Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1991 43 KNATTSPYRNA / U-21 ARS Strákarnir gáfu tóninn VaturB. Jónatansson skrifar ÍSLENSKA landsliðið, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, sigraði jafnaldra sína frá Spáni, 1:0, í skemmtilegum leik á Kópavogsvelli f gær og gáfu þannig tóninn fyrir A-landsleik þjóðanna sem fram fer á Laug- ardalsvelli í dag. Þetta var fyrsti sigur íslenska liðsins í undankeppni Evrópumótsins, en áður hafði liðið náð einu stigi er það gerði jafntefli gegn Albaníu. Skagamaðurinn Har- aldur jngólfsson gerði sigur- mark íslands ífyrri hálfleik. Islensku strákarnir léku mjög vel og létu spænsku atvinnumennina ekki slá sig út af laginu. Leikurinn var opinn og hefði íslenska liðið átt að geta bætt við mörkum þar sem það fékk mörg góð marktækifæri. Þeir léku skynsamlega, gáfu hinum léttleikandi mótherjum aldrei frið og byggðu á stórhættu- legum skyndisóknum. Fyrri hálfleikur var betri að hálfu íslenska liðsins sem lék þá gegn sterkum vindi. Rúnar fékk ágætis færi á 8. mínútu eftir góðan undir- búning Arnars Grétarssonar, en skaut yfir markið. Eftir að Harald- ur Ingólfsson hafði komið íslenska liðinu yfír á 29. mínútu fóru Spán- verjar vera óþolinmóðir og gerðust grófir, en allt kom fyrir ekki. Gult fyrir rautt Valdimar Kristófersson komst einn í gegn en markvörður Spán- veija kom hlaupandi á móti út úr vítateignum og braut górflega á honum - klippti hann niður. Dóm- arinn sýndi markverðinum gula spjaldið en hefði átt að sýna honum það rauða. Skömmu síðar komst Anton Björn í gott marktækifæri Tórínó neitað um breytingu Seinni leikur ítalska liðsins Tórínó og KR í fyrstu umferð Evrópukeppni félagsliða í knatt- spýrnu verður miðvikudaginn 2. október eins og áður hafði verið ákveðið. ítalska liðið vildi flýta leiknum og láta hann fara fram 1. október vegna meiri möguleika á sölu sjónvarpsréttar og auglýsinga og samþykktu KR-ingar það fyrir sitt leyti. Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, var hins vegar á öðru máli og tilkynnti hlutaðeigandi félögum og knattspyrnusambönd- um í gær að breytingar á leikdögum væru ekki Ieyfðar eftir 20. ágúst. Island-Spánn 1:0 Kópavogsvöllur, undankeppni Evr- ópumótsins U-21 árs og undankeppni ÓL, þriðjudaginn 24. september 1991. Mark Islands: Haraldur Ingólfsson (29.). Gult spjald: Kike, markvörður Spán- ar, (31.) Dómari: Gordon Hill frá Bretlandi. Bar of mikla virðingu fyrir Spánverj- um. Ahorfendur: Um 100. Lið íslands: Kristján Finnbogason, Kristján Halldórsson, Arnaldur Lofts- son, Brandur Siguijónsson, Amar Grétarsson, Steinar Adólfsson, Rúnar Kristinsson, Anton Björn Markússon, Haraldur Ingólfsson, Ingólfur Ingólfs- son, (Finnur Kolbeinsson vm. 85.), Valdimar Kristofersson. Lið Spánar: Kike, Sauti Cuesta, (Tomas vm. á 74.), Pablo, Alex, Larra- inzar, Merino, Escurza, (Anconio vm. á 61.), Guerdiola, Emilio, Errique, Alfonso. eftir laglega sókn, en skot hans var of laust og var varið. Undir lok fyrri hálfleiks gerði Kristján vel að veija hörkuskot frá Escurza í horn. Spánverjar fundu ekki glufu í síðari hálfleik voru Spánveijar meira með boltann en náðu ekki að finna glufu á íslensku vörninni. Þeir reyndu að spila inn í vítateig- inn en alltaf komust íslendingar inní stuttar sendingar þeirra. Skyndisóknir íslenska liðsins