Morgunblaðið - 14.09.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1991
17
smygl og varðar við lög. Lyf sem
ekki eru hér á lyfjaskrá heyra ekki
undir Lyfjaeftirlit ríkisins og sé ég
ekki betur, en full ástæða sé fyrir
ráðherra heilbrigðismála að kanna
starfsemi landlæknisembættis í öllu
falli það sem snýr að aðstoðarland-
lækni. Hann sem aðrir opinberir
starfsmenn geta einungis starfað
eftir sínu erindisbréfi, en þeim á
ekki að líðast að misnota starf sitt
eða embætti, jafnvel þótt tilgangur-
inn helgi meðalið og illt skuli með
illu út reka.
Um hormónalyf
Þá er komið að hinu illa, lyfjunum
sjálfum. Nú er orðið langt síðan
hinn hreini karlhormón, testoster-
on, var framleiddur sem lyf og not-
aður. Hann gerir karlmann að karl-
manni og hefur annarsvegar áhrif
á náttúruna (androgen áhrif) og
hinsvegar áhrif á vefi líkamans
(anabolic). í læknisfræðinni var
mest sóst eftir síðari áhrifunum og
til að ná þeiin eingöngu voru fram-
leiddir tilbúnir hormónar, eftirlík-
’ingar af testósteron, sem byggir
upp vefina, en hefur lágmarks áhrif
á starfsemi kynkirtla. Efni þessi eru
nú mörg til, en einu nafni eru þau
nú kölluð anabolískir sterar eða
hormónalyf. Tilkoma þeirra hafði
mikil áhrif og eftir að þau komust
inn í íþróttirnar voru menn ekki á
eitt sáttir. Ágreiningur reis og deil-
ur urðu og menn voru annaðhvort
með eða á móti. Um margt hafa
þessar deilur verið líkar því, þegar
hér á landi hefur verið deilt um
áfengismál. Talsmenn hafa verið
færri, í öllu falli látið minna í sér
heyra, en ofstækismenn oft á tíðum
verið inn á milli andstæðingana.
Ofstækismennirnir hafa eins og í
áfenginu einblínt á skaðsemina og
eitt af því sem þeir beittu fyrir sig
var að reyna að gera tilvonandi
notendur hrædda. Hamrað var á
því, að líkur væru á því að börn
þeirra fæddust vansköpuð, eða þeir
sjálfir orðið getulausir eða ófijóir.
Þeir stóðu frammi fyrir því að missa
það sem öllum er kærast. Sennilega
var ekki nægilega snemma farið
að beita þessu, ýmsir búnir að
leggja í reynslubankann og reynsla
miðlast frá manni til manns. Not-
endur fundu út hið gagnstæða.
Lyfin juku kynhvötina, en þó ekki
í jafn ríkum mæli og karlhormóninn
sjálfur.
Stöðugt var skaðsemin helstu
mótrökin, en mönnum tókst ekki
að finna heppileg dæmi. Stöðug
leit bar ekki árangur, en nýjum
meðulum var síðar beitt. Það var
með útkomu bókarinnar „Death in
the locker room“ eftir Bob Gold-
man. Hann fiskaði eftir sjúkrasög-
um íþróttamanna, sem viðurkennt
höfðu notkun hormónalyfja og
kenndi lyfjunum um allt saman.
Bókin hafði mikil áhrif fyrst eftir
útkomu, en minni síðar, enda sáu
menn fljótt hvernig bókin var unn-
in, sáu að engin samsvörun var
milli einstakra tilfella, sjúklingarnir
áttu ekkert sameiginlegt, nema lyf-
in ekki einu sinni sjúkdómana. Sem
dæmi má nefna frásögn af tíðum
hjartaáföllum íþróttamanns. Lyfj-
unum var kennt um, en það láðist
að geta þess, að faðir íþróttamanns-
ins dó ungur úr sama sjúkdóm og
bræður hans voru allir haldnir hinu
sama, án þess þó að hafa neitt lyfj-
anna.
