Morgunblaðið - 15.09.1991, Side 20

Morgunblaðið - 15.09.1991, Side 20
>20 MORGUNBLAÐIÐ MEIMNINGARSTRAUMAR . SEPTEMBER 1-991 Úr myndinni um Hudson haukinn. 9.000 á „Haukinn" Alls sáu tæplega 9.000 manns gamanhasarmyndina „Hudson Hawk“ með Bruce Willis fyrstu tíu sýningar- dagana í Stjörnubíói, að sögn Karls Schiöths forstjóra bíósins. Þá sáu að sögn Karls rúmlega 15.000 gam- anmynd Steve Martins, „L.A. Story“, en hætt var að sýna hana fyrir nokkru, og um 18.000 hafa séð rokkheimildarmyndina „The Doors“, sem Oliver Stone gerði og Ijallar um rokkgoðið Jim Morrison. Næstu myndir á dagskrá hjá bíóinu eru Tortímand- inn 2 með Arnold Schwarz- enegger í leikstjórn James Camerons, en hún verður I BIO Óvenjumikið hefur verið um kvikmyndahá- tíðir það sem af er árinu. Nú um helgina hefst þýsk hátíð í Regnboganum og fljótlega á eftir henni kemur stærsta hátíðin af þeim öllum, Kvikmynda- hátíð Listahátíðar. Fyrr á árinu fengum við ágætt úrval mynda á svissneskri hátíð, m.a. Óskarsverðlaunamynd- ina Vonarferð, en sú há- tíð var framtak Kvik- myndaklúbbs íslands, sem einnig á þátt í þýsku dögunum. Þá voru kvik- myndahátíðir frá Finn- landi (með úrvali mynda eftir bræðurna Mika og Aki Kaurismaki, sællar minningar), Frakklandi þar sem bar hæst mynd Andrzej Wajda um gyð- inginn og bamavip.inn Korczak og loks Dan- mörku. Þýska kvikmyndahá- tíðin sem nú hefst gefur þverskurð af því sem þýskir kvikmyndagerðar- menn hafa fengist við eftir að nýbylgjan leið. Það verður forvitniiegt að berja augum. frumsýnd innan tíðar, og eftir hana koma myndirnar „Mortal Thoughts" með Demi Moore og gaman- myndin „Another You“ með gamanleikaradúettnum Gene Wilder og Richard Pryor. BÓKMENNTIR Á FILMU Stefnur koma og fara í kvikmyndaheiminum en sú nýj- asta er að snúa frægum, klassískum bókmenntum yfir á filmu, en a.m.k. sex myndir í þeim dúr eru í vinnslu nú um stundir. Fyrsta skal nefna „Mad- ame Bovary" eftir Gustave Flaubert með Isa- belle Hubbert í aðalhlutverk- inu undir leikstjórn hins gamalkunna Claude Chabrol. Tvær myndir eftir breska rithöfundinn E.M. Foster eru nú í vinnslu: „Where Angels Fear to Tread“ er leikstýrt af Charles Sturridge með Helen Mirren í aðalhlutverk- inu og „Howards End“ í leik- stjórn James Ivory (Herbergi með útsýni, Maurice) en með aðalhlutverkin fara Anthony Hopkins og Vanessa Redgrave. Síðasti Móhíkaninn eftir sögu James Fenimor Coopers frá 1826 er með breska leik- aranum Daniel Day Lewis og Madeleine Stowe en leik- stjóri er Michael Mann. Þá er Francis Coppola að und- irbúa bíóútgáfuna á Drakúla eftir sögu Bram Stoker með Winona Ryder og Anthony Hopkins í aðalhlutverkum og loks má nefna að kvikmynda- Daniel Day Lewis; Síðasti Móhíkaninn. gerð sögunnar Fýkur yfir hæðir eftir Emily Bronté er einnig í undirbúningi og seg- ir sagan að Sinéad O’Connor muni tala fyrir sögumanninn, Bronté. Fuglastríðið í Lumbruskógi Bessi Bjarnason, Sigurður Siguijónsson, Örn Árna- son, Ragnheiður Steindórsdóttir, Þórhallur Sigurðs- son, Pétur Einarsson og fleiri leikarar ljá raddir sín- ar í nýja danska teiknimynd, Fuglástríðið í Lumbru- skógi, sem kvikmyndahúsið Regnboginn hefur sett á íslenskt tal og hyggst frumsýna 16. okt. nk. ? I Viknimyndina fram- A leiddi Per Holst (Pelle sigursæli) en leikstjóri er Jannik Hastrup og sagði Andri Þór Guðmundsson rekstrarstjóri Regnbogans í samtali að hún hefði unn- ið til verðlauna á síðustu kvikmyndahátíð í Cannes. Hún segir frá tveimur litl- um fuglum sem missa for- eldra sína, myrtir af hinum óttalega Hroða, og hvernig þeir hefna þeirra og hrekja Hroða úr Lumbruskógi. Fjögur lög eru í mynd- inni, sungin af þeim Björg- vini Halldórssyhi og Sigríði Beinteinsdóttur í íslensku útgáfunni en söngtextann og texta myndarinnar þýddi Ólafur Haukur Sím- onarson rithöfundur. Leik- stjóri íslensku talsetningar- innar er Þórhallur Sigurðs- son. „Þetta er gríðarlega dýrt mál, kostnaðurinn hleypur á milljónum,“ sagði Andri Þór en Regnboginn hefur fengið styrk til talsetning- arinnar frá samnorrænum sjóði. Hljóðsetningin fer fram í Stúdíó Sýrlandi und- ir stjórn Gunnars Smára Helgasonar. Þess má geta að einn af teiknurum myndarinnar er íslendingur, Ásta Sig- urðardóttir. íslenskt tal hefur áður verið sett á leikna bíómynd, Ronja ræningjadóttir í Nýja bíói, og teiknimynd, Valhöll, í Laugarásbíói. MÞeir sem