Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1991 35 Guðríður Guðmunds dóttir tónlistar- kennari — Minning Fædd 30. september 1917 Dáin 16. seotember 1991 Lífstíð okkra allra er á fleygi- ferð, segir í gamalli speki. Þegar hlekkur í þeirri keðju brestur og góðvinir hverfa erum við ávallt jafn óviðbúin, og okkur setur hljóð. í einrúmi lít ég til baka og huga að glæðum gamalla minninga. Guð- ríður var dóttir Guðmundar Gunn- laugssonar prentara og konu hans, Ingibjargar Einarsdóttur. Hún var einkabarn þeirra hjóna og auga- steinn. Þau ólu einnig upp tvö mannvænleg fósturbörn og með þeim eignaðist Guðríður tvö ástkær systkini. Fljótlega kom í ljós sterk tónlistargáfa hjá Guðríði, og voru foreldrar hennar svo framsýn að hvetja hana til nánts á þeirri braut. Um þetta leyti tók Tónlistarskól- inn í Reykjavík til starfa og var hún ein af fyrstu nemendum er. þar hófu nám. Þar komu líka fijótt í ljós næmi hennar og hæfileikar að tileinka sér alla tónlist og hliðar- greinar. Minni hennar og snerpa var fágæt. Tvímælalaust má telja hana eina af yfírburðanemendum skólans frá þessum tíma. Við nutum þá tilsagnar dr. Franz Mixa, og sóttum m.a. tíma til hans í fjórhent- um píanóleik. Um þetta leyti var ég ókunnug Guðríði, og var þar engin vinátta við fyrstu kynni. En eftir því sem leið á samspil okkar í Beethoven sinfóníunni hurfu allar hömlur og þar hófst sú vinátta, sem aldrei bar skugga á. Eftir þetta var Didda, eins og vinir kölluðu hana, ekki bara vinur heldur kennari og leið- beinandi. Hún var hamhleypa til vinnu - við hljóðfærið. Vandvirkni og meðfædd verklægni var henni eðlislæg. Það var oft ævintýri að vinna með henni. Minnist ég kamm- ermúsiktíma undir leiðsögn ágætra kennara, samspils og undirleiks af öllu tagi. Avallt bar Guðríður af, með myndugleik og sjálfstæði. Árið 1944 giftist Guðríður Kára Sigurðssyni bankafulitrúa og eign- uðust þau einn son, Einar. Það var ávallt gott að koma á heimili þeirra. Kári var maður gleðinnar og mikill ljóðunnandi. Lagið var oft tekið í litla húsinu þeirra við Hverfisgötu, oft fannst mér þegar söngurinn ómaði og Guðríður sat við hljóðfær- ið að þessi litlu húsakynni væru sem konsertsalur. Leiðir þeirra hjóna skildu, og er Kári látinn fyrir all- löngu. Guðríður giftist öðru sinni, Sveini Helgasyni, miklum ágætis- manni. Þau slitu einnig samvistir og er hann nú látinn. Þrátt fyrir mótlæti í lífínu var Guðríður láns- kona. Einkasonur hennar, elskuleg tengdadóttir og tvö gjörfuleg barnabörn voru ljósgeislar í lífi hennar. Guðríður var tilfinningarík, og ævinlega þátttakandi í lífi vina sinna þegar erfiðleikar steðjuðu að. Tel ég að tónlistin hafi átt sinn ríka þátt í að fínna til með öðrum. Þær svipmyndir sem ég á í fórum mínum um samvinnu okkar Guðríð- ar eru hafsjór þeirrar gleði, sem fylgir því að spila saman, skiptast á skoðunum og gera samanburð á svo mörgu í tónlistinni. Lífið er oft óvægið þegar sjúkdómar heija á. Síðustu árin barðist Guðríður við ofurefli, sem ekkert fær sigi-að. Ég minnist eins dags, þar sem stundar- hlé sjúkdómsins leyfði okkur að hittast á heimili Einars sonar henn- ar. Hann hafði þá eignast nýjan flygil, sem prófa skyldi. Eins og í leiðslu settist Guðríður við hljóðfær- ið. Tónarnir frá Preludiu Schriabins í Cis-moll hljómuðu. Sársauki og þjáning sameinaðist dýpt og