Morgunblaðið - 25.08.1991, Page 17
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1991
Ik3 11'/ nv’T'
MORGUNBLAÐIÐ SUÚNUDAGUR 25. ÁGÚST 1991
a 8S
17
171 SAGAN
111 •geymir
mörg dæmi þess að
hin dýrðlega sköpun
breytist í dýrslega
vansköpun. Guðdóm-
legt takmark breytist
þá í óguðleg takmörk og maðurinn
stendur sig að því einu að vera
fullkomnasta skepna jarðar. Engu
líkara en það sé takmark hans, oft-
aren ekki.
Og þó, og þó, með þennan guð-
dómlega neista í bijósti og fyrirheit
upprisunnar að veganesti rís mað-
urinn af sorphaugi sögunnar, lítur
til himins og laugar augu sín í krónu
trésins en bindur hugsun sína ekki
við akamið eitt. Golgata er ekki
endastöð, heldur vörðubrot einsog
blóðvöllur Byltingartorgsins í París
var áfangi Dantons á sögulegu
ferðalagi inní framtíðina. Engu
líkara en hann hafí vitað það sjálfur
þegar fallöxin sneið höfuð af hálsi.
1 ney við erum háð
X I ^í*sögulegri þróun og vit-
um allt hefur sinn tíma. Mjklir leið-
togar eru á réttum stað á réttum
tíma. Og þá taka þeir réttar ákvarð-
anir. Kannski eru það örlög, ég
veit það ekki. En stundum fara
miklir leiðtogar á mis við óska-
stundina. Tengjast ekki við tímann.
Þannig kom Evrópuhugsjón Karla-
magnúsar nær þúsund árum of
fljótt og Leifur heppni fór 500 árum
of snemma vestur um haf, þótt
Kólumbus fengi löngusíðar pata af
því og nyti góðs af afrekum hans.
Ávöxtur sögunnar var ekki full-
þroskaður þegar reynt var að breyta
þessum hugmyndum fmmheijanna
í blákaldan veruleika. Það varð
síðan annarra hlutskipti. Fullveldi
íslands og sjálfstæði voru þannig
ávextir og við vitjuðum þeirra á
réttum tíma, NATO spratt úr sögu-
legri þróun og hefði
aldrei getað orðið að
staðreynd í annan
tíma. En þá stóðu
miklir foringjar við
stjórnvöl sögunnar og
tóku réttan pól í hæð-
ina, enda sjóaðir í þeirri einu og
sönnu pólitísku menningu sem
Gorbatsjov talaði um á eftirminni-
legum blaðamannafundi sínum að
valdaránstilraun áttmenninganna
lokinni. En það er afturámóti í eng-
um tengslum við „pólitíska menn-
ingu“ að kalla þá hægri klíku eða
íhaldsmenn því þar voru á ferð
gamalkunnir marxistar og því
vinstri klíka í framhaldi af Stalín.
Hugsanavillur og orðaskak, hug-
taksglundur og áróðursbrengl era
sízt af öllu pólitísk menning. I raun
lagði Stalín ekki minnst af mörkum
við stofnun Atlantshafsbandalags-
ins. Og enginn fann upp 200 milurn-
ar, nema kannski einhveijir suður-
ameríkumenn, svo broslegt sem það
er, heldur voru þær einfaldlega
ávöxtur sem einnig hafði sinn tíma
og fimmtíumenningarnir réttu okk-
ur hann fullþroska á óskastundinni.
Þannig þurfum við ekki heldur að
berast á banaspjót vegna efnahags-
samstarfs í Evrópu, ávöxtur sög-
unnar þroskast óðum.
Það er alltaf nokkuð öruggt að
taka mið af náttúrunni. Tré sem
laufgast fyrir tímann verða frostinu
að bráð. Við sáum hvernig alaska-
öspin fór í páskabrasinu mikla.
í náttúrunni gerist ekkert með
handafli. Og þegar því er beitt í
sögunni verður slys. Paul Johnson
ijallar um það í Modern Times
hvernig Lenin notaði handaflið í
valdaráni kommúnista í Rússlandi.
Þá voru alþýðunni afhentir græn-
jaxlar sem iildrei þroskuðust og
þarf víst ekki um að fjalla lengur.
