Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 15.09.1991, Blaðsíða 2
£ ö JVÍÖRtíimÖLÁÖÍÐ .SUKNUÍÍAGUR '15.'SKI'TKMBeR!ÍWí Pistillinn hér að framan er nokk- uð lýsandi fyrir þær fortölur. sem beitt hefur verið þegar Fegurðar- samkeppni fs- lands er kynnt á opinberum vett- vangi. Núverandi vinsældir ungfrú íslandskeppninnar má að öllum lík- indum rekja til kænlegrar markaðs- setningar þar sem þjóðarstolt ís- lendinga og minnimáttarkennd gagnvart öðrum voldugri þjóðum hafa verið hagnýttar til hins ýt- rasta. Reynt hefur verið að skapa keppninni jákvæða ímynd og setja hana í þjóðræknislega umgjörð um hugnast íslendingum. Forvígis- menn keppninnar hafa ennfremur verið iðnir við að benda á að keppn- in hefur mun göfugri tilgang en að bera saman mittismál. Hver getur sett sig á móti framkvæmdum sem hafa það að markmiði að hjálpa bágstöddum börnum og selja lífs- viðurværi íslendinga, þorskinn? Þegar svo við bætist að þessi mál- flutningur hefur átt greiða leið að íslendingum, þar sem aðstandendur keppninnar hafa haft ótrúlegan aðgang að voldugustu fjölmiðlum þjóðarinnar, er ekki að furða þótt gagnrýnisraddir hafi orðið mjóróma og heyrist nú nánast aldrei. í fegurðarsamkeppni birtast ljós- lega rótgrónar hugmyndir um kon- ur og kvenlegt eðli. En hafa menn alltaf verið sammála um það hvað er fallegt og af hverju? Að mínu áliti hafa þessar hugmyndir breyst lítið í aldanna rás. Þótt birtingar- form þeirra séu að sönnu háð tíðar- andanum hveiju sinni má glögglega kenna ákveðna megindrætti og ákveðin grundvallarviðhorf til kvenna sem hafa breyst merkilega lítið í gegnum tíðina. Það er ekkert nýnæmi að konur séu vegnar og metnar eftir útlitinu einu saman. MÓÐIRJÖRÐ... Ef litið er á ríkjandi kvenmyndir í frumstæðum þjóðfélögum þá er það sláandi hversu oft konan er táknuð með fijósemi sinni. Nærtæk dæmi eru þær minjar og þær sagn- ir úr fomum trúarbrögðum sem hafá varðveist af fijósemisgyðjum allt frá árdögum menningarinnar. Líkamsstarfsemi konunnar var álit- in eiga sér hliðstæðu í umbyltingu jarðarinnar með sínar árstíða- bundnu breytingar og hæfileikann til að fóstra líf. Konan var eins og móðir jörð. Simone de Beauvoir (1953) hefur haldið því fram að sú dulúð og þær hættur sem taldar voru fylgja óskiljanlegri líkams- starfsemi konunnar, t.d. blæðing- um, þungunum, hafi vakið ugg með fólki. Enn eimir af þeim gömlu hugmyndum að blæðingar séu óhreinar og jafnvel skaðlegar fyrir konuna sjálfa. Þess sjást glögg merki í auglýsingum, þar sem það virðist gengið út frá því sem sjálf- sögðum sannindum að blæðingar séu óhreinar og hamli konunni. Með réttu dömubindunum þarf enginn að vita að konan er með blæðing- ar, ekki einu sinni hún sjálf. Blæð- ingamar verða vel geymt leyndar- mál meðan konan heldur áfram sín- um daglegu störfum. MEYJAN... Það er athygli vert að sjaldan ber kynþokka á góma þegar fjallað er um góðu fögru konuna. Allar tungur um meintar kynlanganir þessara kvenna þykja tæpast við hæfi, þær eru hreinar eins og nýfall- in mjöll og spara sig þangað til hinn