Morgunblaðið - 14.09.1991, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.09.1991, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Heildarhagsmunir ráði ferð Ymsar blikur eru á lofti í efnahagslífi þjóðarinnar. Þar ber hæst mikinn aflasam- drátt, sem ákveðinn hefur verið, og kom til framkvæmda með nýju kvótaári. Samdrátturinn veldur fólki og fyrirtækjum í veiðum og vinnslu miklum bús- ifjum og raunar þjóðarbúskapn- um í heild. Utflutningstekjur og þjóðartekjur munu dragast saman af þessum sökum. Minna verður til skiptanna milli at- vinnuvega, launafólks og hins opinbera en áður. Það bætir ekki úr skák að ríkisbúskapurinn hefur verið rekinn með hrikalegum halla og lánsfjárhungri, sem er meginor- sök hárra vaxta. Háir vextir gera atvinnuvegunum illkleift að ná endum saman í rekstri; að ekki 'sé talað um að mæta launakröfum eða auknum út- gjöldum af öðrum toga. Karl Steinar Guðnason, starfandi formaður Verkamannasam- bands íslands, metur stöðuna svo, að því er fram kemur í Þjóðviljanum í gær: „Ef við náum ríkisútgjöldun- um ekki niður munu vextir áfram verða háir, ef ekki hækka. Slíkt ástand tætir þá upp heimilin og sprengir upp fyrirtæki. Við þær aðstæður munum við ekki ná kjarasamn- ingum. Þetta kann að koma mörgum spánskt fyrir sjónir, en er samt efnahagslegur veru- leiki.“ Það er ljóst að hallinn á ríkis- búskapnum og spennan á hús- bréfamarkaðinum hafa neikvæð áhrif á vaxtaþróunina. En fleira eykur á vanda atvinnuveganna, ekki sízt offjárfesting, meðal annars í landbúnaði og sjávarút- vegi, sem fjallað var um í for- ystugrein Morgunblaðsins í gær. Fjárfesting, sem ekki skil- ar arði, heldur hleður utan á sig kostnaði, bætir ekki heldur rýr- ir almenn lífskjör. Það eru sem betur fer einnig bjartar hliðar á málum líðandi stundar. Líkur standa til að tek- ið verði með meiri festu á ríkis- fjármálum en næstliðin ár. Horfur eru betri á að nýtt álver rísi á Keilisnesi; að orku fall- vatna verði breytt í störf, verð- mæti og lífskjör. Þjóðarsáttin, sem gerð var í febrúarmánuði 1990, hefur skilað umtalsverð- um árangri. Verðbólgan hefur látið undan síga. Það tókst að stöðva kaupmáttarhrapið, sem fylgdi óðaverðbólgunni, og sporna gegn víðtæku atvinnu- leysi, sem við blasti að öðru óbreyttu við upphaf liðins árs. Þessi árangur styrkti atvinnu- lífið, sem á í vök að veijast, og þar með atvinnuöryggið. Ás- mundur Stefánsson, forseti ASÍ, segir í viðtali við DV í fyrradag: „í komandi kjarasamningum skiptir miklu máli að treysta þann árangur, sem náðist með þjóðarsáttarsamningunum í fyrra, bæði hvað snertir stöðug- leika í verðlagi og atvinnulífinu og þar með forsendur öflugri uppbyggingar atvinnulífs og bættra lífskjara. Þessi grund- vallarmarkmið hljóta að verða ofarlega í huga flestra." Þessi orð forseta ASÍ eru í tíma töluð. Það er tvennt sem skiptir meginmáli við ríkjandi aðstæður, ef við ætlum á annað borð að vinna okkur út úr að- steðjandi erfiðleikum: 1) að ná jöfnuði í ríkisbúskapnum á sem skemmstum tíma, 2) að treysta árangur þjóðarsáttar í sessi með