„Sameining" Evrópu undir Hitler
ungir sjálfstæðismenn sér í raðir
þeirra, sem hafa barizt fyrir ein-
hvers konar gjaldtöku vegna nýt-
ingar fískimiðanna. Sú ábending
SUS-þings að varhugavert sé, að
veiðiheimildir færist á fárra hendur
er sérstakt fagnaðarefni og er til
marks um heilbrigðan hugsunar-
hátt þess unga fólks, sem þingið
sat. Undirstrikun þingsins á nauð-
syn þess, að fiskiskipum og vinnslu-
stöðvum fækki og fyrirtæki samein-
ist og myndi þar með hagkvæmari
rekstrareiningar er ánægjuefni fyr-
ir Morgunblaðið, sem lengi hefur
barizt fyrir þeim markmiðum.
Þeim fer nú fjölgandi innan Sjálf-
stæðisflokksins, sem telja óhjá-
kvæmilegt að breyta fiskveiðistefn-
unni á þann veg, að einhvers konar
gjaldtaka komi til sögunnar en und-
ir það skal tekið, sem einnig kom
fram hjá Davíð Stefánssyni, að eðli-
legt er að sú breyting gerist á nokk-
uð Iöngum tíma, þannig að útgerð-
arfyrirtækin fá tækifæri til að laga
sig að breyttum aðstæðum.
Hingað til hafa talsmenn útgerð-
arinnar ekki ljáð máls á nokkrum
breytingum á núverandi kerfi. Þess
vegna vakti grein Jónasar Haralds-
sonar, skrifstofustjóra LÍÚ, sem
birtist hér í blaðinu sl. fimmtudag,
óneitanlega nokkra athygli en hann
sagði m.a.: „Ég vil ítreka hér þá
skoðun mína, að vissulega er það
athugunarefni vegna þess gegndar-
lausa áróðurs og fúkyrðaflaums í
garð útgerðarmanna vegna fijálsr-
ar sölu á kvóta að fella hann nið-
ur. Yrði þá að heimila ríkan yfír-
færslurétt á milli kvótatímabila í
þeim tilvikum, að mönnum tækist
ekki að veiða sinn kvóta af einhveij-
um ástæðum ... Verði sú leið til
þess að friður haldist um þessa at-
vinnugrein og starfsfriður geti ríkt
innan hennar væri það vel þess virði
að skoða þann möguleika."
Þegar Bandaríkjamenn og Sovét-
menn stóðu andspænis hvor öðrum
gráir fyrir járnum í Kúbudeilunni
lýstu Bandaríkjamenn því, sem á
eftir fór með þessum orðum: Við
stóðum augliti til auglitis og hinn
aðilinn deplaði augum! Friður fylgdi
í kjölfarið. Má skilja orð Jónasar
Haraldssonar svo, að LÍÚ hafí depl-
að augum?! Era talsmenn LÍÚ loks-
ins tilbúnir til þess að ræða breyt-
ingar?
eða Stalín var sögulegt slys. Við
eigum að lúta þróun, en ekki
pólitísku ofbeldi. Hugurinn stöðvast
við gaddavírslaus landamæri, en
ekki gúlag og gasklefa.
1 r7Q BERLÍNARMÚRINN
X I Ö»er fallinn. Hann var til
þess að halda fólki inni í kuldanum.
Hann var reistur með handafli og
átti ekkert skylt við óumflýjanlega
sögulega nauðsyn. Hann var tíma-
skekkja. Það er Evrópubandalagið
ekki. Það er enn aðminnstakosti
afmúruð samtök hinna sterku. Það
er einsog ónæmiskerfí, til varnar
gegn utanaðkomandi áreitni. En
það er hægt að aðlagast kerfínu
og sætta það við sambúð án þess
ástæða sé til að hrópa þessi gat-
slitnu innantómu vígorð einsog
landsala. Þróunin verður eindregið
í þá átt með aðild fleiri þjóða að
efnahagssvæði Evrópu. Vart verður
það reist innan nýrra múra og
gaddavírsgirðinga. Ungveijar selja
gaddavírsbúta til minningar um
ógnarstjóm. Samstarf um viðskipti
kallar ekki á múra og gaddavír
heldur fijálsan markað fyrir sam-
keppnishæfa úrvalsvöru. íslenzki
fiskurinn er gæðavara sem slíkur
markaður getur ekki án verið. Við
munum því vaxa inní gaddavírs-
laust Evrópusamstarf einsog gömul
hugsun vex að nýju umhverfi.
