Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1991 Þórheiður G. Sumar- liðadóttir - Minning Fædd 11. september 1906 Dáin 17. september 1991 Þórheiður Sumarliðadóttir lést á krabbameinsdeild Landspítalans 17. september síðastliðinn eftir erf- iða sjúkdómslegu og fer útför henn- ar fram í dag frá nýju kapellunni í Fossvogi. Þóra, eins og hún var ævinlega kölluð, var fædd í Ólafsvík hinn 11. september 1906 og varð því 85 ára fyrir skömmu. Hún var yngsta barn hjónanna Sumarliða Þorgilssonar og Sigurborgar Þorleifsdóttur, sem bjuggu í Ólafsvík. Ung fór Þóra til Reykjavíkur til þess að vinna fyrir sér og var í vist eins og algengt var á þeim árum. Þar kynntist hún Guðmundi Bjöms- syni veggfóðrara og giftist honum árið 1930. Áttu þau heimili í Reykjavík þar til þau fluttu suður í Kópavog á Sunnubraut 22. Þau áttu kjörson, Aðalstein, sem lést af slysförum árið 1948 aðeins 16 ára gamall. Fráfall hans var þeim þung byrði allt lífíð. Þóra og Guðmundur voru tíðir gestir á heimili foreldra minna og í æskuminningu minni var koma þeirra ávallt fagnaðarefni enda oft slegið á létta strengi. Hlýleg og bamgóð vom þau bæði og fékk ég og seinna fjölskylda mín að sann- reyna það er við leigðum hjá þeim íbúð og tengdumst þá enn sterkari böndum. Með Þóru og Björgu konu minni tókst mjög einlæg vinátta og gagnkvæmt trúnaðarsamband. Á milli þeirra var ekkert kynslóðabil þótt aldursmunurinn væri 50 ár. Auðvelt var og gott að ræða við Þóru, því að hún talaði opinskátt um málefnin og beitti oft kímninni. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNAR SKAPTI KRISTJÁNSSON, Austurbrún 37, lést í Borgarspítalanum mánudaginn 23. september. Þuríður Ágústsdóttir, Guðný Fisher, Frank Fisher, Sveinbjörg Gunnarsdóttir, Jón Sigurðsson og barnabörn. t Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og tengdasonur, STEFÁN SIGURJÓNSSON pipulagningamaður, Eiríksgötu 11, varð bráðkvaddur á heimili sínu mánudaginn 23. september. Erna Smith, Svanhvít Stefánsdóttir, ÞórTómas Bjarnason, Erna Stefanía Gunnarsdóttir, Svanhvít Smith. t Eíginkona mín og móðir, SVAVA SCHIÖTH LÁRUSDÓTTIR, Gnoðarvogi 18, andaðist í Landakotsspítala laugardaginn 21. september. Jarðarförin fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 27. septem- ber kl. 13.30. Snorri Kristjánsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, GUÐNÝ ÞORBJÖRG KLEMENSDÓTTIR, Hofi, Álftanesi, lést í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, mánudaginn 23. september. Jarðarförin verður auglýst síðar. Jón Gunnar Gunnlaugsson, Þrúður Gunnlaugsdóttir, Klemenz Gunnlaugsson og f jölskyldur. + Eiginmaður minn, tengdafaðir og afi okkar, DANÍEL PÉTURSSON, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður til heimilis á Fálkagötu 5, verður jarðsunginn frá Neskirkju, fimmtudaginn 26. september, kl. 15.00. Guðrún Guðmundsdóttir, Jóna Eiríksdóttir Margrét Pétursdóttir, Guðmundur Frímannsson, Sigrún Pétursdóttir, Jón Sveinsson, Daníel Pétursson, Oddgerður Oddgeirsdóttir, Til dæmis, að Lykla-Pétur færi bráðum að opna hliðið fyrir sér, um þá stund er hún yfirgæfi jarðlífið. Árið 1987 missti Þóra eiginmann sinn, sem í nokkur ár hafði verið heilsuveill og hún hafði annast af ósérhlífni. Síðastliðið haust fór Þóra með okkur vestur á Snæfellsnes, sterk- byggð og hraust, og naut hún þess eins og alltaf, að koma á æskuslóð- imar. Þetta reyndist vera hennar síðasta för þangað, því að stuttu síðar vöknuðu grunsemdir um