Morgunblaðið - 14.09.1991, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.09.1991, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1991 5 Hundurinn Krummi í tollgæsluna Labrador-hundurinn Krummi hefur gengið til liðs við Tollgæslu Islands og mun aðstoða tollgæslu- menn við leit að fíkniefnum. Krummi er nýlega kominn úr sóttkví og tekinn til starfa, eins og sést á myndinni, en hann var keypt- ur í Danmörku þar sem hann og umsjónarmaður hans hlutu sérstaka þjálfun. Saman munu þeir félagar annast leit í öllum tollumdæmum landsins eftir því sem þörf krefur. Lionsklúbburinn Freyr keypti Krumma og gaf tollgæslunni. Að sögn Brynjólfs Karlssonar skrifstof- ustjóra Tollgæslunnar er þetta ekki í fyrsta skipti sem klúbburinn sýnir í verki stuðning við baráttu gegn vaxandi fíkniefnavanda. Auk Krumma eu nú til í landinu fjórir leitarhundar; tveir hjá lögreglunni í Reykjavík og tveir hjá tollgæslunni á Keflavíkurflugvelli. --------------- Þingvellir: Níu sækja um embætti þjóðgarðs- varðar UMSÓKNARFRESTUR um laus embætti sem biskup íslands aug- lýsti laus til umsóknar 15. ágúst síðastliðinn er runninn út. Um embætti sóknarprests og þjóð- garðsvarðar á Þingvöllum eru níu umsækjendur. Þrír þeirra óska nafn- leyndar. Aðrir umsæjendur eru: Séra Ágúst Sigurðsson, sóknarprestur á Prestbakka, séra Guðmundur Örn Ragnarsson, Reykjavík, Guðrún Edda Gunnarsdóttir, guðfræðingur, Reykjavík, séra Hanna María Péturs- dóttir, Skálholti, séra Ragnheiður Erla Bjarnadóttir, sóknarprestur á Raufarhöfn og séra Rögnvaldur Finnbogason, sóknarprestur á Stað- arstað. Um Raufarhafnarprestakall í Þingeyjarprófastsdæmi sækir Jón Hagbarður Knútsson, guðfræðingur, Reykjavík. Um Stykkishólmsprestakall í Snæ- fellsnes- og Dalaprófastdæmi sækja séra Gunnar Hauksson, sóknarprest- ur á Þingeyri, og dr. Siguijón Ey- jólfsson, guðfræðingur, Reykjavík. Um starf fræðslufulltrúa á bisk- upsstofu sóttu Adda Steina Bjöms- dóttir, guðfræðingur, Ragnheiður Sverrisdóttir, djákni, og Vigfús Hall- grímsson, BA í uppeldisfræðum. Engar umsóknir bárust um Hólmavíkurprestakall í Húnavatns- prófastsdæmi og Patreksfjarðarpre- stakall í Barðastrandarprófasts- dæmi. --------------- Nefnd um húsaleigu- kostnað Félagsmálaráðherra hefur skipað nefnd til að gera tillögur um aðgerðir til að draga úr hús- næðiskostnaði leigjenda í sam- ræmi við stefnuyfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar, svo sem húsaleigu- bætur til lágtekjufólks. Formaður nefndarinnar er Ingi Valur Jóhannsson deildarstjóri í fé- lagsmálaráðuneytinu en aðrir nefnd- armenn eru Rannveig Guðmunds- dóttir alþingismaður, Sólveig Péturs- dóttir alþingismaður og Þórhallur Jósepsson deildarstjóri í samgöngu- ráðuneytinu. Morgunblaðið/Þorkell Atvinnuleysi minnkaði í ágúst: Aukinn fjöldi útlend- inga í fiskvinnslu UM 1.400 manns voru að meðal- tali atvinnulausir í ágústmánuði eða um 1% af áætluðum mann- afla á vinnumarkaði að því er fram kemur í yfirliti um at- vinnuástandið sem vinnumála- skrifstofa félagsmálaráðuneyt- isins hefur látið frá sér fara. Atvinnuleysi minnkaði frá mánuðinum á undan. Atvinnulaus- um fækkaði um 240 og atvinnu- leysi var minna í öllum landshlut- um nema á Suðurnesjum, þar sem um nokkra fjölgun var að ræða. Samanborið við sama tíma í fyrra er atvinnuástand mun betra. Atvinnuleysið var 1,5% af áætluð- um mannafla í ágúst í fyrra en er 1% nú. í frétt Vinnumálaskrifstof- unnar segir að aukin eftirspurn eftir vinnuafli komi meðal annars fram í vaxandi innflutningi útlend- ingatil ýmissa starfa. 1.100 manns höfðu fengið atvinnuleyfi hjá skrif- stofunni í júlílok í ár en 850 á sama tíma í fyrra. Aukningin er svo til ölí í fiskvinnslu en 440 at- vinnuleyfi hafa verið veitt þar nú samanborið við 265 í fyrra. VANDADIR VINNUBÍLAR J/tÁ VOLKSWAtEN Kjörnir til hverskonar vöruflutninga og fólksflutninga Lokaður VW Transporter 6 manna VW Transporter með palli □ Án vsk 03 Bensín- eða Dieselhreyfill H Aflstýri □ Framhjóladrif □ 5 gíra handskipting/sjálfskipting □ Þriggja ára ábyrgð BÍLL FRÁ HEKLU BORGAR SIG 3 manna VW Transporter með palli m HEKLA LAUGAVEGI174 SÍMI695500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.