Morgunblaðið - 25.08.1991, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ MIIMNINGAR iSlINNUDAGUR 25. ÁGÚST 1991
4
/
Ástkær systir mín,
GUÐLAUG ERLA SIGURÐARDÓTTIR,
Stórholti 24,
vistmanneskja á Skálatúni,
Mosfellsbæ,
lést fimmtudaginn 22. ágúst.
Sigríður Sigurðardóttir.
Systir okkar,
SALBJÖRG EYJÓLFSDÓTTIR
frá Dröngum,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. ágúst kl. 15.00.
Systkinin.
t
Ástkær eiginmaður minn og faðir,
JÓHANNES JÓNSSON,
Bleikargróf 7,
Reykjavik,
lést í Borgarsþítalanum aðfaranótt 23. ágúst.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurbjörg Þorleifsdóttir
og börn.
t
Faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
FRIÐÞJÓFUR JÓNSSON,
Hrafnistu í Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík mánudaginn
26. ágúst kl. 13.30.
Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði.
Bragi Friðþjófsson, Svala Jónsdóttir,
Sigurborg Bragadóttir, Karl Helgason,
Heiðar Þorleifsson, Hulda Þorvaldsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SVAFAR STEINDÓRSSON,
skipstjóri,
Torfufelli 32,
sem andaðist 15. ágúst, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
mánudaginn 26. ágúst kl. 13.30.
Ragnar Svafarsson, Svava Svafarsdóttir,
Stella Magnúsdóttir, Garðar Ingjaldsson,
Dóra M. Svafarsdóttir, Elisabet B. Svafarsdóttir,
Ingebrigt Solvberg, Árni Gunnarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Útför hjartkærs föður, bróður og afa,
HALLDÓRS SIGFÚSSONAR
fyrrverandi skattstjóra í Reykjavík,
fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 27. ágúst kl. 15.00.
Fyrir hönd aðstandenda.
Sigrún Halldórsdóttir,
Arnþóra og Hólmfríður Sigfúsdætur,
Dóra, Bára, Sigrún og Steinar Halldór
Sigurjónsbörn,
Sæmundur Árnason,
María Guðmundsdóttir.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir,
FRIÐÞJÓFUR KRISTJÁNSSON,
Herjólfsgötu 16,
Hafnarfirði,
verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðjudaginn 27. ágúst
kl. 13.30.
Blóm vinsamlega afþökkuð. Þeim sem vildu minnast hans er
bent á Slysavarnarfélag íslands.
Ragnheiður Sigurðardóttir,
Kristján Friðþjófsson, Friðþjófur R. Friðþjófsson,
Svava Friðþjófsdóttir, Hafsteign Halldórsson,
Berglind Friðþjófsdóttir, Guðjón Ó. Kristbergsson,
Þorvaldur Friðþjófsson, Bryndís Ævarsdóttir,
barnabörn og
Kristján Kristjánsson.
LEGSTEINAR
Grciníl s/l?
HELLUHRAUNI 14-220 HAFNARFIRÐI ■ SÍMI 652707
OPIÐ 9-18. LAUGARDAGA FRÁ KL. 10-15.
Minning:
Elísabet Guðmunds-
dóttir, Akranesi
Fædd 11. júlí 1892
Dáin 19. ágúst 1991
Elísabet Guðmundsdóttir ekkja
Þórhalls Sæmundssonar fyrrum
bæjarfógeta á Akranesi lést 19.
ágúst sl. Þar kveður merk kona,
sem átti virðingu og traust sam-
ferðamanna sinna. Hún var fædd í
Hnífsdal 11. júlí 1892. Foreldrar
hennar voru hjónin Ingibjörg Krist-
jánsdóttir og Guðmundur Sveinsson
kaupmaður og útvegsbóndi í
Hnífsdal. Guðmundur var uæm
langt skeið umsvifamikill atvinnu-
rekandi og heimili hans Ijölmennt.
Hann var vel metinn og traustur
maður.
