Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1991 Fortíðarvandi starfs- manna ríkisins Viðskiptafræðingar Með viðmiðunarlaunum kennarana og viðskiptafræðings hjá ríki er vísað í föst laun í efsta þrepi launaflokks 144 og 149 en þjá viðskiptafræðingi einkafyrirtækja í launakönnun á kjörum þeirra. Lífeyrir úr lífeyrissjóði LSR er 60% af lokalaun- um en lífeyrir þjá Lífeynssjóði verslunarmanna er reiknaður sem 1,8% í 30 ár af viðmiðunarlaunum. Ellilífeyrir og tekjutrygging almannatrygginga miðast við upphæðir I september 1991. Svar til Helga V. Jónssonar vegna greinar um tannréttingar Birgfir Björn Sigurjónsson „Fortíðarvandi starfs- manna ríkisins liggur í því að vinnuveitandan- um er ekki treystandi.“ ir 30 ára starf, tveir fyrri í Lífeyris- sjóði starfsmanna ríkisins en sá þriðji í Lífeyrissjóði verslunar- manna. Til hliðsjónar er fjár- magnseigandi sem aldrei hefur greitt í lífeyrissjóð en fær mánað- arlega 100.000 í íjármagnstekjur. Þessi samanburður á viðmiðun- arlaunum og lífeyri sýnir raunveru- Sérfr. Sérfr. Fjármagns ríkisst. einkam. eigandi 104.873 193.100 100.000 62.924 104.274 (100.000) 16.191 16.191 16.191 1.536 0 25.656 522 0 8.719 81.173 120.465 150.566 72.296 96.454 150.566 eftir Birgi Björn Sigmjónsson Nýlega birti fjármálaráðuneytið endurskoðaðan ríkisreikning fyrir árið 1989. Endurskoðunin fólst í því að skuldfærð voru ýmis gjöld sem fallið hafa á ríkissjóð á löngu tímabili án þess að vera færð til bókar. Með endurskoðuninni var þannig verið að yfírfara ríkisreikn- inga fyrir mörg ár aftur í tímann. Kynning ijármálaráðuneytisins á þessu máli leiddi hins vegar blaða- mann Morgunblaðsins í þá gildru að fullyrða eftirfarandi: „Rekstrar- halli á ríkissjóði 1989 var 64,5 milijarðar þegar tekið er tillit til þeirra skuldbindinga sem á ríkis- sjóði hvíla og stofnað hefur verið til af stjórnvöldum á undanförnum árum.“ Áhugavert hefði verið að vita hve mikið af þessum skuld- færðu gjöldum áttu nákvæmlega við um árið 1989! Lífeyrisskuldbindingar ríkissjóðs Um % hlutar af þessum ógjald- færðu skuldbindingum ríkisins eru áætlaðar skuldir ríkissjóðs við lífeyrissjóði opinberra starfs- manna. Ég tel eðlilegt að gjald- færa skuldbindingar af þessu tagi enda þótt þær komi til greiðslu á nokkrum áratugum fram í tímann. Hins vegar tel ég auðsætt að veru- legt ofmat er á þessum meintu skuidbindingum ríkissjóðs og er málið án vafa sett upp með þessum hætti í áróðursstríði ijármálaráðu- neytis gegn starfsmönnum ríkis- ins. Hvers vegna er erfítt að leggja mat á þessar skuldbindingar? Ástæðan er sú að mat þetta bygg- ist á mörgum óvissustærðum sem geta gerbreytt niðurstöðum og jafnvel snúið dæminu bókstaflega við. Forsendur um hvenær starfs- menn helja greiðslu iðgjalda og hvenær þeir hefja töku lífeyris skipta máli. En mestu varðar for- sendan um ávöxtun lífeyrissjóða umfram þróun fastra launa ríkis- starfsmanna. Lausleg athugun sýnir að skuldbindingar ríkissjóðs vegna Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins minnka um 10-12 milljarða fyrir hvert prósentustig sem ávöxt- un á sjóðnum eykst. Ávöxtun lífeyrissjóða í endurskoðuðum ríkisreikningi er reiknað með 2% ávöxtun lífeyris- sjóða starfsmanna ríkisins. Líklegt er að 2% ávöxtun hafí verið raun- hæft mat fyrir nokkrum árum, en þegar 1986 taldi Bjanii Bragi Jóns- son, Seðlabanka, þessa ávöxtun vera a.m.k. 3%. Síðan þá hefur raunávöxtunin óumdeilanlega auk- ist. Ef ávöxtunin er í reynd komin yfír 5% er ólíklegt að skuldfæra þurfi nokkuð á ríkisreikning af þessum sökum. Raunávöxtun almennu lífeyris- sjóðanna, SAL-sjóðanna, m.v. grunnlaun er 10,9% á árinu 1989. Ef raunávöxtun Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins reynist hafa verið 10% 1989, en ekki 2%, er ljóst að færa þarf á tekjuhlið ríkis- reiknings 1990 tekjur vegna ofme- tinna lífeyrissjóðskuldbindinga 1989 sem nema miklu