Hugsunin á marga áfanga, en enga
endastöð.
Allt fellur að aðstæðum, einnig
hagsmunir okkar þegar þarað kem-
ur að laga sig að efnahagssam-
starfí í Evrópu. Handaflshugmyndir
duga ekkert, heldur þróunin ein.
Mætti þá hafa þessa athugasemd
Voltaires í huga, Appelsínusafí er
góður í arabalöndunum, en Múham-
eð hefði trúlega ekki bannað vín í
Sviss. M.
(meira næsta sunnudag.)
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Hlunnindagjald
A thyglisverðar umræður fóru
J\_ fram á þingi Sambands ungra
sjálfstæðismanna, sem haldið var á
Isafirði fyrir viku, um ýmis þau
málefni, sem hæst ber í þjóðmála-
umræðu um þessar mundir. Þessar
umræður éru til marks um sterkan
málefnalegan áhuga þess unga
fólks, sem virkt er í starfi Sjálfstæð-
isflokksins. Fiskveiðistefnan var
eitt þeirra mála, sem mestar um-
ræður vöktu.
I ályktun þingsins segir m.a.:
„Með úthlutun veiðiheimilda er ver-
ið að veita aðgang að takmarkaðri
auðlind. Telur Samband ungra
sjálfstæðismanna eðlilegt, að inn-
heimt verði hlunnindagjald, sem
látið verði standa straum af kostn-
aði við þá þjónustu, sem sjávarút-
vegur notar, s.s. rekstri Hafrann-
sóknastofnunar.
SUS telur það mjög varhuga-
verða þróun, að nýtingarrétturinn
á fískistofnunum safnist á hendur
fárra einstaklinga. Þegar fyrirtæki
hefur undir höndum ákveðið magn
veiðiréttinda verði það hvatt til að
breyta sér í almenningshlutafélag."
I ályktun þingsins um sjávarút-
vegsmál sagði ennfremur: „Fisk-
veiðiskipum og frystihúsum verður
að fækka og fyrirtæki þurfa að
sameinast í stærri og hagkvæmari
einingar. Það er eitt helzta hags-
munamál þjóðarinnar að draga úr
sóknargetu flotans.“
I samtali við Morgunblaðið sl.
þriðjudag um þessa ályktun, sagði
Davíð Stefánsson, formaður Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna,
m.a.: „í ályktuninni um sjávarút-
vegsmál, sem samþykkt var hér
mótatkvæðalaust er rætt um gjald-
töku af útgerðinni til að standa
straum af kostnaði við þá þjónustu,
sem henni er veitt. Ég skil þetta
svo, að þetta eigi ekki endilega að
koma strax til framkvæmda heldur
smám saman. Því er haldið nokkuð
opnu, hvemig menn túlka hugtakið
hlunnindagjald. Hægt er að nota
þetta orð eða tala um veiðileyfí en
það, sem átt er við í báðum tilvik-
um, er hlunnindagjald fyrir veiði-
heimild eða nýtingarrétt. Það var
tekizt mikið á um þetta mál, þetta
var fjölmennasta nefndin. Menn
vora sammála um, að miðin væru
þjóðareign en taka bæri gjald fyrir
nýtingarréttinn."
Þótt samþykkt þings Sambands
ungra Sjálfstæðismanna beri með
sér augljós merki málamiðlunar er
hún engu að síður mikilvægt skref
í umræðum um þetta mál innan
sjálfstæðisflokksins. Með yfírlýs-
ingu um, að eðlilegt sé að inn-
heimta hlunnindagjald vegna að-
gangs að takmarkaðri auðlind skipa
HELGI
spjall
REYKJAVÍKURBRÉF
IFYRRADAG STÓÐ GORB-
atsjov, aðalritari sovézka
kommúnistaflokksins, í ræðu-
stól á þingi rússneska lýðveldis-
ins, þar sem fáni keisaraveldis-
ins blakti við hún utan dyra, og
varð að svara spurningum um
það, hvort flokkur hans væri
glæpafyrirtæki. Gorbatsjov sagði: „Þú seg-
ir að kalla megi flokkinn glæpafyrirtæki,
samtök glæpamanna. Ég skal svara þér.