að hún gengi með þann sjúkdóm, sem hún háði síðan harða baráttu við. Við Björg gleymum aldrei hve vel Þóra reyndist okkur og eldri dóttur okkar á þeim árum er við unnum mikið við að koma okkur upp eigin íbúð. Alltaf var hún boðin og búin til að líta eftir baminu þótt vinnutíminn væri oft óvenjulegur. Hún sagði okkur að opna bara dym- ar milli íbúðanna því að stúlkan kæmi þá ef hún vaknaði og sjálf svæfi hún laust. En við vorum oft ekki komin langt frá húsinu þegar við urðum vör við Ijósan slopp líða inn til stúlkunnar. Þegar á þetta var minnst síðar vildi hún sem minnst úr því gera. Við munum aldrei gleyma þeim ófáu stundum þegar hún lék við dætur okkar, sem hún hafði ávallt tíma fyrir enda alltaf ung í anda. Hún reyndist þeim eins og besta amma. Þegar við nú kveðjum Þóru með söknuði er okkur efst í huga þakk- læti fyrir að hafa átt með henni ánægjulega samleið og vitum að vel verður tekið á móti henni hand- an við hliðið. Olafur Sveinsson í dag, 25. september, verður tii moldar borin frá Fossvogskapellu frú Þórheiður G. Sumarliðadóttir. Þóra, eins og ég kýs að kalla hana hér í þessum fátæklegu orð- um, var fædd 11. september 1906 í Ólafsvík, dóttir hjónanna Sigur- borgar Þorleifsdóttur frá Brimils- völlum, fædd 1874, og Sumarliða Þorgilssonar, fæddur 14. ágúst 1875, á Höfða í Eyrarsveit. Þóra var yngst þriggja barna þeirra hjóna. Hin tvö létust um tvítugt. Hún ólst upp í foreldrahúsum og átti sín unglingsár í Ólafsvík og minningarnar frá þeim tíma voru henni hjartfólgnar og hún talaði ætíð um þau ár með bros á vör. Þótt árin séu orðin mörg, sem hún hefur búið í Reykjavík og Kópa- vogi, þá rofnuðu aldrei þau vina- bönd sem til urðu á uppvaxtarárum hennar í Ólafsvík. Það er æði langt síðan að leiðir okkar Þóru lágu fyrst saman. Árið 1950 gekk ég að eiga frænku henn- ar, Önnu Þorgilsdóttur, þær eru bræðradætur og mynduðust því fljótt góð samskipti og vinátta á milli okkar. Á þessum árum bjuggu þau Þóra og Guðmundur Björnsson veggfóðr- ari, eiginmaður hennar, sem nú er látinn, á Bergstaðastræti 35 í Reykjavík. Þar áttu þau fallegt heimili og auðséð var á öllu að Þóra rækti frúarstarfið af trú- mennsku og reisn. Þeim hjónum varð ekki bama auðið en tóku dreng sem Þorsteinn hét, hann lést ungur af slysförum. Stutt var á milli heimil'a okkar og var Þóra því tíður gestur, alltaf hress og kát og hafði frá mörgu að segja, ýmist því sem hún sá nýtt í búðargluggum á leið upp Lauga- veginn eða öðrum miklu mikilvæg- ari málefnum, sem brunnu á hveiju sinni. Árið 1957 byggðu þau Þóra og Guðmundur einbýlishús í Kópavogi sem nú heitir Sunnubraut 22. Þau Minning: Karl Emil Karlsson Fæddur 13. apríl 1918 Dáinn 16. september 1991 Nú er Karl Emil Karlsson, eða Kalli frændi eins og hann var allt- af kallaður, horfinn sjónum okkar. Kalli frændi var þessi frændi sem kom oft í heimsókn þegar minnst varði. Hann var frændrækinn með afbrigðum og engan mannamun gerði hann. Kalli var sjómaður og því oft á sjónum, og þar undi hann sér best. Hann var einn af þessum mönnum sem var þeim eiginleikum gæddur, að öllum þótti vænt um hann. Við minnumst þess að þegar líða tók að jólum fórum við að huga að því hvort Kalli frændi y'rði í landi, því einhvern veginn vantaði svo mikið ef Kalla vant- aði. Og alltaf fékk hann allar sjó- mannabækurnar í jólagjöf. Enda las hann mikið og var hafsjór af fróðleik. I öllum afmælisboðum og hátíðum var alltaf gaman að setj- ast hjá honum því aldrei skorti