Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 18
MOFÍGÚNBLAÐÍÐ' MlMffilJDÁGU# 's&W'EMBÉÍt 1991 A _ j Verjendur Armanns Reynissonar og Péturs Bjömssonar krefjast sýknu í Avöxtunarmáli: Allt unnið fyrir opnum Ijöld- um og án blekkingarásetnings VERJENDUR Ármanns Reynissonar og Péturs Björnssonar, hæstarétt- arlögmennirnir Hilmar Ingimundarson og Skarphéðinn Þórisson, kröfðust í gær sýknu af kröfum ákæruvaldsins í máli skjólstæðinga sinna, sem eru ákærðir í flestum þáttum Ávöxtunarmálsins. I máli beggja kom fram að ákæruvaldinu hefði hvergi tekist að sanna að þeir Pétur og Ármann hefðu haft þann ásetning að hagnast með því að draga sér fé, blekkja i viðskiptum, rangfæra ársreikninga eða fremja önnur brot sem ákært er fyrir. í veigamiklum atriðum sem ákært væri út af, svo sem vegna ofmats á eignum og skuldum, væri alfarið byggt á staðhæfingum og eftir á fenginni vitneskju skilanefnd- ar Verðbréfasjóðs Ávöxtunar og skiptastjóra þrotabús Ávöxtunar sf. um að söluverð eigna hefði ekki staðið undir bókfærðu verði og að fjöldi krafna hefði reynst óinnheimtanlegur. Ákæruvaldið gæfi sér að sakborningarnir hefðu búið yfir sömu vitneskju um endanlega niður- stöðu í árslok 1987 og þeir sem önnuðust skiptin höfðu fengið í apríl á síðasta ári. Hilmar Ingimundarson sagði að skjólstæðingur sinn, Ármann Reynisson, ætti ekki að gjalda þess að hafa sagt sannleikann um þátt sinn í málinu fyrir dómi, og mótmælti fullyrðingum sækjanda um ósennilegan framburð Ármanns. Skarphéðinn Þórisson sagði að Pétur Björnsson og Ármann Reynis- son hefðu verið frumheijar við mót- un verðbréfamarkaðar hér á landi á tímum þegar engin lög giltu um þá starfserhi. Bankakerfið hefði lagt fæð á þá og þeir hefðu þurft að beijast gegn áratugagömlu íhalds- sömu kerfí þar sem vextir voru skammtaðir úr hnefa. Þeir hefðu rekið sig á veggi og jafnvel gert gríðarleg mistök, ekki síður en aðrir frumheijar í þessum viðskiptum, svo sem Pjárfestingafélagið og Kaup- þing. Hins vegar hefði ekkert verið falið og allt gert fyrir opnum tjöld- um. Um áhættusama íjárfestingu hefði verið að ræða og þeir einstakl- ingar sem ekki hefðu viljað taka áhættu hefðu geymt sparifé sitt á sparisjóðsbókum eða spariskírtein- um ríkissjóðs gegn lægri ávöxtun; þeir sem skipt hefðu við sjóði verð- bréfamarkaða hefðu tekið áhættu í von um aukinn ávinning. Fortíð skilgreind á forsendum samtímans Á síðustu árum hefði þróun á þessum markaði verið ör hér, sama þróun hefði tekið áratugi erlendis og á þessari öru þróun hefðu sumir tapað en þeir sem á eftir kæmu nytu þeirrar reynslu sem aflast hefði. Skarphéðinn sagði að stærstu mistök ákæruvaldsins væru að skil- greina fortíðina á forsendum sam- tímans. Þekking sem skilanefnd og bústjóri hefðu öðlast 1988 og 1989 væri talin hafa átt við um áramót 1987-1988. Krafíst væri refsingar vegna rangra ákvarðana í viðskipt- uip og samtímis væri gerð sú krafa til hinna ákærðu að þeir byggju yfír spádómsgáfu um óorðna hluti, eins og þá að fyrir tilteknum viðskipta- mönnum ætti að liggja að lenda í vanskilum eða gjaldþrotum eftir 2-3 ár. Skarphéðinn sagði að sér yrði hugsað til tapaðra útlána Atvinnu- tryggingasjóðs útflutningsgreina og sagði að enginn hefði látið sér í hug koma að ákæra 63 alþingismenn fyrir að setja þann sjóð á fót og enginn minntist á að ákæra til dæm- is forsvarsmenn Landsbanka íslands fyrir að ausa milljörðum í fískeldi, loðdýrarækt og aðrar glataðar fjár- festingar. Þegar tekið