í miðstjórninni eru félagar, sem ekki höfðu
nægilegt hugrekki til að veija sinn eigin
aðalritara og sumar nefndir tóku þátt í
framferði neyðarnefndarinnar, aðstoðuðu
hana. Þetta fólk verður að svara til saka.
En hitt að lýsa milljónum verkamanna og
smábænda sem glæpamönnum, það get
ég aldrei samþykkt.“
Spurningin og svarið sýna, að sú stund
er að renna upp, að fólkið í Sovétríkjunum
geri upp við sovézka kommúnistaflokkinn.
Þessi flokkur á sér jafn blóði drifna fortíð
og nazistaflokkur Adolfs Hitlers. Eini
munurinn er sá, að kommúnistaflokkurinn
í Sovétríkjunum hefur staðið fyrir marg-
fallt meiri manndrápum en þýzki nazista-
flokkurinn, en að vísu haft lengri tíma til
þess. Þegar byijað er að ræða þá spurn-
ingu í æðstu valdastofnunum Sovétríkj-
anna, hvort þessi flokkur sé glæpafyrir-
tæki fer ekki á milli mála, að dagar hans
eru taldir.
Að sumu leyti minna fréttirnar frá
Moskvu þessa dagana á atburði í höfuð-
borgum Austur-Evrópuríkjanna fyrir
nokkrum misseram, þegar þau voru að
endurheimta sjálfstæði sitt og setja komm-
únistana af. Mannfjöldinn á götunum, leið-
togar sem svara kalli tímans, stytturnar,
sem eru mölvaðar mélinu smærra, hrifning
íjöldans, útfarir þeirra, sem látið hafa líf
sitt í átökunum, allir þessir atburðir í
Moskvu eru eins konar endurtekning á
því, sem áður hefur gerzt í nálægum
ríkjum. Hins vegar hefðu menn átt erfitt
með að trúa því, jafnvel fyrir nokkrum
vikum, að þetta gæti gerzt í Moskvu.
Byltingar hafa áður verið gerðar og ein-
ræðisherrum steypt af stóli án þess, að
lýðræði fylgi í kjölfarið. Stundum koma
nýir einræðisherrar til sögunnar og ný
glæpafyrirtæki, sem telja sig tala fyrir
fólkið. Það er ákaflega mikilvægt, að í
þeirri hrifningarvímu, sem nú gengur yfír
í Moskvu, gleymist leikreglur lýðræðisins
ekki. Og hvað sem um Gorbatsjov má segja
að öðra leyti var eftirtektarvert, að hann
minnti fundarmenn á rússneska þinginu
hvað eftir annað á það, að fylgja yrði lýð-
ræðinu til enda. Að vísu tilkynnti hann
ekki, að hann mundi sækja umboð sitt til
þjóðarinnar í lýðræðislegri kosningu!
Á þessum tímamótum í sögu sovézka
kommúnistaflokksins, þegar skrifstofum
hans og starfsstöðvum er lokað um ger-
vallt Rússland og umræður fara fram um
það, hvort flokkurinn sé glæpafyrirtæki,
verður ekki hjá því komizt að minna á,
að þessi flokkur hefur áratugum saman
notið stuðnings heils stjórnmálaflokks á
íslandi, sem fyrst hét Kommúnistaflokkur
íslands, þá Sameiningarflokkur alþýðu —
Sósíalistaflokkur og loks Alþýðubandalag,
sem nú hefur samkvæmt skoðanakönnun-
um 16-17% fylgi meðal þjóðarinnar. Árum
saman sóttu leiðtogar þessarar stjórnmála-
hreyfíngar fundi sovézkra kommúnista.
Áram saman leituðu þeir sér hvíldar á
hressingarhælum_ kommúnistaflokksins í
Sovétríkjunum. Árum saman héldu þeir
uppi vörnum fyrir ofbeldisverk sovézkra
kommúnista. Áram saman héldu þeir því
fram, að upplýsingar Morgunblaðsins um
glæpaverkin í Sovétríkjunum væru
„Moggalygi". Eitt sinn var ábyrgðarmaður
Morgunblaðsins dæmdur vegna upplýsinga
í blaðinu um ódæði, sem framin höfðu
verið undir stjórn Voroshilovs, sem um
skeið var forseti Sovétríkjanna en upplýs-
ingar blaðsins töldust móðgun við þjóð-
höfðingja erlends ríkis og þar með brot á
ákveðinni grein hegningarlaganna!