jafn- vægi. Við drupum öll höfði og íhug- uðum. Enn heyri ég síðasta hljóm- inn og síðan þögnina. Harpan hennar Guðríðar er hljóðnuð að fullu, en minningarnar eigum við. Að leiðarlokum tek ég í einrúmi þátt í söknuði fjölskyld- unnar við andlát Guðríðar. Ég læt að lokum hljóma út lokakórinn úr Mattheusarpassíu J.S. Bach. Unnur Arnórsdóttir Sigríður Guðmunds dóttir - Minning Fædd 20. september 1901 Dáin 2. september 1991 Annan þessa mánaðar lést á Hrafnistu í Hafnarfirði Sigríður Guðmundsdóttir. Hún var það barna hjónanna Hólmfríðar og Guð- mundar Jónssonar, útgerðar- og kaupmanns á Búðum á Fáskrúðs- firði sem lengst lifði. Hin, sem upp komust, voru Ásgeir símstöðvar- stjóri á Fáskrúðsfirði, Kristján, síð- ast búsettur í Reykjavík, Aðalsteinn til heimiiis eystra, Guðrún og Vald- ís sem báðar bjuggu á Seyðisfirði, Guðmundur faðir þeirra var úr Reykjavík, sonur Jóns Oddssonar hafnsögumanns í Dúkskoti, en móð- ir þeirra Hólmfríður var dóttir Jóns Ögmundssonar, ættuðum úr Borg- arfirði eystra. Sigríður fæddist 20. september 1901. Hún ólst upp í föðurhúsum, stundaði m.a. nám í Kvennaskólan- um í Reykjavík, sigldi til Kanada og Kaupmannahafnar til frekara náms. Þar varð á vegi hennar ung- ur maður sem hún hafði áður kynnst þegar bæði voru við nám í Reykjavík, Egill Þorgilsson. Egill, sem hafði verið að sigla um heims- höfin á erlendum stórskipum, var þá orðinn stýrimaður á Lagarfossi, skipi Eimskipafélagsins. Árið 1933 giftu þau sig og stofnuðu sitt fyrsta heimili á Akureyri, en fluttu þaðan til Kaupmannahafnar. Það lá bein- ast við þar sem Lagarfoss var í sigl- ingum milli Evrópuhafna og Norð- ur- og Austurlandsins með fastri viðkomu í Kaupmannahöfn. Eftir að Þjóðveijar hernámu Danmörku í stríðsbyijun tók fyrir siglingar þangað og urðu þau þá viðskila Sigríður og Egill. Hún slóst þá í hóp annarra Islendinga sem inn- lyksa höfðu orðið í Evrópu, fór til Petsamó sem liggur við Barentshaf og þá tilheyrði Finnlandi, en þangað var strandferðaskipið Esja sent eft- ir þeim. Eftir að Sigríður og Egill höfðu aftur náð saman settu þau saman heimili í Reykjavík og bjuggu lengi að Hringbraut 41 og þar áttu þau heima þegar dóttirin Hólmfríður fæddist. Hólmfríður er gift Viðari Kornerup-Hansen. Egill sigldi á skipum Eimskipafélagsins, fyrst sem stýrimaður og síðar skipstjóri öll stríðsárin og lengi eftir það. Hann lést árið 1980. Mér er minnisstætt eitt atvik úr æsku minni. Það mun hafa verið haustið 1944 að ég var gestkom- andi hér í Reykjavík. Ég heimsótti ættingja og þar á meðal Sigríði móðursystur mína. Hún hafði orðið á því að senn færi Egill að koma. Ekki hafði hún annað við að miða við en þann dag sem hún horfði á eftir Selfossi sigla ljóslausan og grámálaðan frá siglutoppi niður að sjólínu út úr höfninni. Ég valdi hér í tvær vikur og ekki kom Selfoss á þeim tíma. Ekki held ég að ég hafi hugsað neitt um þetta atvik þá. Það var ekki fyrr en ég fullorðnaðist að það fór að grafa um sig í huga mínum. Á hátíðar- og tyllidögum er sjómanna verðskuldað minnst fyrir áhættusöm störf þeirra á haf- inu. Sjaldnast er minnst á þátt þeirra sem heima bíða. Sigríður var í lifanda lífi ekki mikið fyrir það gefin að láta bera á sér. Ósk hennar um að útförin færi fram í kyrrþey var virt. Aðalsteinn Gislason Lokað Lokað í dag frá kl. 14.30-16.30 vegna jarðarfarar