nýjum, hófsömum kjarasamn- ingum, sem taka mið af efna- hagslegum veruleika í þjóðarbú- skapnum. Á annan hátt verður naumast til frambúðar komið í veg fyrir vöxt verðbólgu - eða spyrnt með raunhæfum hætti gegn gjaldþrotum fyrirtækja, atvjnnuleysi og kjaraskerðingu. Á liðandi stundu verður ekki séð, hvaða áhrif aflasamdráttur - og óvissa um markaðsstöðu sjávarvöru [tollfríðindi] á Evr- ópumörkuðum á næstu árum - hafa á kjarastöðu fólks í land- inu. Það liggur heldur ekki ljóst fyrir, hvern veg haldið verður á málum af hálfu aðila vinnu- markaðarins né ríkisvaldsins við gerð víðtækra kjarasamninga, sem fram undan eru. Það eru á hinn bóginn ótvíræðir hagsmun- ir þjóðarheildarinnar, að íslenzkum atvinnuvegum verði búin hliðstæð rekstrarskilyrði og samkeppnisaðilum í umheim- inum; rekstraröryggi atvinnu- veganna og atvinnuöryggi landsmanna eru tvær hliðar á sama fyrirbærinu. Þegar grannt er gáð verða varanlegar kjara- bætur aðeins sóttar í aukna verðmætasköpun og hagstæð viðskiptakjör við umheiminn, þ.e. í stærri skiptahlut á þjóðar- skútunni. Þjóðarsáttin var mikilvægt skref til réttrar áttar. Leiðin að farsælli efnahagsstjórn liggur meðal annars um samningagerð á vinnumarkaðinum, sem virðir efnahagslegar staðreyndir. Það má ekki undir neinum kringum- stæðum hverfa á nýjan leik að verðbólgusamningum. Heildar- hagsmunir verða að ráða ferð. T HUGMYNDIR UM BREYTTAN REKSTUR ST. JOSEFSSPITA: Sjúkrahúsin mæti sair með J)vi að auka hagn - segir Þorkell Helgason, aðstoðarmaður heilbrigðisráðheri Heilbrigðisráðuneytið hefur kynnt forráðamönnum St. Jós- efsspítala í Hafnarfirði hug- myndir um að rekstri spítalans í núverandi mynd verði hætt um áramótin og að þar verði Lokanir lítilla skurðdeilda: Kom flatt upp á nefnd um framtíð deildanna „NEFNDIN hafði ekki lokið störfum og hugmyndir um að leggja þessar skurðdeildir niður kom því flatt upp á okkur. Mér skilst að það hafi gleymst að láta nefndina vita hvað til stóð,“ sagði Matthías Halldórsson, aðstoðar- landlæknir. Hann var skipaður í þriggja manna nefnd, sem ætlað var að skila áliti um hvort ástæða væri til að leggja umræddar skurðdeildir niður. Aðrir nefndarmenn eru Ingibjörg Magnúsdóttir, skrifstofustjóri heil- brigðisráðuneytisins og Einar Hjaltason, yfirlæknir sjúkrahússins á Selfossi. Hlutverk nefndarinnar var „að endurskoða starfsemi nokk- urra sjúkrahúsa með tilliti til þess að þar verði lögð niður skurðlæknis- þjónusta og fæðingarhjálp, en í staðinn verði sjúkrahúsin að hrein- um hjúkrunarstofnunum," eins og segir í skipunarbréfi nefndarinnar. „Nefndin var skipuð fyrir mánuði, en ég veit ekki hvort framhald verð- ur á starfi hennar,“ sgði Matthías. „Við vorum rétt að byrja að safna upplýsingum, svo það kom flatt upp á okkur að heyra af þessum áform- um. Mér skilst að það hafi verið mistök hjá ráðuneytinu að láta ekki vita. Mér finnst ekkert athugavert þó menn velti fyrir sér hvort hag- kvæmt væri að leggja þesar deildir niður, en ég hefði viljað að nefndin fengi að ljúka störfum fyrst.