Morgunblaðið - 25.08.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 25.08.1991, Blaðsíða 2
EFNI 2 FRETTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. ÁGÚST 1991 Verbúðin rýmd um nóttina ELDUR kom upp í ruslageymslu á efri hæð Isfélagsins í Vest- mannaeyjum aðfaranótt laugar- dagsins. Verbúð áföst húsinu fylltist'af reyk og var hún rýmd strax en þar búa nú sex manns. Greiðlega gekk að slökkva eldinn eftir að slökkviliðið kom á stað- inn. Eldsins varð vart um klukkan þijú um nóttina. Mikill reykur fylgdi hon- um og lagði hann um allt húsið og verbúðina. Þrátt fyrir mikinn reyk var eldurinn lítill og ekki mikil hætta á ferðum. Að sögn Harðar Pálssonar starfsmanns ísfélagsins eru skemmdir á húsinu litlar, aðallega reykskemmdir og skemmdir á hurð- um sem bijóta þurfti upp til að kanna hvort fleira fólk væri í húsinu en þeir sex sem komust strax út. Eldsupptök eru ókunn en helst talið að sígarettuglóð hafi leynst í ruslinu. Verslunarráð Norðurlandanna: Eistneskur gestur situr fund ráðanna á Sauðárkróki VERSLUNARRÁÐ Norðurland- anna hóf ársfund sinn á Sauðár- króki á föstudag. Peeter Tammoja, fulltrúi Verslunarráðs Eistlands, situr fundinn sem gest- ur norrænu samtakanna. Tuttugu fulltrúar frá Finnlandi, Noregi og Svíþjóð sækja fundinn, en danski fulltrúinn afboðaði þátt- töku sína vegna anna. Áformað var að fulltrúar frá öllum Eystrasaltsríkjunum sætu fundinn en gestirnir frá Litháen og Lettlandi komust ekki til iandsins vegna valda- ránsins í Sovétríkjunum. Á fundinum í gær, laugardag, greindi Tammoja fundargestum frá ástandi í verslun- armálum Eistlands. Fundinum lýkur í dag. Eldur í Isfélaginu, V estmannaeyjum: Góðar eru gjafir ykkar en vináttu ykkar met ég þó mest Ketilási í Fyótum, frá Kjartani Magnússyni bladamanni Morgnnblaðsins. OPINBERRI heimsókn forseta íslands, Vigdísar Finnbogadótt- ur, í SkagafjarðarsýslU og Sauðárkrókskaupstað lýkur í kvöld, sunnudag. Það sem af er hefur heimsóknin gengið að óskum og hefur forsetinn ferðast víða um sýsluna. í gær heimsótti Vigdís meðal annars íbúa Fljótahrepps og Hofsóss og síðdegis hugðist hún fara að Hólum og Glaumbæ. í gærmorgun ók forsetinn ásamt fylgdarliði í Fljótahrepp, sem er nyrsta byggðarlag hér- aðsins. Hreppsbúar tóku á móti forsetanum í Sólgörðum og gróð- ursettu með henni nokkur tré. Allt var krökkt af blábeijum í hlíðinni, þar sem gróðursetningin fór fram og því gat forsetinn notað tækifærið og brugðið sér í beijamó. Eftir gróðursetninguna var Barðskirkja skoðuð, en hún er að stofni til frá 1886. Hún var um árabil í niðurníðslu uns söfn- uðurinn eignaðist hana 1987 og stóð fyrir endurbyggingu hennar. Áshildur Ofjörð, formaður sókn- arnefndar, sýndi forsetanum kirkjuna, en hún sá um endur- gerð altaristöflu og predikunar- stóls, sem er nærri 300 ára gam- all. Að lokinni kirkjuskoðun buðu hreppsbúar forsetanum í morg- unverð í félagsheimilinu Ketilási. Þar ávarpaði Örn Þórarinsson, oddviti hreppsins, forsetann og bauð hana velkomna á þessar harðbýlu slóðir. Síðan færði hann forseta að gjöf myndabók með myndum úr hreppnum og leirker með barnamold (kísilmold), en Fljótahreppur er einn af fáum stöðum á landinu, þar sem slíka mold er að finna. Vigdís forseti þakkaði gjafirn- ar og sagðist meta þær mikils en þó mæti hún mest vináttu hreppsbúa. Eftir heimsóknina í Fljóta- hrepp átti forsetinn að aka um Hofshrepp og koma við á Hofs- ósi, þar sem áformað var að hún skoðaði bjáikahús, sem nú er í endurbygggingu, og sérkennileg- ar klettamyndanir í Staðar- bjargavík. Hádegismat átti að snæða í félagsheimilinu Höfða- borg. Eftir heimsóknina til Hofs- óss átti forsetinn að fara til Hóla og í Glaumbæ og í gærkveldi bauð héraðsnefnd Skagfirðinga til kvöldverðar í Miðgarði í Varmahlíð. Morgunblaðið/Arni Sæberg Konur forseta norrænu verslunarráðanna biðu spenntar méð myndavélarnar á lofti eftir að Vigdís Finnbogadóttir forseti Islands kæmi út úr Víðimýrarkirkju. Forseti íslands heimsækir Skagfirðinga: Nýtt flugstjórnarhús á Reykjavíkurflugvelli: Framkvæmdir hefjast í september Heildarkostnaður við hús og