út gríðar- lega refsingu í viðskiptum yrði að gera greinar- mun á fjárhagslegri ábyrgð og refs- iábyrgð. Pétur Bjömsson væri ekki hvítþveginn engill og hann hefði gert margskonar mistök en fyrir þau væri búið að draga hann til fjárhags- legrar ábyrgðar eins og vera bæri en hins vegar ætti refsiábyrgð ekki við. Pétur Váeri orðinn gjaldþrota og ætti sér tæplega viðreisnar von. Hann hefði þegar tekið út gríðarlega refsingu. Skarphéðinn Þórisson mótmælti því að starfsemi Ávöxtunar hefði brotið í bága við lög um sparisjóði og viðskiptabanka. Starfsemin hefði fallið utan við ramma beggja lag- anna og um hana hefðu engin lög gilt fyrr en með gfldistöku laga' um verðbréfamiðlun árið 1986. Ávöxt- unarsamningar hefðu verið nýtt fyr- irbrigði hér á landi og það væri grundvallaratriði að menn mættu semja um hvaðeina sem ekki væri beinlínis bannað með lögum. Móttaka fjár hjá sparisjóði og Ávöxtun sf. hefði ekki verið sam- bærileg starfsemi. Hann sagði að í raun hefðu bæði bankaeftirlit og viðskiptaráðuneyti fallist á þau rök lögmanns Ávöxtunar 1984 að lög um sparisjóði bönnuðu Ávöxtun ein- ungis að auglýsa að þeir tækju á móti innlánum. Fyrirtækið hefði ef til vill í fyrstu auglýst glannalega eins og önnur skyld fyrirtæki. 1986 hefði saksóknari ríkisins ákveðið að höfða ekki mál gegn fyrirtækinu að undangenginni rannsókn á starf- seminni. Sú ákvörðun hefði verið bindandi á sama hátt og dómur væri bindandi fyrir dómara. í öllu falli taldi lögmaðurinn ljóst að ákæra um að starfsemi Ávöxtunar á árinu 1983-1986 hefði brotið gegn lögum væri fymd enda hefðu fjögur og hálft ár liðið frá því þeim tíma lauk þar til ákæra var birt. í millitíðinni hefði tveggja ára fyming, þar sem aðeins mætti refsa fyrir þessi meintu brot með sektum, aldrei verið rofín með lögformlegum hætti. Eftir gildi- stöku laga um verðbréfamiðlun sagði Skarphéðinn Þórisson að sú grundvallarbreyting hefði orðið á starfsemi Ávöxtunar að frá þeim tíma hefðu gilt um hana lög. Pétur hefði þó aldrei talið gerð ávöxtunarsamninga ólöglega en lof- að að hætta þeim til að tryggja sér starfsfrið. Á það hefði bankaeftirlit fallist og jafnframt að hið minnsta tæki 1-2 ár að vinda ofan af samn- ingunum. Hins vegar hefðu ávöxtun- arsamningarnir í raun verið eins konar hlutdeildarskírteini og sam- bærilegir við slík skírteini sjóða Ávöxtunar og annarra verðbréfa- sjóða. Skarphéðinn Þórisson mótmælti harðlega ákærum um að Pétur og Ármann hefðu lokkað almenning til viðskipta við sig með blekkingum í auglýsingum og með kynningu og gengi bréfa og loforðum um ávöxtun sem þeim hefði hlotið að vera ljóst að fengi ekki staðist. Hann sagði að eins og aðrir á þessum markaði hefði Ávöxtun auglýst sína starfsemi mikið á þessum tíma, Ekki yrði séð að mikill munur væri á auglýsingum Ávöxtunar annars vegar og Verð- bréfamarkaðar íslandsbanka, Pjár- festingafélagsins og Kaupþings hins vegar. Stundum hefði Ávöxtun boðið betur en þessir aðilar, stundum ekki. Marksjóður Fjárfestingafélagsins hefði til dæmis auglýst á strætis- vögnum 26% ávöxtun og á öðrum vettvangi 21% ávöxtun. Nú byði þessi sjóður 6-7% og það væri eðli- legt á þessum sveiflukennda mark- aði. Fram hefði komið að á þessum tíma hefði bankaeftirlit gert almenn- ar athugasemdir við starfsemi Kaup- þings og Fj árfesti ngafél agsi ns, jafnt og Ávöxtunar. Það væri óhæfa að taka einn aðilann út og krefjast refs- ingar án þess að taka mið af hvað tfðkast hefði á þéSsum tíma. Stóðu við