umræðuefni. Okkur systkinunum var Kalli alltaf mjög góður og einnig börnum okkar og bamabörnum, enda finnst okkur við eiga meira í hon- um vegna þess að hann var ein- hleypur og barnlaus, eflaust hefur það verið gagnkvæmt. Fyrir rúmu ári varð hann fyrir áfalli og varð mjög veikur. Þetta hefur verið erfiður tími fyrir hann, svo að eflaust er hann hvíldinni feginn. Nú er þessi vinur okkar búinn að leysa landfestar í hinsta sinn. Einn af þessum klettum í sjónum sem hafíð lemur á, en aldr- ei gefa eftir, en smá saman mást með árunum. Með þessum fáu orð- um viljum við minnast frænda okk- ar sem var með stórt hjarta og lét sér annt um alla. Minningin um mætan mann lifír. + Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA GUÐRÍÐUR ÞÓRÐARDÓTTIR, húsfreyja, Þríhyrningi, sem lést 19. september sl., verður jarðsungin frá Möðruvalla kirkju í Hörgárdal föstudaginn 27. september kl. 14.00. Þórður Steindórsson, Guðmundur Steindórsson, Svanhildur Axelsdóttir, Haukur Steindórsson, Marta Gestsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. völdu þann kost að búa smátt á meðan á byggingu stóð, nýttu því lítinn bústað á lóðinni, sem íveru- stað. Það var ekki stórt eldhúsborð- ið hjá Þóru, það breytti engu, allir voru alltaf velkomnir og kaffið hjá Þóru var alltaf gott og kökum rað- að á borðið. En á meðan var talað um skipulagið í nýja eldhúsinu og ekki leyndi sér gleði og eftirvænting í svip hennar. Þegar mestu önnum lauk við nýja húsið gerðu þau hjónin nokkuð víðreist um landið á skódanum sín- um. Oft höfðu þau þann háttinn á að fara styttri ferðir, koma heim og fara aftur að hokkrum dögum liðnum. Það var gaman að fara, það var líka gaman að koma heim. Þóra og Guðmundur voru góðir ferðafélagar, oft fórum við eitthvað austur eða vestur á Snæfellsnes til að sjá æskustöðvarnar og heilsa uppá vini og ættingja. Ávallt þegar við fórum í þessar sumarferðir var nesti tekið með, þá var ekki komið í tísku að kaupa hamborgara og gos á næstu sjoppu, ferðalagið tók líka lengri tíma þá en nú, vegna slæmra vega og svo keyrðum við Guðmundur alltaf á löglegum hraða. Víða stansað, talað samann og kaffibrúsinn tekinn upp, síðan tók Guðmundur nokkur korn í nefíð úr silfurdósinni sinni áður en lagt var af stað. Þóra var mikil blómakona, hún átti fallegan tijágarð við húsið og mikið af fallegum blómum bæði úti og inni. Á sumrum þegar garðurinn var í fullum blóma var hún oft snemma á fótum, fór út í garðinn, hlúði að blómunum og naut nær- veru þeirra. Að kvöldi dags þegar okkur hjónin bar að garði var ætíð litið yfír blómin fyrir utan_ stofu- gluggann áður en farið var. Á stétt- inni stóð Þóra og lyfti hendi bros- andi, gekk inn og lagði hurð að stöfum. Nú eru fallegu blómin hennar fölnuð og hún hvílir föl á beði. Trén í garðinum skarta lita- skrúði haustsins og brátt fjúka lauf- blöðin út í geiminn og hauststorm- urinn leggur grasið til jarðar. Ég vil koma á framfæri hjartans þakk- læti fyrir hönd ættingja Þóru, til allra þeirra sem gerðu henni þennan langa og stranga biðtíma bærilegri. Guð blessi minningu hennar. Sveinn Olafsson Far þú í friði, friður Guðs þigblessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guðþérnúfylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Vald. Briem) Didda, Ella, Ásta og Þorvaldur. Gullfallegur salur til leigu í Fossvoginum hentugur fyrir erfidrykkjur. • SEM-hópurinn. Sími 67 74 70

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.