Morgunblaðið - 14.09.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐÍÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBÉR 1991
Lít þér nær
Ábending
—
Allir starfi í friðsemd
í lífsins manntafli er stundum
svo að sjá, sem ákveðnum ein-
staklingum hætti til að máta sjálfa
sig, eða skáka út af borðinu.
Frammi fyrir alþjóð hefur nú slíkt
hent einn fyrrverandi „bæjarbróð-
ur“ minn, Richardt Ryel. Var það
raunar löngu fyrir séð, að þannig
tækist til.
Þessi R.R. hefur að undanförnu
haldið uppi leiðum og óhreinum
skrifum með annarlegu hugarfari.
Ekki mun ég rekja gang þeirra
ritverka, en beini máli mínu til
þeirra mörgu, sem hafa fylgst með
og skilja hvað við er átt.
Föstudaginn 6. sept. sl. kom
opinber orðsending frá R.R., þar
sem beðið er um aðstoð við að
fínna einn ákveðinn mann. Enda
þótt svar sé mér ekki skyldast get
ég ekki orða bundist:
Maður (breyskur), lít þér nær!
Að þekkja sjálfan sig er gulls
ígildi en því miður of fáir, sem
stunda þá dyggð. R. Ryel mætti
taka ábendingu til athugunar, sæi
ef til vill móta fyrir þeim manni,
sem auglýst er eftir, hver veit?
Séra Habets skulu færðar þakk-
ir fyrir ítarleg og góð skrif. Veit
ég mig mæla þar fyrir margra
hönd.
Reynir Valdimarsson,
Akureyri.
— Meinleg prentvilla
Hildur Kristín Jakobsdóttir hefur
bent Morgunblaðinu á meinlega
prentvillu í greininni „Lifi heilsu-
hælið“ sem birtist 28. ágúst, en hún
er höfundur þeirrar greinar. A ein-
um stað ætti að standa: „Eg vona
að hamingja fylgi þessum yndislega
stað og að allir fái að starfa hér í
friðsemd, sáttir við Guð og menn.“
í meðförum Morgunblaðsins varð
ofangreint að: „Eg vona að ham-
ingja fylgi þessum yndislega stað
og að ekki allir fái að starfa hér í
friðsemd“ o.s.frv.
Morgunblaðið bið.ur greinarhöf-
und, lesendur og starfsfólk heilsu-
hælisins í Hveragerði afsökunar á
þeim misskilningi, óþægindum og
ófriði sem þessi mistök kunna að
hafa valdið.
Alúöarþakkir og kveðjur sendi ég öllum þeim,
sem glöddu mig á einn eða annan liátt þann
28. ágúst síðastliðinn.
Guðmundur Pétursson
frá Gullberastöðum.
r
v.
Vefnaðarvörur
- dreifingaraðili
Við leitum að samstarfsaðila í söluá vefnað-
arvöru til minni saumastofa og heimasauma.
Okkar vara er meðal-tískuvara á meðal-verði
en í háum gæðaflokki (aðeins vörur upprunn-
ar á EES-svæðinu).
Allar tegundir eru á lager í Kaupmannahöfn
tilbúnar til sendingar.
Skrifió og fáió nánari upplýsingar og segió
okkur frá þér og hugmyndum þínum um
dreifingu til:
Mr. Niels Boegh,
FUNtex Aps.
Peter Bangsvej 153, DK-2000 Frederiksberg,
sími 90 45 31 71 01 02,
fax 90 45 31 71 01 03
__________________________________J
Myndir sem birtast í Morgunblaöinu,
teknar af Ijósmyndurum blaösins
fást keyptar, hvort sem er
til einkanota eöa birtingar.
UÓSMYNDADEILD
„SALA MYNDA“
Aöalstrœti 6, sími 691150
101 Reykjavík
1
s Blaðió sem þú vaknar við!