allt fram að því síðasta Ákært er fyrir brot á lögum um verðlag, samkeppnishömlur og órétt- mæta viðskiptahætti en Skarphéðinn sagði að frá Verðlagsstofnun hefðu aldrei borist athugasemdir vegna auglýsinga. Þrátt fyrir að gefíð væri í skyn að bak við auglýsingarnar byggi meiriháttar samsæri Ávöxtun- ar gegn almenningi væri staðreyndin sú að allir sem átt hefðu þar fé fram undir það síðasta þegar allir hefðu viljað ná inneignum sínum út á sama tíma. Lögmaðurinn sagði að þrátt fyrir vandræði með tölvukerfi Ávöxtunar hefði gengi bréfa verið reiknað út með hætti sem gefíð hefði trausta og rétta niðurstöðu. Gengið hefði verið auglýst með fjórum auka- stöfum til þess eins að búa til verð- myndun innan mánaðar og koma í veg fyrir spákaupmennsku með því að menn keyptu skömmu fyrir mán- aðamót og seldu rétt eftir mánaða- mót. Skarphéðinn sagði að ekki yrði unnt að refsa fyrir þessi brot nema sanna að Pétur og Ármann hefðu haft það að ásetningi að beita blekk- ingum. Ekkert hefði komið fram sem sannaði slíkt. Menn hefðu verið í góðri trú og ekki verið gæddir þeirri spásagnargáfu að gera sér grein fyrir því hvað ætti eftir að koma á daginn haustið 1988. Engar ívilnanir til skyldra fyrirtækja Um þá kafla sem fjalla um reikn- ingsskil Ávöxtunar sf. og Verðbréfa- sjóðs Ávöxtunar hf. fyrir árið 1988 vísaði lögmaðurinn enn til þess að ekki mætti skoða fortíðina á forsend- um þess sem síðar hefði komið í ljós. Allt hefði verið gert samkvæmt bestu vitneskju á þeim tíma og án nokkurs blekkíngarásetnings. Hann ítrekaði mótmæli við því að nokkuð hefði verið gert til að leyna skulda- stöðu skyldra aðila við fyrirtækið. Allt hefði verið í bókhaldinu og þess- um skyldu aðilum hefði í engu verið ívilnað. Um nokkur atriði sagði hann að ákæruvaldið hefði engin skjöl lagt fram heldur væri vetjendum og dómi ætlað að gleypa upplýsingar ákæruvaldsins hráar. Hefði banka- eftirlitið nokkru sinni beðið um lista yfir skuldara hefði verið einfalt mál að prenta þær upplýsingar út. í þeim köflum þar sem Ármanni og Pétri og að hluta Pétri einum er gefíð að sök fjárdráttur með því að hafa hagnýtt sér fé Ávöxtunar og sjóðanna til eigin þágu og eigin fyrir- tækja sagðist Skarphéðinn Þórisson almennt halda því fram að þrátt fyrir vissa nálægð við sum fyrirtækj- anna hefði þetta verið þáttur í eðli- legri starfsemi. Grundvallaratriði væri að ekkert hinna skyldu fyrir- tækja hefði notið betri kjara en aðr- ir viðskiptamenn, hið gagnstæða ætti fremur við. Hann mótmælti því að Pétur hefði brotið gegn lögum um verðbréfamiðlun með því að kaupa bréf eigin fyrirtækja og kvaðst telja það of rúma lögskýringu þar sem um óskylda lögaðila hefði verið að ræða. Ekkert styddi fullyrð- ingar ákæruvalds um að þetta hefði verið gert í ávinningsskyni. Engin leynd hefði verið yfír svokölluðum opnum viðskiptareikningum. Fyrst og fremst hefði verið um kröfukaup að ræða og skýrsla bankaeftirlits sýndi að því hefði verið kunnugt um þessa starfsemi en ekki hefðu verið gerðar athugasemdir. Ákvörðun ríkissaksóknara var bindandi Hilmar Ingimundarson hrl., veij- andi Ármanns Reynissonar, vísaði í máli sínu um sumt til ræðu Skarp- héðins Þórissonar hvað varðar fram- angreinda ákæruliði en gerði meðal annars þá kröfu að fyrsta lið ákær- unnar sem fjallar um starfsemi Ávöxtunar sf. fram til ársins 1986 yrði vísað frá dómi, annars vegar á þeim forsendum að ákvörðun ríkis- saksóknara um að höfða ekki mál á grundvelli fyrrgreindrar