Þegar skaðsemisumræðan
minnkaði vegna skorts á dæmum
og vaxandi reynslubanka notenda
kom siðfræðin inn í spilið. Notkun
lyfjanna var svindl og þar af leið-
andi siðferðislega ámælisverð. Þessi
nýju rök hafa orðið ofan á hjá and-
stæðingum og þeir fengið með þeim
fullan sigur innan allra íþrótta-
áhugamanna. Lyfin eru því nú á
bannlista íþróttamanna og viðurlög
við brotum löng keppnisbönn. Brot
verður þó að sanna, rógur einn
nægir ekki. Eftir sem áður eru lyf-
in notuð af einstaka íþróttamönn-
um, en líklega er notkunin útbreidd-
ust meðal almennra borgara, enda
ekkert sem bannar þeim, ef þeir
telja sig hafa eitthvert gagn af.
Höfundurer
héraðsdómslögmaður og starfar
sjálfstætt.
líltóáur
r
a
rnoraun
Guðspjall dagsins:
Lúk. 7.:
Sonur ekkjunnar í Nain.
ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
BÚSTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta
kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guð-
mundsson. Pálmi Matthíasson.
DÓMKIRKJAN: Prestsvígslá kl.
10.30. Vígð til prests verða Magn-
ús Erlingsson, cand.theol., sem
vígist til Isafjarðarprestakalls og
Sigrún Óskarsdóttir, cand.theol.,
sem vígist til aðstoðarprests í Lau-
garnesprestakalli. Sr. Bernharður
Guðmundsson lýsir vígslu. Vígslu-
vottar eru sr. Jón Dalbú Hróbjarts-
son, sr. Jakob Á. Hjálmarsson og
sr. Jón Ragnarsson. Auk þess ann-
ast þeir altarisguðsþjónustuna.
Dómkórinn syngur. Organisti Mar-
teinn H. Friðriksson.
GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11.
Altarisganga. Prestur sr. Halldór
S. Gröndal. Organisti Árni Arin-
bjarnarson. Fyrirbænir eftir
messu.
HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl.
11. Altarisganga. Sr. Karl Sigur-
björnsson. Þriðjudag: Fyrirbæna-
guðsþjónusta kl. 10.30. Beðiðfyrir
sjúkum.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Karl Sigurbjörnsson.
HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.
Sr. Tómas Sveinsson. Kvöldbænir
og fyrirbænir eru í kirkjunni á mið-
vikudögum kl. 18.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð-
brands biskups. Hátíðarmessa kl.
14 í tilefni af 7 ára vígsluafmæli
kirkjunnar. Sungin verður Missa
de Angelis/messa englanna.
Prestur sr. Flóki Kristinsson. Sr.
Sigurður Haukur Guðjónsson
prédikar. Kór Langholtskirkju
syngur. Organisti Jón Stefánsson.
Fjáröflunarkaffi kvenfélagsins í
safnaðarheimilinu að lokinni
messu.
LAUGARNESKIRKJA: Laugardag:
Guðsþjónusta kl. 11 í Hátúni 10b.
Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson.
-------------------'--------
Listasafn Gautaborgar:
Samsýning
sex íslenskra
listamanna
opnuð í dag
OPNUÐ verður í Listasafni Gauta-
borgar samsýning á verkuin sex
íslenski-a listamanna, undir yfir-
skriftinni Figura Figura. Sýningin
verður opnuð í dag.
Listamennimir sem taka þátt í
sýningunni eru: Brynhildur Þorgeirs-
dóttir, sem sýnir höggmyndir, Helgi
Þorgils Friðjónsson, Hulda Ilákon,-
Jón Óskar og Kjartan Ólason, sem
sýna málverk, en Svala Sigurleifs-
dóttir sýnir ljósmyndir.
Sýningin er unnin í samvinnu milli
Listasafns Gautaborgar og Kjarvals-
staða, en sænski safnvörðurinn Lena
Boethius sá um val verka og undir-
búning sýningarinnar fyrir hönd
Gautaborgar.