voru hættulegar og hefðu átt að gefa fleiri mörk. Rúnar fékk þijú færi; fyrst skot yfir frá markteig, síðan er hann komst einn í gegn og Kike varði í horn og besta færið er hann fékk boltann frá Haraldi Ingólfs- syni, en skaut hátt yfir markið frá markteig. Besta færi Spánveija fékk Errique fyrirliði en Kristján Finnbogason varði meistaralega út við stöng. Morgunblaðið/Bjarni Eiriksson Haraldur Ingólfsson, sem gerði sigurmark Íslands, á hér í höggi við varnar- manninn Pablo á Kópavogsvelli í gær. Engin brotalöm íslenska liðið á hrós skilið fyrir góðan leik. Vörnin var mjög sterk með Amald Loftsson sem besta Hörður áfram með Blikana HÖRÐUR Hilmarsson var í gær endiirráðinn þjálfari hjá 1. deildarliði Breiðabliks í Kópavogi. Hann skrifaði undir eins árs samning ígær, en hann hefur verið með Breiða- blik tvö síðustu keppnistíma- bil. Við eram mjög ánægðir með vera búnir að ganga frá end- urráðningu Harðar,“ sagði Pétur Ómar Ágústsson, stjómarmaður Breiðabliks, í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. „Við erum staðráðnir í að gera enn betur HörAur Hilmarsson. næsta sumar. Allir þeir sem léku með liðinu í sumar verða áfram, ég veit ekki annað.“ HANDKIMATTLEIKUR Rætl um að ríkissjóður ábyrgist lán til HSÍ Til greina kemur að sögn menntamálaráðherra að ríkissjóður gangi í ábyrgð fyrir lánum til Handknattleikssam- bands íslands. Sambandið leitaði til stjórnvalda um 25 milljóna króna lán til fjögurra ára. Málið var rætt í ríkisstjórn í gær og tveimur ráðherrum falið að að fara yfir fjárhagsvanda sam- bandsins með forystumönnum þess og íþróttasambands íslands. Ólafur G. Einarsson mennta- málaráðherra og Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra gera ráð fyrir að hitta forkólfa íþrótta- hreyfinganna á morgun. Ólafur segir að ríkisstjórnin sé enginn banki en geti hugsanlega komið handknattleikssambandinu óbeint til aðstoðar. „Ég á þá við aðstoð í fonni ábyrgða fyrir lánum, en hef þann fyrirvara að ekkert hef- ur enn verið ákveðið.“ Vegna hugmynda um að reynt verði að bjarga við fjárhag hand- knattleikssambandsins en hætt við að halda heimsmeistarakeppn- ina hérlendis, segir Ólafur erindi sambandsins tengjast mótinu. Endurgreiðslur lána sem farið sé fram á eigi að stafa frá tekjum sambandsins af HM, bæði beinum og af auglýsingum sem þegar hafi náðst nokkrir samningar um. Menntamálaráðherra ítrekar að staðið verði við samning um bygg- ingu íþróttahallar i Kópavogi. mann, en hann var að leika fyrsta landsleik sinn. Miðjan var góð og var Arnar Grétarsson þeirra bestur. Hann lék aftast á miðjunni og stjórnaði spilinu vel með góðum sendingum. Valdimar var ógnandi frammi, hélt boltanum vel og skap- aði færi. Rúnar komst vel frá leikn- um, en var óheppinn á ná ekki að skora. Kristján í markinu var ör- yggið uppmálað. Aðrir stóðu vel fyrir sínu og engin brotalöm í lið- inu. Það er vonandi að þessi sigur gefi íslenska A-liðinu byr undir báða vængi í dag. ÍHémR FOLK ■ ÞORSTEINN Bjarnason, fyrr- um landsliðsmarkvörður í knatt- spyrnu, var kosinn Knattspyrnu- maður Grindavíkur 1991 í hófí sem Grindvíkingar héldu að lok- inni keppni í 2. deild. ■ BJARNI Jóhannsson hefur verið endurráðinn þjálfari Grindavíkinga sem leika í 2. deild. ■ AÐALSTEINN Aðalsteinsson verður áfram þjálfari Leifturs frá Ólafsfirði, sem