Þegar veldi kommúnista í Austur-Evr-
ópu féll var sú krafa gerð til þessarar
stjórnmálahreyfingar, að hún gerði upp
við fortíð sína og upplýsti nákvæmlega í
hverju þessi tengsl hefðu verið fólgin. Við
því varð ekki orðið. Nú þegar höfuðvígið
er að falla er óhjákvæmilegt að endurnýja
þessa kröfu til forystumanna sósíalista á
Islandi. Almenningur hér á kröfu á upplýs-
ingum um pólitísk, ijárhagsleg og önnur
tengsl forystumanna Kommúnistaflokks
íslands, Sameiningarflokks alþýðu — Sós-
íalistaflokks og Alþýðubandalags við
kommúnistaflokk Sovétríkjanna og aðila á
hans vegum.
Fjárlög-
í Nýja
Sjálandi
I UM ÞESSAR
mundir vinna ráð-
herrar, og þá sér-
staklega Friðrik
Sophusson, fjár-
málaráðherra, og
samstarfsmenn hans í fjármálaráðuneyt-
inu, hörðum höndum að undirbúningi fjár-
lagafrumvarps fyrir næsta. ár,_ sem beðið
er með mikilli eftirvæntingu. Ástæðan er
sú, að við því er búizt, að þetta verði
fyrsta fjárlagaframvarpið um langt árabil,
sem hafi að geyma raunveralegan niður-
skurð ríkisútgjalda, fyrsta skrefið á langri
og erfiðri vegferð, sem fara verður til þess
að ná tökum á ríkisútgjöldum. Miklar kröf-
ur era gerðar til fjármálaráðherra í þessum
efnum og vonbrigðin verða mikil, ef í ljós
kemur, að hann og ríkisstjórnin standa
ekki undir þeim kröfum.
Fyrir nokkrum vikum lagði ríkisstjórn
Nýja Sjálands fram fjárlagafrumvarp fyrir
næsta fjárhagsár, sem vakið hefur veru-
lega athygli. Svo vill til, að í því ijárlaga-
framvarpi er að sumu leyti tekið á áþekk-
um vandamálum og hér hafa verið á ferð-
inni m.a. vegna útgjalda til heilbrigðiskerf-
is og velferðarkerfis almennt. Þess vegna
er ekki úr vegi að geta um nokkur atriði
úr ijárlagafrumvarpi Nýsjálendinga. Þótt
þar sé um að ræða þjóð, sem býr í fjar-
lægu landi era vandamálin, sem við er að
glíma þar ótrúlega lík þeim, sem um er
fjallað hér.
Ruth Richardson, fjármálaráðherra
Nýja Sjálands, flutti fjárlagaræðu sína
hinn 30. júlí sl. Þar lýsti hún efnahags-
ástandi í landinu á þann veg, að Nýja Sjá-
land væri ríki í hnignun með mikla skulda-
byrði á bakinu. Nýsjálendingar hafí lokast
inni í sjálfheldu efnahagslegrar stöðnunar
og vaxandi skulda. Hagvöxtur hafi enginn
verið, atvinnuleysi farið vaxandi og erlend-
ar skuldir, sem að lokum yrði að greiða,
séu gífurlega miklar. í átján ár hafí Nýsjá-
lendingar ekki lifað á eigin aflafé. Hver
ríkisstjórnin á fætur annarri hafí tekið lán
og hækkað skatta til þess að reyna að
hlífa fólki við afleiðingum þessa ástands.
Heildarskuldir Nýsjálendinga hafi aukizt
um 70% á 18 áram. Skuldabyrðin hafí
aukizt og skattabyrðin jafnhliða. Á þessu
tímabili hafi skattar hækkað úr 25% af
tekjum í 36% af tekjum. í skugga mikilla
skulda og mikilla skatta geti ekkert þrif-
izt. Hver kannast ekki við þessa lýsingu?!