Markús Örn Antonsson borgar-
stjóri mun opna sýninguna. Einnig
munu þeir listamenn sem eiga verk
á sýningunni vera viðstaddir opnun-
ina í boði Gautaborgar. Gunnar B.
Kvaran, forstöðumaður Kjarvals-
staða, flytur, í tengslum við sýning-
una, fyrirlestur um íslenska sam-
tímalist og verður hann haldinn í
Listasafni Gautaborgar. Sýningin
stendur yfir til 20. október.
Sunnudag: Messa í Laugarnes-
kirkju fellur niður vegna prests-
vígslu í Dómkirkjunni. Sigrún
Óskarsdóttir, cand.theol. verður
vígð til aðstoðarprests í Laugar-
nesprestakalli. Safnaðarfólk er
hvatt til fjölmenna. Fimmtudag:
Kyrrðarstund kl. 12, Orgelleikur,
altarisganga, fyrirbænir.
NESKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11.
Orgel og kórstjórn Reynir Jónas-
son. Sr. Guðmundur Óskar Ólafs-
son. Miðvikudag: Bænamessa kl.
18.20. Sr. Frank M. Halldórsson.
Fimmtudag: Opið hús fyrir aldraða.
SELTJARNARNESKIRKJA: Kynn-
ingarguðsþjónusta fyrir væntanleg
fermingarbörn kl. 11. Organisti
Þóra Guðmundsdóttir. Prestur sr.
Solveig Lára Guðmundsdóttir.
Miðvikudag: Samkoma kl. 20.30.
Sönghópurinn „Án skilyrða" undir
stjórn Þorvaldar Halldórssonar.
Prédikun, fyrirbænir.
GRAFARVOGSSÓKN: Guðsjojón-
usta í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn
kl. 11. Organisti Sigríður Jónsdótt-
ir. Séra Vigfús Þór Árnason.
HJALLASOKN: Guðsþjónusta kl.
11 í Kópavogskirkju. Altarisganga.
Fermdir verða: Rúnar Snær Þórð-
arson, Hlíðarhjalla 63, Kópavogi
og Kristján Lárusson, Hrauntungu
79, Kópavogi. Allir velkomnir.
Kristján Einar Þorvarðarson.
KÓPAVOGSKIRKJA: Fermingar-
messa sunnudag kl. 11 á vegum
Hjallaprestakalls. Prestur sr.
Kristján Einar Þorvarðarson. Ægir
Fr. Sigurgeirsson. Organisti Guð-
mundur Gilsson.
SELJAKIRKJA: Sunnudag: Kvöld-
guðsþjónusta kl. 20.30. Organisti
Kjartan Sigurjónsson. Molakaffi
eftir guðsþjónustuna. Sókn-
arprestur.
FRÍKIRKJAN Rvík: Guðsþjónusta
kl. 14.00. Miðvikudaginn 18. sept-
ember kl. 7.30 morgunandakt.
Orgelleikari Violeta Smid. Kirkjan
er opin í hádeginu virka daga.
Cecil Haraldsson.
ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN: Guðs-
þjónusta kl. 14. Aðalsafnaðarfund-
ur eftir guðsþjónustuna. Safnaðar-
prestur.
HVÍTASUNNUKIRKJAN FHadelf-
ía: Almenn samkoma kl. 16.30.
Ræðumaður Kristinn Birgisson.
KRISTSKIRKJA Landakoti: Lág-
messa kl. 8.30, stundum lesin á
ensku. Hámessa kl. 10.30. Lág-
messa kl. 14. Rúmhelga daga há-
messa kl. 18 nema laugardag kl.
14.
MARÍUKIRKJA Breiðholti: Messa
kl. 11. Rúmhelga daga kl. 18.30
nema fimmtudag kl. 19.30 og laug-
ardag kl. 14.
KFUM/KFUK: Samkoman fellur
inn í vakningar- og kristniboðs-
samkomu í kristniboðssalnum kl.
■ 20. Ræðumaður Helgi Hróbjarts-
son kristniboði.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Hjálpræð-
issamkoma kl. 16.30. Kapteinarnir
Venke og Ben Nygaard stjórna og
tala. Sunnudagaskóli/barnagæsla.
