Morgunblaðið - 14.09.1991, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.09.1991, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1991 29 Valdimar Guðmunds son - Minning Fæddur 13. maí 1917 Dáinn 2. ágúst 1991 Myndbandahátíð í Norræna húsinu DAGANA 17.-22. septeinber verður haldin myndbandahátíð í Norr- æna húsinu við Hringb'raut. Hátíðin liefur fengið yfirskriftina „Danc- in’ Visuals 1991“. Ég vil með fáeinum orðum, þó seint sé, minnast mágs míns og vinar, Valdimars Guðmundssonar. Það eru nú orðin rúm 40 ár síðan Valdimar kom heim til okkar á Kársnesbraut 12 í fylgd með Aðal- björgu systur minni, en þá voru þau á leiðinni í hjónabandið. Ég hafði ekki séð manninn fyrr, en fannst hann sérlega þekkilegur. Mér fannst þá strax að ég myndi ekki verða fyrir neinum vonbrigð- um við lengri kynni af þessum manni, enda reyndist það svo. Valdimar var fæddur og uppal- inn á Högnastöðum í Hruna- mannahreppi, sonur hjónanna Guðmundar Þórðarsonar og Ingi- bjargar Halldórsdóttur. Hann fór ungur að heiman og gerðist lög- regluþjónn í Reykjavík. Það starf stundaði hann í mörg ár, en gerð- ist síðan yfirfangavörður við hegn- ingarhúsið á Skólavörðustíg og stundaði það starf þar til hann hætti vegna aldurs. Valdimar var giftur Rögnu Þórðardóttur frá Högnastöðum í Borgarfirði. Með henni átti hann tvö börn, Gunnvöru, sem var alin upp hjá ömmu sinni og nöfnu, og Guðmund, sem alla tíð var hjá föð- ur sínum. Ragna dó þegar Guð- mundur var á fyrsta ári. Valdimar giftist í annað sinn Aðalbjörgu Björnsdóttur frá Borgarfirði eystra, með henni átti hann þijú börn, Rögnu, Halldór og Sigurð. Leiðir þein’a Aðalbjargar og Valdi- mars skildu, hún flutti út til Sví- þjóðar og bjó þar til dauðadags en Valdimar bjó eftir það með Guð- mundi syni sínum. Valdimar var gæfumaður, hann eignaðist 5 elskuleg börn auk þess stjúpsoninn Björn sem var honum sem sonur. Öll reyndust þau honum fádæma vel meðan hann barðist við sjúk- dóm þann, sem dró hann til dauða, en alveg sérstaklega Ragna, sem er hjúkrunarfræðingur, og Guð- mundur, sem mátti heita að vekti við rúm hans nótt og dag þar til yfir lauk. Ég átti því láni að fagna að dvelja einn vetur á heimili þeirra Valdimars og Aðalbjargar, þá reyndist hann mér sannur dreng- skaparmaður og æ síðan. Valdimar var góðum gáfum gæddur, vel rit- fær, ættfróður og hagmæltur í besta lagi og eru til eftir hann ljóm- andi falleg kvæði, sálmar og tæki- færisvísur. Hann hélt lítt saman vísum sínum og mun flest glatað. Valdimar var prúðmenni, hóg- vær og hlédrægúr og lagði ætíð gott eitt til manna og málefna. Fyrir 6 ái’um skrifaði hann minn- ingargrein um Dag mág sinn. í henni sagði hann á éinum stað: „Hann mun alla tíð lifa í minning- unni, hinn sanni góði drengur sem gekk meðal vina og vandamanna og sáði ilmjurtum við götu sína.“ Þessi orð hans vil ég heimfæra upp á hann sjálfan. Með honum er genginn góður drengur, sem gott var að kynnast. Ég mun ætíð minnast hans með þakklæti og hlýjum huga. Samúðarkveðjur sendi ég börn- um hans og öðrum ættingjum og vinum. Ingibjörg Björnsdóttir Þessi listahátíð er sýning á 30 nýjum myndböndum sem sameina fleiri listform í einni mynd. Sam- runi dans, leikrænnar tjáningar, sviðssetning og myndbandatækni gefa tjáningunni nýja vídd og ótæmandi möguleika. Undirstaðan er hreyfing, óbundin af þvingandi kvöðum þyngdarlögmálsins. Sýn- ingar verða daglega 16.30-20.00 virka daga en kl. 13.00 um helgina. Video Galleriet í Kaupmannahöfn á frumkvæðið að þessari liátíð sem er samnorræn listahátíð. Frá ís- landi fer hátíðin til Svíþjóðar, Finn- lands, Noregs og að lokum til Dan- merkur aftur. Myndbandalist er ný listgrein er nýtur sífeilt meiri viðurkenningar, ekki síst