Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 25.09.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. SEPTEMBER 1991 33 i I I ( I I I Kveðja frá ungmenna- félagshreyfingunni Það er hringt og tilkynnt: „Hann Sveinn er látinn." Þó tíðindin komi ekki á óvart tekur hjartað kipp og margar minningar koma upp í hug- ann. Leiðir okkar hafa vfða legið saman. Hvernig við kynntumst fyrst er ekki munað, en það gerðist á einhverjum fundi. Fyrir röskum áratug tókum við með stuttu milli- bili forystu í samtökum sem margt áttu sameiginlegt. Með okkur tókst strax góð vinátta sem aldrei bar skugga á. Við hittumst á ýmsum fundum og öðrum mannamótum. Sveinn lét sig ekki vanta þar sem hans var þörf. Hvort sem fara þurfti milli húsa eða um landið þvert og endilangt var það nauðsyn þess að mæta sem réði en ekki vega- lengdin. Það var ætíð gott að hitta Svein, hlýtt og traust handtakið, hressleikinn og umhyggja fyrir æsku þessa lands voru einkennin. Sveinn skildi allra manna best að félagsskapur og ánægja samver- unnar væru hluti af gildi íþróttanna. Meðal ungmennafélaga um allt land var Sveinn virtur, m.a. vegna þess að hann lagði sig fram um að mæta á þingum héraðssambanda og ýmsum fundum og lagði þar gott til mála. Hann gerði heldur ekki mannamun. Ræddi við alla af sínum áhuga og einlægni. En Sveinn var líka baráttumað- ur. Væri málefnið til bóta fyrir íþróttirnar og æskulýðsstarfíð var barist af, festu og einlægni. Það mál sem lengst var unnið að var að fá Lottó tekið upp á íslandi en Islenskar getraunir höfðu átt þann rétt lengi. Okkur félögum hans fannst að bjartsýni. Sveins hefði þama orðið of mikil. Én svo sannar- lega var sú barátta íþróttahreyfing- unni mikið gæfuspor, eftir að sigur hafði unnist. Áhugi Sveins fýrir íþróttamið- stöðinni á Laugarvatni var mikill og þá ósk átti hann heita nú í lokin að þær framkvæmdir yrðu gerðar er þurfti til að íþróttamiðstöðin gæti þjónað sínu hlutverki. Samskipti ÍSÍ og UMFÍ hafa verið æði mikil og góð á liðnum árum. Ég er ekki í vafa um að engum er það meira að þakka en Sveini. Hann lagði ætíð áherslu á gott samstarf og af því leiddi árang- ur báðum þessum félagshreyfingum til hagsbóta. íþróttahreyfingin hefur misst mikið. Við fjölmargir vinir Sveins höfum misst góðan félaga. Ég sendi fjölskyldunni sem sér á bak góðum eiginmanni, föður og afa samúðar- kveðjur frá ungmennafélögum um allt land, þar var Sveinn virtur og metinn. Minningin um slíkan dreng verður aldrei frá okkur tekin. Pálmi Gíslason, form. UMFÍ. Kveðja frá íslenskri getspá Með Sveini Björnssyni, forseta ÍSÍ, er fallinn frá einn helsti frum- kvöðull að starfsemi íslenskrar get- spár. Þeir sem hafa komið nálægt starfi í íþrótta- og ungmennafélags- hreyfingunni og raunar í öllu fé- lagsstarfi þekkja vel hve mikil orka og tími fer til að afla fjár til starf- seminnar. Forystumenn og aðrir sjálfboðaliðar hafa allar klær úti við fjáröflun með margskonar hætti. Lengi hefur verið leitað að varanlegum tekjustofni sem létt gæti undir með þeim fjölda fólks sem starfar að íþrótta- og æsku- lýðsmálum. Það var ekki síst fyrir atorku og framsýni Sveins Björnssonar sem íslenskri getspá var ýtt úr vör. Sveinn var meðal fyrstu manna sem hvatti til þess að íþróttahreyfingin hæfi rekstur lottós. Hann taldi víst að þar lægi dijúg tekjulind fyrir hreyfinguna. Þrátt fyrir háværar raddir efasemdarmanna hvikaði Sveinn hvergi frá skoðun sinni og vann ötullega að framgangi þessa máls. Hann reyndist sannspár. Stofnun íslenskrar getspár í sam- vinnu ÍSÍ, UMFÍ og Öryrkjabanda- lagsins hefur reynst stórt framfara- skref í starfsemi þessara félags- hreyfinga. Allt frá upphafi starfsemi sýndi Sveinn íslenskri getspá mikinn stuðning og áhuga. Ófá voru þau skiptin sem hann leit við á skrif- stofu Getspár síðdegis á laugar- degi, eftir að hafa lokið vinnu í verslun sinni, til að fylgjast með gangi mála og_ taka sjálfur þátt í lottóleiknum. Á aðalfundum Get- spár stóð Sveinn jafnan fyrstur upp í umræðum, þakkaði fyrir starfið á undangengnu ári og hvatti til frek- ari afreka. Sveinn var formaður sameiginjegrar byggingarnefndar ÍSÍ og íslenskrar getspár. Hann stjórnaði því starfi af alkunnri rögg- semi til hinstu stundar. Byggingin hefur risið hratt en því miður auðn- aðist Sveini ekki að sjá hana full- kláraða. