Morgunblaðið - 14.09.1991, Side 32

Morgunblaðið - 14.09.1991, Side 32
MORGU^BLAÐIÐ LAUGARJDAGUR )4-S^Fr^MBElj, 1991 i32 Asta K. Bjama- dóttir — Minning Ásta Bjamadóttir varð bráðkvödd að heimili sínu í Kefla- vík 3. september sl. Ásta var hlédræg kona, lifði fyr- ir sína nánustu, traust, raungóð, ein af þessum hversdagshetjum okkar lands. Eg kynntist Ástu fyrir 14 árum, þegar við gerðumst vinnufélagar uppi á flugvelli. Það var greinilegt að hún var lífsreynd, en hún var ekkert að bera tilfinningar sínar á torg. Ásta var góður vinnufélagi, iðin og fylgin sér. Henni vannst vel, þótt enginn asi væri á henni. Hún var einstaklega jafnlynd og yfirveg- uð, hafði yfír sér rósemi hugans. Minnisstæðastir eru mér þeir tímar, er við unnum bara tvær sam- an. Þá átti hún til að opna hug sinn, segja mér frá lífshlaupi sínu. Stund- um var hún jafnframt undrandi á lausmælginni í sjálfri sér. En ég sá fyrir mér þroskaða konu með mikla sjálfsbjargarviðleitni og stolt. Er hér var komið sögu, hafði hún ver- ið ekkja í allmörg ár. Tvö elstu bömin hennar vom flutt í burtu og búin að stofna eigin heimili, en heima vom eftir 4 synir. Það virtist vera mjög gott samband milli henn- ar og sonanna og gagnkvæm um- hyggja. Ásta safnaði engum veraldar- auði, enda var það ekkert á hennar óskalísta. Velferð barna hennar var það sem skipti máli. Ein eina ósk hafði hún sér til handa. Það var að hún þyrfti ekki að verða öðrum byrði í ellinni og að þegar kallið kæmi, þá kæmi það snögglega. Henni varð að ósk sinni. Ég sendi aðstandendum Ástu mínar dýpstu samúðarkveðjur. Megi hún hvfla í friði. Guðrún Jörgensdóttir Nú er Ásta Kristbjörg Bjarna- dóttir dáin. Mjög skyndilega var hún kölluð burt 3, september sl. Áfallið var þyngra vegna þess hve kallið kom snöggt og tómarúmið sem fylgir ævinlega ástvinamissi var þess vegna enn áþreifanlegra. Um miðjan dag var sonur hennar gestkomandi hjá henni og þá var hún hress og lá vel á henni. Þrem tímum seinna leit annar sonur henn- ar inn til hennar. En þá var hún öll. Oft hafði hún talað um að hún óskaði að deyja svona, en bætti alltaf við að hún vonaði að Guð gæfi að bamabörnin kæmu ekki að henni látinni. Þannig varð henni fullkomleg að ósk sinni. En þær voru ekki margar, óskirnar, sem hún Ásta fékk uppfylltar í lífinu. Lífsbaráttan var henni oft erfið og þungbær. En hún taldi það sitt lán að hafa eignast sex heilbrigð og mannvænleg börn. Nú hafa þau stofnað sín eigin heimili og aldrei var neitt ósamlyndi milli Ástu og hinna mörgu tengdabarna. Hvorki tengdadætra né tengdasonarins sem var henni ævinlega sérlega hlýr. Barnabörnin eru orðin 14. Ásta bar þess merki hve lífsleið hennar var erfið á köflum. Það var erfitt að lokka hana út af heimilinu til að gera eitthvað til skemmtunar. En ef einhveijum tókst að fá hana með sér á mannamót, þá gladdist hún í margar vikur yfir minningun- um. Hins vegar var því svo varið að þótt Ásta færi lítið út af heim- ili, þá komu margir til hennar. Fólk sem átti fáa vini og oftast mætti mótbyr í lífinu, sat í eldhúsinu hjá henni löngum stundum. Oft án þess að tala svo sem nokkuð, bara sat þarna og lét fara vel um sig. Sumt af þessu fólk er sjálft farið yfir land- amærin miklu, annað saknar vinar í stað. Og nafna hennar, hún Ásta litla, á sérlega erfitt núna, svo sterkt sem þær voru tengdar. Sú litla fór til ömmu sinnar á hveijum degi, stundum oft á dag. Til að fara fyrir hana í búð og líka bara til að spjalla. Þegar hún var minní, laumaðist hún yfir í kyrrðina hjá ömmu til að fá sér blund þegar ekki var friður heima. Sjálf var ^Ásta alin upp í stórum bamahópi og hefur sjálfsagt skilið að gott var að fá næðisstund fyrir litla stelpu. Því lífsbaráttan byijaði snemma hjá Ástu. Hún var aðeins tólf ára þegar móðir hennar dó eftir langa sjúkdómslegu. Kornung var hún vinnukona hingað og þangað við misjafnan aðbúnað. Hún var ein af níu systkinum, fædd