Ruth Richardson kvaðst leggja fram
íjárlagafrumvarp, sem einkenndist af
dirfsku. Ríkisstjómin ætlaði að vinna
markvisst að því að stöðva áratuga um-
frameyðslu í ríkiskerfmu. Þessi eyðsla
hafi verið ijármögnuð með þeim hætti, að
hún hafí komið í veg íyrir hagvöxt. Endur-
skipulagning velferðarkerfisins væri lykill-
inn að framkvæmd þessarar stefnu. „Við
getum ekki náð fram efnahagslegum fram-
föram án þess að endurskipuleggja velferð-
arkerfið og félagsleg málefni og efnahags-
mál verða ekki aðskilin. Eina viðráðanlega
velferðarkerfið er kerfí, sem er bæði sann-
gjarnt og við höfum efni á. Núverandi
kerfí er hvorugt," sagði nýsjálenzki ljár-
málaráðherrann. Hún lýsti síðan breyting-
um, sem koma ætti í framkvæmd á þrem-
ur áram.
RUTH RICHARD-
son, fjármálaráð-
herra Nýja Sjá-
lands, sagði, að
breytingarnar, sem
ríkisstjórnin beitti
sér fyrir, beindust að aðstoð við þá, sem
Á hverju
höfum við
efni?
Laugardagur 24. ágúst
raunverulega þyrftu á aðstoð að halda,
jafnframt byggðust þær á raunsæju mati
á því hveiju þjóðin hefði efni á. Meginstefn-
an væri sú að veija og bæta stöðu þeirra,
sem minnst mega sín. ÞesS vegna yrði því
fé sem til ráðstöfunar væri beint í meira
mæli til þeirra, sem raunverulega þyrftu
á því að halda en jafnframt væri óskað
eftir því, að hinir, sem væru betur efnum
búnir, greiddu meira fyrir þá félagslegu
þjónustu, sem þeir notfærðu sér.
Fólk borgar nú ákveðna upphæð fyrir
lyf og fyrir læknisþjónustu, sagði ráðherr-
ann. Þetta er aðeins hluti kostnaðarins,
ríkissjóður borgar það sem eftir stendur.
Þetta er sanngjarnt gagnvart skattgreið-
endum, þar sem notendur greiða hluta
kostnaðar og þessar greiðslur hvetja bæði
lækna og sjúklinga til þess að halda í við
kostnaðinn. Hins vegar endurspeglar þetta
kerfi ekki fjárhagslegt bolmagn fólks til
þess að borga. I sumum tilvikum hefur
láglaunafólk ekki efni á því að fara til
læknis eða kaupa lyf.
Fjármálaráðherra skýrði síðan frá því,
að ríkisstjórnin gerði tillögur um að skipta
þeim, sem greiða hluta kostnaðar vegna
lyfja og læknisþjónustu í þijá hópa, lág-
launafólk, þá sem hafa meðaltekjur og
hátekjufólk. Kostnaður láglaunafólks
vegna heilbrigðisþjónustu yrði lækkaður.
Sem dæmi mætti nefna, að framlag ríkis-
ins til láglaunafólks vegna viðtals við lækni
mundi hækka úr 12 nýsjálenzkum dollur-
um í 15 dollara. Þess skal getið, að nýsjá-
lenzki dollarinn jafngildir tæpum 36
íslenzkum krónum skv. upplýsingum
Seðlabanka íslands í gær, föstudag. Gjald,
sem láglaunafólk greiði fyrir hvert lyf,
lækki úr 15 nýsjálenzkum dollurum í 5
dollara.
Meðaltekjufólk fær skv. þessum tillög-
um 12 dollara framlag vegna viðtals við
lækni og gjald vegna hvers lyfs er lækkað
úr 15 dollurum í 7,50 dollara. Hins vegar
verði fólk í þessum tekjuflokki að taka á
sig nýjan kostnað vegna heilbrigðisþjón-
ustu: tveggja dollara gjald fyrir þjónustu
rannsóknarstofu og það sem meiri athygli
vekur, 35 dollara gjald fyrir hvern dag á
spítala. Fyrir fólk í þessum tekjuflokki
kostar heimsókn á göngudeild 19 nýsjá-
lenzka dollara fyrir fullorðna, 11 dollara
fyrir böm eldri en 5 ára og 6 dollara fyr-
ir yngri börn.
