Morgunblaðið - 06.09.1991, Page 42

Morgunblaðið - 06.09.1991, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 1991 TENNIS / OPNA BANDARISKA MEISTARAMOTIÐ Edberg í undanúrslit Steffi Graf og Martina Navratilova mætast í undanúrslitum íkvennaflokki Reuler Stefan Edberg vann Javier Sanchez frá Spáni í gær og er kominn í undanúr- slit á opna bandaríska meistaramótinu í tennis. Opna öldungamít Keilis verður á Hvaleyrinni nk. laugardag 7.9. Fyrirkomulag: 18 holur m/án forgjafar. Ræst út frá kl. 9.00 til 13.00. Skráning í síma 53360 eftir kl. 14.00. GOJU KAI KARATE Byrjendanámskeiö og karatesýning. Byrjendanámskeið er að hefjast. Kennt er í íþróttamiðstöðinni í Ásgarði í Garðabæ. Byrjendur 12 ára og yngri þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17.15. Byrjendur 13 ára og eldri þriðjudaga kl. 19, föstudaga kl. 17.15. Kennari er Korl Prittinen 2. dan en hann varð þrefaldur meístari ó Evrópumeistara- móti Goju-kai í Ungverjalandi 1991. Meistati er Ingo De Jong 6. dan forseti Evrópu- samtaka Goju-kaí. Karatesýning. Sunnudaginn 8. sept. n.k. kl. 14 verður kynning og sýning ó Goju- kai karate í Asgarði. Sýndor veróa grunnæfingar, kata (staðbundnar æfingar) og kumite (frjóls bardagi). Allir velkomnir. Nánari upplýsingar i Ásgarði á kvöldin. GOJU KAI KARATE DO Á ÍSLANOI KARATEDEILD STJÖRNUNNAR STEFAN Edberg tryggði sér sæti í undanúrslitum á opna bandaríska meistaramótinu í tennis í gær er hann sigraði Javier Sanchez frá Spáni, 6:3, 6:2 og 6:3. Michaei Stich frá Þýskalandi hafði yfir gegn Ivan Lendl, 3:6,6:3 og 4:3, þegar stöðva þurfti leikinn vegna rigningar ígær. Edberg mun mæta sigurvegaran- um úr leik Stich og Lendl í und- anúrslitum. Edberg hafði mikia yfir- buði gegn Sanchez eins og tölurnar gefa til kynna. Uppgjafir hans voru mjög góðar og átti Spánveijinn ekk- ert svar við þeirn. Það tók Edberg aðeins eina klukkustund og 42 mínútur að vinna leikinn. „Ég gat ekkert og náði aldrei að komast inn í leikinn," sagði Sanchez. „Ég átti í erfiðleikum í upphafi mótsins en nú finn ég mig betur og betur með hverj- um leik,“ sagði Edberg. Jim Courier, sem er 21 árs Banda- ríkjamaður, sigraði landa sinn Peter Sampras, 6:2, 7:6, 7:6, í 8-liða úrslit- um í gær og mætir annað hvort Jimmy Connors eða Paul Haarhis í undanúrslitum. Connors tryggði sér sæti í átta manna úrslitum á þriðju- dag en þá varð hann 39 ára. Hann lagði Aaron Krickstein að velli í mikl- um baráttuleik sem stóð yfir í Ijórar klukkustundir og 41 mínútu. Eftir leikinn sagði Krickstein að það væri erfitt að leika þegar þúsundir áhorf- enda fögnuðu alltaf þegar hann gerði mistök. „Ég skil áhorfendur því Con- nors er þjóðsagnapersóna og mjög vinsæll," sagði hann. Ahorfendur voru margir og allir á bandi Connors. Þegar leiknum lauk sungu áhorfendur „hann á afmæli í dag...“. Lokatölur í leiknum urðu 3-6, 7-6, 1-6, 6-3 og 7-6. Connors mætir Paul Haarhis í 8- manna úrslitum, en Haarhis vann sér það til frægðar að slá Þjóðverjana Boris Becker og Carl Uwe Steb út. Graf gegn Navratilovu Komið er fram í undanúrslit í kvennaflokki, en þar leika hin 15 ára gamla Jennifer Capriati og Monicu Seles annars vegar og Steffi Graf og Martina Navratilova hins vegar. Þetta verður í 15. skipti sem Graf og Navratilova mætast á tennisvell- inum. Capriati sigraði Gabrielu Sa- batini, sem sigraði á mótinu í fyrra, í 8-manna úrslitum (6:3, 7:6) og Seles vann Gigi Fernandez. Graf sigraði Conchitu Martinez frá Spáni, 6:1 og 6:3 og Navratilova sigrað Arantxa Sanchez Vicario frá Spáni, 6:7, 7:6 og 6:2. GOLF Ryder- liðin tilkynnt HIN árlega keppni um