tæki hátt í milljarð króna ÁKVEÐIÐ hefur verið útboð á fyrstu framkvæmdum við nýtt flugstjórnarhús á Reykjavíkur- flugvelli. Gert er ráð fyrir að bygging hússins kosti 430 millj- ónir króna og tæki 526 milljón- ir. Alþjóðaflugmálastofnunin ber mestan hluta kostnaðarins og búist er við að taka nýju miðstöðina í notkun í mars eða apríl 1993. Tilboð verða opnuð í jarðvegs- vinnu vegna flugstjórnarhússins 9. september og tekur Halldór Blöndal samgönguráðherra fyrstu skóflustungu að byggingunni viku síðar. Uppsteyping verður boðin út í haust og síðar innréttingar í húsið. Fyrirhugað er að flugum- ferðarmiðstöðin verði 16 mánuði í byggingu. Haukur Hauksson aðstoðarflug- málastjóri segir útboð á tækjum öll komin í gang og samið hafi verið um flesta þætti. Fluggagna- kerfi fyrir 4,7 milljónir dala sé þegar í framleiðslu og verði tilbúið til afhendingar í byijun næsta árs. Þar sé aðalverktaki kanadískt fyr- irtæki, CAE, en hlutur íslenska fyrirtækisins Hugbúnaðar, í Kópa- vogi, sé um 20%. Kerfisfræðistofn- un háskólans hannar að sögn Hauks hugbúnað í nýtt ratsjár- kerfi fyrir um 700 þúsund dali. Verið er að vinna úr tilboðum í um 1,6 milljóna dala fjarskipta- stjómkerfi. Haukur segir að Alþjóðaflug- málastofnunin greiði 76% kostnað- ar við húsið sjálft og 87% af verði tækja. Hann segir að ráðist sé í byggingu nýrrar flugstjórnarmið- stöðvar þar sem flugumferð hafi aukist gríðarlega, aðstaða og tækjabúnaður í núverandi miðstöð sé sprungin. ísland verði líka að MIKIL ölvun var og ólæti í miðbæ Keflavíkur aðfaranótt laugardagsins. Er lögreglan mætti á staðinn til að skakka leikinn var ráðist á bíl hennar og neyðarljósin á honum brotið. Átján ára unglingur gisti fanga- geymslur lögreglunnar um nótt- ina grunaður um verknaðinn og að hafa brotið nokkrar rúður í fylgja eftir tækniþróun í flugum- ferðarstjórn, ella sé hætt við að landið missi þjónustu yfir Norður- Atlantshafi til landa eins og Bret- lands eða Kanada. miðbænum. Síðar um nóttina þurfti lögregl- an að hafa afskipti af öðrum manni sem stóð fyrir slagsmálum og ólát- um í miðbænum. Gisti hann einnig fangageymslur um nóttina. Og undir morgun var þriðja mannin- um stungið inn sökum ölvunar við akstur. Mikil ölvun í Keflavík: Lögreglubíll skemmdur Niðurskurdur í ríkis- búskapnum ►Ríkisstjómin liefur að undan- förnu unnið að tillögum um ein- hvern mesta niðurskurð sem um getur í íslenskum ríkisbúskap. En hvar verður skorið og hversu mik- ið?/10 Þrír dagar sem skóku heiminn ►Hvers vegna valdaránið í Sov- étríkjunum mistókst. /14 Sonurtil sölu ►Jóhanna Kristjónsdóttir skrifar um A1 Tash flóttamannabúðirnar skammt frá Ramadi í Vestur- írak./18 Barcelona ►Bragi Ásgeirsson myndlistar- maður greinir frá dvöl sinni í hinni fornfrægu höfuðborg Katalóníu. /22 Bheimili/ FASTEIGNIR ► l-28 Kúluhús ►Rætt við Edmund Bellersen, sem nú byggir kúluhús við Vesturfold í Reykjavík. /14 Barnið á tölvuöld ►Tölvuöldin hefur ekki farið framhjáyngstu kynslóðinni. Það þykir ekki lengur spennandi að fá ævintýrabækur í afmælisgjöf. Nú er enginn maður með mönnum nema hann eigi dágott safn af tölvuleikjum./l Hlaupandi bræður ►Bræðurnir á Stóru-Ökrum í Skagafirði bættu úr aðstöðuleys- inu með því að búa til sinn eiginn íþróttavöll. /6 Skarð fyrir skildi ►Af djasshátíðum sumarsins og svanasöng Guðmundar Ingólfsson- ar./lO Elliðaárdalur ►Þegar gengið er um stíga Elliða- árhólma er auðvelt að gleyma argaþrasi borgarinnar. Næstkom- andi laugardag efna Landssamtök hjartasjúklinga til Hjartagöngu um Elliðaárdal og gefst þá gott tækifæri til þess að kynna sér fjöl- breyttar gönguleiðir um dalinn og njóta útiverunnar. /12 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Karlar/Konur 26 Dagbók 8 Útvarp/sjónvarp 28 Hugvekja 9 Gárur 31 Leiðari 16 Mannlífsstraumar 8c Helgispjall 16 Fjölmiðlar 16c Reykjavíkurbréf 16 Kvikmyndir 18c Myndasögur 21 Dægurtónlist 19c Brids 21 Bíó/dans 22c Stjörnuspá 21 Á förnum vegi 24c Skák 21 Velvakandi 24c Minningar 24 Samsafnið 26c Fólk í fréttura 26 INNLENDAR FRÉTTIR: 2-6-BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.