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd stjómar og starfsfólks Islenskrar getspár þakka Sveini Björnssyni mikinn stuðning, hvatningu og vel- vild í garð fyrirtækisins. Eiginkonu Sveins, börnum og öðrum aðstand- endum eru færðar dýpstu samúðar- kveðjur. Sigurbjörn Gunnarsson formaður stjórnar. Kveðja frá Knattspyrnusam- bandi íslands Fallinn er í valinn mikilhæfur íþróttaleiðtogi. Sveinn Björnsson forseti íþróttasambands íslands helgaði stóran hluta af lífi sínu í þágu íþróttahreyfingarinnar. Starfsemi þessarar stóru hreyf- ingar hefur frá upphafi byggst á dugnaði, bjartsýni og fórnfýsi Fæddur 21. júlí 1944 Dáinn 2. september 1991 Að kveðja góðan félaga er hann hverfur til nýrra starfa er gert með trega, en samt með ákveðinni gleði fyrir hans hönd. Þannig kvöddum við í Byggingarnefnd íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík Samúel fyrir nokkrum vikum. Ekki óraði okkur fyrir að þar væru við að kveðja hann í síðasta sinn. Hann var fullur áhuga og bjartsýni að hverfa til starfa á þeim vettvangi sem hugur hans stóð hæst til og innan nokkurra ára mundi hann snúa aftur heim og þá gætum við notið starfskrafta hans aftur. Fyrir þrem árum kom Samúel að máli við formann íþróttafélags fatlaðra í Reykjavík og óskaði eftir að að fá leggja félaginu lið með því að fljúga hringflug um ísland til að kynna félagið og byggingu íþróttahúss þess. Það er ekki oft sem okkur berst slík liðveisla án þess að við þurfum að leita eftir henni fyrst. Ekki varð úr hugmynd hans um fiugið aðal- lega vegna þess að um svipað leyti gekkst Rás 2 fyrir söfnun sem kynnti íþróttahúsbygginguna fyrir landsmönnum. Samúel tók því sæti í byggingarnefnd og var ritari henn- ar alveg þangað til hann fór af landi brott. Það var mikill fengur fyrir félagið að fá mann sem Samúel til starfa, mann sem hafði verið sveit- arstjóri í tveim kaupstöðum, mann með viðskiptafræðimenntun, mann með viðamikla þekkingu á fram- kvæmdum og áætlunargerð. Enda skilaði sú reynsla okkur ómældum árangri og má mikið þakka henni hversu vel gekk að byggja íþrótta- húsið. Þó ég kynntist Samúel ekki mik- ið fyrir utan starfið í byggingar- nefnd varð mér fljótlega Ijóst að þar fór vandaður maður og drengur góður. Hann var hægur og rólegur yfirvegaður og hafði einstakan og góðan húmor og átti einstaklega gott með að sjá björtu hliðarnar á flestum málum. 1. september sl. vígðum við íþróttahúsið og daginn eftir var það tekið í notkun. Fögnuður okkar var varla hljóðnaður þegar við fengum þær sorglegu fréttir að Samúel hefði látið lífið á þennan óvænta þeirra merku leiðtoga sem frá upp- hafi hafa valist til forystu. Lífsstarf Sveins Björnssonar er einstakt og það þekkja þeir menn best sem hafa starfað í hreyfing- unni undir hans forystu. En Sveinn var meira en mikilhæfur leiðtogi, mikill mannkostamaður og betri drengur en hann er vandfundinn. Knattspyrnusamband Islands hefur eins og önnur sérsambönd ISI notið leiðsagnar og öruggrar for- ystu Sveins í gegnum árin. Honum eru hér að leiðarlokum þökkuð hans góðu störf í íþrótta- hreyfingunni. Éiginkonu hans, Ragnheiði Thor- steinsson, og börnum þeirra vottum við samúð okkar. Minningin um mikilhæfan leið- toga og einstakan mannkostamann lifir. Sijórn og starfsfólk KSÍ. Kveðja frá Tónlistar- félaginu Tónlistarfélagið vill minnast lát- ins félaga, Sveins Björnssonar, með virðingu og söknuði. Faðir Sveins Björnssonar, Björn Jónsson kaup- maður, og Ragnar í Smára stofnuðu Tónlistarfélagið árið 1932. Árið 1970, eftir lát Björns Jóns- sonar, var Sveini Björnssyni boðið að gerast einn af félögunum í Tón- listarfélaginu. Sveinn Björnsson starfaði sem félagi eftir þann tíma og var ritari félagsins og í stjórn hátt. Nú sitjum við hljóð og óneitan- lega leitar á hugann hver er tilgang- urinn, hvenær