Ung að árum fór Elísabet í
Kvennaskólann í Reykjavík og síðar
á húsmæðraskóla í Danmörku. Hinn
19. des. 1925 giftist hún Þórhalli
Sæmundssyni, þ_á ungum lögfræð-
ingi frá Stærra-Árskógi á Árskógs-
strönd í Eyjafirði. Hann var eitt af
mörgum mannvænlegum börnum
Sæmundar Sæmundssonar skip-
stjóra, sem þjóðkunnur varð af bók
Hagalíns, Virkir dagar. Heimili
þeirra stóð fyrst í Vestmannaeyjum
þá í Hnífsdal og Reykjavík. Nokkur
ár á hvetjum stað. Þann 1. janúar
1932 verður Þórhallur lögreglu-
stjóri á Akranesi og síðar bæjarfóg-
eti og gegnir þeim störfum til 1.
október 1967 eða í 36 ár. Eftir það
var hann settur bæjarfógeti í Nes-
kaupstað í tæpt ár en kemur síðan
til Akraness og á þar heima til
dánardægurs 11. ágúst 1984. Rúm-
lega ári síðar flutti Elísabet til
Reykjavíkur. Síðustu árin dvaldi
hún í sjúkradeild Elliheimilisins
Grundar. Á Akranesi stóð því heim-
ili hennar í 53 ár.
Elísabet var mikilhæf húsmóðir
og umhyggjusöm móðir barna
sinna. Þau Þórhallur og Elísabet
áttu fjögur fósturbörn sem þau ólu
upp frá barnæsku. Þau eru Guð-
mundur Samúelsson prófessor í
BLÓM
SEGJA ALLT
Mikið úrval
blómaskreytinga
fyrir öll tækifæri.
Opið alla daga frá kl. 9-22.
Sími 689070.
Hannóver í Þýskalandi. Hann er
systursonur Elísabetar. Sigríður
Sigmundsdóttir og Lilja Gestsdóttir,
báðar búsettar í Reykjavík, þær eru
bræðradætur Þórhalls. Þórhallur
Már prentari í Reykjavík. Hann er
sonur Sigríðar. Fósturbörnin hafa
öll stofnað eigið heimili fyrir löngu
og eiga marga afkomendur. Þau
hjón reyndust fósturbörnum sínum
sem bestu foreldrar. Kostuðu þau
til náms lengri eða skemmri tíma
og studdu þau í lífsbaráttunni eftir
þörfum. í viðlögum áttu svo barna-
börnin þar athvarf og þótti eftir-
sóknarvert. Heimilið var því jafnan
fjölmennt og ástríkið milli Elísabet-
ar og fósturbarnanna og barna
þeirra einlægt og traust. Þannig
munu börnin og þeirra börn aftur
l.engir minnast mildi, ástar og um-
hyggju Elísabetar.
Heimili hennar á Akranesi í
meira en 50 ár var mikill rausnar-
garður sem margir nutu, bæði
heimamenn og gestir — sem erindi
áttu við bæjarfógetann á löngum
embættisferli hans. Gestrisni þeirra
hjóna var einlæg og hlý. Þau voru
samhent í því að veita gestum
sínum vel og láta þeim ekki leiðast
meðan á dvölinni stóð. Þórhallur
var glaðvær og kunni frá mörgu
að segja enda fróður og stálminnug-
ur. Elísabet var svo hin frábæra
húsmóðir. Hún var greind kona og
■gerðarleg. Góðviljuð og ljúf í fram-
komu. Jafnlynd og háttvís. Hún var
listræn í sér og hafði næmt auga
fyrir því sem fagurt var og bar
heimili hennar því ljóst vitni. Hún
var vinföst og trygglynd með af-
brigðum, en hlédræg og lét ekki
mikið til sín taka utan eigin heimil-
is. Manni sínum var hún hollur ráð-
gjafi, sem hann kunni vel að meta.
Reynslan hafði kennt honum að
dómgreind hennar mátti treysta.
Enda þótt hún forðaðist afskipti af
einstökum málum fylgdist hún vel
með og sá langt fram í tímann. I
allri framkomu var hún einstök
heiðurskona sem naut álits og virð-
ingar allra þeirra sem henni kynnt-
ust og því meir sem kynnin urðu
nánari.