Hátekjufólk verður að borga viðtal við
lækni fullu verði og greiðsla þess vegna
lyija verður hækkuð úr 15 dolluram fyrir
hvert lyf í 20 dollara. Þetta fólk á að borga
2 dollara fyrir þjónustu rannsóknarstofu,
31 dollar fyrir komu á göngudeild og 50
dollara fyrir hvem dag á spítala.
Takmarkanir eru settar á þessar greiðsl-
ur og þær ná til allra tekjuhópa. Greiðsl-
umar fyrir lyfin takmarkast við 15 lyf á
ári, greiðslur vegna sjúkrahúsdvalar tak-
markast við 10 daga og greiðslur vegna
komu á göngudeild takmarkast við fímm
heimsóknir, í öllum tilvikum á ári hveiju.
Jafnframt eru engar breytingar gerðar frá
fyrra kerfí vegna þeirra, sem kalla má
langtímasjúklinga. Breytingarnar eiga að
taka gildi 1. febrúar á næsta ári.
Nýsjálenzki fjármálaráðherrann lýsir
heilbrigðiskerfínu í landinu á þann veg,
að það sé á fallanda fæti, biðlistar séu svo
langir að óviðunandi sé, fólk þurfi að bíða
í meira en ár eftir aðgerðum. Spítalar og
tæknibúnaður séu í niðurníðslu. Notendur
eigi lítið sem ekkert val. Kröfurnar, sem
gerðar séu til kerfisins, fari vaxandi eftir
því, sem öldruðum fjölgi og tæknibúnaður
verði stöðugt dýrari. „Við getum ekki eytt
meiri peningum. Jafnvel þótt við gerðum
það mundi það ekki tryggja betri eða skjót-
ari þjónustu," sagði ráðherrann.
Ríkisstjórnin hefði því ákveðið að breyta
kerfínu á þann veg að auka samkeppni í
heilbrigðisþjónustu á milli opinberra aðila
og einkaaðila. Sjúklingar geti ákveðið að
hluti þeirra í opinberum framlögum gangi
til einkaaðila, sem þeir velja sér.
Þá hefur nýsjálenzka ríkisstjórnin
ákveðið að efla fyrirbyggjandi aðgerðir til
þess að draga úr kostnaði við heilbrigðis-
kerfíð. Athyglisvert er, hvernig það er
gert, en það er með því að hvetja fólk til
þess að draga úr tóbaksreykingum og
áfengisneyzlu! Þessi hvatning er í því fólg-
in að hækka verð á áfengi og tóbaki.
RUTH RICHARD-
Rrpvtino-ar son sagði’ að 1 tv0
öreyxmgar áratugi hefðu
á eftirlauna- Nýsjálendingar
kerfi haldið uppi velferð-
arkerfi, sem þeir
hefðu ekki efni á. Kostnaður við þetta
kerfí væri langstærsti hluti ríkisútgjalda.
Ef takast ætti að koma reiðu á opinber
ijármál yrði að horfast í augu við nauðsyn
þess að spara í þessum útgjöldum. Nýtt
eftirlaunakerfi taki gildi 1. apríl á næsta
ári, sem verði tekjutengt.
Tekjur, sem nemi 80 nýsjálenzkum doll-
uram á viku, hafí ekki áhrif á rétt fólks
til eftirlauna frá hinu opinbera. Einungis
helmingur af tekjum fólks úr öðrum eftir-
launasjóðum verði metinn sem tekjur, þeg-
ar hin opinbera eftirlaun verði reiknuð út.
Fyrir utan þetta verði hin opinberu eftir-
laun lækkuð, sem nemi 65 sentum fyrir
hvem viðbótardollar í tekjum. Einstakling-
ar eða hjón geti haft um 10% ávöxtun af
íjárfestingu, sem nemi 40 þúsund nýsjá-
lenzkum dollurum, án þess að opinberu
eftirlaunin lækki. Þegar eftirlaunafólk hef-
ur náð 70 ára aldri og hefur aðrar tekjur
en þær sem hér um ræðir á það rétt á
helmingi fullra eftirlauna hversu háar, sem
aðrar tekjur kunna að vera.