eini sanni sem ekkert lætur aftra sér, sigrar að lokum og gerir þær að sínum. Ekki er hægt að útleggja þetta á annan hátt en að kynþörf kvenna sé af hinu illa. Ef hún er til staðar eitrar hún út frá sér. Með klækjabrögðum tekst kon- unni að fá manninn með sína eðli- Iegu kynþörf tii að gera ýmislegt sem hann hefði annars ekki gert. Mikilvægi meydómsins hefur þó trúlega aldrei náð almennilega í Fegurðarsamkeppni ér eins og Öskubusku-ævintýri, nema hvað prinsessan eignast ekki prinsinn, heldur eignast prinsinn prinsessuna. Hxmfr* 2 f; í' *v \ fL w m*Bk\ Bn h n Hólmfríður Karlsdóttir, ungfrú heimur 1985. Takið eftir vængjunum í stólbakinu. Keppendur um titilinn Ungfrú alheimur 1988 sýna hina þokkafullu knébeygju. gegn hjá íslendingum. Vissulega búa konur ekki við sama umburðar- lyndi hvað varðar athafnasemi á hjónabandsmarkaðnum og karl- menn. Hins vegar virðast fæstir sjá nokkuð athugavert við það að skór- inn sé mátaður áður en hann er keyptur. íslenskarkonureru raunar heimsfrægar fyrir þetta margum- rædda fijálslyndi sitt og auðvitað lögð önnur og verri merking í það erlendis en gert er hér heima! í öðrum vestrænum ríkjum, sérstak- Iega þar sem kaþólskan er við lýði, er hreinu meyjunni hampað. Ein- hvers konar samband er talið vera milli hreinleika andans og þess að hafa taumhald á holdinu. Þetta má að öllum líkindum rekja til gamalla hugmynda um sambandið milli hug- ar- og líkamsstarfseminnar með rætur í framangreindri goðsögn um móður jörð. í Bretlandi á 19. öld voru flestir t.d. þeirrar skoðunar að heili konunnar væri beintengdur við' starfsemi móðurlífsins. M.ö.o. heilinn var álitinn vera eins konar framlenging á móðurlífinu. Ef of mikið álag var á heilabú konunnar gat það haft skaðleg áhrif á hæfni hennar til að gegna móðurhlutverk- inu, konur voru því ekki hvattar til að leggja út í of langa skólagöngu. Sömuleiðis var álitið að ýmsar truflanir á lundemi oggeði konunn- ar mætti rekja beint til móðurlífs- ins. Þannig spmttu upp sjúkdóms- heiti á borð vð móðursýki en enska Stúlkumar rækta sinn innri mann. Fegurðarsamkeppnir, rétt eins og önnur fyrirtæki, þurfa að hafa trausta ímynd til að vinsældir þeirra meðal almennings séu tryggðar. Sá andi sem reynt er að skapa í kringum Fegurðar- samkeppni Islands virðist ekki ósvipaður þeim sem sveif yfir vötnum í ungmennafélögunum forðum daga. „Islandi allt“ gæti gott eins verið slagorð á báðum vígstöðvum. En eru fegurðardrottningar réttu aðilarnir til að koma íslenskri menningu á framfæri erlendis? orðið hysteria er dregið af latneska orðinu hysterum sem þýðir móð- urlíf. I fegurðarsamkeppninni ungfrú heimur má glöggt kenna að kvenímyndin sem sigurvegarinn þarf að fylla upp í er ímynd hinnar hreinlyndu meyju. Þetta sést m.a. þegar krýningarmyndin af Hólmf- ríði er skoðuð. Hún er með kórónu og veldissprota, bak stólsins er í lögun eins og vængir, þannig að hún líktist helst engli. Stúlkurnar sem taka þátt í keppninni eru ung- ar og það er skilyrði að þær séu ógiftar og barnlausar. Daginn eftir krýninguna sjálfa