í Stykkishólmi 12. maí 1922. Af þeim eru nú tvær systur á lífi. í þá daga átti ungt fólk ekki eins margra kosta völ og seinna varð, síst einstæðar mæður, en Ásta eignaðist fyrsta barnið sitt 1944. Hún kom þá heim til föður síns, sem reyndist henni traust hjálp þau fáu ár sem hann átti ólifað. Árið 1947 fórÁsta til Reykjavík- ur og vann þar ýmis þjónustustörf, þar til hún fluttist til Keflavíkur og hóf þar búskap með manni sínum, Kristjáni Alexander Helgasyni. Þau eignuðust fimm börn saman. Lífs- hlaup þeirra varð erfitt og oft háði Ásta harða baráttu til að halda börnunum hjá sér gegnum vand- ræði og fátækt. Þess bar hún merki alla ævi. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÞÓRÐURGUÐNASON, Sunnutúni, Stokkseyri, lést í sjúkrahúsinu á Selfossi 12. september. Jarðarförin auglýst síðar. Valgerður Sigurðardóttir, Elfar Þórðarson, Helga Jónasdóttir, Gerður Þórðardóttir, Bjarni Hallfreðsson, barnabörn og barnabarnabarn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, frú MARTHA ÞORKELSSON, Kleppsvegi 64, áðurtil heimilis í Stigahlíð 83, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 16. september kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á hjúkrunarheimilið Skjól. " Hákon Daníelsson, Valgerður Proppé, Svanhildur Daníelsdóttir, Ernst Danielsson, Susan Danfelsson, Helgi Daníelsson, Hanna Dóra Þórisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Kristján dó árið 1965. Ásta stóð uppi ein með börnin sín og vann hörðum höndum til að sjá heimilinu fyrir lífsnauðsynjum. Hún var dug- leg kona og eftirsóttur starfskraft- ur. Hugsaði um hag atvinnurekand- ans sem sinn eigin og kom sér vel við vinnufélaga. Tengdafaðir henn- ar, Helgi Jensson, var henni mikil stoð, bæði áður en hún varð ekkja og eftir það. Hann virti hún og dáði alla tíð. Og með hjálp barn- anna tókst Ástu að halda heimilinu saman. Þau komust öll til manns og hún var ánægð ef þeim vegnaði vel. Undir ævilokin færðist djúp ró yfir þessa konu sem hafði reynt svo mikið. Hún bar aldrei tilfinningar sínar á torg, en undir lokin var sem stafaði frá henni sérstakri rósemi og djúpstæður skilningur á lífinu. Við þökkum henni fyrir samveru- stundirnar og biðjum henni blessun- ar Guðs. Tengdabörn Ingólfur Eide Eyj- ólfsson - Fæddur 8. apríl 1925 Dáinn 7. september 1991 Hann Ingólfur er dáinn. Það er erfitt að trúa því að hann komi ekki aftur til starfa. Hann hafði farið í sumarfrí í byrjun ágúst en átti ekki afturkvæmt. Fyrst man ég eftir Ingólfi sem sjómanni og var hann lengstum með Eggert Gíslasyni skipstjóra á Víði II, Sigurpáli og Gísla Árna sem kokkur. Árið 1971 réðst Ingólfur til starfa hjá Loftleiðum og síðar Flugleiðum í hlaðdeild og starfaði hann hjá þeim alla tíð eða þar til í febrúar 1989 að Flugleiðir buðu hlaðdeild- ina út og tók við henni Flugaf- greiðslan hf. Hinn 1. mars 1989 byijaði Ingólf- ur að vinna hjá Flugafgreiðslunni hf. sem verkstjóri. Ingólfur reyndist afburðagóður starfsmaður í hví- vetna, hans regla var að mæta stundvíslega, boðinn og búinn að vinna aukavinnu og skiptivinnu við aðra. Hann var góður stjórnandi og við starfsmennimir bámm virð- ingu fyrir honum. Engum manni öðrum fremur var treystandi fyrir vandasömum verkefnum. Þannig var Ingólfur. Fyrir fimm árum kenndi hann sér meins og var fluttur fársjúkur í sjúkrahús, hann hafði fengið hjartaáfall. Hann náði sér vel og kom aftur til starfa, en nú í ágúst tóku veikindin sig upp. Hann var búinn að dvelja af og til síðan í Borgarspítala. Þótt að við vinnufé- lagar hans og vinir vissum að hann gekk ekki heill til skógar þá grun- Minning aði okkur ekki að hann félli svo óvænt frá. Ég hitti hann þremur dögum fýr- ir andlátið og var hann hinn hress- asti að vanda. Hann var ekki mikið fyrir það að kvarta yfir veikindum sínum. Við starfsfélagarnir og vinir biðj- um góðan Guð að styrkja eiginkonu hans, Erlu