í ræðu fjármálaráðherrans kom fram,
að um tveir þriðju hlutar eftirlaunafólks í
Nýja Sjálandi mundu búa við óbreytt skil-
yrði eftir þessar breytingar. Svo virðist,
sem fólk hafí átt rétt til opinberra eftir-
launa frá 60 ára aldri en það aldursmark
verður hækkað í 61 ár og síðan í áföngum
i 65 ár. Breytingarnar á eftirlaunakerfinu
munu spara ríkissjóði Nýja Sjálands 650
milljónir nýsjálenzkra dollara á íjárhagsár-
inu 1993 til 1994 og um einn milljarð
dollara, þegar komið er fram að aldamót-
um.
Jafnframt er tekið fram, að tekjutenging
velferðarkerfísins muni skapa hættu á
auknum svikum. Ráðstafanir verði gerðar
til þess að koma í veg fyrir það með því
að auka upplýsingastreymi milli skattayf-
irvalda og velferðarkerfísins.
í ijárlagaframvarpi nýsjálenzku ríkis-
stjórnarinnar er einnig gert ráð fyrir meiri
háttar breytingum á skólakerfinu. Skólar
í eigu ríkisins fá meiri ráðstöfunarrétt yfir
því fjármagni, sem til þeirra gengur, þann-
ig að þeir fá ákveðna upphæð til ráðstöfun-
ar, sem þeir geta notað að eigin mati.
Kostnaður við framhaldsskólanám verður
einnig tekjutengdur.
Sömu
vandamálin
ÞESSI EFNISAT-
riði úr nýju ijár-
lagafrumvarpi
ríkisstjórnar Nýja
Sjálands eru rakin
hér til þess að sýna fram á, að við sömu
vandamál er að stríða í flestum ef ekki
öllum þjóðfélögum, sem hafa náð því þró-
unarstigi að búa við fullkomið velferðar-
og skólakerfi. Kostnaður við þessa þjón-
ustu er alls staðar að fara langt fram úr
greiðslugetu þjóðanna.
Hér hafa farið fram miklar umræður
um heilbrigðiskerfið. Það sama hefur gerzt
hinum megin á hnettinum á Nýja Sjá-
landi. Hér hafa farið fram miklar umræð-
ur um greiðslur fyrir lyf. Það sama gerist
í Nýja Sjálandi. Hér hafa vaknað spuming-
ar um tekjutengingu ellilífeyris, það sama
gerist á Nýja Sjálandi. Hér hafa vaknað
spurningar um kostnað við skólakerfíð og
jafnvel skólagjöld, það sama gerist á Nýja
Sjálandi.
Vandamálin eru þau sömu. Viðfangsefn-
in eru þau sömu. Pólitísku átökin verða
mjög hörð. Stjórnmálaflokkar, sem takast
á við þessi verkefni, eiga yfir höfði sér
vinsældahrun í skoðanakönnunum og tap
í kosningum. En undan því verður ekki
vikizt að taka á þessum vandamálum.
Framtíðarheill þjóðarinnar er í húfí.
Á þessu stigi er ekki kunnugt um hvert
verður efni fjárlagafrumvarps núverandi
ríkisstjórnar. Hins vegar skal látin í ljósi
sú ósk og von, að í því felist djarfar og
umdeildar ákvarðanir, sem óhjákvæmilega
hljóta að leiða til mikilla pólitískra átaka
um stefnuna í opinberum Q'ármálum. Slíkt
fjárlagafrumvarp væri vísbending um að
núverandi ríkisstjóm sé á réttri leið.
„Ruth Richardson
kvaðst leggja fram
fjárlagafrumvarp,
sem einkenndist af
dirfsku. Ríkis-
stjórnin ætlaði að
vinna markvisst að
því að stöðva ára-
tuga umframeyðslu
í ríkiskerfinu. Þessi
eyðsla hafi verið
fjármögnuð með
þeim hætti, að hún
hafi komið í veg
fyrir hagvöxt. End-
urskipulagning vel-
ferðarkerfisins
væri lýkillinn að
framkvæmd þess-
arar stefnu. „Við
getum ekki náð
fram efnahagsleg-
um framförum án
þess að endurskipu-
leggja velferðar-
kerfið og félagsleg
málefni og efna-
hagsmál verða ekki
aðskilin. Eina viðr-
áðanlega velferðar-
kerfið er kerfi, sem
er bæði sanngjarnt
og við höfum efni
á. Núverandi kerfi
er hvorugt,“ sagði
nýsjálenzki fjár-
málaráðherrann.“
!
T