hugs-
aði: Skítt með það ef ég verð lasin.
Ætli nokkuð sé jafn fljótvirkt til
að svipta mann viti og þorsti í 55
stiga grimmum sólarhita. Hvernig
svo sem umhverfið er.
Við höfðum farið frá Hótel A1
Rasheed í Bagdad klukkan sjö um
morguninn og fyrst til Ramadi og
leidd á skrifstofu héraðsstjórans.
Khalid ráðuneytismaður var fyrir
hópnum en í honum voru aðallega
íraskir blaðamenn, einn alsírskur,
annar frá Bandaríkjunum og ég.
Aðrir höfðu ekki áhuga. Kvöldið
áður hafði ég hitt Carol blaðakonu
við Washington Post. „Æ, þessar
flóttamannabúðir eru allar eins,“
sagði þessi heimskona. „Það er
engin frétt í neinu þar eftir að
maður hefur farið í einar."
Mér fannst afleitt að þurfa að
hitta héraðsstjórann áður en við
höfðum séð búðirnar og geta þar
af leiðandi ekki gert annað en
skrifa niður yfirlýsingar hans at-
hugasemdalaust. Héraðsstjórinn
var ekki til viðtals eftir ég hafði
skoðað búðirnar.
finnst mér í umhverfi sem er langt-
um skárra í Gazabúðunum - og
er það þó fjarri nokkuð til að hrópa
húrra fyrir. UNRWA-flóttamanna-
stöð Sameinuðu þjóðanna fyrir
Palestínumenn - hefur þar aðstöðu
og sú aðstoð, matargjafir og heilsu-
gæsla sem er veitt hjá UNRWA
gerir að verkum að Gazabúðir, sem
ég hugsaði mér hinar ógeðslegustu
í heimi eftir för þangað sl. vor, líta
út í endurminningunni eftir AL
Tash sem hreinasti sælustaður.
Það er fjarska auðvelt að skilja
reiði Palestínumannanna. ísraelar
koma fram við þá af hroka, tor-
tryggni og taumlausri dómhörku.
Ég minntist á að erfítt sé að kom-
ast út úr Gazaa en það er blávatn
miðað við að fá að komast þangað
inn - einkum fyrir blaðamenn.
Þegar ég kom hafði ísraelsKíf"'
útvarpið greint frá því um morgun-
inn að fjórir ungir menn frá Gaza
sem höfðu setið í fangelsi hefðu
verið reknir úr landi. Fjölskyldum
var ekki tilkynnt þetta fyrirfram.
Mikil sorg og reiði var hvarvetna.
Verðirnir í grennd við Gaza stöðv-
uðu bíla og sneru þeim frá. Það
var ólga og dró senn til tíðinda og
þeim var ekki skemmt.
Burstaklipptur hermaður, ljós-
hærður og bláeygður Askhenasi-
gyðingur harðbannaði mér að halda
áfram förinni og sagði ég fengi
ekki að fara inn nema í hermanna-
fylgd. Það væri lífshættulegt fyrir
blaðamenn og útlendinga almennt
að fara inn í Gaza, ekki síst eftir
að ofsatrúarsamtökin Hamas hafa
eflst þar mjög mikið og það svo
að er mörgum áhyggjuefni.
Ég neitaði að fá hermenn mér
til varnar og hann sagði það væri
greinilegt ég væri að leita að ein-
hveiju neikvæðu um Ísraela. „Þú
ert nú langt kominn að útvega mér
efni um það,“ sagði ég og hann
tútnaði út af reiði. Sagðist geta
látið færa mig burt með valdi. í^.
stóð mig að því að hugsa: „Ef ég
byggi við slíkt viðmót og kannski
margt þaðan af verra, daginn út
og inn, viku eftir viku, mánuði og
ár, færi ég þá ekki líka að kasta
steinum?
Þetta stefndi í óefni og annar
hermaður kom á vettvang til að
skakka leikinn. Hann hvíslaði að
mér að hann gæti gefið mér ráð-
leggingar og eftir nokkurt skraf
sneri ég frá og sá burstaklippti
horfði sigri hrósandi á eftir okkur.
Hálftíma seinna keyrðum við inn
í Gaza við varðstöðina Nashli nokk-
ur sunnar. Ég hafði skipt um bíl,
í staðinn fyrir bleikan jakka hafði.
ég fengið skósíða brúna kápu, vaf-
ið hvítum klút um hárið og var
töluvert brúnni í andliti en í sólar-
leysi daganna á undan.