rannsóknar hefði verið bindandi stjómvaldsat- höfn og hins vegar á þeirri forsendu að ákæra sú sem fram væri komin gnindvallaðist á ófullnægjandi frum- ránnsókn á starfsemi Avöxtunar á þessum tíma. Um það að Ármann hefði verið háður þeim skyldum sem verðbréfamiðlurum voru lagðar á herðar með lögum um starfsemi þeirra 1986 sagði Hilmar að með þessari lagasetningu hefði átt að tryggja að verðbréfamiðlari, leyfís- hafí, bæri ábyrgð á störfum starfs- manna fyrirtækisins en lögin hefðu ekki verið sett í því skyni að leggja öllum starfsmönnum verðbréfamiðl- unar skyldur löggilts verðbréfamiðl- ara á herðar enda hlytu að fara sam- an skyldur og réttindi. Hilmar átaldi að í öðrum lið ákærunnar væri ákært fyrir að starfsemi Ávöxtunar hefði brotið gegn lögum um verðbréfa- miðlun en einnig væri krafíst refs- ingar fyrir brot á lögum um við- skiptabanka án þess að sérstaklega væri tilgreint í verknaðarlýsingu að þau lög hefðu verið brotin. Um blekkingar gagnvart almenningi sagði Hilmar meðal annars að ekki væri tiltekið hve stórar fjárhæðir hefðu verið hafðar af fólki með þess- um hætti. Hann mótmælti því að Ávöxtunarmönnum hefði verið ljóst að þeir gætu ekki staðið við loforð um 12-15% ávöxtun og vísaði til þess að þessi loforð hefðu staðist allt fram á síðasta dag. Lögmaðurinn sagði að ákæruvaldinu hefði algjör- lega mistekist að sanna að Pétur og Ármann hefðu framið meint brot í þeim tilgangi að auðgast með ólög- mætum hætti. í öðrum kafla ákærunnar eru Pétur, Ármann og endurskoðandinn Reynir Ragnarsson meðal annars ákærðir fyrir brot á hlutafélagalög- um við gerð ársreiknings sameignar- félagsins Ávöxtunar. Atli Gíslason sækjandi rökstuddi þá kröfu með því að gera hefði átt samstæðureikn- ingsskil fyrir Ávöxtun, sjóði og dótt- urfélög. Hilmar skoraði á Atla að draga þessar kröfur til baka þar sem til væru sérstök lög, bókhaldslög, sem ættu við um sameignarfélög. Hann sagði að þótt hugsanlegt væri að á Ármann, sem stjómarmann, yrði lögð skaðabótaskylda vegna reikningsskila yrði ekki lögð á hann refsiábyrgð þar sem upplýst væri að hann hefði ekki komið nálægt reikningsskilum með öðmm hætti en þeim að undirrita ársreikninginn. Ásetning skortir Hann mótmælti refsikröfum vegna óreiðu á bókhaldi og sagði meðal annars að bókhaldið hefði ekki verið í meiri óreiðu en svo að tekið hefði tvo daga eftir gjaldþrot Ávöxtunar að færa það upp og að endurskoðendur sem komið hefðu að málinu hefðu án vandræða getað sótt allar nauðsynlegar upplýsingar í bókhaldið. Um reikningsskil Verð- bréfasjóðs Ávöxtunar sagði Hilmar Ingimundarson að Ármann Reynis- son hefði verið í nákvæmlega sömu stöðu og þáverandi stjórnarformaður sjóðsins; hvorugur þeirra hefði þar komið nálægt fyrr en við undirritun -frágengins skjals. I ljósi þess spurði hann hvers vegna aðeins Pétur, Ár- mann og Reynir væm ákærðir vegna þessa og sagði að aðeins með því að sýkna Ármann af þessum 'þætti væri hægt að skilja hvernig ákæm- valdið hefði réttilega komist að þeirri niðurstöðu að ákæra ekki stjórnar- formanninn. Um 6. kafla ákæmnnar þar sem Pétur og Ármann eru ákærðir fyrir að hafa dregið sér söluandvirði lausafjár Hughönnunar hf., sem þeir áttu að 62%, íjórum dögum fyrir eigið gjaldþrot og 1 'h mánuði fyrir gjaldþrot Hughönnunar en þeim hafí mátt vera ljóst að þetta brot leiddi til gjaldþrots Hughönnunar, krafðist Hilmar Ingimundarson frávísunar. Hann sagði að Hughönn- un hefði verið sameignarfélag þar til í febrúar 1988 