Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1991 Fyrsta umferð Heimsbikarmóts Flugleiða: Ljubojevic í ham ____________Skák Bragi Kristjánsson Fyrsta umferð Heimsbikarmóts Flugleiða í skák var tefld á Hótel Loftleiðum á mánudagskvöld. Þátttakendur eru 16 af sterkustu skákmönnum heims og er mótið hið sterkasta, sem haldið hefur verið hér á landi. Fjarvera heims- meistarans, Kasparovs, er bætt upp með þátttöku fyrrverandi heimsmeistara, Karpovs, og „krónprinsins" í skákheiminum, Ivantsjúks. Til marks um styrk- ieika mótsins má nefna, að ein- ungis þrír keppendur hafa færri Elo-stig en 2600, þeir Gulko, Port- isch og Jóhann Hjartarson. Skák- áhugamenn kunna greinilega að meta mótið því þeir troðfylla sali Hótels Loftleiða i fyrstu umferð. 1. umferð: Salov - Jóhann, 1-0, 40 leikir, Khalifman - Chandler, 'h-'h, 46 leikir, Gulko - Ehlvest, 'h-'h, 37 leikir, Ljubojevic - Timman, 1-0, 32 leikir, Andersson - Seirawan, 'h-'h 17 leikir, Ivantsjúk - Nikolic, 'h-'h, 55 leikir, Karpov - Speelman, 1-0, 52 leikir. Jóhann tefldi vel gegn Salov og byggði upp örugga stöðu, sem um tíma var jafnvel heldur betri. Þeg- ar tímahrakið nálgaðist lokaði Jóhann liðsafla sinn úti á drottn- ingararmi, en það gaf Salov tæki- færi á einföldu, en snyrtilegu gegnumbroti. Sorgleg lok á vel tefldri skák hjá Jóhanni. Ljubojevic getur litið björtum aug- um á framhald mótsins. Hann er mikill stemmningarmaður og hann fékk óskabyrjun, eins og íþróttafréttamenn kalla það. „Ljubo“, eins og hann er oft kall- aður, tefldi að vanda hvassa byrj- un grimmt til sóknar. Hann lék kóngi sínum til e2 snemma tafls og Hollendingurinn fann ekkert svar við hótunum hans. Einu menn Timmans, sem eitthvert svigrúm höfðu, voru kóngur og drottning, en afgangur liðsins var lokaður inni uppi í borði. Það varð því fátt um varnir hjá Hollend- ingnum, þegar hvít drottning og tveir hrókar sóttu að kóngi hans, og mát varð ekki umflúið eftir 32 leiki. Glæsileg skák hjá „Ljubo". Speelman gaf Karpov snemma tafls færi á fóm, sem leiddi til mun betri stöðu fyrir þann síðar- nefnda. Karpov fékk drottningu og sex peð gegn hrók, tveim bisk- upum og þrem peðum Englend- ingsins. Úrvinnslan var þó tímaf- rek og flestir áhorfendur bjuggust við biðskák. í 51. leik lék Speel- man skyndilega af sér manni og gafst þá upp. ívantsjúk, annar stigahæsti skákmaður heims, komst ekkert áleiðis gegn Nikolic, og varð að sætta sig við jafntefli. Hvítt: Karpov Svart: Speelman Frönsk-vörn 1. e4 - e6, 2. d4 - d5, 3. Rd2 - dxe4, 4. Rxe4 - Rd7, 5. Rf3 - Rgf6, 6. Rxf6+ - Rxf6, 7. Bd3 - c5, 8. dxc5 - Hvítur fær lítið út úr því að leika 8. 