Ryd- er bikarinn í golfi hefst í Bandaríkjunum 27. sept- ember. Búið er að tilkynna hvernig liðin verða skipuð, en flestir bestu kylfingar heims verða þá í sviðsljós- inu. Ryder-keppnin hefur verið æsispennandi und- anfarin ár og öruggt er að sama verður upp á ten- ingnum íár. Það eru Bandaríkjamenn sem leika gegn sameinuðu liði Evrópu og ræður árangur kylfinganna á keppnistímabilinu um hveijir komast í liðin, nema hvað liðstjórarnir mega velja tvo til jnjá menn. I sveit Evrópu tryggðu sér sæti í liðinu: Ballesteros, Mont- gommerie, Richardson, Woos- nam, Torrance, Langer, Broad- hurst, Feherty og Gilford. Bern- hard Gallacher, liðsstjóri liðsins, valdi síðan þá Faldo, Olazabal og Mark James í lið sitt. Sveit Bandaríkjanna er þann- ig skipuð: Couples, Stewart, Wadkins, Irwin, Azinger, Pavin, O’Meara, Calcavecchia, Levi og Pate. Dave Stockton, liðsstjóri, valdi síðan þá Chip Beck og Ray Floyd. HANDKNATTLEIKUR / HSI HSI tók lán til að senda 21 árs liðið á HM Handknattleikssamband íslands þurfti að taka 1,5 milljón króna skammtímalán tii að senda landsliðið undir 21 árs til keppni í heims- meistaramótinu sem nú stendur yfir í Grikklandi. Skammtímaskuldir sam- bandsins eru því um 18 miilj- ónir króna. Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, segist bjartsýnn á að þeim takist að vinna sig út úr vand- anum. V'ið skuldum um 18 milljónir í ýmsum skammtímalaánum og síðast um daginn ákváðum við að taka enn eitt lánið til að senda 21 árs liðið á HM í Grikklandi. Undirbúningu liðsins frá því í júní á síðasta ári og þátttakan í keppn- inni kostar um 7,5 milljónir og það var búið að greiða um 6 millj- ónir þegar kom að því að senda liði út. Þá vantaði 1,5 milljónir fyrir ferðum og þátttökugjöldum og við ákváðum að taka enn eitt lánið í stað þess að hætta við þátttöku," segir Jón. Hann sagði að langtímaskuldir HSÍ væru tæplega 20 milljónir en af þeim hefðu þeir ekki áhyggj- ur því þær væru frágengnar með langtíma auglýsingasamningum. En heldur hann að HSÍ takist að vinna sig út úr skuldafeninu? „Við höfum gert það hingað til, og við hljótum að gera það aftur. Ef menn vilja halda úti landsliði á alþjóðlegan mæli- kvarða þá þarf mikið unglinga- starf og það kosta sitt. Skuldir okkar eru um 60 krónur á hvern íslending og við hljótum áð vinna okkur út úr þessu í sameiningu,“ sagði Jón. Hefur verið rætt um að HSÍ fái stuðning ríksins með því skilyrði að hætt verði við að halda heims- meistarakeppnina hér á landi? „Nei, ég hef ekki heyrt það og ef einhver setur fram svoleiðis hugmyndir þá getur það alls ekki verið gert í alvöru. Við höfum átt vinsamlegar viðræður við fjár- Jón H. Magnússon formaður HSÍ. málaráðherra og menntamálaráð- herra og skýrt þeim frá erfiðri lausaskuldastöðu sambandsins, en það hefur ekkert verið ákveðið um hvort og þá hvernig aðstoð við fáum,“ sagði Jón. Þrekæfim Fyrsta þrekæfíng vetrarins verður hald- in í Laugardol þriðjudaginn 10. septem- ber nk. Æfingarnar eru ætlaðar öllum aldurs- flokkum og eru nýir félagar boðnir velkomnir. Nánari upplýsingar veita: Guðjón Olafsson, hs. 37591. Guðmundur Jóhannsson, hs. 24888. Egill Kolbeinsson, hs. 54066. Skíðadeild KR HANDKNATTLEIKUR Valsmenn til Frakklands Íslandsmeistarar Vals í hand- knattleik fóru í gær til Frakk- lands, þar sem þeir taka þátt í fjögurra liða móti um helgina. Mótið fer fram í París og eru þátttakendur þijú frönsk lið auk Vals. Það eru Dunkurque, Sai Brice Valoise 95 sem heldur mót og París Asnieres, sem Júlíus Jó asson lék með áður en hann f til Spánar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.