verður jörðin þannig að fólk geti gengið um án þess að eiga slík örlög í vændum. Við því eru í sjálfu sér engin svör, en væru fleiri menn búnir þeim eiginleikum og mannkostum sem Samúel bjó yfír væri veröldin betri og eitt er víst að minning hans mun lifa í hjörtum okkar. Nú er íþróttahúsið komið í fulla notkun og iðandi af mannlífi mun það bera minningu Samúels merki og að koma þar og taka þátt í starfsem- inni mun ávallt minna okkur á hann. Um leið og við kveðjum Samúel hinstu kveðju með þökk fyrir allar góðu stundirnar, sendum við eftir- lifandi eiginkonu, Ingibjörgu Helgu Júlíusdóttur, börnum, ættingjum og vinum okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. F.h. Bygginganefndar íþróttafé- lags fatlaðra í Reykjavík, Arnór Pétursson. Samúel var jarðsunginn 12. sept- ember og mig langar til að minnast hans með nokkrum orðum. Samúel Jón gekk í sínu lífi til góðs, og fordæmi hans vekur mann til umhugsunar og það knýr til að- gerða. Fordæmið er nefnilega sið- ferðilegt. Það kemur manni til að spyija: Hvað á ég að gera í lífinu, og hvað vil ég að eftir mig liggi? Þetta eru mikilvægar spurningar, og tíminn er naumur, því lifið varir aðeins stutta’stund. Svar Samúels er fallegasta svarið við þessum spurningum: Hjálp. Hjálp, öðrum til handa. Samúel og Ingibjörg, frænka mín, gerðu draum að veruleika: Að hjálpa þeim sem minna mega sín. Hvað er fallegra? Ekkert er betra, en að hjálpa bágstöddum, því hjálp- in ber ríkulega ávexti. Þau stund- uðu meðal annars hjálparstörf í Afríku í fjögur ár (1982—86) sam- fleytt. Samúel lét hættulegan heim ekki hinþra sig. Hann hóf þróunar- störf í Úganda í sumar, og tapaði lífinu í baráttunni milli góðs og ills, eins og sannri hetju einni sæmir. En hann mun vissulega finna líf sitt aftur á himni. Hjálpsemi skapar hamingju. Samúel var hamingjusamur, og ekkert getur tekið hamingjuna frá Samúel J. Olafs- son - Kveðjuorð PHILIPS Whirlpool FRYSTIKESTUR GÓ6 tæki. Qott vert IMPEX hillukerfi án boltunar LANDSSMIÐJAN HF. Verslun: Sölvhólsgötu 13 Sími (91)20680 Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinuin á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í Ijóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. félagsins frá árinu 1983. Tónlistarfélagið vill þakka Sveini Björnssyni störf hans í þágu félags- ins. Tónlistarfélagið sendir eigin- konu Sveins, Ragnheiði Thorsteins- son, og fjölskyldu hans innilega samúðarkveðju. Tónlistarfélagið Þegar ég hef nú frétt dauðsfall eins af mínum bestu kunningjum frá gömlu dögunum á íþróttavellin- um í Reykjavík, Sveins Björnsson- ar, sem var síðast formaður íþrótta- sambands íslands, þá koma bjartar minningar fram í huglffinu. Sveinn heitinn var drengur góður allt til síðasta dags. Ég var innfæddur svokallaður Grímsstaðaholtsprakk- ari, en Sveinn heitinn gerði engan greinarmun á því, hann leit með jákvæðu huglífi jafnt á alla. Þar sem margir af þeim voru honum per- sónulega talsvert kunnugri heldur en ég, þá læt ég hér enda þessa örstuttu minningargrein og votta hans nánustu mína hluttekningu. Blessuð sé minning hans. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Valdimar Briem) Þorgeir Kr. Magnússon honum. Dauðinn er sem visið tré andspænis skógi hjálpseminnar. Dauðinn hefur verið sigraður, og hann getur því ekki brotist inn í himinninn og stolið. Samúel safnaði fjársjóði á himni, sem dauðinn getur ekki eytt, og hjálpsemin hefur ör- ugglega margfaldast þar. Hamingj- an yfirgefur hann ekki, því hún er sönn. Fordæmi Samúels er hvatning til fólks um að leggja sitt lóð á vogarskálar fátækra, hungraðra og annarra sem minna mega sín. Þökk sé honum. Með kveðju til syrjenda, og von í brjósti um að huggun Guðs megi koma skjótt. Gunnar Hersveinn HeimilistæKi hf SÆTÚNI e SÍMI691515 ■ KRINGLUNNI SlMI 6915 20 liSOMMupuM' • AFG015 138 lítra. h:88 b:60 d:66 cm kr.stgr. 29.830.- • AFG033 327 lítra. h:88 b:112d:66cm kr.stgr. 42.655.- • AFG 041 408 lítra. h:88 b:135 d:66 cm kr.stgr. 45.505.-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.