0-0, t.d. 8. - cxd4, 9. Rxd4 - Bc5, 10. Rb3 - Bd6, 11. Bg5 - h6, 12. Bh4 - Dc7, 13. Bg3 - Bxg3, 14. hxg3 - 0-0, 15. De2 - e5, 16. Rd2 - Bg4, 17. f3 - Bd7, o.s.frv. (Suetin-Speelman, Lloyds Bank Open 1991). 8. - Bxc5, 9. De2 - Skákfræðin telur hvítan fá ör- lítið betra tafl eftir 9. Bg5 - Be7, 10. 0-0 - 0-0, 11. De2 - Dc7, 12. Hadl - Hd8, 13. c4 - Bd7, 14. Bd2 - Hac8, 15. Bc3 - Be8, 16. Dc2 - h6, 17. Re5 - Rd7, 18. Rxd7 - Bxd7 o.s.frv. 9. - 0-0, 10. Bg5 - Da5+ Svartur hefði einnig getað leik- ið hér 10. - Be7, 11. 0-0-0 - Dc7, 12. Re5 - Hd8 ásamt - Bd7 og - Be8 (eða - Bc6). 11. c3 - Be7, 12. Re5 - h6, 13. Bh4 - Hd8, 14. 0-0 - Dc7 Speelman hefur komið í veg fyrir langa hrókun Karpovs með því að leika drottingunni til a5. Hann undirbýr nú að koma bisk- upi sínum á c8 út til b7, en sú áætlun er of tímafrek. Eðlilegast hefði verið að leika 14. - Bd7 ásamt - Be8 síðar. 15. Hadl - b6?!, 16. Hfel - Bb7? Speelman hefur stefnt að þess- ari stöðu, þótt undarlegt megi virðast. Englendingurinn er fræg- ur fyrir að reikna vel flókin af- brigði, svo að hann hlýtur að hafa vanmetið stöðu Karpovs eftir fómina í næsta leik. Enn hefði verið hægt að afstýra mestu hör- mungunum með títtnefndri til- færslu biskupsins frá c8-d7-e8. 17. Rxf7! - Dc6 Ekki gengur 17. - Kxf7, 18. Dxe6+ - Kf8, 19. Bxf6 ásamt 20. Bc4 með vinningsstöðu fyrir hvítan. Tifraun til að draga úr sókn hvíts með 17. - Hxd3 strandar á 18. Rxh6+ - gxh6, 19. Dxe6+ ásamt 20. Hxd3 með yfírburðum hvíts. 18. Be4! - Dxe4 Eða 18. - Rxe4, 19. Rxd8 - Bxd8, 20. Hxd8+ - Hxd8, 21. Bxd8 með vinningsstöðu fyrir hvítan. 19. Dxe4 - Hxdl!? Speelman líst ekki á endataflið eftir 19. - Rxe4, 20. Hxd8+ - Hxd8, 21. Rxd8 - Bxh4, 22. Rxb7 - Bxf7+, 23. Kfl - Bxel, 24. Kxel. I því tilviki stendur hvítur betur, því hann á fleiri peð á drottningararmi og betri peða- stöðu. 20. Rxh6+ - Kf8, 21. Dxe6 - Hxel+, 22. Dxel - gxh6, 23. Bxf6 - Með 23. De3 hefði hvítur getað unnið peðið á h6. 23. - Bxf6, 24. De6 - Bg7, 25. Dd6+ - Ke8 Ekki 25. — Kg8, 26. Dd7! og hvítur vinnur lið. 26. Dg6+ - Kf8, 27. Dd6+ - Ke8, 28. Dc7 - Hd8, 29. f3 - Hdl+, 30. Kf2 - Hd2+, 31. Kgl - Hdl+, 32. Kf2 - Hd2+, 33. Ke3 - Hd7, 34. Db8+ - Kf7, 35. Dxa7 - He7+, 36. Kf2 - Bxf3, 37. Dxb6 - Bd5 Þijú samstæð frípeð hvíts á drottningarvæng hljóta að tryggja honum sigur fyrr eða síðar. 38. Da5 - He5, 39. g3 - Bf6, 40. h4 - Be6, 41. Dc7+ - Kg6, 42. a4 - Bg4, 43. Dc4 - h5, 44. Da6 - Hf5+, 45. Kel - Hd5, 46. Db7 - Hd7, 47. Db5 - Bd8, 48. a5 - Bc7, 49. Kf2 - Hf7+, 50. Ke3 - He7+, 51. Kd2 - Bxg3?? Speelman sparar sér frekari þjáningar með því að leika af sér öðmm biskupnum. 