skrifa þær undir samning, þar sem í eru ströng ákvæði um hegðun og klæðaburð sem þær verða að hlíta í einu og öllu. Jafnframt samþykkja þær að uppfylla alla þá samninga sem fyrir- tækið ungfrú heimur hefur gert við önnur fyrirtæki um afnot af fegurð- ardrottningunni. John Berger, höf- undur bókarinnar, Ways of Seeing, líkti keppninni við Öskubuskuævin- týri, sá galli er þó á gjöf Njarðar að Öskubuska hefur enga stjórn yfir prinsinum, hún verður að gera allt eins og hann býður henni að gera, því hún er eign hans. „Þegar ég var orðin ungfrú heim- ur ætluðu menn nánast að gleypa mig í einum bita — eða tveimur. Ég vann og vann stundum 18-19 klukkutíma á sólarhring í kynning- arstörfum fyrir íslenska aðila sem vildu nýta sér frægðina. Ég svaf stundum bara örfáa klukkutíma á nóttu og átti svo að vakna sem ungfrú heimur og mæta í alls kyns kynningar sem gátu verið leiði- gjarnar, sérstaklega ef ég hafði ekkert að gera, var bara brúða sem brosti. Það er gott og blessað að kynna land og þjóð en ég þurfti að spóka mig með alls kyns mönnum á öllum tímum sólarhrings. Ég gat aldrei sagt nei, jafnvel þó hringt væri á sunnudagsmorgni.“ (Viðtal við Lindu Pétursdóttur, Samúel,- jan. 1990.) DRÓSIN Andhverfa hreinlyndu meyjar- innar er konan sem er ofurseld fýsn- um holdsins. Var einkum hætt við þessu hjá þeim konum sem höfðu ekki skynsemisveruna karlmanninn til að líta til með sér. Kynþokka- fulla konan er fyrst og fremst und- ir stjórn líkamsstarfseminnar, hún er ofurseld kynórum sínum og hé- gómagirnd sem stýra athöfnum hennar í stað skynseminnar. Hún vill bara fá það og það strax. Hún notar ýmiss konar táknmál til að sýna þetta: Rauðar, hálfopnar var- ir, þröng föt, háa hæla. Það er ekki hægt að nauðga slíkri konu því að samfarirnar geta aldrei orðið gegn vilja hennar. Hún er bara að fá það sem hún vildi, maðurinn er fórnar- lambið ekki hún. í Bretlandi hafa nærbuxur kvenna sem orðið hafa fyrir nauðgun verið notaðar sem sönnunargagn fyrir kviðdómnum um að þær hafi raunverulega viljað þetta og verið að táldraga þann sem afbrotið framdi og ekki er óalgengt að í blaðafrásögnum gulu press- unnnar af nauðgunarmálum fylgi ítarlegar lýsingar á fórnarlambinu sjálfu, t.d. fráskilin, ljóshærð kona, sem á 3 börn með 2 mönnum. Ymsar fegurðarsamkeppnir hafa reynt að stíla upp á kynþokkann, enda ekki laust við að þessi kven- ímynd veki meiri spenning hjá karl- þjóðinni. Það má gamna sér með lauslátu konunni en hið heppilega kvonfang er óspjallaða meyjan. Aherslan er á hin útlitslegu ein- kenni kynþokkans, draumar og væntingar stúlknanna tilheyra smá- aletrinu. Dæmi um slíka fegurðars- amkeppni er t.d. keppnin um milljón dollara gæludýr ársins sem klám- tímaritið Penthouse stendur' fyrir, ungfrú alheimur og hér heima ungfrú Hollywood. Kynningin á stúlkunum sem tóku þátt í ungfrú Hollywood-keppninni, 1990, er nokkuð frábrugðin því sem gerist í keppninni um ungfrú ísland. Á kynningarmyndunum sem spanna andlit og búk niður að mitti, eru

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.