“ rekið hjúkrunarheimili fyrir aldraða. Samkvæmt fjárlaga- frumvarpi verður fjárveiting til spítalans skorin niður um 120 milljónir. Þá hefur ráðuneytið kynnt hugmyndir um að skurð- deildir sjúkrahúsanna á Blöndu- ósi, Patreksfirði og Stykkis- hólmi verði lagðar niður. Þorkell Helgason, aðstoðarmað- ur heilbrigðisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að niður- skurður á fjárlagatillögum beind- ist meðal annars að sjúkrahúsum, en vildi annars ekki tjá sig um einstakar tölur í því sambandi. „Þess er vænst að sjúkrahúsin geti mætt þessum samdrætti með aukinni hagræðingu," sagði hann. „Sumar skurðdeildir eru lítið not- aðar og með bættum samgöngum ætti að vera mögulegt að loka sumum þeirra. Þetta er sama þró- un og í nágrannalöndum okkar. Hér á landi eru mörg sjúkrarými og legudagar fleiri en í öðrum löndum, en að sama skapi of lítið um öldrunarrými. Þess vegna reynum við nú að beina hag- ræðingunni í þann farveg, að þessi hlutföll verði hagstæðari. Um leið er unnið að því að kanna hvernig best megi haga samstarfi, eða jafnvel sameiningu, sjúkrahús- anna í Reykjavík. Það er til dæm- is athugandi hvort ekki er ástæðu- laust að reka sams konar deildir á fleiri en einu sjúkrahúsi. St. Jó- sefsspítali gæti átt hlut að því starfi og við munum að sjálfsögðu hlusta á tillögur stjórnar sjúkra- hússins þar að lútandi.“ Þorkell sagði að auðvitað væri um harkalegar aðgerðir að ræða. „Það þarf að stoppa í stórt fjár- Engin fagleg rök fyrir breytíngnnni - segir Árni Sverrisson, fram- kvæmdastjóri St. Jósefsspítala ÁRNI Sverrisson, framkvæmdastjóri St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, sagði í samtali við Morgunblaðið, að heilbrigðisráðuneytið hefði ekki getað sýnt fram á nein fagleg rök fyrir breytingu á rekstri spítalans. „Það kom bara tilskipun um að framlög til spítalans yrðu skorin niður um 120 milljónir. Þá standa 112 milljónir eftir og okk- ur er ætlað að vinna úr því,“ sagði hann. Árni sagði að um 1700 aðgerðir hefðu verið framkvæmdar á ári hveiju á spítalanum. „Við erum að sjálfsögðu til í að ræða hug- myndir um samstarf eða samein- ingu við önnur sjúkrahús, en þegar hlutirnir eru settir fram eins og heilbrigðisráðuneytið gerði, þá er okkur ómögulegt annað en að bregðast við af hörku,“ sgði hann. „Á fundi í ráðuneytinu sem ég og Níels Árni Lund, stjórnarformaður spítalans, vorum boðaðir til á mið- vikudag, voru ræddar ýmsar hug- myndir. Eftir stendur, að okkur er ætlað að leysa þetta sjálfum, en ekki boðið að vinna að lausn ásamt ráðuneytismönnum. Ef staðið er fast við þá ákvörðun að skera framlög niður um 120 millj- ónir, þá er ljóst að starfsemin get- ur ekki haldið áfram í núverandi mynd.“ Árni sagði að næsta skref í málinu yrði fundur bæjarstjórnar Hafnarfjarðar með þingmönnum ráðuneytisins á mánudag. „Við höfum í raun ekki ákveðið aðrar aðgerðir nú en að reyna að koma umræðunni um spítalann á fagleg- an grundvöll. Takist það stöndum við vel að vígi,“ sagði Árni Sverris- son, framkvæmdastjóri St. Jó- sefsspítala í Hafnarfirði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.