Ég hitti fjölskyldur tveggja
þeirra fjögurra ungu manna sem
höfðu verið reknir úr landi um
morguninn. Það var líkt og að koma
til jarðarfarar, harmur í húsum og
fjölskyldurnar saman komnar að
ræða málin. Börnin ráðvillt og kon-
ur grátandi, karlmennirnir alvar-
legir í bragði. Ég hitti ungan Pa-
lestínumann, Hashem, sem vinnur
við erfið skilyrði að gefa út blað á
svæðinu, hitti lækni sem hafði tek-
ið við særðu fólki um morguninh
eftir óeirðir urðu til að mótmæla
brottvísunum. Hashem sagðist
efa að ég skildi þjáninguna sem í
því felst að vera flóttamaður. “Við
getum ekki sætt okkur við að lif
okkar er fullt af óréttlæti, niður-
lægingu og fátækt. “Víst er um-
hyggja Vesturlandabúa og skiln-
ingur á högum flóttamanna mjög
af skornum skammti. Það er
svona svipað og við höfum komið
okkur upp dálitlum umhyggjukvóta
en hann er ekki stór og hann er
ekki varanlegur. Flóttamenn eru
vandamál. Þeir þreyta okkur þegar
meðaumkunarkvótinn er fullur og
við viljum ekki taka afstöðu. Þá
er auðveldara að ýta málinu frá
sér. Er ekki einhver opinber stofn-
un sem á að sjá um þetta? Og þar
með getum við sagt amen með
nokkuð góðri og ábyrgri samvisku.
Eiginmaður stúlkunnar fyrir miðju og faðir litla drengsins hafði verið fluttur úr laudi þennan dag. Með
á myndinni er elsta systir mannsins og tvær dætur hennar.
„Mamma er að búa til brauð. Komdu heim með okkur.“
Vaðið í saur og skolpi. Daglegt
líf barnanna í A1 Tash.
Uppi á hæðinni beið höfðinginn og fjölskylda hans.
Sá burstaklippti vísaði flestum frá með rosta.
ður en ég kom til A1 Tash
»hafði ég haldið að aðbún-
aðarleysi og ömurleiki
flóttamannabúða á Gaza-
svæðinu væru þær nötur-
legustu. Það er þéttbýlasti
einstaki staður jarðar. Ef
hægt er þá að tala um að þar búi
fólk - þar er fóiki hrúgað saman
við skelfilegan aðbúnað. Gaza er
44 km á lengd og 7-12 km á breidd.
Áður en intifada - uppreisn Palest-
ínumanna á hernumdu svæðunum
- hófst höfðu fjöidamargir Palest-
ínumenn í Gaza sótt vinnu inn í
ísrael. Intifada braust út í Gaza
og þar hefur verið ófriðlegt allar
götur síðan 1967 að ísraelar tóku
þessa landlengju. Israelar hafa síð-
an bannað að Gazabúar sæktu
vinnu til ísraels nema nokkur
hundruð manns og nokkur þúsund
þegar mest er að gera við akuryrkj-
una. Meirihluti þeirra níuhundruð
þúsund manns sem býr á Gaza-
svæðinu hefur ekki leyfi til að fara
þaðan nema um það náist sérstakir
samningar við ísraelsku herstjórn-
ina. Ég geri því ráð fyrir að Gaza
hljóti að vera fjölmennasta fangelsi
heims og herstjórn ísraela hefur
margoft sætt ámæli fyrir harð-
stjórn og harðýðgi.
I Gaza - bæði í bæjunum og í
flóttamannabúðunum - _ er mikil
reiði og andstaða í garð ísraela og
ekki nema skiljanlegt. Megin mun-
ur á búðunum í Gaza og A1 Tash
Þriðji hver fiúttamadur Afgani
Palestínumenn hafa lengst allra
eða í 43 ár búið við þá stöðu að
vera flóttamenn - að nokkrum
hiuta í sínu eigin landi.
Einn af hveijum þremur flótta-
mönnum í heiminum er Afgani.
Samtals hafa um 5,8 milljónir Afg-
ana flúið land sitt frá því Sovét-
menn réðust inn í Áfganistan
1979. Langflestir eru í Pakistan
og nokkrir í íran. Fáum hefur ver-
ið leyft að setjast að í Evrópulönd-
um eða Bandarikjunum. Meðal
annarra fiölmennra flóttamanna-
hópa eru Sahrawar sem flýðu
stjórn Marokka í Vestur-Sahara
og búa nú flestir í búðum í Alsír
og Víetnamar sem hafa flúið land
sitt eftir valdatöku kommúnista
og síðar þegar lítið gekk að bæta
lífskjör í landinu. Kúrdar eru all-
fjölmennir einkum tyrkneskir.
Kúrdum hefur gengið misvel að
fá að setjast að í Evrópulöndum.
Flestar tölur og skýrslur um flótta-
menn virðast einmitt hníga að
sömu niðurstöðu. Evrópuþjóðir
gerast æ tregari til að taka við
flóttamönnum og skiptir þá ekki
meginmáli hveijar aðstæður og
ástæður eru.