er eignir þess hefðu verið yfirfærðar á hlutafélag með sama nafni. Engir samningar lægju frammi. Hann spurði hvort ekki bæri að líta svo á að eignimar hefðu með réttu svo skömmu fyrir gjald- þrot heyrt undir sameignarfélagið Hughönnun. Málið væri vanreifað af hálfu ákæmvaldsins og óvissa um atvik ætti að leiða til frávísunar. Þá mótmælti hann því að Ármann Reynisson hefði tekið féð til eigin þarfa lánardrottnum til tjóns. Ætl- unin hefði verið að starfsemi Hug- hönnunar hf. flyttist eftir sölu lausafjárins í starfsstöð Ávöxtunar sf., ekki að fyrirtækið yrði gjald- þrota. Refsilaust formbrot Hilmar Ingimundarson sagði ljóst að það brot sem Ármanni og Pétri er gefíð að sök í 7. kafla ákær- unnar, að hafa tilkynnt til hlutafé- lagaskrár um innborgun á 11,1 millj- ón króna hlutafé í Brauðgerð Suður- nesja þann 11. apríl 1988 þegar ekkert hlutafé hafði verið innborgað, væri einungis formbrot, sem væri þeim refsilaust. Brauðgerð Suður- nesja hefði aldrei tekið til starfa og því hefði enginn verið blekktur. Hins vegar hefði láðst að tilgreina í til- kynningunni hvemig hlutafé væri greitt en það hefði átt að greiða með því að leggja eignarhluta Ávöxt- unarmanna í Ragnarsbakaríi fram sem hlutafé í væntanlega Brauðgerð Suðurnesja. Brotið væri ámælisverð handvömm, einkum þar sem lögmað- ur hefði útbúið skjalið, en refsilaust. Um þær sakargiftir að með eign- um Veitingamannsins, deildar í Kjötmiðstöðinni hf., hefðu verið seld kaupleigutæki, sem ekki voru eign fyrirtæksins, sagði Hilmar Ingi- mundarson að Ármann hefði skrifað undir samninginn sem stjórnarform- aður Kjörmiðstöðvarinnar en ósann- að væri að honum hefði verið kunn- ugt um tilvist kaupleigusamning- anna. Á vikulegum stjórnarfundum í Kjötmiðstöðinni hefði ekki verið rétt sérstaklega um rekstrareininguna Veitingamanninn. Ármann og Pétur hefðu verið í góðri trú gagnvart kaupendunum. Hrafn Bachmann, sem einnig er ákærður fyrir þetta, hefði gengið frá samningum um verð og skilmála og lögmaðurinn sagði að sér virtist ljóst að kaupend- ur hefðu vitað um eignarréttarfyrir- varann og einnig sölumaður sá sem hafði milligöngu um viðskiptin en sá gæti ekki viðurkennt að hafa ekki staðið betur að gerð kaupsamn- ings. Enginn ásetningur hefði sann- ast á Ármann. Lokakafli ákærunnar fjallar um meint skilasvik Ármanns Reynisson- ar með því að hann hafi skotið und- an gjaldþrotaskiptum á búi sínu 37 málverkum að verðmæti 1,2 milljón- ir króna. Hilmar sagði að þegar Ármann fjarlægði myndimar af heimili sínu fímm vikum fyrir gjald- þrot sitt hefði honum ekki komið til hugar að hann yrði gjaldþrota. Hins vegar hefði hann óttast um öryggi sitt og eigur vegna írafárs sem Ávöxtunarmálið hefði valdið. Ár- mann hefði hvorki fyrr né síðar ætlað að hlunnfara kröfuhafa og ekki hefði verið um ráðstöfun sem líkja mætti við undanskot að ræða. Ánnann hefði aldrei leynt skiptaráð- anda eða aðra tilvist málverkanna. Það eina hæpna sem leitt hefði verið í ljós í málinu væri að málverkin hefðu verið seld fyrirtæki, sem ann- ar bústjóri Ávöxtunar væri hluthafí í fyrir 1,2 milljónir kóna en óvíst væri hvað það fyrirtæki hefði síðan fengið fyrir myndimar. I dag lýkur málflutningi í Ávöxt- unannálinu með ræðum Sigurðar G. Guðjónssonar hrl., veijanda Reynis Ragnarssonar, og Jóns Magnússonar hrl., veijanda Hrafns Bachmann, og að þeim loknum stutt- um svarræðum sækjanda og veij- , endanna fjögurra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.