Morgunblaðið - 14.09.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.09.1991, Blaðsíða 34
¦21 MpRGPEffiHffiff?. Lf fJQAfiPAGiVfi- u:- SimmVMdm fcik i fréttum Vinnimjshafar í happadrættinu ásamt nokkrum aðstandendum. Morgunblaðið/Ingvar OPNUN Þúsundir við opnun Húsasmiðjunnar Fjölmenni þáði veitingar í tilefni dagsins. Húsasmiðjan opnaði fyrir skömmu nýja glæsilega verslun að Helluhrauni í Hafnar- firði. Mikið var um dýrðir í tilefni dagsins og fjölmenni var á staðn- um. Meðal þess sem efnt var til í tilefni dagsins var happadrætti þar sem dregið var um vinninga að andvirði hundruð þúsunda króna, en happadrættis var þannig fram- kvæmt, að dreyfibréf var borið í öll hús í Hafnarfirði, á Álftanesi og í Garðabæ, en þeir sem vildu vera með þurftu að koma bréfinu útfylltu í kassa sem komið var fyrir við opnun verslunarinnar. Alls bárust nöfn 5350 þátttak- enda. AKRANES Pele gerður að heiðursfélaga IA Knattspyrnugoðið brasilíska, Pele, kom við á Akranesi á dögunum á ferð sinni um landið. Eins og nærri má geta var vel tek- ið á móti honum í knattspyrnubæn- um og var fjöldi manns samankom- in á knattspyrnuvellinum þegar þyrla sem flutti kappann lenti þar. Gísli Gíslason bæjarstjóri ávarp- aði gestinn og afhenti honum lykil af Akranesbæ fyrstum manna. Alfreð W. Gunnarsson gullsmiður á Akranesi smíðaði gripinn. Þá var Pele gerður að heiðursfé- laga Knattspyrnufélags ÍA og er hann þriðji heiðursfélagi félagsins. Fyrir voru gömlu knattspyrnu- stjörnurnar Ríkharður Jónsson og Þórður Þórðarson. I stuttu ávarpi Gunnar Sigurðs- sonar þegar heiðursútnefningin var tilkynnt sagði hann að mesti heiður sem knattspyrnufélagið gæti veitt nokkrum manni væri að gera hann að heiðursfélaga. Nafnbótin væri tákn þess að Akur- nesingar kynnu vel að meta fram- lag hans til knattspyrnunnar um víða veröld fyrr og síðar og vildu þakka honum það. - J.G. MYNDLIST Ólíkir karlar undir sama þaki Tveir myndlistamenn opnuðu nýlega sýningar í salar- kynnum Kjarvalsstaða og standa sýningarnar enn yfir. Þetta eru þeir Birgir Andrésson og frans- maðurinn Philip Cazal. Margt var um manninn og stemming góð eins og endranær á „opnun- um". Á meðfylgjandi myndum geta lesendur meðtekið nokkuð af umræddri stemmingu. Morgunblaðið/Jón Svavarsson Birgir Andrésson blandar geði við sýningargesti, Birgir er fremst, lengst t.h. Það fer ekki á milli mála eftir hvern listaverkið er...PhiIIip Cazal við eitt verka sinna, en til hliðar skeggræða gestir listina. Gestir virða fyrir sér nokkur verka Birgis. KVIKMYNDIR Freddy Kruger er allur Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Heiðursfélagar Knattspyrnufélags ÍA. F.v. Ríkharður Jónsson, Pele og Þórður Þórðarson. Sjötta kvikmyndin um ófreskjuna Freddy Kruger verður frum- sýnd í kvikmyndahúsum fyrir vest- an haf í dag og þess er varla langt að bíða að hún bjóðist íslenskum kvikmyndahúsagestum. Freddy þessi er enginn annar er hinn morð- óði fjandi sem stráfellt hefur fleiri tylftir ungmenna í kvikmyndunum um martraðirnar í Almstræti. Freddy heimsækir fórnarlömb sín í draumi sem endar jafnan með þeim blákalda veruleika að hann myrðir krakkana með hinum fjölbreytileg- ustu og ferlegustu aðferðum að- ferðum. Notarhannjafnan klippikr- umlur sínar til þess arna. Þótt alla tíð hafui menningarlegt gildi þess- ara fjöldamorða verið dregið í efa, er ljóst að vinsældir Fredda hafa verið ótrúlegar og raunar athyglis- verðar. Þær hafa staðið undir sex kvikmyndum hvorki meira né minna. En nú er mál að linni. Það þykir við hæfi að kvikmyndin sé sýnd í dag, því nú er ekki bara föstudagur, heldur 13. mánaðar að auki, en önnur svona maraþonmorð- saga sem gengið hefur hart nær jafn lengi og Almstrætismorðin er einmitt kennd við „Föstudaginn 13.". Robert Englund hefur alla tíð leikið Fredda, fyrst árið 1984 og nánast árlega síðan. Hann segir framleiðendurna ákveðna í að hætta og vitnar f nafn myndarinnar, „Freddys Dead - The Final Nig- htmare", eða „Freddy _er dauður - Síðasta martröðin". „Ég geri ráð fyrir að þeir passi sig að halda smugu opinni ef það dytti í þá að . taka aftur upp þráðinn, en hvað Robert Englund, Freddy Kruger. öðru nafni mig snertir, er þessu lokið. Ég reikna með því að sakna Fredda eftir nokkur ár, en sem stendur er ég hæst ánægður að vera laus við að smyrja þennan fjandans farðagr- út, í andlitið nær daglega.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.