SVEINS BJÖRNSSONAR. Verslunin Vísir, Laugavegi 1. Lokað Vegna jarðarfarar SVEINS BJÖRNSSONAR, for- seta íþróttasambands íslands, verður skrifstofa íslenskrar getspár lokuð frá kl. 14.00 miðvikudag- inn 25. september. íslensk getspá. Ráðstefna um vinnu- vernd 1 fiskiðnaði ÞRIGGJA daga norræn ráðstefna um starfsumhverfi og vinnuvernd í fiskvinnslu hefst í Reykjavík miðvikudaginn 25. september. Við- fangsefni hennar er í meginatriðum tvískipt: annars vegar að greina agalla a starfsumhverfi fi leiðir til úrbóta. Greint verður frá niðurstöðum innlendra og erlendra kannana á álagsmeinum sem ætla má að rekja megi til starfsins, áhrifum ólíks vinnuskipulags, mismunandi launa- kerfa og vinnuskilyrða og tilraunum sem hafa verðið gerðar í Færeyjum með fyrirmyndarfiystihús. Segja má að staldrað verði við alla þætti sem hafa áhrif á starfsumhverfi fiskvinnslufólks, því auk þess sem áður er ■ nefnt verður fjallað um hávaða, inniloft, vinnuföt, efna- notkun, vinnuslys, stjórnun og sam- skipti. Ráðstefnuna sækja um 90 manns, helmingur íslendingar og hinir frá hinum Norðurlöndunum, flestir frá Danmörku, Færeyjum og Noregi. Stór hluti þátttakenda gegnir stjórnunarhlutverki hjá ifolks og hins vegar að benda á stofnunum, verkalýðsfélögum og fyrirtækjum. Framsöguerindin byggja ýmist á niðurstöðum vísindalegra rann- sókna eða hagnýtra tilrauna og athugana á vettvangi. Síðasta ráð- stefnudaginn verður einkum horft til þess setn telja má til fyrirmynd- ar og þá verða úrbætur og lausnir ræddar í hópum. Ráðstefnan fer fram á Holiday Inn í Reykjavík. Hún nýtur styrks frá Norrænu ráðherranefndinni. Norræn samstarfsnefnd hefur ann- ast undirbúning en framkvæmd hér á landi Vinnueftirlit ríkisins, Guð- rún Agnarsdóttir, formaður stjórn- ar Vinnueftiriitsins, opnar ráðstefn- una og Jóhanna Sigurðardóttir fé- lagsmálaráðherra, ávarpar hana. (Fréttatilkynning) t Elskuleg sambýliskona mín, móðir mín, tengdamóðir, systir og amma, HULDA KRISTRÚN ÁGÚSTSDÓTTIR frá Sæbóli f Aðalvfk, verður jarðsungin frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 25. sept- ember kl. 11.00. Einar Ingólfsson, Inga Dóra Jonsdóttir, Aðalbjörg Gröndal, Sigríður Ágústsdóttir, Þorbjörg Ágústsdóttir og barnabörn. t Þökkum innilega auðsýnda samúð vegna andláts og jarðarfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, frn MÖRTHU ÞORKELSSON, Kleppsvegi 64, áður Stigahlíð 83. Svanhildur Daníelsdóttir, Hákon Danielsson, Valgerður Proppé, Ernst Daníelsson, Susie Daníelsson, Helgi Daníelsson, Hanna Dóra Þórisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær sonur okkar, bróðir og mágur, MAGNÚS STEINAR ÁGÚSTSSON, Brekku, er látinn. Útförin fór fram 19. sept. frá Þykkvabæjarkirkju. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu. Þóra Kristín Runólfsdóttir, Ágúst Guðjón Helgason, Guðmundur Þ. Ágústsson, Ragnhildur Ágústsdóttir, Sæmundur Guðlaugsson. t Innilegar þakkir fyrir hlýhug og vináttu við andlát og útför eigin- manns míns, STEINARS MAGNÚSSONAR, Akraseli 28. Anna Þóra Baldursdóttir, Guðrún Steinarsdóttir, Magnús Steinarsson, Baldur Steinarsson, Guðrún Kristín Erlingsdóttir, Hafdís Aradóttir, Tómas Jónsson, og barnabörn, Klara M. Stephensen, Ólafur Stephensen. Lokað í dag vegna jarðarfarar. Skósalan, Laugavegi1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.