ÖRKIN, sjómannaheimilið: Sam-
koma kl. 17. Ræðumaður sr.
Magnús Björnsson.
MOSFELLSPRESTAKALL: Messa
á Lágafelli kl. 14. Organisti Ómar
Óskarsson. Fagnað áfanga í frá-
gangi lóðar. Kirkjukaffi eftir messu.
Ath. breyttan messutíma. Sr. Jón
Þorsteinsson.
KAPELLA St. Jósefssystra í
Garðabæ: Hámessa kl. 10.30, les-
in á þýsku.
VÍÐISTAÐASÓKN: Guðsþjónusta
á Hrafnistu kl. 13. Guðsþjónusta í
Víðistaðakirkju kl. 14. Kór Víðistað-
asóknar syngur. Organisti Úlrik
Ólason. Sr. Sigurður Helgi Guð-
mundsson.
HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðs-
þjónusta kl. 14. Vænst þátttöku
fermingarbarna og fjölskyldna
þeirra. Sr. Þórhildur Ólafs.
KAPELLAN St. Jósefsspítali: Há-
messa kl. 10.30. Rúmhelga daga
lágmessa kl. 18.
KARMELKLAUSTUR: Hámesa kl.
8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8.
NJARÐVÍKURPRESTAKALL; Sam-
eiginleg guðsþjónusta sóknanna í
Innri-Njarðvíkurkirkju kl. 20.30.
Prestur sr. Jónína Kristín Þorvalds-
dóttir. Sóknarnefnd.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Messa kl.
14. Ath. breyttan messutíma. Org-
anisti Einar Örn Einarsson. Sr.
Lárus Halldórsson.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Messa kl.
14. Organisti Siguróli Geirsson.
Kór kirkjunnar syngur. Vígslubisk-
upinn í Skálholti, sr. Jónas Gísla-
son, prédikar. Kirkjukaffi í safnað-
arheimilinu í boði sóknarnefndar.
Sóknarprestur.
ÞORLÁKSKIRKJA: Messa kl. 11.
Organisti Robert Darling. Sr. Sva-
var Stefánsson.
STRANDARKIRKJA: Messa kl. 14.
Organisti Robert Stefánsson. Sr.
Svavar Stefánsson.
STOKKSEYRARKIRKJA: Messa kl.
14. Sóknarprestur.
STÓRA-NÚPSKIRKJA: Guðsþjón-
usta kl. 21. Sóknarprestur.
ODDAKIRKJA: Messa kl. 14.
Fermdur verður Gunnar Ásberg
Helgason, Lambhaga. Organisti
Anna Magnúsdóttir. Sóknarprest-
ur.
AKRANESKIRKJA: Messa kl. 11.
Altarisganga. Flutt verður messa
fyrir sópran og orgel eftir E. Zilling-
er. Flytjendur Laufey Geirsdóttir
og organisti kirkjunnar. Fimmtu-
dag: Fyrirbænir fynr sjúkum. Sr.
Björn Jónsson.
BORGARPRESTAKALL: Messa í
Borgarneskirkju kl. 11. Sóknar-
prestur.
ELGARTILBOÐ
HUSASMIÐJUNNAR
föstudag 13. september
laugardag 14. september
1 v' í'/ MftMtt « MttMMttMMf «S- - KMflMS . Mtt Tilboðsverð Áður
Bökunarform, trúður 498 712
Vöfflujárn, Oster 3.936 4.920
Sturtublöndunartæki 1.988 2.517
Reykskynjari 836 1.115
Demidekk viðarvörn. 31 2.311 2.719
i Snjóbræðslurör 25 m/m, 200 m rúlla ' >» > / 'ív.\ w 1vt ' /% i, i 11.880 13.200
Opið á laugardögum:
Verslun Skútuvogi kl. 10:00-14:00
Verslun og timbursala Hafnarfirði kl. 9:00-13:00
HUSASMHMAH