Morgunblaðið - 25.08.1991, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1991
MEÐOWIN
EINAÐ VOPNI
Rússneskur þingmaður lýsir nóttinni örlagaríku í Moskvu
eftir Ólof Þ. Stephensen
MIKHAÍL Astafíev, þingmaður
á þingi lýðveldisins Rússlands
og formaður Lýðræðislega
stjórnarskrárflokksins, er einn
þeirra manna, sem áttu hvað
mestan þátt í því, að hersveitum
tókst ekki að ná þinghúsi Rúss-
lands á sitt vald i áhlaupinu að-
faranótt síðastliðins miðviku-
dags. Hann og tugir annarra
þingmanna fóru út úr umsetnu
þinghúsinu, stilltu til friðar með
almenningi og hermönnum og
sannfærðu hermennina um að
skjóta ekki á almenna borgara.
Með orðin ein að vopni tókst
þingmönnunum að stöðva Rauða
herinn og koma í veg fyrir alls-
heijarárás á þinghúsið, vígi
Borísar Jeltsíns Rússlandsfor-
seta. I simasamtali við Morgun-
blaðið á föstudagskvöld lýsir
Astafíev atburðum næturinnar
örlagaríku.
egar Morgun-
blaðið ræddi
við Astafíev á
þriðjudaginn,
um sexleytið
að rússnesk-
um tíma, var
hann í upp-
námi af því að tilkynnt hafði verið
að von væri á árás á þinghúsið.
Þingmenn ætluðu út að reyna að
stöðva hersveitimar, sem sóttu að
byggingunni. „Eftir að við töluðum
saman á þriðjudaginn, flykktust
þingmennirnir niður á fyrstu hæð
byggingarinnar og þar var skipu-
lagt hvemig við skyldum reyna að
stöðva hersveitimar, sem stefnt var
að húsinu, með því að ræða við
hermennina. Ég náði í bíl og þrír
aðrir þingmenn komu með mér í
bílnum. Þingmennimir fóru í litlum
hópum um borgina og tryggt var
að einn þingmaður frá Moskvu
væri í hveijum hópi, því að við
þekkjum borgina. Moskva er stór
og erfitt að rata þar og þess vegna
var reynt að sjá til þess að hver
þingmaður færi í sitt heimahverfi.
Við ókum í átt til kjördæmisins
míns, sem er í úthverfi borgarinn-
ar. Á leiðinni mættum við engum
hermönnum. Við stönzuðum við
lögreglustöð og ég bað lögreglu-
þjónana um að lána mér síma, svo
að ég gæti hringt í þinghúsið. Þeir
tóku mér vel — lögreglulið Moskvu
studdi okkur eins og það lagði sig.
Opinberlega sögðu þeir kannski
ekki neitt, en þeir sýndu stuðning
sinn í verki.
Hringdi í Kobets
Ég hringdi í Konstantín Kobets
hershöfðingja, sem stjómaði vörn-
um þinghússins, og sagði honum
að engar hersveitir hefðu orðið á
leið okkar. Hann bað mig þá að
fara um aðrar götur_ á leiðinni til
baka til þinghússins. Á bakaleiðinni
ókum fram á fimm skriðdreka, sem
almenningur hafði stöðvað og um-
kringt. Fólkið æpti ókvæðisorð að
hermönnunum, sem voru um borð.
Þeir voru greinilega hræddir og
taugaóstyrkir. Ég reyndi að stilla
til friðar, og ég vona að ég hafi
haft árangur sem erfiði. Ég ræddi
við skriðdrekaforingjana í hér um
bil hálftíma og afhenti þeim skjal
frá Jeltsín forseta, með hvatningu
til hermanna um að ráðast ekki á
almenning, heldur veija þinghúsið
og stjórn Rússlands. Foringjamir
Aðfaranott miðvikudags í Moskvu. Strætisvagnar, sem raðað
hefur verið upp til að hefta för skriðdrekanna, standa í ljósum
logum. Almennir borgarar ræða við skriðdrekahermennina.
Mikhail Astafiev.
lofuðu mér því að lokum að þeir
myndu aldrei skjóta á fólkið. Það
var megintilgangur okkar, að fá
þetta svar.
Róið í hermönnunum
Eftir þetta ókum við til herflug-
vallar í grennd við miðborgina, þar
sem Tamanskaja-herdeildin hefur
bækistöð. Við báðum um að fá að
hitta yfirforingja herdeildarinnar,
en var neitað um það. Við ræddum
þá við höfuðsmann, lautinant og
fleiri hermenn. Ég heyrði strax að
það hafði verið róið í þeim og reynt
að æsa þá upp gegn Jeltsín og lýð-
ræðissinnum. Við ræddum lengi
saman og ég held að umleitanir
okkar hafi borið nokkum árangur.
Reynsla okkar sýnir að þegar okk-
ur tókst að ná tali af hermönnum
og liðsforingjum, tókst okkur að
útskýra málstað okkar fyrir þeim.
Við snerum aftur til þinghússins
eftir að hafa rætt við hermennina
á flugvellinum. Þá var klukkan
líkast til rúmlega tíu um kvöldið.
Ég ræddi við Kobets hershöfðingja
og hann hafði miklar áhyggjur af
Tamanskaja-herdeildinni, hvort
þeir myndu halda kyrru fyrir í búð-
um sínum eða hlýða skipunum um
að halda inn í miðborgina, svo hann
bað mig að fara aftur til flugvallar-
ins. Við lögðum af stað aftur,
nokkrir þingmenn saman í bíl. Út-
göngubannið var þá gengið í gildi
og hermennirnir höfðu fengið skip-
anir um að skjóta á allt, sem
hreyfðist. En göturnar voru ekki
tómar, heldur fullar af fólki.
