Morgunblaðið - 14.09.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.09.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. SEPTEMBER 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) fpéfc Hafðu engar áhyggjur af því sem öðrum finnst. Leggðu þig fram í vinnu og leyfðu þínum nánustu að njóta nærveru þinnar í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) Smámunasemin er allsráðandi hjá þeim sem í kringum þig eru. Ef þú móðgar einhvern skaltu bæta fyrir það þegar í stað. Þér er óhætt að sinna áhugamálunum. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Það er óþarfi að fara yfir læk- inn eftir vanti, möguleikar til afreka eru allt í kringum þig en ekki einhvers staðar í burtu. Pör ættu að skella sér út að borða í kvöld. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Hi Þú verður stundum að taka áhættur, ekki ætlast fyrirfram til að allt fari á þá lund sem þú óskar. Haltu utan um budd- una en sýndu þó engan nirfils- hátt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú munt líklega eyða um efni fram í dag. Farðu út að hlaupa eða í líkamsrækt en gefðu þig rómantíkinni á vald í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) &£ Mundu að vinnan göfgar manninn. Þú átt það skilið að lyfta þér upp og gríptu gæsin meðan hún gefst. Dagurinn hentar vel til innkaupa. (23. sept. - 22. október) Taktu sem mestan tíma fyrir sjálfan þig í dag, afslöppun og íhugun í einrúmi er mjög uppörvandi. Kvöldið er hent- ugt til skemmtunar. 'Sþoródreki (23. okt. - 21. nóvember) ^ij(0 Láttu ekki áhyggjur af ein- hverri skuldbindingu gagnvart. fjölskyldunni aftra þér frá því að notfæra þér óvænt tæki- færi sem vinir þínir opna þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) $■) Sýndu kænsku í samskiptum við yfirboðara þína. Félagslífið mun taka mikiiin tíma en þú munt kannski ekki skemmta þér alltof vel út af fjármálaá- hyggjum þínum. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú þarft að vinna mikla yfir- vinnu á næstunni. Taktu til- boði sem býðst til ferðalaga. Kannaða hvaða tækifæri gef- ast til að auka þekkingu þína. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) && Þú hefur tilhneigingu til þess að passa vel upp á peningana en ættir ekki að þurfa að ótt- ast fjárfestingaboð í dag, þau eru yfirleitt hagstæð. Fiskar (19. febrúai - 20. mars) Það þýðir lítið að reiða sig á vinina í dag, þú verður að standa og falla með eigin ákvörðunum. Þú færð gott atvinnutilboð í kvöld. Stjörnuspána á aó lesa sem dœgradvól. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðrcynda. DYRAGLENS ©1987 Tribune Madia •*> Medi* Sarvices. loc ftn/tTr EKtcl kEGGTA FÆ£>U' kEE>7UhlA ^3 (SL'AlZCUfWG ^ MUN FEOStOR. veeoA svan&jrJ GRETTIR þAV ER H'aA 0A£>IK V/ÍSAKNIie kPeöl(6eETTW/ SANAhl OG» jfAA PAVfe> 7-n TOMMI OG JENNI FERDINAND SMÁFÓLK It was a dark and stormy night. © 1991 United Feature Svndicate, Inc. Suddenly, out of the mist a spooky figure appeared. How spooky was he? Spoooooookyí Það var dimm óveðursnótt. Skyndilega birtist draugaleg Hversu drauga- Drauauauaugaleg! vera. út úr sortanum. jeg var hún? BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Arnarson Þórður Sigfússon er einn fárra fslendinga sem er áskrif- andi að austurríska bridsblaðinu. Hann sendi umsjónarmanni eft- irfarandi spil úr blaðinu, þar sem Fritz Kubak er bæði sögumaður og söguhetja. Kubak er gífur- lega sterkur spilari, fyrrum Evr- ópumeistari í sveitakeppni, en líka mikill toppakrækir í tvímenningum. Hann kom til íslands á bridshátíð fyrir tveim- ur árum og vann tvímenninginn með félaga sínum Jan Fucik. En hér er hann í tvímenningi í heimalandi sínu: Norður gefur; AV á hættu. Norður ♦ Á84 ♦ ÁD32 ♦ ÁK42 + DG Vestur Austur ♦ KDG1072 ♦ 1084 ♦ DG + K8 ♦ 53 ♦ 6 ♦ 1083 ♦ 9765432 Suður ♦ 96 ♦ KG975 ♦ 9765 ♦ Á10 Vestur Norður Austur Suður - 1 lauf Pass 1 spaði Dobl Pass Pass 2 hjörtu Pass 3 hjörtu Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: spaðakóngur. Kerfið er Blátt lauf, þannig að spaðasvar Kubaks sýnir þtjú kontról (ás og kóng, eða þijá kónga). Vestur fékk að eiga fyrsta slaginn, en Kubak drap næst á spaðaás, tók trompás og trompaði spaða. Síðan tvisvar tromp í viðbót og tígulás. Kuback vissi nú að vestur hafði byijað með 6-3 í hálitunum og því aðeins 4 láglitaspil. Næst kom lítill tígull frá kóngum. Vestur lenti inni á gosa og varð að spila frá laufkóng eða spaða út í tvöfalda eyðu. 11 slagir gáfu Kubak og félaga 48 stig af 58. Kubak segir í lokin: „Þessi íferð í tígulinn er alls ekki út í loftið, því ef drottningin er blönk verður vestur að fara upp með tíuna og spila laufi. En þá má ekki svína ef vinna á spilið af öryggi, heldur taka á ásinn og spila sig út á laufi. Það er sá endspilaður sem er með kóng- inn.“ SKAK Umsjón Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Gels- enkirchen í Þýzkalandi snemma í sumar kom þessi staða upp í viður- eign svissneska alþjóðameistarans Jean-Luc Costa (2.405) og sovézka stórmeistarans Aleksei Vyzmanavin (2.605), sem hafði svart og átti leik. 22. - Hxd5! (Hvítur vonaðist augljóslega eftir 22. - Rxe4, 23. Rxe4 - Hxd5, 24. Bc3! og er þá sjálfur í sókn) 23. Bf3 - Hd4, 24. Dc2 - Bxf3, 25. gxf3 - Rd5, 26. Hel - Hxel+, 27. Hxel - Bxf4 og með peði meira og yfirburðastöðu vann svartui' auðveldlega. Vyzmanavin var stigahæsti þátttakandinn á mót- inu og sigraði örugglega með 7 'h v. af 9 mögulegum. Sovézki al- þjóðameistarinn Kishnev kom næstur með 7 v. og Vassily Smyslov fyrrum heimsmeistari varð þriðji með 6'/2 v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.