Á þessari stundu er mér efst í
huga sú vinátta er hún sýndi mér
og ijölskyldu minni er við fluttum
til Akranesi 1954 og alla tíð síðan
hefur hún sýnt okkur hjónum
tryggð og góðvild sem við þökkum
á kveðjustund. Því lengri sem kynn-
in urðu dáðumst við að svo mörgu
í fari hennar, ekki síst eftir að hún
komst á 10. áratuginn, hversu vel
hún hélt dómgreind sinni og and-
legu atgervi. Alltaf var hún sama
háttvísa hefðarkonan, bjartsýn og
bar í bijósti velvildarhug til allra.
Mér er eftirminnilegt hversu
þessi hlédræga kona hafði náin
kynni af öllum þeim sem störfuðu
við embætti bæjarfógetans á Akra-
t
Maðurinn minn og faðir,
EINAR JÓNSSON,
Múrari,
Skálagerði 5,
Reykjavík,
andaðist 14. ágúst í Vífilsstaðaspítala.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey,
að ósk hins látna.
Þeir sem vildu minnast hans láti
Vífilsstaðaspítala njóta þess.
Sigríður Hrefna Guðmundsdóttir,
Jóna Einarsdóttir.
ERFIDRYKKJUR
Tökum að okkur erfidrykkjurfyrir allt að 250 manns.
Verðfrá kr. 830.-
Upplýsingar í síma 11440 eða á staðnum.
Hótel Borg
nesi í tíð Þórhall og lét sér annt
um hag þeirra og velferð. Sýndi hún
starfsfólkinu oftlega vináttu og
rausn — bæði skrifstofufólki og lög-
gæslumönnum. Átti hún óskipta
virðingu allra starfsmanna embætt-
isins, sem voru sammála um það
að hún væir hin sanna „Lady“.
Þegar leiðir skilja minnast þeir
hennar með þakklæti og virðingu.
Elísabet var ákaflega vel gerð
kona — bæði andlega og líkamlega
— heilbrigð og hógvær. Hún var
aldurinn vel fram á síðustu ár og
sem dæmi um það skal þess getið
að í ágúst 1987 — nokkru eftir að
hún náði 95 ára aldri — heimsótti
hún Guðmund son sinn í Hannóver
og ijölskyldu hans. Þeir hjá flugfé-
laginu ráku upp stór augu þegar
þeim varð ljóst að þessi farþegi var
fæddur 1892, og mundu varla eftir
jafn gömlum viðskiptamanni áður.
Af ferð þessari hafði Elísabet mikla
ánægju. Aldurinn bar hún ákaflega
vel fram á síðustu árin og var
sístarfandi á heimili sínu. Vinum
og vandamönnum skrifaði hún bréf,
sem báru vott um góða frásagnar-
gáfu, auk þess sem hún hafði ein-
staklega góða rithönd. Hún undi
sér löngum við spilin milli heimilis-
starfanna og bækur voru hennar
eftirlæti.
Lögnu og farsælu lífstarfi er lok-
ið. Eftir lifir minningin um öndveg-
is húsmóður á rausnarheimili í
meira en hálfa öld. Minningin um
ástríka móður margra barna, sem
elskuðu hana og virtu. Lífið var
ekki alltaf dans á rósum en vanda-
málunum var mætt af manndómi
og æðruleysi. Þau hurfu því fyrir
betri og bjartari tímum. Hún átti
fulla virðingu Akurnesinga sem
lengi munu minnast hennar með
þakklæti. Börnin hennar fjögur og
ijölskyldur þeirra reyndust henni
vel, ekki síst er degi tók að halla.
Umhyggja þeirra og hugulsemi í
hennar garð vakti athygli allra sem
til þekktu. Þau munu telja endur-
minningu um móður sína og uppeld-
isáhrif hennar dýrmætan arf og
varðveita hann ævina út. Á kveðju-
stundinni taka þau undir með skáld-
inu frá Fagraskógi:
„Hafðu þökk fyrir öll þín spor.
Það besta, sem fellur öðrum í arf,
er endurminning um göfugt starf."
Samtfðarmenn Elísabetar Guð-
mundsdóttur sem af henni höfðu
einhver kynni, munu kveðja hana
með virðingu og þökk.
Daníel Ágústínusson