Hermennirnir skutu upp í
loftið
Þegar við ókum framhjá banda-
ríska sendiráðinu, skammt frá
þinghúsinu, mættum við skriðdrek-
um á Tsjajkovskíj-götu og heyrðum
skothríð. Við stukkum út úr bifreið-
inni og hlupum út á horn
Tsjajkovskíj-götu og Kalínín-breið-
götu. Við sáum þá hvemig skrið-
drekar brutu sér leið í gegnum
yztu víggirðinguna, sem fólkið
hafði reist. Þetta var hrikalegt á
að horfa; hermenn sátu uppi á
skriðdrekunum og skutu upp í loft-
ið. En þetta var dálítið sérkennileg-
ur bardagi, því að á götunni sáum
við menn með riffla og þeir skutu
líka upp í loftið. Það voru ekki föst
skot, heldur ljóskúlur. Við höfum
líklega staðið um þijátíu metra frá.
Ökumenn skriðdrekanna óku á
götuvígin til að reyna að bijóta sér
leið í gegn, og það segir sig sjálft
að ef hermaður hefði til dæmis
fallið ofan af einhveijum skriðdrek-
anum um leið og hann hleypti af
hríðskotabyssunni, hefði einhver
getað orðið fyrir skoti.
Lofuðu okkur að skjóta ekki
á almenning
Skriðdrekalestin ók niður í und-
irgöngin undir Kalínín-brúnni og
þar varð þetta hræðilega slys, þar
sem maður kramdist undir skrið-
dreka. En við vissum það ekki þá.
Þegar við sáum á eftir skriðdrekun-
um niður í göngin tókum við bílinn
aftur og þutum aftur út á flugvöll
til fundar við Tamanskaja-herdeild-
ina. Þar ræddum við aftur lengi
við foringjana og fengum að tala
við yfirforingjann í síma. Okkur
tókst að fá þá til að lofa okkur að
hreyfa sig ekki frá bækistöðvum
sínum, og sérstaklega að skjóta
ekki á almenning. Það var mikil-
vægast — að þeir skytu ekki á fólk-
ið. Á meðan við vorum að ræða
við hermennina heyrðist í bíl-
útvarpinu útsending frá Útvarpi
Rússlandi um að menn hefðu fallið
við þinghúsið. Við kölluðum í her-
mennina og létum þá hlusta. Að
lokum hétu þeir okkur því að eng-
inn þeirra myndi hleypa af skoti í
átt að almennum borgurum.
Við fórum nú enn til þinghúss-
ins. Við stönzuðum þar sem sagt
var að nokkrir af veijendum húss-
ins hefðu látið lífið. Ég sá mann
liggjandi á jörðinni látinn, en at-
hyglin beindist fljótt að skriðdrek-
unum undir Kalínín-brúnni. Her-
mennirnir höfðu snúið fallbyssu-
hlaupunum þannig að þau vissu í
átt frá þinghúsinu, að gangaopinu.
Piltar úr Afganistan-stríðinu
tóku skriðdrekana
Manngrúinn hafði umkringt
bryndrekana og fólkið ræddi það
sín á milli í æsingi að nú skyldi
það ráðast á hermennina og yfir-
buga þá. Nokkrir þingmenn reyndu
að róa fólkið og bægja því frá skrið-
drekunum til þess að ekki yrði
meira blóði úthellt. Hermennirnir á
skriðdrekunum æptu að þeir
myndu skjóta hvern þann, sem
kæmi nálægt þeim. Vinur minn,
þingmaður, var nógu hugrakkur til
að ganga að hermönnunum og
semja við þá um að þeir mættu
fara í friði ef þeir gæfust upp.
Hermennirnir gengu að þessum
skilmálum, yfirgáfu skriðdrekana
og við fengum pilta, sem höfðu
verið í stríðinu í Áfganistan, til að
taka að sér stjómina. Þeir settust
undir stýri á bryndrekunum, sem
voru tíu eða tólf talsins, og óku
þeim inn fyrir víggirðingar okkar.
í gær kom ég aftur á staðinn,
þar sem allt þetta gerðist. Það var
ægilegt að sjá, brotnir og brunnir
sporvagnar og strætisvagnar í
einni bendu. Þar stóð líka flakið
af skriðdreka, sem kveikt hafði
verið í. Á öðrum stað hafði komið
til enn harðari átaka. En víggirð-
ingar okkar voru svo rammbyggðar
að skriðdrekarnir komust ekki í
gegn um þær.
Undirbúningur fyrir stórárás
Ég fór aftur inn í þinghúsið eft-
ir að við höfðum náð skriðdrekun-
um á okkar vald. Þar voru menn
að undirbúa sig fyrir stórárás.
Margir báru gasgrímur til vonar
og vara ef gassprengjum yrði skot-
ið inn í húsið. í anddyrinu biðu
menn og voru við öllu búnir. En
ég var örþreyttur. Þetta var annar
dagurinn, sem ég hafði ekkert sof-
ið. Þannig að ég fleygði mér og
svaf í tvo tíma, frá klukkan fjögur
til sex um morguninn. Þetta var
eini svefninn, sem ég fékk í þijá
sólarhringa. Þegar ég vaknaði, sá
ég að það var ekki dimmt lengur.
Sólin vnr að koma upp, og við gerð-
um okkur grein fyrir að við vorum
nú öruggari í bili. Hernum hafði
ekki tekizt að gera árás í skjóli
nætur.“