á meginlandi Evrópu. Danshöfundar og leikstjórar nýta möguleika myndbandsins og nýjar stjörnur skína. Við val á efni til hátíðarinnar var víða leitað fanga. Eftir sjö mánaða' leit og eftirgrennslan bárust 250 myndbönd og voru 30 þeirra valin úr, flest framleidd á tímabilinu 1990-1991. ■ NA UÐUNGARUPPBOÐ Hrannargötu 9, neðri hæð, ísafirði, þingl. eign Stígs Arnórssonar, eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs. Hvilft, Flateyrarhreppi, þingl. eign Gunnlaugs Finnssonar, eftir kröfu Lífeyrissjóðs Vestfirðinga. Annað og síðara. Nauðungaruppboð fyrri sala á eftirtöldum eignum fer fram fimmtudaginn 19. septem- ber kl. 10.00 á skrifstofu embættisins á Bjóifsgötu 7, Seyðisfirði: Nauðungaruppboð Þriðjudaginn 17. september 1991 fara fram nauðungaruppboð á eftirtöldum fasteignum f dómsal embættisins, Hafnarstræti 1, ísafirði, og hefjast þau kl. 14.00: Ólafstúni 12, Flateyri, þingl. eign Hjálms hf... eftir kröfu veðdeildar Landsbanka (siands. Annað og síðara. Spildu úr landi Teigasels, Jökuldal, þingl. eign Jóns Kr. Sigurðsson- ar, eftir kröfu Jóhannesar Á. Sævarssonar hdl. Þólgötu 10, ísafirði, þingl. eign Magnúsar Haukssonar, eftir kröfum Laugarásbíós, Skífunnar hf., Billjardsbúðarinnar, innheimtumanns ríkissjóðs og Sjóvá-Almennra. Sindragötu 10, ísafirði, þingl. eign þrotabús Pólstæknis hf., eftir kröfum Ríkissjóðs íslands og Byggðastofnunar. Annað og síðara. Smiðjugötu 1, neðri hæð, ísafirði, þingl. eign Halldórs Kr. Magnús- sonar, eftir kröfu Lífeyrissjóðs Vestfirðinga. Múlavegi 17, Seyðisfirði, þingl. eign Magnúsar Stefánssonar og Lilju Kristinsdóttur, eftir kröfum Magnúsr M. Norðdahl hdl., Friðjóns Arn- ar Friðjónssonar hdl., Búnaðarbanka Islands, Ólafs Axelssonar hdl., Gunnars Viðars lögfr., Byggingasjóðs ríkisins og Landsbanka íslands lögfrdeildar. Skógom I, að 'h hluta, Vopnafirði, þingl. eign Jósefs S. Jónssonar, eftir kröfum Stofnlánadeildar landbúnaðartns og innheimtumanns rlkissjóðs. Brautarholti 6, ísafirði, þingl. eign Kristjáns Guðmundssonar, eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs. Eyrargötu 7, Suðureyri, þingl. eign Gunnars Pálssonar, eftir kröfu Innheimtustofnunar sveitarfélaga. Annað og síðara. Eyrargötu 12, Suðureyri, talinni eign Fannýjar Jónsdóttur og Gunn- ars Jónssonar, eftir kröfu veðdeildar Landsbanka (slands. Annað og síðara. Suðurtanga 7, (Hveragerði), ísafirði, þingl. eign Skipasmíðastöðar Marsellíusar hf., eftir kröfu Byggðastofnunar. Botnahlíð 32, Seyðisfirði, þingl. eign Trausta Marteinssonar, eftir kröfum Magnúsar M, Norðdahl hdl., Húsnæðisstofnunar ríkisins og Gjaldheimtu Austurlands. Vélbátnum Diönu NS-165, þingl. eign Hermanns Ægis Aðalsteins- sonar, eftir kröfu Byggðastofnunar, Fiskverkunarhúsi á hafnarbakka, Suðureyri, þingl. eign Fiskiðjunnar Freyju hf., eftir kröfu Hannesar Halldórssonar. Annað og síðara. Suðurtanga 8, stóraslipp, ísafirði, þingl. eign M. Bernharðssonar skipasmíðastöðvar, eftir kröfu Bæjarsjóðs ísafjarðar. Annað og síðara. Grundarstíg 26, Flateyri, þingl. eign Reynis Jónssonar, eftir kröfu Tryggingastofnunar ríkisins. Annað og síðara. Túngötu 18, 3. hæð t.h., isafirði, þingl. eign Halldórs Helgasonar, eftir kröfu innheimtumanns ríkissjóðs. Hafnarbyggð 2A, Vopnafirði, þingl. eign Sveins A. Karlssonar, eftir kröfum Byggðastofnunar og Vátryggingafélags (slands. Grænagarði, neðri haeð, ísafirði, þingl. eign Gunnars Þéturssonar, eftir kröfu Ríkissjóðs (siands. Vallargötu 10, Þingeyri, þingl. eign Mikaels Ágústar Guðmundsson- ar, eftir kröfum Ríkisútvarpsins innheimtudeildar og veðdeildar Landsbanka íslands. Annað og síðara. Kolbeinsgötu 62, Vopnafirði, þingl. eign Hilmars Þ. Magnússonar, eftir kröfum innheimtumanns