Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 29.09.1991, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/IÖtBðPSWIff^WM^i. seftemér' iööi m 4 í i WtƱW>AUGL YSINGAR FUNDIR - MANNFAGNAÐUR Íslenzk-Ámeríska félagið Haustfagnaður íslensk-ameríska félagsins föstudaginn 4. október 1991 íSúlnasal Hótels Sögu. Fagnaðurinn hefst. með hanastéli í boði sendiherra Bandaríkjanna, Charles E. Cobb jr. Heiðursgestur kvöldsins verður Davíð Odds- son forsætisráðherra. Charles E. Cobb sendiherra Bandaríkjana afhendir í fyrsta sinn vináttu-verðlaunin (Partnership award). Miðar verða seldir í anddyri Hótels Sögu briðjudaginn 1. október og miðvikudaginn' 2. október kl. 14-17, hvorn dag. Borðapantanir á sama tíma. Frekari upplýsingar eru veittar hjá Verslunar- ráði íslands í síma 678910. Pantið snemma því síðast var uppselt og komust færri að en vildu. Mætum öll. íslensk-ameríska félagið. Aðalfundur Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Norræna félagsins verður haldinn fimmtudaginn október kl. 18.00 í Norræna húsinu. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Nýtt-nýtt Líkamsrækt og leikfimi fyrir þroskahefta Tvö námskeið í líkamsrækt verða haldin í nýrri og glæsilegri endurhæfingarstöð á Kópavogs- hæli. Hvort námskeið verður 5 vikur, þriðju- daga og fimmtudaga frá kl. 15.00-16.00. Fyrra námskeiðið verður frá 8. okt. til 7. nóv. en það síðara frá 12. nóv. til 12. des. Leiðbeinendur verða íþróttakennari og sjúkrabjálfari. Ath. að fjöldi þátttakenda er takmarkaður. Námskeiðsgjald verður kr. 2000,-. Upplýsingar og skráning í símum 602726 og 602727 fyrir 4. okt. Listasögufyrirlestrar Myndlistaskólans í Reykjavík Haustönn 1. október '91 til 1. febrúar '92. í október-desember: Þættir úr samtíma- listasögu 1950-1980. Fyrirlesari Auður Ól- afsdóttir, listfræðingur. Janúar og fram á vorönn: Miðaldir og endur- reisn. Megináhersla á byggingar- og högg- myndalist og listþróun á fyrri hluta endur- reisnartímans, einkum á Italíu. Fyrirlesari Elísa Björg Porsteinsdóttir, listfræðingur. Fyrirlestrarnir verða á fimmtudagskvöldum kl. 20.00-21.30 og ætlaðir áhugafólki um myndlist. Innritun fer fram í skólanum mánudaginn 30. september. Þátttökugjald er kr. 5.600,- (3. okt.'91-30. jan.'92). Myndlistaskólinn í Reykjavík, Tryggvagötu 15, 101 Reykjavík, sími 11990. Matreiðslumenn Almennur félagsfundur verður haldinn á Óðinsgötu 7 þriðjudaginn 1. október nk. kl. 15.00 Fundarefni: Kjaramál o.fl. Siglfirðingafélagið í Reykjavík og nágrenni 30ára Afmælishátíð verður haldin í Súlnasal Hótel Sögu föstudaginn 11. október. Fordrykkur. Glæsilegur matseðill. Hinn vafasami fílapenslakór skemmtir. Nánar auglýst síðar. Skemmtinefndin. KENNSLA Skákskólinn Innritun verður í dag frá kl. 14.00-18.00 fyr- ir börn á grunnskólaaldri. Sími 25550. Skákskólinn, Laugavegi 162, (íhúsi Þjóðskjalasafnsins). Saumanámskeið Klúbburinn Nýtt af nálinni stendur fyrir saumanámskeiðum fimmta árið í röð og hefj- ast þau •' byrjun október. Kennt verður á eftirtöldum stöðum: Akureyri Kennari er Kristín Jónasdóttir ísíma 96-22294. Borgarnes Kennari er Ásdís Helgadóttir