höfðu ánægju af breska sjónvarpsmynda- flokknum Söngelski spæj- arinn eftir Dennis Potter geta nú glaðst yfir tvennu: Bíómynd eftir mynda- flokknum er í bígerð og það er enginn annar en Dustin Hoffman sem leikur titil- hlutverkið. Breski leikarinn Michael Gambon lék hann óaðfinnanlega í þáttunum. MOg meira um Dustin. Hann kemur kannski til með að leikaá móti Arnold Schwarzenegger í verk- efni sem austurríska vöðva- fjallið hefur talsverðan áhuga á en það er bíómynd sem heitir Jung og Freud. Sá stóri myndi þá leika Jung en Hoff- man Fre- ud. MÞá má vera að Bruce Willis leiki Vísunda- Villa Cody á móti Harrison Ford, sem leikur Villta- Villa Hickok í myndinni „The Epic Adventures Óf Hickok and Cody“. Handritið er eftir Ira Behr en þungamiðjan í sögunni er ferð þjóðsagnahetjanna til New York árið 1873. MNæsta mynd leikstjórans Paul Mazurskys (Ovinir, ástarsaga) er „The Pickle“, gamanmynd um áður mjög efnilegan kvik- myndaleikstjóra sem lentur er í að gera bíómynd um undarlega súperhetju. Danny Aiello fer með að- alhlutverkið. MBandaríski leikstjórinn Philip Kaufman hefur hætt við að leikstýra mynd- inni „The Cheese Stands Alone“ vegna „listræns ágreinings". Framleiðand- inn, Scott Rudin, leitar nú að nýjum leikstjóra. Hoffman; söng- elski spæj- arinn. KVIKMYNDIR /Hvad er Soderbergh ab gera í Prag? Kynhf, lygorogKqfka STEVEN Soderbergh skaust upp á stjörnuhimininn fyrir tveimur árum með óvenjulegri ástarsögu, Kyn- líf, lygar og myndbönd. Síðan hefur Holly wood biðl- að til hans og boðið gull og græna skóga en Soder- bergh hundsaði ríkidæmið, milljóndollara laun og villu í Beverly Hills og hélt til Prag í Tékkóslóvakíu að gera ódýra, svart/hvíta bíómynd um rithöfundinn Franz Kafka. Hún heitir einfaldlega Kafka og er ekki beint byggð á æfi rithöfundarins þótt hún innihaldi vísanir í líf hans og verk, heldur skáld- skapur, þriller sem segir frá því þegar vinur Kafka er myrtur af útsencí- urum al- ræðisríkis- ins sem hann býr í. Breski leikarinn Jeremy Irons leikur rithöfundinn, sem reynir að komast að því hvað olli dauða eftir Arnold Indriðason vinar síns. Honum til aðstoð- ar er Gabriela, sem Theresa Russell leikur, en aðrir leikar- ar í myndinni eru ekki af verri endanum; Alec Guin- ness og Ian Holm frá Bret- landi, Joel Grey frá Banda- ríkjunum og Armin Mueller- Stahl frá Þýskalandi. Soderbergh las fyrst hand- ritið að myndinni fyrir fimm árum en það er eftir höfund að nafni Lem Dobb. Leik- stjórinn Bariy Levinson, sem stofnað hefur sitt eigið fram- leiðslufyrirtæki, hitti Soder- bergh og spurði hverju hann vildi leikstýra. Soderbergh var þá orðaður við verkefni hjá Universal og ætlaði sér að filma myndina „The Last Ship“ fyrir Sidney Pollack, sem gerist eftir kjarnorku- styrjöld. „En ég var óánægð- ur með uppkast mitt að hand- ritinu," segir Soderbergh. „Kafkahandritið var hins vegar fullkomið og mér fannst að það gæti gengið. Sagan var góð, vitræn og það var húmor í henni.“ Hann var aðeins 26 ára þegar heimsfrægðin dundi yfir. Þegar fyrsta mynd ungs leikstjóra fær viðlíka viðtökur og Kynh'f, lygar og mynd- bönd, vinnur til aðalverðlaun- anna á Canneshátíðinni og er lofuð í hástert af gagnrýn- endum, hlýtur það að vera talsvert mál fyrir viðkomandi hvernig til tekst með næstu mynd. En Soderbergh segist ekki vera undir miklum þiýstingi að því leyti. „Það er mér í hag á margan hátt að fyrirfram skuli einhver áhugi vera á myndinni. Það eina sem ég hef áhyggjur af er hvort eitthvað verður varið í hana yfirleitt." „Eg reyni að leita eftir kyndugum hlutverk- ' um,“ segir Jeremy Ir-, ons, sem hreppti óskarinn fyrir túlkun sína áj' danskættaða aðalsmanninum1 Claus von Bulow í „Reversal of Fort- une“. „Það getur þýtt að ég þurfi að læraí nýtt tungumál eða* leika einhvern mjög ólíkan mér eins og, Claus von Bulow eða í þessu til- felli að ferðast til Prag og vinna með leikstjóra sem ég met mikils. Ég sá myndina hans í New York og sagði við konuna mína: Eg verð að vinna með þessum manni.“ En Irons þekkir lítið til Franz Kafka. „Ég er ekki sér- lega vel les- inn,“ segir hann. „Mér finnst alltaf þegar ég les að ég ætti að vera að gera eitthvað annað og betra við tímann.“ Jeremy Irons sem Franz Kafka í mynd Stevens Soder- berghs; leitar eftir kyndugum hlutverkum. I

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.