rikissjóðs og veðdeildar Landsbanka íslands. Hafraholti 38, ísafirði, þingl. eign Arnórs Magnússonar, eftir kröfu Lífeyrissjóðs Vestfirðinga. Bæjarfógetinn á isafirði. Sýslumaðurinn / isafjarðarsýsiu. Sýsiumaður Norður-Múlasýslu. Bæjarfógetinn á Seyðisfirði. Hjallavegi 31, Suðureyri, talinni eign Suðureyrarhrepps, eftir kröfum veðdeildar Landsbanka íslands og Lífeyrissjóðs Vestfirðinga. Annað og síðara. SmO auglýsingar Til sölu handprjónaðar lopapeysur Upplýsingar í síma 41942 milli kl. 17 og 19 flesta daga. FÉLAGSLÍF Sjómannaheimilið Örkin, Brautarholti 29 Samkoma á sunnudag kl. 17.00. Ræðumaður séra Magnús Björnsson. ....SAMBAND (SLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Grænmetismarkaður til ágóða fyrir kristniboðið verður haldinn í dag kl. 14.00 í húsi KFUM og KFUK við Holtaveg. Margskonar grænmeti á boð- stólnum. Komið og styðjið gott málefni. Kristniboðssambandið. Vakningar- og kristniboðssamkoma í Kristniboðssalnum Háaleitis- braut 58 í kvöld kl. 20.30. Ræðu- maður: Skúli Svavarsson. Þú ert velkominn. Kristniboðssambandið, KFUM, KFUK. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLOUGÖTU 3 s. 11798 19533 Dagsferðir F.í. sunnu- daginn 15. sept.: 1) Kl. 10.00 Hestagjá - Víði- ker/gosbeltið 11. ferð a. Ekið um Mosfellsheiði til Þing- valla, en þar hefst gangan við Hestagjá. Gert er ráð fyrir að fylgja Almannagjá (Stekkjargjá, Snókagjá og Hvannagjá) að Leynistig, þá liggur leiðin um Bolabás, Sleðaás og áfram um Hofmannaflöt og Ormavelli svo endar gangan við Víðiker. 2) Kl. 13.00 Þingvellir - Ár- mannsfell - Víðiker/11. ferð b. Þessi gönguferð hefst hjá Viði- völlum, undir hliðum Ármanns- fells og endar við Víðiker. Verð í ferðirnar er kr. 1.100,- Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Fritt fyrir börn í fylgd fullorðinna. Ath.: Göngunni um gosbeltið að Skjaldbreið lýkur sunnudag- inn 21. sept. Missið ekki af skemmtilegum gönguferðum. Leggið land undir fót með Ferðafélagi íslands. Spurning 11. ferðar a og b: Hver gaf Hofmannaflöt nafn? Ferðafélag íslands. 'fcfttoífa' H ÚTIVIST GRÓFINH11 • tEYKMVÍK • SÍMI/SÍMSVAJtl 14(06 Sunnud. 15. sept. Kl. 08: Básar Dagsferð í Bása á Goðalandi. Kl. 10.30: Gjár og hrauntraðir Reykjavíkurgangan, 9. áfangi Nú verður aftur tekið til við Reykjavíkurgönguna en það er laustengd raðganga úr Básum til Reykjavíkur í framhaldi af Þórsmerkurgöngunni, raðgöngu Útivistar 1991. Á sunnudaginn verður gengið um og skoðaðar gjár, hrauntraðir og eldstöövar sem fáir hafa séð. Frá Hrútagjá verður gengið um Mávahlíðar að Lambafellsgjá og hópurinn siðan selfluttur að Grindavík- urgjá. Gangan verður um 12 km. Kl. 13: Rólegheitarölt um Höskuldarvelli Síðdegisgangan verður fyrir þá, sem eru að byrja í gönguferðum, og fólk með börn. Gengið verður um Höskuldarvelli og nágrenni. Brottför í allar ferðirnar frá Um- ferðarmiðstöð-bensínsölu. Við erum að flytja! Ath.: Skrifstofa Útivistar verður lokuð mánudaginn 16. sept. vegna flutninga. Opnum aftur i Iðnaðarmannahúsinu við Hall- veigarstig 1, þriðjudaginn 17. sept. kl. 12. Óbreytt símanúmer: 14604 og 23732. Sjáumst! ÚJivist. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Bænastund í kvöld kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Dagskrá vikunnar framundan: Sunnudagur: Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Kristinn Þ. Birgisson. Skírn. Þorvaldur Halldórsson og sönghópurinn „Án skilyrða" syngja. Athugið breyttan samkomutíma. Miðvikudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Föstudagur: Æskulýðssam- koma ki. 20.30. Laugardagur: Bænastund kl. 20.30. Hvítasunnukirkjan Völvufelli. Fimmtudagur: Almenn sam- koma kl. 20.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.