52. Dd3+ og svartur gafst upp. Nafnamir sigr- uðu í torfærunni NAFNARNIR Magnús Bergsson og Magnús Ómar Jóhansson unnu hvor sinn flokk í torfærumóti Bílabúðar Benna og Jeppaklúbbs Reykja- víkur á laugardaginn sem var liður í bikarmóti klúbbsins. Með sigrin- um tryggði Magnús Ómar sér bikarinn í flokki götujeppa á Jeep Wil- lys, en Arni Kópsson innsiglaði bikarinn í flokki sérútbúinna jeppa með því að ná öðru sæti á Heimasætunni. Nafnarnir Ámi Kópsson og Ámi Grant áttu mesta möguleika á bik- amum í sérútbúna flokknum, en óku báðir undir getu og velti Árni Grant hastarlega í einni þrautinni, sem honum mistókst að aka. Hann hélt þó ótrauður áfram og endaði í þriðja sæti, en varð að sjá á eftir bikarnum til nafna síns, eins og íslandsmeist- aratitlinum fyrir nokkrum vikum. Það var hinsvegar Magnús Bergsson sem ók manna liprast. Hann hefur ■s staðið sig vel í sandspyrnumótum ársins, en þetta var fyrsta torfæru- mótið sem allt gekk upp hjá honum og hann virtist hafa lítð fyrir því að klára þrautimar, kláraði sex af átta með fulla stigagjöf. Það var oft meiri hamagangur í flokki gotujeppa en í sérútbúna flokknum og sigurvegar- inn Magnús Ómar, sem er aðeins nítján ára gamall, á greinilega fram- tíðina fyrir sér í þessari íþrótt. Magnús ók oft listavel en velti þó í einni þraut og tapaði niður góðu forskoti, sem hann hafði náð. Fyrir síðustu þrautina áttu því þrír kepp- -endur möguleika á sigri, Magnús og kappamir sem höfðu barist um meistaratitilinn, Steingrímur Bjarna- son og Davíð Sigurðsson á Jeep Wil- lys. En þó enginn þeirra kæmist loka- þrautina á enda og Davíð fengi flest stig fyrir hana, þá fór Magnús nógu langt til að vinna með 50 stiga mun. Davíð og Steingrímur fengu jafn- mörg stig í lokaúrslitum, en Davíð hlaut annað sætið þar sem hann vann fleiri þrautir en Steingrímur, kannski sárabót fyrir Davíð sem missti af meistaratitlinum til Stein- gríms í lokakeppni íslandsmótsins fyrir skömmu. Lokastaða í flokki götujeppa: 1. Magnús Ómar Jóhansson 2.095 stig, 2. Davíð Sigurðsson 2.045, 3. Stein- grímur Bjarnason 2.045, 4. Gunnar Pálmi Pétursson 1.770, 5. Þórður Gunnarsson 1.735, 6. Gunnar Guð- mundsson 1.685 stig. Lokastaðan í sérútbúna flokknum: 1. Magnús Bergsson 2.330 stig, 2. Árni Kópsson 2.075, 3. Árni Grant 2.035, 4. Reynir Sigurðsson 1.985, 5. Gísli G. Jónsson 1.980 og 6. Örn Thomsen 1.970 stig. - G.R. Kapparnir sem hafa verið í eldlínunni í torfærumótum ársins í flokki sérútbúinna jeppa og götujeppa. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Með þessari veltu varð Árni Grant að sjá á eftir bikarnum til Árna Kópssonar, sem vann bæði bikarkeppnina og ineistaratitilinn. Árni Grant hélt áframt eftir veltuna og náði þriðja sæti og hlaut tilþrifaverðlaun fyrir ævintýralegan akstur á köflum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.