hærri upp- hæð en áður gjaldfærðar skuldir. Á undanfömum þremur árum hef- ur raunávöxtun lífeyrissjóðanna m.v. lánskjaravísitölu aukist um 2%-stig eða meira, en kaupmáttur fastra launa starfsmanna ríkisins minnkað á bilinu 10%-20. Af þessu má álykta að raunávöxtun lífeyris- sjóða m.v. föst laun ríkisstarfs- manna hafí aukist verulega og ávöxtun Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins var í reynd langt umfram áfallnar skuldbindingar síðustu árin. Þetta undirstrikar hve fárán- legt er að reikna með 2% ávöxtun í ríkisreikningi 1989. Hvernig myndast líféy risskuldbindingar En þetta leiðir hugann að fyrir- komulaginu á skuldbindingum ríkisins gagnvart lífeyrissjóðum starfsmanna. Ríkissjóður greiðir 6% af föstum launum en starfs- maður 4% til lífeyrissjóðs. Þessu til viðbótar ábyrgist ríkissjóður lífeyrishækkanir (vegna hækkunar á föstum launum) og það fyrir- komulag átti að tryggja að ríkis- sjóður greiddi ríkisstarfsmönnum sérstakan launaauka í gegnum lífeyrissjóðinn. Ríkisvaldið hefur haldið föstum launum starfsmanna niðri, t.d. með bráðabirgðaiögum, ogþannig skert fyrirheitin um framfærslu byggða á venjulegum lífeyri. Ríkisvaldið hefur einnig breytt lögum um lífeyrissjóðinn sér í hag þannig að ríkissjóður fær stóran hluta af ávöxtun á ríkisskuldabréfaeign sjóðsins (40% kaupskylduna) end- urgreiddan. Og löggjafinn hefur á síðustu árum skert lögbundin framlög til sjóðsins í gegnum lánsf- járlög um mörg hundruð milljónir króna. Með þessum hætti hefur ríkisvaldið vegið að lífeyrissjóðnum og lögbundnum lífeyrisskjörum starfsmanna. Lífeyriskjör ríkisstarfsmanna Sannarlega eru lífeyrissjóðamál ríkisstarfsmanna komin í vanda. Fyrirheit ríkisins til starfsmanna um góðan lífeyri eftir langan starfstíma á tiltölulega lélegum launum hafa verið svikin. Á sama tíma hefur ríkið tekið á sig æ meiri skuldbindingar vegna lífeyris annarra þjóðfélagsþegna. Þar á ég fyrst og fremst við almenna grunnlífeyrinn og tekjutrygging- una en þessar skuldbindingar skipta milljörðum króna á ári á ríkisreikningi. Krafa ríkisstarfs- manna er auðvitað ekki sú að ríkis- sjóður hætti að styðja við bak snauðra lífeyrisþega. En það er augljóst sanngirnismál að ríkinu beri að standa við kjarasamninga og lög um kjör ríkisstarfsmanna. Það getur verið gott að skoða tölur til að skilja hvað hangir á spýtunni. Berum saman viðskipta- fræðing sem kennir við framhalds- skóla, viðskiptafræðing hjá ríkis- stofnun og viðskiptafræðing á al- mennum markaði, allir 70 ára eft- Framh. kennari Viðmiðunarlaun 90.464 Lífeyrir/líf.sjóði 54.278 Alm. ellilífeyrir 16.191 Telqutrygging 6.006 Heimilisuppbót 2.041 Lífeyrir alls 78.516 Til ráðst. eftir skatt 71.196 eftir Teit Jónsson í grein í Morgunblaðinu 20. sept- ember sl. skýrir Helgi V. Jónsson (HVJ) formaður samninganefndar Tryggingastofnunar ríkisins (TR) afstöðu sína til deilu um endur- greiðslur vegna tannréttinga. Flest- ar ályktanir hans eru kunnuglegar, en þó er óhjákvæmilegt að staldra við nokkur atriði. HVJ telur að tannréttinga- tannlæknum beri sérstök skylda til að fara eftir lögum og reglum vegna þess að þeir hafí þau for- ^Dale . (Jarnegie námskeiðið Kynningarfundur fimmtudagskvöld * Meira hugrekki. * Stærrri vinahópur. * Meiri lífskraftur. STJÓRNUNARSKÓLINN Sími 812411 Ný námskeið eru að hefjast réttindi að hafa einkaleyfí í grein sinni. Þeir sem uppfylla ákveðin skilyrði geta vissulega fengið leyfí ráðherra til að starfa sem sérfræðingar í tannréttingum, en hinsvegar hefur enginn beðið um einkaleyfí og ekkert kemur í veg fyrir að aðrir- tannlæknar stundi tannréttingar. Þessu svip- ar til þess að löggiltur endur- skoðandi hefur viðurkenningu í grein sinni, en hefur einkaleyfi á að færa bókhald. HVJ telur jafnframt að athæfí tannréttin- gatannlækna samrýmist ekki starfsréttindum þeirra. Það hlýt- ur að vera umhugsunarefni, að lögfræðingurinn