Magnúsdóttur, og börnin Hafstein, Þór og Kristínu, og fjöl-' skyldur þeirra, einnig Ingólf Þór, dótturson, er ólst upp hjá ömmu sinni og afa. Við vitum að söknuður þeirra er mikill. Fyrir hönd starfsfólks Flugaf- gi'eiðslunnar hf., Magnús Eyjólfsson Gunngeir Péturs- son - Kveðjuorð Fæddur 28. janúar 1921 Dáinn 5. september 1991 Maðurinn með ljáinn hefur höggvið mörg skörð í garð þeirrar íjölskyldu, sem ég tengdist haustið 1949 er ég gekk að eiga Helgu, næstyngstu systur Gunngeirs. Mágur minn, Gunngeir Péturs- son, var burtkallaður 5. september sl. eftir langvarandi veikindi. Þó Gunngeir væri nokkrum árum eldri en ég, kom það ekki í veg fyrir náin kynni við hann og hans konu, hana Sirrý. Hann var yngstur bræðranna, nýgiftur, og þau hjónin búin að eignast sitt fyrsta barn, Herdísi. Við Helga vorum þá í til- hugalífinu og gættum oft Herdísar, þegar þau langaði út á lífið. Veturinn 1949-50 deildum við með Gunngeiri og Sirrý íbúð í nokkra mánuði og þá kynntist ég Gunngeiri fyrir alvöru. Ég rétt tví- tugur strákurinn, en hann kominn fast að þrítugu. Mér fannst það traustvekjandi, að geta rætt við mér eldri mann um þau vandamál, sem báðir áttu við að stríða, hús- næðisvandamál, svo eitthvað sé nefnt, en hugur okkar beggja, eins og margra annarra, stóð til hús- bygginga. Svo fór, að við urðum báðir frumbyggjat' í Smáíbúða- hverfinu. Meðan á húsbyggingum stóð, var Gunngeir okkur hjónunum stoð og stytta varðandi ýmsar hliðar fram- kvæmdanna. Reynsla hans hjá Byggingafulltrúa, var okkur Helgu ómetanleg. Gunngeir var svolítið stríðinn að eðlisfari og hafði á stundum lúmskt gaman af, en ef að steðjuðu ein- hver vandræði, fóru fáir í fötin hans og þá var stríðnin hvergi nærri. Með sinni aðalatvinnu hjá Bygg- ingafulltrúa Reykjavíkur stundaði Gunngeir kennslu í nokkrum skól- um hér í bæ í fjöldamörg ár og einhver gæti haldið, að það hafi verið honum næg verkefni. Svo var ekki. Hann hafði þörf fyrir meira. Brids- og skákmaður var hann góð- ur og keppti hann á mörgum mótum um dagana, jafnt innanlands, sem og utan. Það var oft brosað að áletr- un á silfurbikar, sem hann fékk á bridsmóti í Færeyjum, en á honum stóð „Til áminningar“. Ekki kann ég að segja fró árangri hans á því móti. Spila- og taflmennska var hans hjartans áhugamál, eins og margra annarra í ijölskyldunni. Árið 1971, gekk Gunngeir í Lions-klúbbirin Frey og gegndi hann þar mörgum trúnaðarstörfum, bæði í stjórn og nefndum. Fyrir tilstuðlan Gunngeirs, gekk ég í Lions-klúbbinn Frey 1974 og vorum við mágarnir sessunautar lengst af. í Frey kynntist ég nýrri hlið hans. Hann var ófeiminn að láta skoðanir sínar í ljós og ræða málin hispurslaust til þess að góð niðurstaða fengist til heilla því málefni sem um var rætt. Bamgóður var Gunngeir svo af bar. Það voru ekki aðeins hans eig- in börn, sem nutu þess, heldur öll börn í fjölskyldunni, enda hændust þau að honum. Gunngeir og Sirrý eignuðust tvö börn, Herdísi og Viðar. Bæði gift og komin með börn og buru. Allt elskulegt fólk. Heimilisbragur hjá þeim Gunn- geiri og Siriý var alla tíð ósköp notalegur og vorum við hjónin tíðir gestir hjá þeim. Við horfum með söknuði á eftir góðum dreng og þökkum fyrir sam- fylgdina. Megi æðri máttarvöld styðja og styrkja Sirrý og fjölskyidu hennar á erfiðri stundu. Helgi ----------------- Leiðrétting’ Minningargrein í blaðinu í gær, um Gunngeir Pétursson bar und- irskriftina Ingibjörg Ólafsdóttir. Hér varð misritun. Hér átti að standa Gunnar Sigurðsson. Ingi- björg er kona Gunnars. t Alúðarþakkir þeim, sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, frú ÞÓRDÍSAR EGGERTSDÓTTUR, Kópavogsbraut 64. Björgvin Jónsson, Oddbjörg Ragnarsdóttir, Kristján Hj. Ragnarsson, Jón Björgvinsson, Jóhanna S. Kristmundsdóttir, Eggert Björgvinsson, Hulda L. Magnúsdóttir, Þorgils Björgvinsson, Elma B. Guðmundsdóttir, og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.