í síma 93-71757. Blönduós Kennari er Sigrún Grímsdóttir í síma 95-24538. Egilsstaðir Kennari er Ingibjörg Sóley Guðmundsdóttir í síma 97-11493. Húsavík Kennari er Ingveldur Árnadóttir í síma 96-52292. Höf n í Hornafirði Kennari er Dagbjört Guðmundsdóttir í síma 97-81695. ísafjörður Kennari er Valgerður Jónsdóttir í síma 94-3569. - Reykjavík Haldið í samvinnu við Tómstundaskólann. Kennari er Ásdís Jóelsdóttir í síma 91 -677222. Sauðárkrókur Saumanámskeið 1: Fyrir byrjendur. Saumanámskeið 2: Fyrir lengra komna. Kennari er Friðbjörg Vilhjálmsdóttir í síma 95-35352. Selfoss Kennari er Guðný Ingvarsdóttir í síma 98-22222. Stykkishólmur Kennari er Unnur Breiðfjörð. Stefnt í síma 93-81277. Vestmannaeyjar Kennari er Bergþóra Þórhallsdóttir í síma 98-12889. Nánari upplýsingar um stað og stund veita viðkomandi kennarar. Áskriftarsími Nýs af nálinni er 91-688300. Síðumúla 6, sími (91) 688300. Starfsþjálfun Nýir nemendur verða teknir inn fyrir vorönn 1992. Námið tekur 3 annir og er hugsað sem stökkpallur út í atvinnulífið eða almenna skóla. Kennslugreinareru:Tölvunotkun, bók- færsla, verslunarreikningur, íslenska, enska og félagsfræði. Móttaka umsókna stendur til 20. október. Eyðublöðfyrir umsóknirfást hjá Starfsþjálfun fatlaðra, Hátúni 10a, níundu hæð. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 29380 milli kl. 11 og 12.30 mánudaga til fimmtudaga. Forstöðumaður. MMHMHMHI KVOTI Kvóti Erum kaupendur að bolfiskkvóta, öllum teg- undum, svo og rækjukvóta. , Fiskiðjusamlag Húsvíkur, sími 96-41388. Kvóti Óskum eftir að kaupa þorsk-, ýsu-, ufsa- og grálúðukvóta. Upplýsingar í síma 95-35207. Fiskiðja Sauðárkróks hf. TILKYNNINGAR Verkakvennafélagið Framsókn Alsherjaratkvæða- greiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjarat- kvæðagreiðslu um kjör fulltrúa á 16. þing Verkamannasambands íslands, sem haldið verður á Hótel Loftleiðum dagana 22.-25. októeber 1991. Tillögur stjórnar og trúnaðarráðs um fulltrúa liggja frammi í skrifstofu félagsins frá og með mánudeginum 30. september 1991. Öðrum tillögum með nöfnum 15 aðalfulltrúa og 15 varafulltrúa, ber að skila á skrifstofu Framsóknar fyrir kl. 12 á hádegi mánudaginn 7. október 1991. Hverjum lista þurfa að fylgja meðmæli eitt hundrað fullgildra félagsmanna. Stjórnin. Menntamálaráðuneytið Snorrahátíð í minningu 750. ártíðar Snorra Sturlusonar sunnudaginn 29. september 1991, kl. 15.00 í Háskólabíói, sal 2. Hátíðin er öllum opin. Dagskrá: Ávarp Ólafs G. Einarssonar, menntamála- ráðherra. Sagnfræðingurinn Snorri. Fyrirlestur Gunn- ars Karlssonar, prófessors. Af sjónarhóli Snorra. Fyrirlestur Vésteins Ólasonar, prófessors. Skáldin Ingibjörg Haraldsdóttir, Matthías Johannessen, Vilborg Dagbjartsdóttir og Þorsteinn frá Hamri lesa Ijóð. Upplestur úr Snorra Eddu og Heimskringlu (lesarar Silja Aðalsteinsdóttir og Þorleifur Hauksson). Inn á milli dagskráratriða verður fléttað söng- lögum íflutningi Átta fóstbræðra undir stjórn Árna Harðarsonar. Kynnir á samkomunni verður Bergljót Krist- jánsdóttir, lektor. Menntamálaráðuneytið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.