HVJ -gefur með þessu í skyn að starfsréttindum fylgi skylda til að ná samningum við ríkisstofnanir. HVJ nefnir að Tryggingaráð hef- ur nú sagt upp hejldarsamningi við Tannlæknafélag íslands (TFI) og kennir tannréttingasérfræðingum um. Það skýtur þó óneitanlega skökku við að boða með þeim hætti nýtt samningaþóf við mikinn meiri- hluta tannlækna sem vinna sáttir eftir nýgerðum samningi. Uppsögn- in snertir hinsvegar ekki tannrétt- ingasérfræðinga sem eru ekki aðilar að umræddum samningi. HVJ gerir mikið úr þvermóðsku tannréttindatannlækna á öllum sviðum málsins. Staðreyndin er samt sú að við höfum aðeins hafnað aðild að samningi sem við teljum óviðunandi, af ástæðum sem hafa verið raktar margsinnis. Þeir sem hafa sýnt mesta stífni í þessu máli eru hinsvegar upph'afs- mennirnir sem hunsuðu allar ábendingar og knúðu fram um- leg dæmi um kjör viðskiptafræð- inga í starfi hjá ríki og á almennum markaði. Loforðin til ríkisstarfs- mannsins um digran lífeyri eftir mörg mögur launaumslög eru kát- brosleg í þessum samanburði við kollegan hjá einkafyrirtæki og fjármagnseigandann. Svik ríkis- valdsins um framkvæmd kjara- samninga háskólamenntaðra ríkis- starfsmanna eru höfuðástæðan fyrir muninum milli viðskiptafræð- inganna. Fortíðarvandinn og framtíðin Fortíðarvandi starfsmanna ríkisins liggur í því að vinnuveit- andanum er ekki treystandi. Fjár- málaráðherra hefur f.h. ríkissjóðs skuldbundið ríkið með kjarasamn- ingum til að jafna bil á milli kjara háskólamenntaðra ríkisstarfs- manna og þeirra sem starfa á al- mennum markaði. Þeirri skuld- bindingu var frestað með bráða- birgðalögum en hún er nú komin til innlausnar. Alþingi hefur jafn- framt ákveðið með lögum að greiða starfsmönnum ríkisins góðan lífeyri (í -sárabætur .fyrir léleg laun). Nú, þegar kemur að því að fjármagna raunverulega lífeyris- réttindi þyrlar fjármálaráðuneytið upp áróðurstölum. Er verið að leggja grunninn að næstu svikum við starfsmenn ríkisins? Formaður samninganefndar ríkisins sagði eftirfarandi við fréttamann Stöðv- ar 2: „Samninganefnd ríkisins mun kynna viðsemjemdum sínum nýjar hugmyndir varðandi lífeyríssjóð- ina. Það er alveg ljóst að við verð- um að komast út úr þessu kerfi með fjárvöntun upp á 40-50 millj- arða. “ Bráðbirgðalög og dulbúnar hót- anir um að skerða lögbundin lífeyr- isréttindi eru ekki leiðin til að leysa fortíðarvandann. Nú er þörf á því að ríkisstjómin einbeiti sér að því að leysa fortíðarvandann með nýrri starfsmannastefnu sem umfram allt annað gmndvallist á heiðar- leika og vilja til að standa við kjara- samninga og lögbundin kjör starfs- manna ríkisins. Höfundur er hagfræðingur og framkvæmdastjóri BHMR. „Aðalatriðið er óþol- andi mismunur á mögu- leikum fólks til að not- færa sér þessa þjónustu vegna búsetu eða fjár- hags. Ég- skora því á heilbrigðisyfirvöld að hætta tilgangslausu karpi um flokkunina, en sinna heldur þeim sem leita réttar síns í þessu máli.“ rædd lög og reglur. Þeir hafa síðan átt þess kost að fylgjast með TR og tannlæknum bítast um það hvor aðilinn eigi að reyna að unga út þessu fúleggi þeirra, sem kallast flokkun tannrétt- inga. Aðalatriðið er óþolandi mismunur á möguleikum fólks til að notfæra sér þessa þjónustu vegna búsetu eða fjárhags. Ég skora því á heilbrigðisyfírvöld að hætta tilgangslausu karpi um flokkunina, en sinna heldur þeim sem leita réttar síns í þessu máli. Ef vilji er fyrir hendi er hægt að endurgreiða ferða- og tann- réttingakostnað án þess að samn- ingur sé fyrir hendi. Til þess hafa yfirvöld frá okkur sérfræði- lega greiningu á tannskekkjunni, og nákvæmlega sundurlipaða reikninga á eyðublöðum TFÍ og TR. Höfundur er formaður Tannréttingafélags íslands. Blombera bbbbbbbbhhhbbbbbhbbbbhbhbbbbhhi^^^^ Eínar Farestvett&Co.hf Borgartúni28 S622901 og 622900 • iC « t I t ( L I i \ \ I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.