sigraði í 3. deild íslandsmótsins í knattspyrnu sl. sumar. ■ ARNALDUR Loftsson, varn- armaður úr Val, lék í fyrsta sinn fyrir hönd íslands með U-21 árs liðinu gegn Spánverjum á Kopa- vogsvelli í gærkvöldi. ■ VÍKINGUR hefur þegar tryggt sér sigur í Reykjavíkunnótinu í handknattleik i meistaraflokki karla. Liðið lék í gærvöldi við Val og sigraði 27:24 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 17:12, en leikur- inn skipti ekki miklu máli því Valur hafði áður tapað fyrir Frain og IR. Víkingar unnu KR 42:15 á mánu- daginn. Aðrir leikir í gærkvöldi fóru þannig: Fram-ÍR, 27:17 og Ár- mann - Fjölnir, 27:11. 1a^\ íslenska liðið fékk ■ ^Jaukaspymu rétt fyrir utan vítateig Spánveija á 29. mín. Haraldur Ingólfsson tók spyrnuna og skaut í gegnum vörnina og boltinn lak inn fyrir marklínuna án þess að Kike, markvörður, næði að komast fyrir boltann. Hvað sögðu þeir? Gerðu það sem fyrir þá var lagt - sagði Hólmbert Friðjónsson, þjálfari HÓLMBERT Friðjónsson, þjálf- ari U-21 árs liðsins, var að von-^1 um ánægður með sigurinn. „Strákarnir sýndu mikla bar- áttu og léku eins og fyrir þá var lagt. Ég hefði viljað fá fleiri mörk svona rétt til að róa mig og strákana niður í síðari hálf- leik," sagði Hólmbert. Hólmbert sagðist hafa verið orð- inn smeykur í síðari hálfleik. „Þeir áttu þá að spila meira með jörðinni undan vindinum því þeir höfðu sýnt það í fyrri hálfleik að þeir gátu það. Við fengum mörg góð marktækifæri úr skyndisóknum þar sem Spánveijar urðu að sækja og taka áhættu í vörninni. Það er gaman að leggja Spánveija að velli þar sem þetta lið vann Frakka, 1:0. Ég hefði viljað skipta fleiri vara- mönnum ínná en þetta var of tæft til þess,“ sagði Hólmbert. Gottlið „Það var mjög gaman að ná loks að vinna fyrsta leikinn í riðlinum. Það er mikið sem býr í þessu liði. Við lékum vel í fyrri hálfieik, en vörðumst vel í þeim síðari,“ sagði Steinar Adólfsson, fyrirliði íslenska liðsins. „Þetta er gott iið og góð stemmn-' ing í hópnum. Við fengum fullt af færum og hefðum átt að geta bætt við mörkum. Annars var þessi leik- ur ekki svo erfiður, enda náðum við forystu og þá fór þreytan úr rnanni." Ánægður með sigurinn Ég er mjög ánægður með sigur- inn. Þessi úrslit sýna að við getum vel unnið þessa atvinnumenn. Leik- urinn var erfiður og ég var lengi að komast í gang,“ sagði Rúnar Kristinsson. „Þeir voru meira með boltann en við lékum sterka vörn og skyndisóknirnar voru hættuleg- ar. Ég held að leikurinn hafi verið^ góður af okkar hálfu. Þeir fengu nánast engin opin færi.“ Gaman að vinna „Það er alltaf gaman að vinna. Við áttu að bæta við tveimur til þremur mörkum því við fengum til þess færi,“ sagði Arnar Grétarsson, besti leikmaður íslenska liðsins. „Okkur gekk erfiðlega að halda boltanum í síðari hálfleik, en þeir náðu þó ekki að opna vörnina. Þetta var mikil keyrsla og nýtt fyrir mig að leika svona aftarlega.“ STAÐAN Staðan í 1. riðli í Evrðukeppni U-21 árs liða: Tékkósióvakia........6 6 0 0 19:3 12 Spánn................5 3 0 2 5:4 6 Frakkland............6 2 1 3 5:4 5 Albanía..............6 1 2 3 3:10 4 Islanrt..............7 115 2:13 3 ■Leikir sem eftir eru í riðlinum: Spánn-'" Frakkland, Tékkóslóvakía-Albanía, Spánn- Tékkóslóvakía, Frakkland-Island, Albanía- Spánn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.